Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Qupperneq 9
DV. FÖSTUDAGUR 30. JULl 1982. Stgurlaug Jónsdóttir, eiginkona tsleifs, með blsösp, sem hún kom með sem rótar- sprota frá Noregi fyrir þrem árum. ur, sérstaklega fyrir útskurðarmeist- ara. Þá seljum við talsvert af viði, sem síðan er notaður tii að reykja við og vaxandi sala hefur verið í arinviði á síðustuárum. Sú var tíðin, að við gerðum talsvert af viðarkolum, en viö urðum að hætta því þegar ofninn var úr sér genginn. Við sóttum þá um gjaldeyrisleyfi fyrir nýjum ofni en fengum ekki. Það hefur komið til tals núna að taka þessa iðju upp aftur þar sem mikið er nú flutt inn af viðarkolum vegna vaxandi vinsælda glóðarsteikingar,” sagði Isleifur. Danskurinn stóð fyrir sínu Danskir áttu upphafið að skógrækt hérlendis að sögn tsleifs. Þaö voru þeir Ryder, Prytz og síðar Flensborg, sem áttu kveikjuna aö friðun álitlegustu skóglendanna. Vaglaskógur var girtur 1909, en um fullkomna friðun var ekki að ræða strax, þar sem hestar og naut- peningur fengu að ganga í skóginum fram undir 1940. Þó talað sé um Vagla- skóg og gróðrarstööin sé kennd við Vagla, þá er skógurinn ekki aUur úr landi Vagla, sem var Möðruvalla- klaustursjörð að fomu. 1/3 hluti skóg- arins er úr Hálslandi og eru landa- merkin miUi Háls og Vagla í Merkja- gróf. Beggja vegna landamerkjanna er nú gróörarstöðin. Þar eru margvís- legar trjátegundir í ræktun, ýmist fuU- reyndar við norðlenzkar aöstæður, ell- egar í tUraunaræktun. 2—4 ára fara plönturnarí nýja skógarreiti ellegartU viðbótar eldri skógum. Hins vegar þarf aö ala garðplöntur aUt til 10—12 ára aldurs í gróörarstöðinni. Ég spurði Is- leif hvort það væru tízkusveiflur í garð- ræktinni hvað varðar val á trjáplönt- um? „Það er ef til vUl ekki rétt að kalla það tízku, en þaö koma sveiflur, sem markast fremur af mismunandi eigin- leikum þeirra tegunda sem eru á markaönum”, svaraði Isleifur, og hann hefur orðið áfram. „Áður fyrr þekktist varla annaö en brekkuvíðir og viðja í skjólbelti og Um- gerði. Nú er Alaskavíðir algengari, en hann þykir fljótvaxnari og áhka harð- gerður, og hentugur í hávaxin lim- gerði. Á undanförnum árum höfum við selt talsvert af gljávíði, en hann hefur víða látið á sjá eftir erfiða vetur. Þess vegna seldist minna af honum í ár, en loövíðirinn seldist aftur á móti upp.” Nýjar tegundir Isleifur sýndi mér nýjar tegundir og ný kvæmi, sem verið er að gera til- raunir með á Vöglum. Ég spurði haiui hvemig þeir y rðu sér úti um fræ? „Við höfum fræskipti við gróðrar- stöðvar, sem búa við áþekkt veðurfar og við, en einnig reyni ég að verða mér úti um fræ frá ýmsum aðilum, þetta er miklu meira spennandi en frímerkja- söfnun,” sagði Isleifur. Ég bað hann að segja okkur frá nýgræöingum. „Það er af mörgu að taka og þetta er misjafnlega langt komið hjá okkur. Eg get nefnt nýtt kvæmi af gljávíði, sem við fengum frá Finnlandi. Það kemur vel út og virðist harðgerðara en það kvæmi sem við höfum verið meö. Þá erum við að gera tilraunir með birki frá Passvíkurdalnum, sem er nyrst í Noregi. Það er með stærri blöð en íslenzka birkið og verður vonandi bein- vaxnara. Við erum einnig með nýtt kvæmi af Alaskabirki. Ég get einnig nefnt þér baunatré frá Síberíu og Síberíuþyrni. Baunatréð hentar vel í klipptar limgirðingar og sömu sögu er að segja umSíberíuþym- inn, sem hefur einstaklega fallega haustliti. Þessar tegundir eru lítið þekktar, enda óvíöa á boðstólum. Þaö er eins og fólk sé hrætt við að prófa eitthvað nýtt, en þaö er óþarfi, því báðar þessar tegundir sem ég nefndi eru harðgerðar. Fleiri tegundir mætti nefna, sem ég gæti meö góðri sam- vizku hvatt fólk til að prófa. Garðrækt- in verður líka meira spennandi ef leit- aðerá nýmiö”, sagðilsleifur. Að lokum spurði ég tsleif hvort bændur hefðu sýnt vaxandi áhuga á skjólbeltaræktun á jörðum sínum? „Já, svo sannarlega, en þaö segir sig sjálft að það verður ekki mikið gert fyrir þær fjárveitingar sem ætlaðar eru til þessara hluta. I fyrra voru370 þ. kr. til skjólbeltagerðar, en í ár ekki nema 60—70 þ.kr. Það er í öfugu hlut- falli viö vaxandi áhuga bænda, sem gera sér í auknum mæli grein fyrir gildi skjólbetta til að skýla gróöri, skepnum og ekki sízt híbýlum manna, því sýnt hefur verið fram á að skjól- belti við íbúðarhús lækka hitunar- kostnaðinn,” sagði Isleifur í lok sam- talsins. -GS/Akureyri Kjörvlður úr Vaglaskógi. Guðni Þorsteinn Arnþórsson verkstjóri með borð sem flett hefur verið úr lerkitré úr Vaglaskógl. • GS/Aku SMÁAUGLÝSINGADEILD verduropin föstudaginn 30. júlí frá kl. 9 til kl. 22. LOKAÐ laugardag 31. júlí, sunnudag 1. ágúst og mánudag 2. ágúst Þeir sem œtla að koma smá- auglýsingu í fgrsta blað eftir verzlunarmannahelgi, þ.e. þriðju- daginn 3. ágúst, verða að hringja fgrirkl. 22.00 föstudaginn 30.júlí. Góda erzlunarmannahelqii SMAAUGLYSINGAR ÞVERHOLT111, SÍMI27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.