Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Blaðsíða 17
DV. FÖSTUDAGUR 30. JULl 1982.
17
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Ik*itaiinia
Hospital
Britannia Hospital hefur fengið
heldur dræmar viðtökur meðal
brezkra gagnrýnenda. Blaðamenn
brezka tónlistartímaritsins NME
brugðu sér á fund hins aldna leik-
stjóra og fara glefsur úr viðtalinu við
hannhéráeftir.
Anderson var inntur eftir frumsýn-
ingu Britannia Hospital nú í byrjun
sumars.
„Hryllileg sýning — ég sýni aldrei
mynd þar framar (í sal BAFTA).
Hann er svo kaldur og ruglandi. Þú
þarft vissan innileika. Og þessir
hryllilegu áhorfendur sem engin
andsvör gáfu, svokallað fjölmiðla-
fólk. Guði sé lof aö þetta lið er ekki
eins mikilvægt fyrir kvikmyndirnar
og þaö er fyrir leikhúsin í Lundún-
um. Þetta eru frekar hindranir en
raunverulegir túlkendur.”
Lindsey er þá minntur á að hann
var gagnrýnandi s jálfur.
Ekki déskotans
sósíalisti
„Þetta er allt breytt frá því í gær
—. ég var aldrei „blaða” gagnrýn-
andi. Sequence (blaðið sem Ander-
son reit fyrir) var alveg óhkt ein-
hverju á borð viö The Guardian, sem
flytur fólki afþreyingarefni.”
En hvers vegna ræöst Britannia
Hospital af offorsi á verkalýösfélög
og verömæti hinna vinnandi stétta?
Þetta er undarlegt þegar haft er í
huga að Anderson hefur löngum
talizt jafnaðarmaður.
„Eg er róttækur, ekki jafnaðar-
maður! Þetta er árás á kerfið. Ef þú
heldur að verkalýðshreyfingin sé
ekki orðin að stofnun þá er ég
hræddur um aö við séum ósammála.
Hún eyðileggur ábyrgö einstaklings-
ins. Eg tala sem stjórnleysingi en
ekki einhver déskotans sósíalisti.
Sjáðu bara hvað hefur gerzt í Tékkó-
slóvakíu og Póllandi.”
Nú er heimssýnin í Britannia
Hospital heldur dökkleit.
„Guð minn góður — þú ert vonandi
ekki tilfinningasamur? Þetta er
hæðin ádeila á veikleika manna.
Malcolm McDowell föndrar við beinagrind6 stóru myndinni, en á þeirri
litlu svitar Leonard Rossiter sig á þrekhjóti. Hvort tveggja úr Britannia
Hospital.
Þú getur auglýst auðveldlega og ef
mynd vinnur til verðlauna er það
styrkur fyrir hana í Evrópu, varla
eins mikill hér í Bretiandi eða í
Bandaríkjunum. Það er eins iíklegt
að dómurinn verði hálfvitalegur eins
og hann verði skynsamlegur. Síðast
þegar ég átti mynd þarna var Ingrid
Bergman forseti dómnefndar.
Heillandi kona, en ég hef grun um að
hún sé nokkuð tilfinningasöm.”
Lindsey gefur skít í tilfinninga-
semi en leggur mikla áherzlu á sann-
leikann. Hann er spurður hvers
vegna í ósköpunum hann hafi tekið
aö sér hlutverk í Chariots of Fire,
einhverri tilfinningasömustu mynd
seinnitíma.
,,Ég féllst á þetta vegna þess að
mér fannst það fagleg áskorun. Það
er gott fyrir leikstjóra að hafa
nokkra reynslu af leik. Það er allt og
sumt.”
Linsay Anderson er 59 ára gamall.
Hann segist ekki hafa hugmynd um
það hvað næsta mynd hans mun
f jalla um. I lok viðtalsins við blaða-
mann NME biöur hann manninn
blessaöan aö smella sér aftur í bíó til
að sjá Britannia Hospital.
Snúið og sneytt — SKJ.
Lífskrafturinn í hverju verki er í stíl
þess. Eftir hverju vilt þú vonast?”
En bjartsýnin er vörn æskunnar.
Óbeit á
rugli og vitleysu
„Eg heföi nú haldiö að virðingar-
verðara persónuleikaeinkenni væri
að hafa óbeit á rugli og vitleysu.
Þetta er sannleikurinn um þetta land
og hegðun mannkyns eins og ég sé
hana. Ef til vill er ég að segja eitt-
hvað um mannkynið sem þú getur
ekkiviðurkennt.”
Síðustu myndir Andersons viröast
vera í framhaldi hver af annarri.
Malcolm McDowell kemur fram í
Britannia Hospital sem foringi
rannsóknarblaðamanna og fleiri per-
sónum úr O Lucky Man bregður nú
fyrir á ný. Er Britannia Hospital
framhald af fyrri myndum
Andersons?
„Nei, stíll þessarar er mjög ólíkur
hinum fyrri. Þetta er frásögn.
Þemað eitt leiðir þig gegnum mynd-
ina — í henni er engin aðalpersóna.
Þetta er ekki frásögn í þeirri merk-
ingu sem lögð er í orðið í Hollywood,
ekki í tima og rúmi heldur í hug-
myndum. Þú ert beðinn að vinna og
nota skynsemina.”
Britannia Hospital fór á kvik-
myndahátíðina í Cannes. Viðtalið við
Anderson í NME var tekið áöur en
hann lagði upp til Frakklands. Hann
var minntur á að 0 Lucky Man hefði
goldið mikið afhroð á hátíðinni 1973.
Mun ganga betur í ár?
Heillandi kona
en nokkuð tilfinningasöm
„Eg veit ekki hvað á að ganga vel.
ttroí lir viötali
viö EAndsati
Xnderson
Lindsay Anderson hefur verið
iöinn viö að sýna dekkri hliðarnar á
brezku samfélagi síðustu tuttugu
árin. Honum hefur líka oft á tíðum
tekizt að koma ærlega við kaunin á
þjóðfélögum Vesturlanda. Þekktasta
Lindsay Anderson leikstjóri
birtist fyrir framan
myndavélarnar i Chari-
otsofFire. Hórsóst
hann i hlutverki
skólastjórans ásamt
John Gielgud.
mynd hans er án efa 0 Lucky Man
meö Malcolm Mc Dowell í aðalhlut-
verki. Aðrar frægar myndir Lindsay
Andersons eru If. . . og The White
Bus. Allar þessar myndir háfa vakið
veröskuldaöa athygli. Ádeila Ander-
sons er oft á tíðum blönduð atriöum
sem flokkast vart undir annaö en
hreinan fáránleika. Myndir hans
hafa líka ævinlega verið í gaman-
samara lagi og á köflum stórfyndn-
ar. Það er ekki svo lítill kostur sé
tekið tillit til þess að O Lucky Man
tekur til dæmis um þrjár klukku-
stundir í sýningu.
Mörguní þykir sem Anderson hafi
ekki tekizt jafn vel upp og fyrr við
gerð nýjustu myndar sinnar
Britannia Hospital. Myndin á að
sýna Bretland nútímans í hnotskurn
„Þessir hrylU-
legu úhorf-
endur...svo-
hailað fjöl-
miðlafólh99
og er flokkuö með gamanmyndum. I
augum Andersons er Bretland land
þar sem heimskulegar reglur, sere-
móníur og rauðir dreglar eru í heiðri
hafðir. Jafnhliða þessu þrífst í land-
inu óréttlæti, misrétti og kúgun af
ýmsu tagi. Ef til vill gefur Bntannia
Hospital nokkuð nákvæma mynd af
staðreyndum málsins.
Óféleg hjörð
Á Britannia Hospital kennir
margra grasa. Starfsliðið getur
varla verra veriö og sjúklingarnir
eru heldur óféleg hjörð. Á lokuöum
deildum sjúkrahússins getur að líta
fulltrúa yfirvalda og peningamanna.
Þeirra á meðal er meira að segja ein-
hverskonar Amin/Bokassa fígúra
sem leggur smáböm sér til munns.
Fyrir utan girðinguna kringum spít-
alann er auðvitað æstur múgur í
vígahug. Ekki vantar brjálaða
prófessora í Britannia. Graham
Crowden fer meö hlutverk hans og
heldur þannig áfram í sama hlut-
verkinu og hann hafði í 0 Lucky
Man. Oði prófessorinn tengist hinni
nýju tækni sem viröist ógna (eða
bjarga) mannkyninu.
StOl Andersons er raunsæislegur
og á köflum surrealískur og Brit-
annia Hospital minnir um afar
margt á 0 Lucky Man. Þó er eins og
frásögnin sé ekki eins beinskeytt í
Britannia Hospital og í fyrri mynd-
inni. Aðþessu sinni er söguþráðurinn
hjá Anderson ívið undinn og flæktur
og hann flækir ef til vill fleiri mál en
hann skýrir. I handritinu er að finna
afar marga lausa enda og trosnaða,
svo marga að helzt mætti líkja því
við rýjateppi.
Of langtfrí?
Malcolm McDowell leikur Mick
Travis, rannsóknarblaðamann, í
Britannia Hospital. Mick þessi líkist
persónunum sem McDowell lék í If
. .. og O Lucky Man. Hann þarf að
þola sitt af hverju og er meðal ann-
ars tilraunadýr prófessors, Millers
hins brjálaða.
Leonard Rossiter fer með hlutverk
spítalaráðsmannsins. Hann stendur í
ströngu við aö undirbúa heimsókn
konungborinnar persónu. I því skyni
stendur hann meðal annars fyrir
viöamikilli æfúigu starfsfólks
sjúkrahússins í hirðsiðum.
Mikill f jöldi þekktra brezkra leik-
ara kemur fram í Britannia
Hospital. Þar finnst misjafn sauöur í
mörgu fé og ef til vill á mannmergðin
og umsvifin á spítalanum eftir aö
minna íslenzka áhorfendurá ósvikna
réttastemmningu að haustlagi.
Lindsay Anderson haföi ekki leik-
stýrt kvikmynd í hartnær áratug þar
til hann tók sig til og gerði Britannia
Hospital. Honum hefur vafalítið
gengið gott eitt til viö gerö þessarar
nýju ádeilu sinnar, en hún er engu að
síöur ruglingslegri og verr skipulögð
en fyrri myndir hans. Ef til vill hefur
þessi ágæti leikstjóri tekið sér of
langt frí.
-SKJ.