Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1982, Qupperneq 20
20 DV. FOSTUDAGUR 30. JOLt 1982. Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð — Sérstæð sakamál rvii 1IT1[¥A Viö fljótabryggjuna í persneska bænum Khorramshahr var ekki nokk- ur sála á ferli. Tveir menn sátu í stórum vélbáti sem lá bundinn viö bryggjuna. Annar þeirra var halti Hamid, eigandi báts- ins og hinn var skipstjórinn Ali Raz- mara. Þeir töluöu saman í lágum hljóðum. Umræðuefni þeirra eins og svo margra þarna voru erjumar á milli Irak og Persíu. Þegar kunningjar mættust á götu spuröu þeir alltaf hvor annan: „Hvenær hefst stríðið?” I Khuzistan í Persíu var svo stutt yfir til Iraks að hægt var að greina böm aö leik hinum megin við fljótiö. Þetta var árið 1960. En halta Hamid var nákvæmlega sama um yfirvofandi stríð. Svo lengi sem það myndi ekki eyðileggja fyrir- ætlan hans. Skyndilega sást í þúst í dimmum fjarskanum. Þústin færðist nær vél- bátnum. Þetta var Rashid. I annarri hendinni hélt hann á lítilli skjóöu. Hann læddist hljóðlega ofan í vélbát- inn. Skömmu síðar birtist önnur þúst sem skreið ofan í vélbátinn. Næsta hálftím- ann komu hinir f jömtíu farþegar sem ætluðu í þessa ferð. Þar af vom þrjár konur. Halti Hamid hló þöglum hlátri í myrkrinu. Hver einasti farþegi hafði greitt honum 10.000 riala (1.100 kr.). Þessi túr myndi gera 40.000 riala. Skömmu síðar lullaöi vélbáturinn út í Shattel-Arab fljótið sem lá á milli Persíu og Irak. Tungl óð í skýjum og lýsti upp vatnið umhveríis bátinn. Hit- inn var nánast óbærilegur en lengra úti á fljótinu lék um þá hægur andvari. Skothríð ímyrkri Halti Hamid fyrirskipaöi skip- stjóranum að sigla strandlengjuna meöfram Irak. Þar var hættan á að mæta varðskipum Persa minni. Varð- skipsmenn Persa voru helteknir stríðs- ótta og vöktuöu því strandlengjuna meðfram Persíu af ýtrustu nákvæmni. En aðeins 20 mínútum seinna birtist varðskip frá Irak fyrir framan þá. Á arabísku barst þeim hávær skipun. Ali Razmara skipstjóri hægöi ferðina svo varðskipið kæmist nær þeim. Nú voru aðeins tæpir tveir metrar á milli bátanna. Varðskipsmaðurinn náði vart að kalla til félaga sinna og segja þeim að hann heföi náö í bátshaka halta Hamids því í sömu mund læstist hakinn um fót- legg hans og halti Hamid togaði af öll- um lífs og sálar kröftum. Varðskips- maðurinn rak upp vein í angist sinni og féllívatnið. I sömu andrá ræsti Razmara skip- stjóri bátsvélina og báturinn skauzt af stað. Skothríðin dúndraði á eftir þeim. Nokkrar kúlur hæfðu bátinn en engan sakaði. Skelfingu lostnir lágu farþeg- arnir og þrýstu sér að þilfarinu. Nú var vélbáturinn kominn of langt til að næðist í hann og auk þess áttu varðskipsmenn fullt í fangi með að hífa félaga sinn innbyrðis aftur. Því liðu nokkrar dýrmætar mínútur áður en þeir gátu hafið eftirförina. Þegar varðskipið loksins gat lagt af stað var vélbátur halta Hamids kom- inn út í hafsauga. Rétt eftir miðnætti voru þeir komnir út á haf, út á Persa- flóa. Hálftíma seinna sá halti Hamid ljós persnesks herskips. Hann vissi að herskipið var persneskt því hingað dirfðust Irakar ekki að koma. Persar kröfðust nefni- lega yfirráða yfir öllum flóanum. Því vöktuðu þeir hann vel. Razmara skipstjóri drap á vélinni og augnabliki síðar vaggaði vélbátur- inn hæglátlega í takt viö ölduna. Þarna var þægilega svalt. Samt sem áður sló út köldum svita hræðslunnar á andliti halta Hamids og Ali Razmara. Ljós herskipsins færðust óöfluga nær. Eitt augnablik vaknaði með þeim von um að þetta væri aðeins olíuskip á leið til hafnar. En innst inni vissu þeir að það féngist ekki staðizt, til þess var skipið of lítið. Ef mennirnir á herskip- inu kæmu auga á þá var úti um þá. Það var hægt að komast undan litlu varð- skipi en öðru máli gegndi umherskip. En í 200 metra fjarlægð sigldi her- skipið framhjá þeim án þess að nokkur yrði þeirra var. Hægt og sígandi hvarf það í norðurátt. Framundan var aöeins fjögurra tíma sigling. Allir farþegamir biöu spenntir eftir aö stíga á land í Kuwait en þangað var förinni heitið. Spádómurinn Olíusmáríkið Kuwait hafði enn hald- ið sjálfstæði sínu. En á þessum tíma, í janúar 1960, vildi Persíukeisari inn- lima það í Persíu. Þess vegna voru samskipti þessara landa engin. Þaö er að segja engin lögleg samskipti. Ef fólk vildi komast frá Persíu til Kuwait þurfti þaö að smygla sér þangað meö hjálp manna eins oghalta Hamids. Og þeir Persar vom ófáir sem vildu komast til Kuwait. I Persíu var mikil fátækt og laun hins almenna verka- manns lág. En í Kuwait var hægt að vinna sér inn off jár á nokkmm mánuð- um, sem dygðu til þess að lifa í Persíu heilt ár. Þetta gósenland freistaði margra, og því var það oft sem heilu fjölskyldurnar söfnuðu með mikilli fyrirhöfn nægum peningum til þess að koma þó ekki væri nema einum fjöl- skyldumeölimi á ólöglegan hátt til Kuwait. Þegar hann svo nokkrum árum seinna sneri heim aftur, skipti hann gróðanum á milli þeirra sem höfðu kostaö ferðina. Klukkan var fjögur að morgni til þegar bátur halta Hamids nálgaðist strendur Kuwaits. Ali Razmara drap á vélinni og stuttu seinna fundu þeir að k jölur bátsins sleikti fjörubotninn. Halti Hamid klappaöi saman lófun- um til þess að ná athygli farþeganna sem töluöu hver ofan í annan. Hann sagði þeim að nú væru þau stödd á hinu hlutlausa svæði á milli Saudi-Arabíu og Kuwait. Hér yrðu þau að fara í land. Þar yrðu þau svo að bíða morguns, áður en þau gætu farið yfir landamær- in til Kuwait. Þar væru engir varð- menn og þorpið sem þau kæmu til héti Burgan. Þaöan gengi áætlunarbíll til höfuðborgarinnar og áfram til olíu- bæjarins Dahman. Enginn myndi veita þeim athygli svo lengi sem þau gengju saman í litlum hópum. Ánægjukliður barst frá hinum fjöru- tíu farþegum halta Hamids. Þeir hoppuðu hver á fætur öðrum út í sjóinn sem náði þeim ekki einu sinni upp að mitti. Síðan óðu allir í land. Síðasti farþeginn sem fór úr bátnum var ungi maðurinn, Rashid Amini. Hann sneri sér aö halta Hamid og sagði hlæjandi: ,,Ég hélt að ég myndi deyja þama þegar að þeir byrjuðu aö skjóta. Eg varð svo hræddur að ég var næstum stokkinn fyrir borð. En spádómurinn áttigreinilegaeftiraðrætast. ..” „Hvaðaspádómur?”spurðiHamid. . „Því var spáð fyrir mér að ég kæm- ist svo nálægt dauðanum að ég fyndi hinn svala gust sem alltaf fylgir hon- um. En að ég myndi deyja sem gamall maður.” „Vertu þakklátur fyrir þennan spá- dóm,” sagöi halti Hamid og glotti um leið og Rashid stökk út fyrir borðstokk- inn. Um leið og hann byrjaði aö vaða sjóinn heyrði hann Hamid segja hlæj- andi við Razmara skipstjóra. „Spámaðurinn hefur fengiö pening- ana fyrir lítið.” Skipstjórinn hló við Hamid eins og þeir hefðu eitthvert sameiginlegt leyndarmál að geyma. Razmara skipstjóri stefndi bátnum til Persíu. Að baki þeim var Bubian, óbyggð eyja. Hún tilheyrir Kuwait og er tíu kílómetrar að breidd og 25 kíló- metra Iöng. Á þeirri eyju er hvorki vatnnéfæðuaðfá. Það var ömurleg sjón sem blasti við augum hinna ólöglegu innflytjenda þegar morgunsólin varpaði rauögulln- um geislum sínum yfir landið. Auðn og berangur eins langt og augað eygði. Það kom þeim þó ekkert á óvart því þau vissu að Kuwait var hrjóstrugt land. Glöö í bragöi lögðu þau af stað, fjögur saman í einu, áleiðis til landa- mæra Kuwait. Eyja hinna dauðu manneskjur vissu ekki heldur að Hamid og Razmara skipstjóri höfðu hnakkrifizt alla leiðina til Persíu. Deiluefnið var spádómur Rashids. Hamid hafði endað umræðumar með þvíaðsegja: „Hann getur alveg eins drepizt á Bubian eins og einhvers staðar annars staðar.” Þegar kvölda tók fór vatns- skorturinn að segja til sín. Enginn hafði lengur þrek til þess að gráta eða ákalla Allah. örmagna af þreytu og þorsta lögðust þau til hvíldar og biðu þess að rökkrið færðist yfir með kvöld- kulið í farangrinum. Kraftaverkið viðgröfhins heiiaga manns Kona Selim Hejazis, Zahide, varð fyrsta fómarlamb þeirra örlaga er Hamid hafði ákveöið fyrir þau. Hún dó þremur dögum eftir að þau komu til Bubian. Sama dag dó Fawsia og tveim dögum seinna Isha. Síðan einn af öðr- um með stuttu millibili. Hussein ad Din varð vitskertur þar sem hann sat við líkbeð konu sinnar. Hann tók upp dálk og réðist á mág sinn, Hassn Hesayet. Þeir höfðu verið aö deila kvöldið fyrir brottförina. Hussein rak hann á hol. Nasir Alam varð næsta fómarlamb hins vitskerta manns. Hussein særði hann svöðusári í handlegginn og óð síðan í sjóinn. Rashid og Selim hlupu á eftir honum en fengu ekkert að gert. Þeir stóðu hjálparvana á ströndinni og horfðu á Hussein synda á haf út. Tíu dögum seinna höfðu þrjátíuog- átta manns orðiö dauðanum aö bráð. Aðeins tveir voru enn á lífi. Þeir voru Rashid og Mohamed Watwat. Þeir sátu í skugga trésins við gröf hins heil- aga manns. Þetta var eina tréð á eyj- unni. I kringum þá lágu fjögur lík Mennirnir tveir höfðu bjargaö þeim undan klóm hrægammanna sem sveimuðu umhverfis þá. Rashid og Mohamed vom enn á lífi eingöngu vegna þess að þeir hugsuðu ekki, held- ur framkvæmdu. Þegar hungrið og þorstinn varð þeim óbærilegur fóm þeir að éta líkin. En þeir vissu að þeir vom dauðadæmdir. Því eftir örfáa daga myndu lík félaga þeirra ekki Eftir nokkurra kílómetra göngu hnaut Rashid skyndilega um bein sem lágu hálfgrafin í sandinum. Það tók hann ekki nema skamma stund aö átta sig á því að þetta vora mannabein. Rashid hélt ró sinni. Allir þeir sem í Miðausturlöndum búa vita að af og til krefst eyðimörkin fóma. Hann hélt því áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Aðeins fimmhundruð metrum lengra hnaut kona Hussein-ad Dins, Isha, um enn aðra beinagrind. Hún æpti upp yfir sig og byrjaði að gráta. Næsta klukkutímann fundu þau 17 beinagrindur sem dreiföust vítt og breitt um svæðið. Þegar dagur leið að kveldi var þeim orðiö ljóst hvar þau væm stödd. Á eyði- eyju þaðan sem þau höfðu litla mögu- leika á aö sleppa lífs. Víðs vegar um eyjuna höfðu þau fundið 60 beinagrind- ur. Skelfingin heltók þau og þeim varð ljóst að halti Hamid hafði vitandi vits sett þau í gin helvítis. Hann hafði hirt peningana þeirra og vílaöi ekki fyrir sér að láta þau svelta til bana. Hann hafði aldrei hugsaö sér að koma þeim tilKuwait. Þau vissu ekki að fimm árum áður höfðu hinir ólöglegu innflytjendur Hamids komizt til Kuwaits. En lög- reglan í Kuwait hafði drepið þá flesta og hina sem komust lifandi af settu þeir um borð í bát Hamids aftur. Halti Hamid var fangelsaður og pyntaður svo herfilega að hann hlaut ævilöng örkuml. Meðþvíaömúta fangavörðun- um komst hann aftur til Persíu. Þessar fjörutíu dauðadæmdu Arabahöfðinginn Ahmed Kamal bin Routfbin þýðir sonur) frá Kuwait. Hann fer til eyjunnar Bubian tíunda hvert ár í pílagrimsför tU grafar hins heUaga manns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.