Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1982, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 23. OKTOBER 1982. 7 . filman framkölluð á Ijásnæman ramma. AO afíokinni prentun arkanna eru þær brotnar. Svo er bókin skorin tíi. Ef um pappirskiiju er að ræða er hún þar með tilbúin. / þessari vól eru bindin utan um innbundnar bækur unnin. . . bókar- .......og síðan eru arkir bókar- . . . innar saumaðar saman i þar til gerðri saumamaskinu. ... og þá erað gylla bindin i þar tii gerðri pressu. Eftir að bókin hefur legið undir pressu um stund er hlifðarkápu smeygt utanumhana. . . . .... og að endingu er plast fært á bókina og hún er tilbúin til höndlunar. Or brotinu liggur leiöin svo í sauma- vélina, forláta maskínu, sem teljast veröur nokkuö ólík þeim sem þekkjast í heimahúsum. En hvaö um þaö, vél þessi saumar blaðsíðurnar saman í kjölinn meö ósköp hefðbundinni nál og tvinna, og hnýtir svo hverja örk bókar- innar saman í lokin. Síðan er lím borið á samansaumaðan kjölinn, og þótt ótrúlegt megi virðast er notuö til þess forláta maskína sem gróflega reiknaö þekur um fjóra fermetra á gólfi. Þessi vél límir saurblöðin einnig utan um bókina og þaö göfuga verk kann aö réttlæta aö nokkru ógnarstærð vélar- innar. Þá er bókinni, meö saurblööunum ut- an um sig, komið fyrir í svonefndum þrískera. Sú vél gegnir hlutverki hnífs- ins og sker niður og jafnar allar hliöar bókarinnar, nema kjölinn aö sjálf- sögöu. Ef um pappírskilju er aö ræöa, er kápunni smeygt utan um bókina áöur en hún lendir í þrískeranum — og er þar meö fullbúin. Oöru máli gegnir um innbundnar bækur sem enn eiga nokkurn veg eftir til fullkomnunarinn- ar. Gylling og ekki gylling Víkur þá sögunni aö kápugerö inn- bundinna bóka. Forsíðan er prentuð á sérstakt efni í prentarasalnum, yfir- leitt í litprentvélinni sem áður er getið. Þaöan liggur leiö forsíöunnar í kápu- geröarvélina. Hún er allmikil um sig. Þar er forsíðan límd á pappaörk, sem einnig er sniðin aö vexti bókarinnar í þessari vél. Tilbúin kápa meö forsíöu límdri á pappa nefnist á fagmáli bindi, á ööru máli klæöning bókar. Þá er aö gylla kjöl bindisins. Þaö er gert í nokkurs konar pressu, sem þrýstir heitu plastefni ofan í bindið. Hér er ekki á ferðinni gylling í þess orös fyllstu merkingu, eins og einhver kann aö halda. Slíkt heyrir nú fortíð- inni til. Nú tíðkast aðeins aö pressa plastefni í ákveðnum lit ofan í bindi hverrar bókar. Loks sameinast bindið og arkii bókarinnar í enn einni vél. Þar er bók- in bundin inn. I innbindingsvélinni er grisju og kjölbandi komið fyrir á kili hverrar bókar, og aö því búnu fellur bindið inn í kjölinn — og þess.ir fjórir þættir bókarinnar eru limdir saman. Ur innbindingsvélinni hverfur bókin svo næsta fullbúin undir pressu, þar sem hún er höfö um nokkra stund, eöa þar til hún hefur fengið á sig þá mynd sem bók sæmir. Aö endingu er svo hlífðarkápu komiö fyrir utan um bókina og bókin loks hul- in plastklæöningu. Þar meö er hún svo til reiðubúin aö setjast aö í hillum landsmanna, þó vitanlega komi verðlagning hennar og höndlun þar áöur til. Tveir mánuðir á hvern titil Þaö sem einkum stingur augu leiks manns er hann á leiö um prentsmiðju er hversu mannshöndin kemur lítið nærri bókargeröinni. Á leiö hennar um smiöjuna fer hún í gegnum um tíu vél- ar, sem allar vinna margvísleg hand- tök. Svo viröist sem mannshöndin geri lítt annaö en aö mata þessar vélar. Þaö sérstaka handbragð sem einkenndi bókargerö á fyrri árum eraðmestuúr sögunni. En hvaö tekur það venjulegan bókar- titil langan tíma aö fara í gegnum ofan talin verksviö í prentsmiöju? Það mun taka um tvo mánuöi en þá er vitanlega ekki reiknað meö stööugri vinnu viö hverja bók á því tímabili. Mestur vinnslutími bókar fer í þaö verk sem mannshöndin sér enn mest um, þaö er aö segja setningu, próf- arkalestur og umbrot. Að því loknu líöur skammur tími þar til hver titill er tilbúinn, enda vélvæðingin í síöari verkþáttum bókargerar oröinn um- talsveröur. En hvernig á svo að handleika nýja bók eftir aö dýrgripurinn hefur veriö keyptur? Þaö er nefnilega ekki sama hvernig þaö er gert. Hjá einum gamal- grónum bókaelskanda fengum við þær upplýsingar aö ákveöna handleikni þyrfti aö notá þegar bók væri fyrst opn- uö, svo fremi að eigandi hennar vildi tryggja aö hún héldist í bandinu um ei- lífö. Uppskriftin er á þessa leiö: Komiö bókinni fyrir lokaöri á lárétt- um staö. Nemið annaö spjald hennar frá saurblaði, og þrýstiö svo með þumalfingri eftir kjalarjaöri. Geriö svo hiö sama viö hina hlið bókarinnar. Þá skal opna bókina viö hver arkarskil og þrýsta þumalfingri líkt og áöur eftir kjalarjaörinum. Aö því búnu er ykkur óhætt aö lesa innihaldið. Þessi meöferö á sem sagt aö liðka band bókarinnar og foröa því aö upp úr því brotni þegar aldur færist yfir hana. Þaö er því ekki vandalaust að eiga slíkan dýrgrip sem bóker! -SER. Þé er saurblað limt utan um bðkina og lim borið á kjöl hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.