Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Blaðsíða 33
DV. FIMMTUDAGUR11. NOVEMBER1982
33
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
Verðbólgukróna
bankastjórans
A vetrarþingi Sambands
íslenskra rafveitna flutti
Helgi Bergs bankastjóri
erindl um fjárhagsstööu raf-
orkuframleiðenda. Þar sendi
hann ýmis skeyti í ýmsar
áttir og þó engin heillaskeyti.
Þótt krónan væri ekki sér-
staklega tii umræöu á þessu
rafmagnsþingi, var hún auö-
vitað nefnd á nafn sem óhjá-
kvæmUeg mælfeining í
aöskUjanlegum útreikning-
um.
Bankastjóranum lá greini-
lega þungt hugur tU nánustu
aðstandenda krónunnar.
Nafngiftir hans á þessum
gjaldmiÖU okkar voru svo
sem „viðsjárverö eining” og
„fláráð eining”; „verðbólgu-
krónan”.
Er einhver að hrekkja ein-
hvern?
Þorir sjávarút-
vegsráðherra
ekki að stugga
við bróðurnum?
Sjávarútvegsráðherra
skipaði í fyrra svokallað fisk-
matsráð sér tU ráðgjafar um
málefni FramleiðslueftirUts
'sjávarafurða, þeirrar ríkis-
stofnunar sem annast fisk-
mat í landinu. Nýlega var
lögð fram skýrsla á vegum
.. ............
fiskmatsráðs sem sýnir að
ástand i matsmálum er mjög
bágborið. Þyklr þetta Ult tU
afspurnar fyrir Framleiðslu-
eftirUtið.
TaUð er að sjávarútvegs-
ráðherra sé feiminn við að
stugga við forstjóra Fram-
leiðslueftirUtsins, Jóhanni
Guðmundssyni. Skýringin er
sögð sú að Jóhann er bróðlr
Guðmundar J. Guðmunds-
sonar.
3.200 krónur
fyrir sigur
1 Sandkorní í gær var
minnst á peninga og körfu-
knattleik. Skal nefnt hér
annað dæmi um hvemig þetta
tvennt blandast saman á
tslandi.
Njarðvíkingar sögðu ný-
lega upp störfum bandaríska
risanum Alex GUbert, sem
náttúrlega fékk borgað fyrir
að þjáifa. Pöntuðu þeir nýjan
þjálfara og leikmann frá
Ameríku.
En þar sem Njarðvík átti
eftir að leika við bæði KR og
Fram þar tU nýi þjálfarinn
kæmi var samið viö Alex
GUbert um að hann færi ekki
strax af landi brott, heldur
léki þessa báða leiki. Buðust
Njarðvíkingar tU að greiða
GUbert 200 doUara fyrir
hvorn leik, ef sigur ynnist.
GUbert gat sem sagt unnið
sér inn 400 dollara. En þar
sem Njarðvík vann KR og
tapaði gegn Fram fékk
GUbert bara 200 doUara eða
um það bU 3.200 krónur.
Guðmund
Bjarnason skorti
19 atkvæði til
að fella Ingvar
Ingvar Gíslason mennta-
málaráðherra varð, sem
kunnugt er, efstur í prófkjöri
Framsóknarflokksins í
Norðurlandi eystra. Ingvar
hlaut 91 atkvæði í 1. sæti
iistans.
Einhvcr jir áttu von á því að
Guðmundi Bjamasyni, sem
lenti i 3. sæti, tækist að fella
Ingvar úr 1. sæti. Guðmundur
hlaut 72 atkvæði i 1. sætið og
skorti þvi aðeins 19 atkvæði
tUað feUa Ingvar.
Stefán Valgeirsson hlaut
samtals 189 atkvæði í 1. og 2.
sætið (56 og 133). Guðmundur
Bjaraason hlaut aUs 195
atkvæði i þrjú efstu sætin (72,
19,104).
Samvinnuferðir
ekki með í sam-
vinnu
Stærstu ferðaskrifstofur
landsins, Útsýn, Úrval og
Samvinnuferðir, hófu í haust
ásamt Flugleiðum viðræður
um hugsanlega samvinnu um
skíðaferðir tU AusturrUtis í
vetur. Fljótlega gerðist það
að Samvinnuferðir drógu sig
út úr myndinni. Af einhverj-
um ástæðum vUdi stjóra
ferðaskrif stof unnar ekki vera
með í samvinnunni og óskaði
eftir þvi við Eystein Helgason
forstjóra að hann drægi úr
viðræðunum við hina. Nú
berjast Samvinnuferðir einar
gegn hinum um skíða-
mennina.
Umsjón: Kristján Már
Unnarsson
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Laugarásbio—A Time to Die
Ekki í sama flokki og Guð-
faðirinn en ágæt afþreying
Heiti: A Time to Die.
Leikstjóri: Eddy van der Enden.
Handrít: Marío Puzo.
Tónlist: Ennio Morricone.
Aöalhlutverk: Edward Albert, Rex Harrison,
Rod Taylor og Raf Vallone.
Mario Puzo er aöaUega þekktur
fyrir að vera höfundur metsölu-
bókarinnar The Godfather. og hafa
verið gerðar tvær frábærar myndir
eftir sögunni undir stjórn Francis
Ford Coppola. Veröur Puzo senni-
lega alltaf minnst fyrir Guðföðurinn,
allavega hafa aðrar bækur hans ekki
náð þeirri hyUi sem fjölskyldusagan
um mafíuna hefur náð.
Mario Puzo hefur samið handrit að
A Time to Die eftir eigin sögu og þótt
margt sé fagmannlega unniö við
myndina er hún þó langt frá því að
vera jafnvel gerð og myndimar um
Guðföðurinn.
Myndin byrjar í lok seinni heims-
styrjaldarinnar og segir frá Michael
Rogan (Edward Albert) sem er
Bandaríkjamaöur, búsettur í Frakk-
landi, og starfar sem njósnari fyrir
Ameríkanann. Þjóðverjar komast að
því og þar sem þeir vita að hann hef-
ur lykUinn að dulmáli bandamanna
handtaka þeir hann, konu hans
ófríska og íbúa þorpsins sem hann
býr í, drepa konu hans og aUa þorps-
búa og pynda hann tU sagna. Þegar
hann svo gefst upp er það orðið of
seint fyrir Þjóðverjana, stríöið er
tapað. En þeim mistekst að drepa
Rogan þótt þeir skjóti hann í hnakk-
ann og er hann hirtur upp af banda-
mönnum og settur á spítala.
Fjallar myndin síðan um það
hvemig Rogan, hálfheUsuIaus, hefn-
ir sín á nasistunum sem áttu þátt í að
drepa konu hans og vini. En þeir eru
tvístraðir um aUa Evrópu, þrír und-
irmannanna í Þýskalandi, einn er
mafíuforingi á Sikiley, annar lög-
reglustjóri í Ungverjalandi og for-
inginn sjálfur tilvonandi kanslara-
efni Bandaríkjamanna í Þýskalandi.
Eru landar Rogans ekki aUtof hrifnir
af þessar hefndarleit hans og reyna
allt sem þeir geta tU að hindra hann í
að koma hefndum yfir nasistana.
Þrátt fyrir ýmis smáatriði í mynd-
inni, sem ég sætti mig ekki fuUkom-
lega við, býður A Time to Die upp á
spennu og hraöa atburðarás sem
aldrei sleppir og verða því engir
dauöir kaflar í myndinni. Oll tækni-
vinna er góö, kvikmyndatakan oft
skemmtileg, samanber byrjunar-
atriðin. Það er helst að söguþráöur-
inn verður oft helst til ótrúlegur og
ber aö skrifa það á reikning Mario
Puzo.
Þaö er nokkuð um þekkta leikara í
myndinni og má þar nefna Rex
sínum hlutverkum. Það er helst
Edward Albert í hlutverki Rogans
sem nær ekki almennUega tökum á
hlutverki sínu, vantar þennan styrk
sem gömlu jaxlarnir hafa.
Burtséð frá þessu er A Time to Die
Rex Harrison leikur Van Osten, þýskt kanslaraefni með vafasama fortíð.
i
Harrison og Raf Vallone í hlutverki
nasistaforingjanna og Rod Taylor í
hlutverki amerísks leyniþjónustu-
manns og komast þeir átakalaust frá
samt ágæt afþreyingarmynd sem
engum er hefur gaman af spennu-
myndum ætti að leiðast að sitja yfir.
Hilmar Karlsson.
FAM
RYKSUGUB
Haukur og Ólafur
Ármúla 32 - Sími 37700.
'SKÓVER
VIÐ ÓÐINSTORG
Höfum opnad aftur á
nýjum stad vid Ódinstorg.
m
Gjörið svo vel að líta inn
SKÓ VER við Óðinstorg
Óðinsgötu 7 — sími 14955.
Kvikrnyndir
Kvikmyndir
Tískuvöruverslun
Hamraborg 6 sími 43711 Kópavogi.