Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1983, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 7. JANUAR1983. 21 Hvað er á seyði um helgina Hvad er á seyði um helgina andsmelstari, Ieikur með TBR a áSelfossi. aðrafok Iminton fer þar fram um helgina Reykjavíkur, eöa TBR — a b, c og d. Þá leika Skagamenn og KR-ingar einnig í 1. deild. Fimmta liöiö frá TBR leikur í 2. deild, eöa TBR e. Átta lið taka þátt í 2. deildar keppninni, þau eru þessi: Badmintonfélag Hafnarfjarðar, TBV frá Vestmannaeyjum, UMFS, Gerpla, IA b, Víkingur, TBR e ogValur. „Múrarinn” sýnir í Nýlistasafninu „UM SÉREIGNARRÉTT’ — fyrirlestur Hannesar H. Gissurarsonar I Nýlistasafninu viö Vatnsstíg 3B verður opnuð sýning á verkum Danans Jörgen Bruun Hansen kl. 16 ámorgun. Jörgen Bruun Hansen, eöa Jörgen Murer eins og hann er gjaman kall- aöur, er fæddur áriö 1927 í Dan- mörku. Hann er kennari viö Konung- legu listaakademíuna í Kaupmanna- höfn og er jafnframt þekktur sem ljóöskáld. Islendingum er Jörgen Murer einkum kunnur fyrir ljóð sín, sem sum hafa veriö þýdd á íslensku og hafa birst í blööum og tímaritum. Hingaö til lands kom hann fyrst í boöi Norræna hússins árið 1973 og las þá upp úr verkum sínum og hélt fyrirlestra. Einnig hefur hann kennt i Myndlista- og handíðaskólanum í sérfagi sínu sem viðkemur múrverki og útfærslu veggskreytinga. Jörgen Murer hefur fariö víða um álfuna og sett upp vegg- og múrmyndir fyrir hina ýmsu listamenn. Þar má nefna veggskreytingu Tryggva Olafssonar á sjúkrahúsinu á Neskaupstaö. Jörgen veröur viðstaddur opnun sýn- ingar sinnar og les upp úr verk- um sínum kl. 18. Á sýningunnu eru 14 sgraffitto-myndir, geröar meö blandaðri tækni, jámbleki og pastel á litaðan grunn. Þetta eru ljóömál- verk þar sem ljóðtextar eru skrifaðir Jörgen Murer hefur fimm sinnum komiö til íslands og á hér f jölda vina og kunningja. hver yfir annan á flötinn uns upp úr stendur heildstætt myndverk. Sýning Jörgens Murer er opin dag- lega frá klukkan 16—22 og stendur til 16. janúar. Á sama staö verður opnuö á laugardaginn klukkan 16 sýning á verkum þýsku listakonunnar Dagmar Rhodius. Dagmar er fædd árið 1945 og stundaði nám í Þýska- landi og Hollandi. Þessi sýning stendur fram á sunnudagskvöldið 16. janúar. -PÁ. Félag áhugamanna um heimspeki gengst fyrir fyrirlestri nú á sunnu- daginn kl. 15 í stofu 101 í Lögbergi. Þaö er Hannes H. Gissurarson sem flytur fyrirlesturinn Séreignar- rétturinn. I honum ræöir hann um þau rök sem leidd hafa veriö gegn réttlætis- kenningu bandariska heimspekings- ins Roberts Nozicks og reynir aö betrumbæta hana með því aö nota hina gömlu kenningu John Lockes um sjálf seign einstaklingsins og hina nýju kenningu ýmissa hagfræöinga um þekkingu eöa öllu heldur þekkingarskort. . -PA. LISTMUNAHÚSIÐ: Engin sýning um þessa helgi. GALLERt LANGBRÖK: Engin sýning um þessahelgi. LISTASAFN ÍSLANDS v/Suðurgötu: Þar eru til sýnis verk í eigu safnsins, eru það íslensk og erlend oliumálverk og teikningar. Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.30—16. KJARVALSSTAÐIR við Miklatún: A laugar- daginn verður opnuö sýning á norrænni vefjarlist, eru þetta tertilverk frá Norður- löndunum. Sýningin er í báðum sölunum og á göngum. Hún verður opin alla daga frá kl. 14—22 til 30. janúar. NORRÆNA HÚSEÐ við Hringbraut: I dag, föstudag, verður opnuð sýning á verkefnum 10 nemenda, sex íslendinga og fjögurra Norð- manna, við Arkitektaskólann í Osló á skipu- lagningu flugvallarsvæðisins og Skugga- hverfisins í Reykjavík. Sýningin stendur til 15. janúar og er opin frá 9—19 alla daga vik- unnar nema sunnudaga kl. 13—18. Einnig stendur þar yfir sýning sem ber heitið „Á leið- inni” og eru það teikningar eftir norræna skólanema. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14—19 og stendur yfir til 13. janúar. Tónleikar Tónleikar í Gamla bíói á sunnudag Kammersveit Reykjavíkur efnir tii 2. tón- leika starisársins í Gamla bíói sunnudaginn 9. janúar klukkan 16.00. Stjómandi verður Paul Zukofsky frá Bandaríkjunum, sem lagt hefur mikið af mörkum til íslensks tónlistarlífs á undanfdmum árum, meðal annars með sumamámskeiðum í tónlist sem við hann em kennd og haldin eru á vegum Tónlistarskól- ansíReykjavík. Á þessum tónleikum ræðst Kammersveitin í að flytja Kammersinfóníu Schönbergs, sem er stórvirki á sínu sviði, en hún er fyrir 15 hljóðfæri og talin eitt af erfiðustu kammer- verkum sem samin hafa verið. Þá verður Dance Preludes fyrir 9 hljóðfæri eftir pólska tónskáldið Lutoslawski á dagskránni og tón- leikunum lýkur með tónverkinu La Création du Monde fyrir 17 hljóðfæri eftir Milhaud. I kynningu Kammersveitarinnar á dagskrá sinni í vetur er komist svo að orði að við undir- búning og flutning þessara verka njóti hljóm- listarmennirnir ómetanlegrar leiðsagnar Paul Zukofskys, sem svo oft hefur lagt Kammersveitinni lið við flutning kammer- verka frá 20. öld. Miðar á tónleikana verða seldir við inngang- inn en fastir áskrifendur að tónleikum Kammersveitarinnar eru minntir á að taka með sér áskriftarkort sín til að framvísa þeim við dyravörð. NVUSTASáFNIÐ Vatnsstíg 3b: A morgun, laugardag 8. jan., kl. 16.00 opna tveir lista- menn sýningar sínar. Er önnur sýningin á verkum þýsku listakonunnar Dagmar Rohdi- us. Dagmar, sem fæddist árið 1945, hefur stundaö myndUstarnám bæði í Þýskalandi og HoUandi auk fjögurra ára Ustasögunáms. Einnig opnar danski listamaðuriim Jörgen Bruun Hansen sýningu á 14 sgraffitto, mynd- um gerðum með blandaðri tækni, jámbleki og pastel á listaðan grunn. Sýningamar em opn- ar daglega frá kl. 16—22 og lýkur þeim sunnu- dagskvöldið 16. janúar. Ferðalög Frá Ferðafélagi íslands Sunnudagur 9. janúar—dagsf erð: Kl. 13.00: Skiðagönguferð i nágrenni Reykja- víkur. Farið verður þangaö sem færöin er best á sunnudaginn. Verð kr. 100. Brottför frá Umferöarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bílinn. ATH.: Þeir sem tóku myndir (sUdes) i nýaf- staðinni áramótaferð Ferðafélagsins em vinsamlegast beðnir að lána félaginu mynd- irnar gegn góðri meðferð og hafa þá samband við skrifstofuna, öldugötu 3, simi 19533. Tilkynningar Tímaritið Gangleri Síðara hefti 56. árgangs tímaritsins Ganglera er komið út. Þetta hefti er helgað 100 ára minningu Jakobs Kristinssonar og grein er eftir hann. Af öðrum greinum má nefna Guð- spjaU hinna tólf heUögu eftir Ævar Jóhannes- son. Grein er um lifsviðhorf eftir Vilhjálm Hjálmarsson og önnur eftir séra Rögnvald Finnbogason. Bókarkafli er eftir ritstjórann Skúla Magnússon og einnig skrifar hann um Jakob Kristinsson og Guðmund Kristjánsson. Ritið er að venju 96 bls. og sími er 39573. íþróttir Handknattleikur Föstudagur: Akureyri: Kl. 20.00 2. d.ka., KA—Grótta. Sandgerði: Kl. 20.003. d.ka., Reynir—Fylkir. Akranes: Kl. 20.303. d.ka., IA—SkaUagr. Laugardalshöll: Kl. 19.00 2. d.kv., Þróttur— lA. Ki. 20.00 1. d.ka., Víkmgur—Fram. Kl. 21.151. d.kv., KR-Þór Ak. Kl. 22.15 1. fl. ka., Fram-HK. Laugardagur: Varmá: Kl. 14.00 2. d.ka., UBK-UMFA. Kl. 15.151. fl. ka., UMFA—Ármann. Ásgarður: Kl. 14.00 2. d.kv., Stjaman—HK. Kl. 15.001. fl. ka., Stjarnan—IR. Laugardalshöll: Kl. 12.30 1. d.kv., ÍR—Þór Ak. Keflavík: Kl. 14.002. d.kv., ÍBK-Selfoss. Vestmannaeyjar: Kl. 13.30 2. d.ka., Þór Ve.— Ármann. Kl. 14.45 2. d.kv., ÍBV—Fylkir. Sunnudagur: Hafnarfjörður: Kl. 20.00 1. d.ka., Stjaman— Þróttur. Körfuknattleikur: Föstudagur: Keflavík: Island — Danmörk kl. 21.00. Borgarnes: SkaUagrímur — IS í 1. deild kl. 20.00. Laugardagur: LaugardalshöU: Island—Danmörk kl. 14.00. Sunnudagur: Njarðvík: Grindavík—IS í 1. deild kl. 14.00. Borgarnes: ísland—Danmörk kl. 14.00. Badminton: 1. og 2. deildarkeppnin í badmmton fer fram í íþróttahúsinu á Selfossi um helgina og hefst kl. 10.00 á laugardagsmorgun og verður siðan fram haldið kl. 10.00 á sunnudag. Skemmistaðir BROADWAY: A föstudags- og laugardags- kvöldið leika Finnbogi og Magnús Kjartans- synir fyrir matargesti. Hljómsveit Björgvms HaUdórssonar leikur fyrir dansi og einnig koma fram Jassport og dansstúdió Sóleyjar með dansinn sinn Stripper. GLÆSIBÆR: Grétar Laufdal verður i diskó- tekinu. Hann er með ferðadiskótekið Rocky og segir eins og er, að í Glæsibæ ég fer. Þar er fjörið i diskósal 74. Urvals tónlist og tryUtur dans. Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi í öðrum sal hússins. HOLLYWOOD: Þar veröur diskótekið á fuHu aUa helgina undir öruggri handleiðslu hinna sivinsælu diskótekara. HREYFILSHÚSIÐ: Opið laugardagskvöld, gömlu dansamir. HÖTEL BORG: Diskótekið Dísa sér um diskósnúninga bæöi föstudags- og laugardags- kvöld. Sunnudagskvöld verður hljómsveit Jóns Sigurðssonar með tónlist af vönduðu tagi sem hæfir gömlu dönsunum. HOTEL SAGA: A föstudags- og laugardags- kvöld mun hljómsveit Úlafs Gauks leika fyrir dansi og er opið frá kl. 22—03. Auk þess er griUið opið aUa daga. ÞÓRSKAFFI: Þar mun dansinn duna aUa helgina, líka á sunnudagskvöldið. A neöri hæð er diskótek en á efri hæð skemmtir Dansband- ið gestum hússins. Þórskabarett hef st kl. 22. SIGTÚN: Diskótek verður bæði föstudags- og iaugardagskvöld. ÖÐAL: A föstudagskvöld verður Asmundur í diskótekinu, Fanney á laugardag og Dóri á sunnudag og aö venju aUir í banastuði. SNEKRJAN: A Fóstudagskvöld verður HaU- dór Arni í diskótekinu en á laugardagskvöld mun hljómsveitin Metal skemmta gestum staðarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.