Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1982, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR11. NOVEMBER1982 13 Mikiö hafur verið fíuttinn afbílum. Timabundin innfíutningsstöövun? að framleiða vöru sem notuð var af há- um sem iágum og líkaði mjög vel. Fyrirtækið stækkaði og starfsfólkinu f jölgaði, það þurfti jafnvel að vinna á vöktum því eftirspumin jókst sífellt. Jón barst mikiö á enda hafði hann vel efni á því. Hann byggði sér stórt og veglegt einbýlishús og hélt góðar veisl- ur. Þangað komu margir fyrirmenn og oft sáust bankastjórar skjótast þar inn á milli fimm og sjö með ýmsum við- skiptajöfrum sem nutu gerstrisni hans. Bankastjóramir vom enda góðir vinir Jóns. Fyrirtæki hans stóð ákaf- lega vel, veltan var mikil og hann stóð alltaf í skilum. Það var því ekki talið neitt athugavert við þaö aö þegar hann stækkaði fyrirtækið enn og keypti nýj- ar vélar til þess að tvöfalda eða þre- falda framleiðsluna þá lánuöu bank- arnir honum mjög háar upphæöir því g jaldþol hans var svo mikiö. Þá kom allt í einu babb í bátinn. Það fór annar maöur að flytja inn sams- konar vöru sem reyndist eins góð og var bara miklu ódýrari. Salan á vör- unni hans Jóns datt niður. Hann trúði ekki öðru en þetta væru tímabundnir erfiðleikar og hélt öllu sínu starfsliði áfram og lifði enn flottar en áður. Nú tók hann laxveiðiá' á leigu og bauð bankastjórum þangað með sér og veitti vel í veiöihúsinu. Ekki þótti nema sjálfsagt að framlengja lánin hans eitthvað því hann var góður kúnni. Svo hækkuöu almennir vextir og enn syrti í álinn fyrir Jóni. Loks stóð hann andspænis því að þurfa aö selja fallega, veðsetta einbýlishúsið sitt, eða fækka starfsfólki. Hann valdi síðari kostinn. Þá komu forsíðufyrirsagnir í blöðum um að erfiðleikar væm hjá fyrirtækinu. Nú fóru bankastjórar að verða áhyggjufullir. Þeir fóm að krefjast skýrra svara um f járhaginn. Gat verið að þeir heföu lánað meira en góðu hófi gegndi? Gat verið að þeirra mannorð væri í hættu? Nei, Jón minn, því miöur, við getum ekki framlengt, hvað þá lán- að meira, nei það verður aö fá þetta á hreint. Jón barðist örvæntingarfullri baráttu því hann gat ekki hugsað sér að draga sjálfur saman seglin. Hann vildi ekki missa einbýlishúsið og ekki hætta að halda veislur, hvað þá selja fallega nýinnréttaða fjallabílinn sinn. Hann þekkti menn, sem þekktu menn, og i gegnum þá fékk hann lán til að fleyta sér fram úr erfiöleikunum í bili. Vextirnir voru að vísu hærri en fyrr en flýtur meðan ekki sekkur. Þá hækkaði hráefnið og þaö var rothöggið. Jón fór á hvínandi hausinn, fluttist i blokk eða af landinu, guð veit hvert, það varðaði engan um hann lengur. Tjaldiö féll. Hvenær f ellur tjaldið okkar? Hálfsögð saga Við getum að vísu huggað okkur við að við þolum að skulda talsvert, rétt eins og Jón á meðan allt lék í lyndi. Framleiðsla okkar er það mikil og þar með verðmætasköpunin. En áfram heldur skuldasöfnunin og á meðan þið hafið lesið þessa grein hafa nokkur cent bæst við skuldina ykkar erlendis. Og við skulum gera okkur grein fyrir því að jafnvel þótt framleiðsla okkar haldi áfram eins og hingað til, kemur að því að við skuldum orðið það mikið að lánardrottnar okkar verða hugsi, ef við ekki stingum við fótum. Þá fara menn að hugsa öðruvísi. Þeir lána ekki út á fisk sem ekki veiðist, ekki út á ál sem ekki selst og ekki út á raforku sem ekki skilar arði. Það er því ekki nema hálfsögð saga að vera sí og æ að bera sig mannalega í veislustandi yfir því að við framleiðum svo mikið að það sé unnt að borga þetta. En hvað er þá til ráða? Eg er ekkert feiminn við að segja það að þessa skuldasöfnun verður að stöðva, hvað sem það kostar. Og þegar ég segi hvað sem það kostar þá meina ég hvað sem það kostar. Megi það kosta tímabund- inn vöruskort, jafnvel atvinnuleysi. Þetta voðalega orð hangir eins og sverð yfir höföum okkar en það fellur úr þræðinum fyrr eða síðar hvort eð er með sama áframhaldi. Við verðum að draga úr framkvæmdum, jafnt imynd- uðum arðbærum orkuframkvæmdum sem öðrum. Við verðum líka að draga úr innflutningi á vörum, umfram það sem við höfum efni á. Eg er harður fylgismaður frjálsrar verslunar og óheftra viðskipta en ef við eigum að velja á milli þess að glata efnahags- legu sjálfstæði okkar vegna flottræfils- háttar eða taka upp tímabundnar hömlur á vöruinnflutningi þá er ég í engum vafa um hvorn kostinn ég vel. Við höfum þurft að gera það áöur, til dæmis eftir að nýsköpunarstjómin spilaöi rassinn úr buxunum eftir heimsstyrjöldina og við lifðum það vel af. Vissulega vona ég að til þessa þurfi aldrei að koma en við skulum gera okk- ur grein fyrir því hvert og eitt að svo er nú komið fyrir okkur að þetta blasir við, hvað sem líður öllum fríverslunar- samningum og markaðsbandalögum. Við höfum undanfarin ár veriö flott- ræflar á heimsmælikvarða og hreint ekkert annað og við verðum að súpa seyöið af því. Hið eina semkomiö getur í veg fyrir þetta í dag er að við tökum okkur á eða að kraftaverk gerist og ég hefi á hvorugu trú. Magnús Bjarnfreðsson Afeð vanþekkinguna ab vopni Þaö ar fyrst núna sam fóik ar fariö að sjð þaö og viðurkanna að gífurleg offramleiðsla var á kindakjöti og mikiH mjólkurframleiðslu og mjólkurafuröum. er dulbúið en sýnilegt atvinnuleysi hefur tæpast orðið vegna erlendra lána sem tekin hafa verið. Og nú er verð- bólgan að grafa undan atvinnulífinu. Uppskeran verður verðbólga og at- vinnuleysi. Eftir ragnarök byrjar uppbyggingin Það má segja að áttundi áratugur- inn, framsóknarfárið, sé eins og þriðji kaflinn í sjöttu sinfóníu Beethovens, stormurinn eða ragnarökin. En eftir storminn kom lognið og nýtt líf. Það nýja líf kviknar í sárunum. Það er alvarleg áminning til okkar Islendinga að minnast þess að fyrst tókst að stjóma síldveiðum eftir að silfurfisk- urinn var nánast uppurinn. Hið sama hefur gerst með loönuna. Þarf þorsk- urinn að fara sömu leið eöa kannski efnahagslíf í heilu lagi á Islandi? Þau ánægjulegu umskipti hafa oröið að Guðmundur J. Guðmundsson og hans líkar munu serinilega ekki geta staöiö að nýju tilræði við atvinnulífið á borð við útflutningsbannið 1977. Slíkir kall- ar standa nú berrassaðir frammi fyrir þjóöinni. Þjóöin er að visu búin að taka laxeroliuna en kveisan er ekki yfir- staðin enn en þess skammt að biða. FramtíO landsins er björtþrátt fyrir altt Þegar kjarasamningar verða ábyrg- ir og sveiflujöfnunarsjóðir viðurkennd- ir, brosir framtíðin. Allabaliar vita að leiðin til valda liggur í gegn um ónýtt efnahagskerfi. Minnkandi áhrif þeirra stendur því efst á lyfseölinum fyrir sjúklinginn Island. Læknirinn heitir reynsla og þekking en nám hans tók langan tíma. Læknirinn er að ljúka kandidatsárum sínum. I atvinnumálum eiga Islendingar góðar forsendur. Matarholur eru margar í almennum iðnaði, bara að að- stæður séu heilbrigðar og byggðar á skilningi þess að frumkvæði einstakl- inga verður aö fá að njóta sín. Þau mál verða ekki leyst með nefndarstörfum í stíl við barón Miinchausen. Flestar og girnilegastar matarhol- umar er þrátt fyrir allt að finna í sjáv- arútvegi. Fiskiðnaður hefur ekki notið nægilegrar athygli undanfarin ár og er það miður. Með nýrri tækni og endur- bótum í afurðum og nýtingu er unnt að auka stórkostlega verðmæti fram- leiðsluafurða sjávarútvegs. Stóriðja í orkunýtingu er að vísu einnig valkost- ur, en menn hafa einblínt of mikið á hann. Þau mál eru áhættusöm í meira lagi og það væri synd ef þróun þeirra mála væri vörðuð Kröflum. Sennilega er orkuiðnaðursem byggir á lágvarma eins og t.d. gróðurhúsaræktun og fisk- rækt, skynsamlegustu valkostimir um sinn. Jónas Bjaraason efnaverkfræðingur. „Herkostnaður blekkinganna á liðnum áratug er nú að verða flestum augliós.,,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.