Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1982, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 23. OKTOBER1982.
3
Og blaöið heldur áfram.:
„Atburðunum fylgja hljóð eða
högg. Einu hljóðin munu vera brot-
hljóð í diskum og kaffibollum, þegar
eldhúsborðið fer af stað eða þrusk á
baðstofugólfinu, þegar sporöskjulag-
aða borðiö leggur í sína ferð. ”
Vísir hermir eftir Tómasi
Tryggvasyni jarðfræðingi sama
dag:
„Þetta er ekki jarðskjálfti á Saur-
um. Það eru engin dæmi til slíks
,,lokal”-jarðskjálfta, þar sem hans
gætir ekki einu sinni nema í nokkrum
hluta húss.”
„Efast ekki um að
einhverjir kraftar eru
á ferð að Saurum "
Og miðlamir og sálarrannsókna-
mennirnir voru yfirheyröir í blöðum
vegna Saura-undranna. í Vísi 23.
mars er viðtal við séra Svein Viking,
forseta Sálarrarinsóknafélagsins:
„Tilgangur með förinni hingað
noröur er tvíþættur. i fyrsta lagi aö
reyna að grennslast fyrir um atburði
þessa og í öðru lagi aö stuðla að því
aö draga úr þessu eða koma í veg
fyrir það, eins og reynslan sýnir að
hefurveriðhægt.”
Séra Sveinn sagði í stuttu máli:
„Eg varð einskis vísari, heyrði ekki
né sá neitt óvenjulegt. Hins vegar sá-
um við ýmsar minjar þess sem gerst
hafði þarna, svo aö ég efast ekki um,
að þarna hafa verið einhverjir kraft-
ar á ferð.
Aðstaða til að halda miðilsfund
þarna var erfið, margt af fólki, húsa-
kynni þröng og spenna í andrúms-
loftinu. Við höfum í hyggju að efna til
annars fundar í Reykjavík vegna
þessa máls í ky rrð og næði. ’ ’
í Tímanum daginn eftir er svipað
viötal viö Láru Ágústsdóttur miðil
undir fyrirsögninni „Löngu sjódauð-
ir Englendingar að verki.” Þar segir
meðalannars:
„Um sjálfa orsök atburðanna að
Saurum segir Lára eftir skyggnilýs-
ingar sínar þar, aö þarna hafi sjó-
dauðir menn veriö á ferð. Sérstak-
lega kveðst hún hafa orðið vör við
enskan mann. Heyrði hún jafnframt
skothvelli samfara þessum manni.
Finnst Láru, án þess hún vilji nokkuð
fullyrða um það, að einhver röskun
hafi orðiö á jarðneskum leifum þessa
manns, og hafi það hrundið þessu af
stað.”
Og blaðið bætir því við, að enginn á
staðnum þekkti til þess, að þama
hefðu Englendingar verið á ferð en
að vísu myndu menn til þess aö
þarna undan heföi farist skip á
stríösárunum.
Sams konar viðtal birtist sama dag •
við Láru í Morgunblaöinu.
Guðmundur bóndi á Saurum. Honum eins og flestum öðrum var um og ó
vegna hræringanna. Enginn heimamanna flutti þó af bænum þá daga sem
hræringarnar gengu yfir nema dóttirin er flutti burtu um stundarsakir.
Máiið svæft mjög
snögglega — stígvélaði
mannsfóturinn
Þaö var í um vikutíma, sem blööin
vom uppfull af fréttum af Saura-
undrunum. 24. mars skrifar Alþýðu-
blaöiö:
„Manni virðist því eðlilegt eftir
því, sem fram er komið, að nákvæm,
vísindaleg og lagaleg rannsókn fari
fram, ef hægt væri með því að firra
gömlu hjónin frekari vandræðum.
Hitt er líka ábyrgðarhluti að halda
fólki í óvissu um atburði eins og
þama, ef hægt er að leiöa það sanna í
ljós á einhvem hátt og hver sem
sannleikurinnkannsvo að vera.”
I forsíðugrein í sama blaði er birt
mynd af skápnum fræga á Saurum
og kemur fram á henni gúmmístíg-
vélaður mannsfótur, er virðist
spyrna skápnum, en hinum megin
viö skápinn var dívaninn frægi, sem
blaðamaður Alþýðublaðsins fann
hreyfast undir sér á Saurum og segir
svo orðrétt: „Hér er komin hugsan-
leg skýring á því, hvers vegna dívan-
inn tók kipp með undirritaöan
skömmuseinna.”
Fram að þessu höfðu Jón ísberg
sýslumaður Húnvetninga og Sigurð-
ur Björnsson hreppstjóri á Örlygs-
stöðum lítið viljað tjá sig um málið.
En nú, hvort sem þaö var vegna
þessarar greinar Alþýðublaðsins eða
einhvers annars, birtust viðtölviö
þá í blöðum.
I Vísi daginn eftir birtist viðtal viö
sýslumann undir fyrirsögninni
„Rannsókn óþörf — fyrirbærunum
lokið.” Þar segist hann sannfæröur
um að fyrirbærin séu ekki af manna-
völdum, ef þau á annað borö heföu
átt sér stað, og þvi engin ástæða til
réttarrannsóknar. Hann lagði og
áherslu á, að enginn hefði þóst þess-
ara fyrirbæra var undanfarna daga
og teldi því, að þeim væri lokiö, að
minnsta kosti í bili.
„Eg get ekki fremur en aðrir gert
mér grein fyrir því, hvað þarna hef-
ur raunverulega gerst,” hefur blaðiö
eftir sýslumanni. „Nema hvaö ég er
þess fullviss, af viðtölum viö heima-
fólk, að enginn heimilismaöur hefur
vitandi vits sett þessi fyrirbæri á
sviö, ef svo mætti segja. Þá væri það
ómeðvitaö eöa ekki vísvitandi, ef um
slíkt er að ræöa. Og þar sem ég við
könnun hef komist að þessari niöur-
stööu tel ég frekari rannsókn ekki í
mínum verkahring, að svo stöddu að
minnsta kosti.”
Varþað samt
heimHismaður, sem
hræringunum olli?
Eftir þetta heyrðist ekkert meir af
Saura-undrunum. Og opinberar yfir-
an orsaka fyrirbæranna á Saurum.
Sumir álitu, að þeir væru af manna-
völdum og var því slegið upp í sum-
um blöðum á þeim forsendum, að
þau gerðust aðeins, þegar einn eða
enginn væri nærstaddur. En miklu
fleiri töldu hér um dulda krafta að
ræða. Svo fast kvað að þeirri trú, að
Þjóöviljinn sá sig tilneyddan aö taka
málið upp í leiðara 22. mars:
„Og þaö vantar ekki, að spilaö sé á
þetta draugatrúarfargan af mönn-
um, sem ættu að vita betur og keppst
er um að gera þjóðina að viðúndri
sem víöast um heim fyrir Bakka-
bræðrasprikl. Ef fslendingar verðu
þeim tíma og orku, sem fer í hvers
konar draugakukl, útgáfu og lestur
bóka um „miðla” og þeirra aðskilj-
anlegu náttúrur . .. yrði þjóöinni
þokað drjúgum úr því frumskóga-
myrkri hjátrúarinnar, sem enn virð-
ist grúfa yfir stórum hópi Islend-
inga.”
Svo mörg voru þau orö.
Fyrirbærin sett
í samband við
Spánverja
En talandi um miðla, þá voru þeir
á hverju strái norðurfrá þessa mars-
daga. Allmargir félagar í Sálarrann-
sóknafélagi Islands meö séra Svein
Víking í fararbroddi voru þar og með
þeim Hafsteinn Björnsson miðill. Þá
kom einnig til Saura Lára Ágústs-
dóttir miðill frá Akureyri, svo og
bandarískur sálfræðingur, sem hafði
lesiö um málið í New York Times. Og
héldu þau marga miðilsfundi til að
reyna að grafast fyrir um orsakir
hræringanna þarnorðurfrá.
Og blöðin reyndu hvaðþaugátuað
skýra fyrirbærin. I Þjóðviljanum 21.
mars sagöi:
„Fólkiö leysti greiðlega úr öllum
spumingum okkar, en augljóst virð-
ist að ekki geti verið um jarðhrær-
ingar að ræða heldur yfimáttúrlega
hluti. Menn hafa oft farist í nánd við
bæinn og er taliö að auk Spánverja
(en í Þjóðsögum Jóns Árnasonar
segir: Spánska nöf heitir bergsnös
ein milli Ytri-Laxár og Blöndu í
Refasveit í Húnavatnssýslu. Þar er
sagt að íslendingar hafi barist viö
sjóræningja frá Spáni og fellt þá.)
muni þar vera dysjaðir bæði Frakk-
ar og Tyrkir. Við gengum fjöm fyrir
Sauralandi, ef ske kynni, að lík heföi
rekið eða bein, en fundum ekki
neitt.”
Og á öðmm stað í sama blaði seg-
ir:
„Var fyrst haldið, að þar væri um
jarðskjálfta að ræða, en nú er komið
í ljós, að fyrirbærin em „yfirnáttúr-
leg”. Hafa þau veriö sett í samband
við Spánverja, sem dysjaðir voru
skammt frá bænum á 14. öld.”
„Atburðirnir eiga
ekkert skytt við
jarðfræði"
I Alþýðublaöinu 21. mars er viðtal
við Guðmund Kjartansson jarðfræð-
ing.Þarsegir:
„Guðmundur telur af og frá, að
hægt verði að skýra þetta sem jarð-
skjálfta. Bæjarhúsin sjálf haggast
ekkert við fyrirburðina. Bærinn
stendur á steinsteyptum gmnni og
einskis hefur orðið vart á næstu bæj-
um eða i nágrenni. Hann telur at-
buröina eiga ekkert skylt við sína
fræðigrein, jaröfræði.”
Nýja leðurdeildin býður
nú uþp ú margar gerðir af
hornsófum og leðursófasettum.
Munið okkar hagstæSu
greiSsluskilmdla
JlSf
Jón Loftsson hf. tfi
Hringbraut 1?
/A A JFa A A ' * "
: - ^ -JLJ' t
HUSGAGNADEILD. - Í>ÍM1
..Sonurinn
boriiui
röngum
Mikuiii**
— segir fréttamadur sem
niikid fjallaði um málið
ásínnm tíma
„Þaö vom illar tungur sem komu
þeirri sögu á kreik að það væri sonur-
inn á bænum sem hefði átt aö standa
fyrir hræringunum að Saurum. En
því var logið upp á hann. Þetta var
ósatt, enda sonurinn vammlaus
sómamaður,” sagði fréttamaður
einn í samtali við DV, sem mikið
f jallaöi um hræringarnar að Saurum
þessa marsdaga árið 1964. „Meira að
segja var hann á fjöllum þegar ein-
hverjarhræringanna áttusérstað.”
„Gamla konan, sem bjó þarna, var
í öngum sínum og fékk vísindamenn
frá Háskóla Islands til að reyna að
komast fyrir um og finna orsakir
hræringanna,” sagði fréttamaður-
inn. „Og ég man ekki betur en eitt-
hvað hafi komið út úr þeim rann-
sóknum, þær aö undirstööur hússins
væru orðnar þaö lélegar aö húsið
væri smám saman að síga fram á
sjávarbakkann. Og af þeirri spennu,
sem þá myndaðist, kæmu hræring-
arnar.”
Fréttamaðurinn sagði jafnframt
að sú saga heföi komist á kreik að
sonurinn hefði viljað flytja af bænum
og þess vegna haft í frammi, ,þennan
draugagang”, en þaö líka væri al-
rangt. Að vísu flutti fjölskyldan frá
Saurum um vorið, en það hafði löngu
fyrir hræringarnar verið af ráðið.
„Þetta mál allt tók mjög á fjöl-
skylduna, eins og gefur að skilja,”
sagöi fréttamaðurinn, „og kannski
voru vinnubrögð blaðamanna, sem
voru fyrir neöan allar hellur, þaö
versta við þetta allt saman.”
—KÞ