Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR11. NOVEMBER1982 35 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Guðmundur Ing ólfsson með nýja plötu —fersenní hljómleikaferð Guömundur Ingólfsson jass-pían- isti hefur sent frá sér sína fyrstu sóló-plötu, Nafnakall. Blaðamaður DV sló á þráðinn til Guðmundar og spjallaöi við hann um nýju plötuna og jasslífið aimennt. „Já, þetta er fyrsta sólóplatan mín og að sjálfsögðu er þetta jassplata. Það eru 10 titlar á henni, lögin eru að hluta frumsamin en einnig á Björn Thoroddsen 3 lög og eitt lagið, þrjá- tíu sekúndna lag, er frumburöur okk- ar Guömundar Steingrímssonar. Þeir Guðmundur og Bjöm koma raunar mjög við sögu á plötunni. Guðmundur leikur á trommur á plöt- unni og Björn leikur á gítar í þremur lögum, en auk þeirra er Pálmi Gunn- arsson með á bassa. Lögin eru alls konar blúsar, fjúsjón skýtur upp kollinum og svo einnig latín-ívaf. Eg spila sjálfur á píanó og rafmagnað píanó í einu lagi og svo gríp ég í nikk- • una í tveimur lögum.” — Hefurðu gengið með sólóplötu lengi í maganum? „Það er auövitað draumur allra að gefa út plötu. En ég skellti mér i að taka upp plötu í júní í sumar í stúdiói Nema fyrir austan og við Svavar Gests gef um hana saman út.” — Hvaðhefurðuspilaöjasslengi? ,,Ég hef verið með mjög lengi!” segir Guðmundur og hlær. ,^Allt frá því ég var sextán ára og er nú orðinn fjörutíu og þriggja.” — Nú eru yngri menn búnir að vera að gefa út plötur sem má flokka undir jass, upp á síökastið, hvemig listþéráþá? „Mjög vel. Eg verð að segja að þessi jass-þróun hefur verið mjög hagstæð. Ög það einmitt að ungir menn séu að koma með nýjar jass- stefnur er mjög gott. Jassinnhefur alltaf þróast mjög mikið og breytt um stíl og stefnu og ef það gerðist ekki hjakkaöi allt í sama farinu. Þess vegna hef ég ekkert nema gott umþaðaösegja.” — En nú er Jazzvakning í miklum kröggum. Helduröu að það hafi ekki slæm áhrif á jasslifið? „Tapið var náttúrlega mjög mikið og ferlegt fyrir fjárvana fyrirtæki eins og Jazzvakningu. En meiningin er hjá íslenskum jass-tónlistarmönn- um að gera sitt til að bjarga Jazz- vákningu með því að halda tónleika til styrktar henni.” — Þú hefur verið að spila í Naust- inu upp á síðkastiö, en hvað tekur nú viðhjá þér? „Ja, ég fer í smáfri frá Naustinu og þeir Jónas Þórir, Graham Smith og Bjarni bassaleikari ætla að leysa mig af um stund. Við Pálmi, Viðar Alfreðsson og Guðmundur Stein- grímsson erum nefnilega á leiðinni i tónleikaferð til Luxemborgar. Við verðum þar á Cock-pit Inn og í jass- klúbb þar í borg, auk þess sem við tökum upp þætti fyrir útvarp og sjón- varpíLuxemborg.” ás lli Niðjamót í Grundarfirði — afkomendur Páls Brekkmans Einarssonar koma saman Frá Bæring CecUssyni, fréttaritara frá fæðingu Hjörtfríðar Kristinar Brekkman Einarssonar. Páll fæddist DV í Grundarfirði: Haraldsdóttur. 1825 en Kristín 14. október 1882. Páll Grundfiröíngar héldu á dögunum Var þetta gert með þeim hætti að Brekkman bjó lengst af í Suðurbúð í upp á að 100 ár eru liðin á þessu ári halda niðjamót allra niðja Páls Eyrarsveit. B.C. Auglýsingastofur með sameiginlega árshátíð Auglýsingastofur héldu sameigin- lega árshátíð í Átthagasal Hótel Sögu á dögunum. Var mikið f jör eins og búast mátti við. Ullen dúllen doff flokkurinn sá um skemmtiatriði. Einar Olason, ljósmyndari DV, var á staðnum með myndavélina. Er ekki annað að sjá en að þaö fari vel á meö þeim Ragnheiði Gústafsdóttur hjá Auglýsingastofu Olafs Stephensen, Páli Stefánssyni, auglýsingastjóra DV, Hildigunni Olafsdóttur hjá Argus og önnu Guðnadóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.