Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1983, Blaðsíða 1
DV. FÖSTUDAGUR 7. JANUAR1983. Sjónvarp 17 HELGARDAGSKRÁ Laugardagur 8. jartúar 16.30 íþróttir. Umsjónannaöur Bjarni Felixson. 18.30 Steini og OUi. Nýr Flokkur. Fyrsti þáttur. Brókarlaus bróöur- sonur. Frægustu tvímenningar þöglu myndanna, Stan Laurel og Oliver Hardy (Gög og Gokke) fara á kostum í þessum myndaflokki frá árunum 1923—1929. Þýöandi EUert Sigurbjörnsson. 18.50 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Löður. Bandarískur gaman- myndaflokkur. Þýöandi Þrándur Thoroddsen. 21.00 Grínleikarinn (The Comic). Bandarísk bíómynd frá 1969. Leik- stjóri Carl Reiner. Aðalhlutverk: Dick Van Dyke, Michele Lee og Mickey Rooney. 22.35 Rlur grunur. ENDURSÝNING — (Shadow of a Doubt). Bandarísk bíómynd frá 1942. Leikstjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk: Teresa Wright, Joseph Cotten og MacDonald Carey. Þaö verða fagnaöarfundir þegar Charlie frændi kemur í heimsókn tU ætt- ingja sinna í smábæ einum. En bráté ber fleiri gesti aö garöi og frændi reynist ekki aUur þar sem hann er séöur. Myndin var áöur sýnd í janúar 1970. Þýðandi Þórður öm Sigurösson. 00.10 Dagskrárlok. Sunnudagur 9. janúar 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Bragi Skúlason flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. Blindir á ferð — fyrri hluti. Bandarískur framhaldsflokkur um landnema- fjölskyldu. Þýöandi Oskar Ingi- marsson. 16.55 Um ljósmyndun. Síöari hluti. Snowdon lávaröur fjaUar um verðgUdi ljósmynda og markaðs- möguleika. Þýðandi Hallmar Sigurðsson. 17.40 Hlé. 18.00 Stundin okkar. Umsjónar- menn: Asa H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Upptöku stjórnar Viðar Víkingsson. 18.50 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Kona er nefnd Golda. Síöari hluti. Ný bandarísk sjónvarps- mynd í tveimur hlutum um ævi Goldu Meir (1898—1978), sem var utanríkisráöherra og síöan for- sætisráðherra ísraels á miklum örlagatímum. Leikstjóri Alan Gibson. Aðalhlutverk Ingrid Berg- man ásamt Jack Thompson, Anne Jackson, Leonard Nimoy, Nigel Hawthome o.fl. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.20 Pétuc.í tunglinu. Tónverk eftir Arnold Schönberg. Kammersveit Reykjavíkur leikur. Stjórnandi Paul Zukofsky. Einsöngvari Rut Magnússon. Formála flytur Hjálmar H. Ragnarsson. Upptöku stjórnaði Tage Ammendrup. 23.10 Dagskrárlok. Mánudagur 10. janúar 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Tommiog Jenni. 20.40 iþróttir. Umsjónarmaöur Steingrímur Sigfússon. Fleksnes er á mánudag kl. 21.10. 21.10 FÍeksnes. „Kvef og hósti kvelja þjóð”. Sænsk-norskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. (Nordvision — sænska og norska sjónvarpiö). 21.40 Blind í trúnni (Blind Faith). Ný kanadísk sjónvarpsmynd. Leikstjóri John Trent. Aðalhlut- verk: Rosemary Dunsmore, Allan Royal og Heath Lamberts. I hlýr flokkur mefl þeim Laurel og Hardy — Gög og Gokke efla Steina og Olla — hefur göngu sina á laugardaginn kl. 18.30. Vesturheimi hafa ýmsir söfnuöir og predikarar tekiö sjónvarp í þjónustu sína til aö boöa kenn- ingar sínar og afla þeim stuönings. Myndin segir frá ráövilltri hús- móöur sem verður bergnumin af slíkum sjónvarpspredikara og heittrúarboöskap hans. Þýöandi Heba Júlíusdóttir. 22.40 Dagskrárlok. Þriðjudagur 11. janúar 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Sögur úr SnæfjölIum.Barna- mynd frá Tékkóslóvakíu. Þýöandi Jón Gunnarsson. Sögumaöur Þór- hallurSigurösson. 20.40 Andlegt lif í Austurheimi. Ind- land. Sagan af Rama. Breskur myndaflokkur um trú og helgisiði í nokkrum Asíulöndum. Þessi fjóröi þáttur sýnir hin árlegu hátíöahöld til dýröar guöinum Rama í borg- inni Benares. Þýöandi Þorsteinn Helgason. 21.45 Því spurði enginn Evans? Fjóröi hluti. Sögulok. Breskur sakamálaflokkur gerður eftir sögu Agöthu Christie. Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.35 Dagskrárlok. Miðvikudagur 12. janúar 18.00 Söguhornið. Umsjónarmaöur Guöbjörg Þórisdóttir. 18.10 Stikilsberja-Finnur og vinir hans. Finnur hittir Jim. Framhaldsflokkur geröur eftir sögum Marks Twains. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.35 Furðufiskar. Bresk nátt- úrulífsmynd um vatnafiska á suðurhveli sem klekja út hrognum sínum í kjaftinum. Þýöandi og þulur Jón O. Edwald. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Gabriel García Márques. Sænski sjónvarpsmaöurinn Lars Helander ræðir við kólumbíska rit- höfundinn García Márques sem hlaut bókmenntaverölaun Nóbels áriö 1982. Þýöandi Sonja Diego. (Nordvision — sænska sjón- varpiö). 21.15 Dallas. Bandarískur fram- haldsflokkur um Ewingfjöl- skylduna í Texas. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.00 Á hraðbergi. Viðræðuþáttur í umsjón Halldórs Halldórssonar og Ingva Hrafns Jónssonar. 22.55 Dagskrárlok. Föstudagur 14. janúar 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Á döfinni. Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.45 Skonrokk. Dægurlagaþáttur. 21.15 Kastljós. Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Bogi Ágústsson og Ölafur Sigurös- son. 22.15 Hinsta flug arnarins. Svissnesk sjónvarpsmynd frá 1980. Leikstjóri Jean-Jacques Lagrange. Aöalhlutverk: Bernard Fresson, Jean-Marc Bory, Béa- trice Kessler og Veronique Alain. Myndin gerist í f jallaþorpi í Sviss. Þar í fjöllunum hyggst braskari nokkur reisa lúxusíbúöarhverfi og leggja flugvöll. Hann fær í lið með sér þekktan Alpaflugmann, Germain að nafni. Þessar fram- kvæmdir mæta mikilli andstööu meöal þorpsbúa og umhverfis- verndarmanna. Þýöandi Olöf Pétursdóttir. 23.50 Dagskrárlok. Michele Lee og Dick Van Dyke ihlutverkum sinum. Sjónvarp laugardag kl. 21.00: GRINLEIKARINN — bandarísk tragi-kómedía Dick Van E>yke leikur aöalhlut- veriö í bandarísku bíómyndinni Grínleikarinn (The Comic), sem sýnd verður annaö kvöld klukkan 21. Mynd þessi er frá árinu 1969 og er gerö af Carl Reiner. I henni er sagt frá grínleikara nokkrum, Billy Bright, sem öðlaöist frægð og frama á tímum þöglu myndanna þegar þeir Buster Keaton, Harold Lloyd og Chaphn voru uppi. Með Billy eru fastir fylginautar, þau Mary og Cockeye. Billy notar brúökaup Mary og leikstjóra þeirra, Franks, sér til framdráttar og notar brúðkaupsathöfnina sem atriði í nýja grínmynd sína. Ymislegt miöur heiðarlegt viröist síöan vera á döf- inni hjá Billy, er til kastanna kemur. Hann má muna sinn fífil fegri sem grínleikari og þaö er farið aö halla undan fæti hjá honum. Kvikmyndahandbókin gefur myndinni þrjár og hálfa stjömu og segir Dick Van Dyke ná vel fram hinum grátbroslegu hliðum á þessum þreytta grínleikara. j Snowdon lávarflur fjallar um verðgildi Ijósmynda og markaðsmöguleika þeirra í siflari hluta þáttarins Um Ijósmyndun. Hann er á dagskrá á sunnu- daginn kl. 16.55. Andlegt lif i Austurheimi er þriðjudaginn 11. janúar og er þafl fjórfli þáttur. Nú er sagt frá helgi- siðum á Indlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.