Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Blaðsíða 14
Jónas Helgason bóndi í Æðey.
DV. FÖSTUDAGUR 30. JULl 1982.
er mest gaspnr í
stjórnmálamönnuin
— segir Jónas Helgason, bóndl í Æðey við Isafjarðardjúp
Jöröum í ábúö viö Isafjarðardjúp
hefur farið fækkandi á undanfömum
áratugum. Sagt hefur verið aö þegar
búskap veröi hætt í Æöey og Vigur
veröi allar aðrar jaröir við Djúpið
farnar í eyði, enda fylgja þeim meiri
hiunnindi en öðmm.
Jónas Helgason hefur verið bóndi í
Æðey undanfarin átta ár, síðan hann
tók við af föður sínum. Hann er ekki
ókunnugur búskaparháttum í eynni,
því hann var þar í sveit hjá skyldmenn-
um sínum frá tveggja ára aldri og
flutti þangað með foreldrum sínum 13
ára gamall. Hann hefur tekið upp
ýmsa nýbreytni í búskap og hefur
mörg járn í eldinum. Jónas var fyrst
spurður hverjar væru horfur með bú-
skap í Djúpinu og hvort rétt væri að
Æðey væri meiri kostajörö en aörar
jarðir þar um slóðir.
Æðarvarpið stór
hluti af búskapnum
„Það gæti orðið stórt stökk í fólks-
flótta úr þessu ef heldur fram sem
horfir með grassprettu hér um slóðir.
Ég er að visu með hluta af mínum
búskap í hlunnindum en það eru blikur
á lofti á því sviði líka. Það hefur verið
sölutregða á æðardún og enn er ekki
búið að selja allt frá því í fyrra.
Eitthvað af því fer á markaö í Japan
en það verður varla búið að selja allan
dún fyrra árs fyrr en í haust. Verðið á
dún hefur einnig staðið í stað í ár ef
miðað er viö þýzk mörk, þótt breyting-
ar hafi orðið á gengi.”
Hvað er dúntekjan stór hluti af bú-
skapnum?
„Það fer eftir veðri og árferöi hvaö
næst mikið inn. I fyrra eyðilögðust um
35% af dúninum í vondu veðri sem gekk
hér yfir í tvo sólarhringa. Dúnninn
fauk og þaö blotnaði i honum auk þess
sem það eyðileggst alltaf eitthvað þeg-
ar svartbakurinn étur eggin í hreiðrun-
um.
Æðarvarpið er stór hluti af búskapn-
um en samt ekki það stór að ef annar
búskapur legðist niður myndi það ekki
standa undir búsetu hér en æðarvarpið
er hægt að nýta án búsetu.”
Tilraunir með eldi á æðarfugli
Undanfarin 3 ár hefur Jónas gert til-
raunir til að ala upp æðarunga í sam-
vinnu við Búnaðarfélag íslands. ,,Ég
byrjaði með 250 unga í vor en nú eru
um 200 eftir. Það drepst alltaf eitthvað
fyrstu dagana, sérstaklega ungar sem
ekki aðlaga sig því að éta sjálfir.
I fyrra reyndi ég að gefa ungunum
marfló en þá urðu áberandi mikil van-
höld. Ég hef líka reynt að gefa þeim
fisk með mjölinu en það virðist ekki
gefa betri raun. Það virðist standast að
ala ungana inni í 4 vikur og sleppa
þeim þáút.”
En hvers vegna að ala upp æðar-
unga, — fer æðarfuglinum fækkandi?
„Nei, honum hefur ekki fækkaö en ég
er að reyna að fjölga stofninum. Það er
talið að aðeins 2 til 5% af verptum eggj-
um komist upp, vegna svartbaksins og
af fleiri ástæðum. Én þetta hefur ekki
verið rannsakaö til hlítar.
Þetta er þriðja árið sem þessar til-
raunir standa yfir og því er varla hægt
að segja til um hvaða niðurstaða verð-
ur af þessu. Það er talið að æðarfugl
verpi tveggja ára gamall og þá ættu
þessir ungar sem nú er verið að ala aö
skila sér í varp. Annars er náttúru-
fræðistofnun aö rannsaka þetta hér í
eynni í sumar og merkja unga og þá
ætti að vera hægt aö seg ja nánar til um
þetta. Sjálfur hef ég ekki merkt mína
unga.”
Gæsaregg í hreiöur æðarfugla
1 Æðey eru einnig um hundrað gæs-
arungar sem Jónas er með í eldi.
„Eg fer inn í Djúp og tek þar gæsar-
egg sem ég set undir kollur eftir því
hvað þær eru með mörg egg sjálfar.
Eg set allt upp í 3 egg í hreiöur.
Þaö misferst alltaf mikið af þessu
eða 70 til 80% af eggjafjöldanum. Mest
fer í útungun og fyrstu vikumar en úr
því heyrir til undantekninga ef ungar
drepast. Það viröist vera yfirdrifinn
markaður fyrir þetta hér í nágrenninu.
Eg byrjaöi fyrst á þessu fyrir 20 ár-
um. Þaö henti hins vegar árið 1974 að
við máttum ekki vera að því aö slátra
vegna þess aö verið var að byggja fjár-
hús. En ungarnir biöu ekki nema til 25.
október um haustið, þá flaug allt liðið.
Þetta vom 90 ungar og 60 þeirra skil-
uðu sér aftur næsta vor, veturgamlir.
Þeir fóru að verpa hér eftir tvö ár. En
það hefur kvamast úr hópnum og nú
en: aðeins tvö pör eftir þótt gæsin geti
náö 16 ára aldri. Hún er mikið skotin i
Skotlandi.”
En hvaö um hinar hefðbundnu bú-
greinar?
„Ég er hér með 260 rollur sem eru
fluttar upp á land á vorin. Eg var með
kýr en ég gafst upp á því vegna þess að
vegarslóðinn sem liggur niður að
bryggju hleypur upp í dmllu vor og
haust og ég vildi ekki bera mjólkina
þessa leiö á sjálfum mér. Hins vegar
er ég með 18 kálfa og nokkrar eldri
kvígur.”
mikið meiri samgangur milli land-
bæja. Eg er ekki aö þvælast þetta á bát
eins og veður er hér umhleypinga-
samt.”
Svartsýnishljóð
í bændum
Nú heyrist manni mikill barlómur
vera í bændum hér um slóðir, þú ert
ekkert að gefast upp á búskap?
„Ef bæir fæm að fara í stórum stíl í
eyði þá myndi ég hugsa minn gang. Eg
heyri mikið meira svartsýnishljóð í
mönnum en áður enda man ég ekki eft-
ir öðm eins þurrkasumri og nú. Þegar
fer að kvikna í jörð ef menn henda frá
sér sígarettustubb, eins og komið hefur
fyrir hér, þá er ástandið oröið alvar-
legt.
Ef þessi jörð væri orðin ein út af fyrir
sig þá segir það sig sjálft að maður
myndi hugsa málið upp á nýtt. Hins
vegar hefur verið litið um að jarðir
hafi fallið hér úr byggð á síöustu árum
en aftur á móti hafa risið 2 nýbýli.”
Lítið séð byggðastefnu
í framkvæmd
Byggðastefna. .. Telurðu rétt að
styrkja bændur á þeim stöðum sem bú-
skapur virðist ekki standa undir sér?
Hér er D júpbáturinn til dæmis að stór-
um hluta ríkisstyrktur.
„Eg hef heyrt þessa byggðastefnu
nefnda frá því að ég man eftir mér en
lítið séð af framkvæmdum. Þetta er
mest gaspur í stjómmálamönnum.
Hér var eitt sinn gerð svokölluð Inn-
djúpsáætlun en ég hef nú séö mest h'tiö
af henni utan hvað hér voru byggð
nokkurfjárhús.
En hér lokast allir vegir í Snæfjalla-
hreppi yfir veturinn. Eg sé eldd annað
en að miðað við vegakerf ið verði bátur-
inn að ganga um ófyrirsjáanlega fram-
tið. Þaö væri þó hægt að fá hagkvæm-
ara skip í reksturinn miðaö við þá
flutningatæknisem völerá ídag.”
Hvaö er þá helzt til ráða?
„Mesta lyftistöngin fyrir héraðið
væri aukin atvinnuuppbygging. Það er
mikið af ungu fólki hér að komast á
þann aldur að það þurfi að fá vinnu. En
það fær enga vinnu hér og þá leitar það
til Isafjarðar og þegar það stofnar
heimili þá sezt það auðvitað að þar.
Það eru hér ýmsir möguleikar i at-
vinnuuppbyggingu. Það má nefna sér-
staklega möguleika á fiskþurrkun með
því að nota heita vatnið á Reykjanesi,
eins og gert er í Eyjafirði. Einnig hefur
verið rætt um sláturhús á Nauteyri.
Á Reykjanesi eru augu úti í sjónum
og vatniö þar getur orðið anzi heitt.
Þetta er eina háhitasvæðið á Vest-
fjörðum og vatnið rennur þar ónotaö
beint í sjó fram.”
ÖEF
Póstmeistari og
minkaveiðimaður
Svo ertu líka póstmeistari hér í
Æðey?
Jónas vill nú ekki kannast við að
hann beri svo fínan titil en segist sjá
um bréfhirðingu.
„Bréfhirðingin er hugsuð aðeins fyr-
ir þennan bæ, enda er erfitt aö sækja
allan ábyrgðarpóst til lands. Þetta er
vel borgað miöaö við umfang. Hingað
leita frímerkjasafnarar og þeir sem
safna póststimplum. Það er fátítt aö
menn komi hingað en margir senda
umslög til að stimpla. Mest hef ég feng-
ið 650 bréf á einu bretti sem ég var beð-
inn um aö stimpla fyrir Norðurlanda-
klúbb frímerk jasafnara. ”
Og minkaveiðar hér í sveit eru á
þinni könnu?
„Já, ég er ráðinn til þess af hreppn-
um.
Það er ekki mikiö sem það skilar af
sér ef allt er reiknað. En ég geri þetta
aöallega út af varpinu og myndi reyna
að stunda þetta þótt ekkert væri borg-
aö fyrir þaö. Eg hef f engiö mink hingað
í eyna, til dæmis komu 2 í fyrra. Það er
lítill hólmi milli lands og eyjar sem
minkurinn getur synt yfir á. Hann
hefur þó ekki komizt aö ráði í varpið.
Þeir sem voru hér í fyrra komu í lok
varps. En þegar lundinn er kominn er
erfitt að ná minknum því að hundarnir
sækja svo í lyktina í lundaholunum.”
Hvemig er að vera bóndi hér í eynni
yfir vetrartímann — fólk hlýtur að
vera hér einangraö?
„Það er ekki hægt að neita því að
þetta er einangrað en ég finn lítið fyrir
þvi. Eg kann þessu ágætlega. Það er
Séð heim að bæjarhúsunum í Æðey. Fyrir miðri mynd er fbúðarhúsið sem byggt var árið 1864. Lengst til vinstri er um
200 ára gamalt hús sem verið er að endurbyggja. Eins og sjá má eru mjög góð hafnarskilyrði fyrir smábáta í víklnni
fvrir framan húsin.
Þetta gamla hús er frá tímum saltvinnslunnar á Hann var heldur lúpulegur æðarunginn þegar hann var
Reykjanesi við Djúp, sem var aflögð árið 1794. Húsið tekinn úr búrinu...
var endurbyggt í Æðey 1874 og þá byggt við það bíslagið
að framan. Nú standa yfir gagngerar endurbætur á
húsinu.
. .en gæsarungarnlr voru hins vegar öllu sprækari og hlýddu kalll stráksins umsvifalaust.
DV-myndir GVA.