Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Qupperneq 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 30. JULI1982. íslenzkfr adilar duglegir vid að ljá farartæki undir hergögn á síðastliðnn ári — Arnarflug, Cargolux, Eimskip og Flngleiðir meira og minna bendluð við vopnaflutninga Argentínsk herþota ræðst á brezka freigátu. Gerðu eldsneytisgeymar, sem Cargolux flntti, herþotunni kieift að ráðast á freigátuna? Eða logar í freigátunni af völdum eldflaugar sem dótturfyrirtæki Cargolux flutti til Argentinu? Þann 24. október árið 1980 hóf DC-8 þota sig á loft af flugvellinum í Nimes í Suður-Frakklandi. Tók hún stefnu í austurátt. Ákvörðunarstaður var Teheranílran. Þetta var vöruflutningaþota. Um borð voru hergögn til islömsku byltingarstjómarinnar í Iran, stjórnar Khomeinis erkiklerks. Hergögnin samanstóðu af 250 hjól- böröum undir Phantom-orrustuþotur, vél í Scorpion-skriödreka, vél í M48 skriðdreka og varahlutum í M60 skriðdreka. Hafði þessum hergögnum verið safnað saman í Nimes. Hjól- barðamir höfðu verið keyptir og fluttir frá Israel á mjög leynilegan hátt. Hlutimir í skriðdrekana höfðu veriö keyptir frá ítölskum vopnasala í Mflanó. Vopnaflug í heimsfréttum Flug þetta komst í heimsfréttirnar tíu mánuðum síðar. ABC-sjónvarps- stöðin í Bandarík junuin skýrði frá her- gagnaflutningum Israelsmanna til stjórnarinnar í Teheran. Fréttir þessar vöktu mikla athygli í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn voru nefnilega ekki hrifnir af því að þeirra gömlu bandamenn, Israelar, skyldu vera að útvega Khomeini og fé- lögum hergögn. Mikill kuldi ríkti á milli klerkastjórnarinnar og Banda- ríkjamanna, sérstaklega eftir gíslatök- una í sendiráöi Bandaríkjanna í Teheran. Fréttir þessar vöktu einnig mikla athygli uppi á Islandi, ekki vegna þess að Israelsmenn skyldu vera að útvega írönum vopn heldur vegna þess að mál þetta tengdist Islendingum. Flugfélag- iö sem vopnin flutti var nefnilega Cargolux, félagið sem Loftleiðir höfðu á sínum tíma komið á fót og Flugleiöir áttu nú fjórðung í. Ennfremur störfuöu margir Islendingar hjá Cargolux, sér- staklega flugmenn. Auk þess sitja Is- lendingar í æðstu stöðum innan fyrir- tækisins. Frétt ABC-sjónvarpsstöðvarinnar varð til þess aö íslenzk blöð fóru að grafast nánar fyrir um málið. Hringt var í Einar Olafsson, forstjóra Cargo- lux, og hann spuröur um þetta. Magnús Torfi Olafsson f jallaði um her- gagnaflutningana í pistli í Helgarpósti. Helgarpósturinn fylgdi þessu svo eftir með samantekt úr fréttum banda- rískra og brezkra blaða auk þess sem rætt var við Pierre Salinger, frétta- stjóra hjá ABC-stöðinni, en hann haföi staöiö á bak viö fréttina. I viötölum viö íslenzk blöð neitaði Einar Olafsson því að Cargolux hefði flutt hergögn í umræddri ferð. Hér hefði verið um aö ræða aðallega dekk og Jaguarmótora. Því hefði veriö um venjulega vöruflutninga að ræöa, enda vamingurinn skilgreindur á farm- skjölum. Fölsuð farmskjöl I frétt ABC sagði hins vegar aö farm- skjölin hefðu veriö fölsuð meö vitn- eskju spilltra franskra yfirvalda. I farmskjölunum segði að um væri að ræða dekk undir loftpressur, varahluti í dráttarvélar og flutningabíla og vélar í Jaguarbíla. Brezkt blað hafði áður upplýst að vél í Scorpion-skriödreka væri í raun breytt Jaguarvél. I viðtali við Helgarpóstinn segir Pierre Salinger það vel hugsanlegt að Cargolux hafi ekki vitað annað en það sem stóð í farmskjölunum f ölsuðu. Umræöan á Islandi um flutninga þessa var fyrir tæpu ári, um mánaða- mótin ágúst-september 1981. Cargolux hafði áður verið bendlað við vafasöm viðskipti. Vorið 1981 skýrði Dagblaöið frá umfjöllun banda- rískra blaöa af sérkennilegum viöskiptum með Hercules-her- flutningavélar. Gaddafi Líbýuleiðtogi, einn mest hataði maöur í Bandaríkjun- um, hafði snúiö á Bandaríkjamenn með því að komast yfir Hercules-vél. Að sögn bandarísku blaðanna fór Gaddafi þannig að: Hann lét Cargolux kaupa Hercules-vél fyrir sig í Kanada. Cargolux neitaöi því að hafa keypt flugvélar fyrir Gaddafi. Sagt var aö Gaddafi hefði eingöngu gert þetta til að stríða Bandaríkja- mönnum. Hann haföi pantaö Hercules- vélar en Bandaríkjaforseti hefði komiö í veg fyrir afhendingu þeirra. Því hefði Gaddafi farið aðra leiö til að útvega sér Hercules. I viðtali við Tímann fyrir nokkrum dögum segir Einar Olafsson, forstjóri Cargolux, aö viðhaldsdeild félagsins hefði ekki misst nein verkefni síöan i fyrra, „þegar Bandaríkjastjóm setti okkur stólinn fyrir dymar vegna Líbýumannanna, sem við vorum að vinnafyrir”. Ekki skýrir Einar nánar hvaö hann eigi við en trúlegt er að stóllinn hafi verið settur f yrir dymar vegna Hercul- es-viðskiptanna. Hvað voru íslenzk fyrirtæki að gera? Umræðan í fyrrahaust um hergagna- flug Cargolux varð til þess að menn fóru að spá í íslenzk flutningafélög, bæöi flugfélög og skipafélög. Orðrómur var nefnilega á kreiki um að fleiri heföu fengizt við flutninga af þessu tagi. Sögusagnir um vafasama vopna- flutninga íslenzkra aöila em reyndar alls ekki nýtilkomnar. Fyrir mörgum árum gengu oft sögur af einstökum ís- lenzkum skipaeigendum sem spurðu ekki um farminn, svo framarlega sem viðunandi greiðsla væri í boði fyrir flutninginn. Næstu fréttir af vopnaflutningum ís- lenzkra aðila birtust í Vísi í október í fyrra. Sagði Vísir frá grunsemdum um vopnaflug Amarflugs fyrir Líbýu. Arnarflugsmenn harðneituðu hins veg- ar. Á daginn kom þó að Vísir hafði haft rétt fyrir sér. Frá vopnaflugi Arnar- flugs verður skýrt frá nánar síðar í þessari grein. Dagblaðið birti í byrjun nóvember, nokkrum dögum eftir frétt Vísis af Arnarflugi, forsíöufrétt af Flugleiða- þotum og daginn eftir forsíðufrétt af skipi Eimskipafélags Islands. „Flugleiöaþotur flytja vopn til Saudi-Arabíu” stóð í fyrirsögn Dag- blaösins 3. nóvember 1981. Daginn eftir var fyrirsögn á aðalfrétt blaðsins: „Laxfoss í flutningum fyrir líbýska herinn”. Rifflar og skotfæri með Flugleiðaþotum Dagblaðið upplýsti aö tvær Flug- leiðaþotur heföu frá því í marz 1981 farið ellefu ferðir meö vopn milli Evrópu og Saudi-Arabíu. Farmurinn hefði verið rifflar og skotfæri fyrir M48 skriödreki. Þaft kom i heimsfréttum að Cargolux hefði flutt vél í slíkan skrið- dreka fyrir klerkastjómina i tran. Hinn þekkti sjónvarpsfréttamaður Pierre Salinger. Hann stjómaði þætti ABC- stöðvarinnar um vopnaflutningana. vamar- og flugmálaráðuneyti Saudi- Arabíu. Tvær DC-8 þotur Flugleiöa voru notaðar viö flutningana, TF-FLC og TF-FLE. Bandaríska flugfélagið Over- seas National Airlines hafði þotumar á leigu frá Flugleiðum og vom íslenzkar áhafnir ekki á þeim. 1 samræmi við lög sóttu Flugleiðir um leyfi til samgönguráðuneytisins fyrir þessum flutningum og gerðu um leið grein fyrir farminum í hverri ferð. Veitti ráðuneytið leyfi án nokkurra athugasemda. Flugleiðaþoturnar flugu meö riffl- ana og skotfærin frá Luton í Englandi og Vín í Austurríki til Saudi-Arabíu. Aldrei fékkst hins vegar á hreint hvort Laxfoss, skip Eimskipafélags Is- lands, hefði flutt vopn. Það lá hins veg- ar fyrir að hluti farmsins, meginhluti að sögn tveggja heimildarmanna Dag- blaðsins, heföi verið merktur „Libyan ArabArmed Forces”. Talsmenn Eimskipafélagsins harð- neituðu því að um vopnaflutninga hefði verið að ræða. „Ekki var talað um neina vopnaflutninga í leigusamn- ingi,” sagöi deildarstjóri hjá Eimskip viðDagblaðið. Grunsamlegir kassar og gámar um borð í Laxfossi Skipstjórinn á Laxfossi sagði það af og frá aö um vopnaflutninga heföi veriö að ræða. Hann treysti sér þó ekki til að segja mikið um innihald grun- samlegra gáma og kassa sem fluttir voru. Taldi þó að í sumum gámanna hefðu verið varahlutir í Caterpillar- vinnuvélar. , Umrædd sigling Laxfoss var frá hafnarborginni Chioggia á Italíu til Misurata í Líbýu. Laxfoss hafði í júlí í fyrra siglt frá Islandi til Ravenna á Italíu, sem er skammt frá Rimini, með fiskimjöl. Að því búnu sigldi Laxfoss til Chioggia. Þaðan hélt skipið 8. ágúst til Líbýu. Farmurinn mun hafa verið steypu- styrktarjám, nokkrar litlar steypu- hrærivélar, en auk þess lokaðir kassar og átta innsiglaðir gámar. Heimildar- menn Dagblaösins sögðu hvern gám hafa vegið aUt að 23 tonnum. Viðtakandi farmsins í Líbýu var ekki herinn heldur ítalskt verktakafyrir- tæki, ImpregUa. Því er ekki aö neita að CaterpiUar- skýringin minnir nokkuð á skýringar Cargolux-manna á farminum frá Nim- es í Frakklandi til Teheran. Cargolux- menn töluðu um Jaguar-mótora, þegar í raun var um aö ræða skriðdrekamót- ora, og loftpressuhjólbarða þegar um dekk undir orrustuþotur var aö ræða. Það er vel hugsanlegt og reyndar mjög Uklegt að Eimskipafélagsmenn hafi ekki haft hugmynd um hvað í raun var í kössunum grunsamlegu og gám- unum. Hafi á annaö borð verið hergögn í þeim er líklegt að reynt hafi veriö aö leyna því sem frekast var kostur, farmskjöl fölsuð og einhver miUiliöur hafður sem viðtakandi, í þessu tilviki hugsanlega fyrirtækið Impreglia.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.