Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1983, Qupperneq 2
18
DV. FÖSTUDAGUR 7. JANUAR 1983.
Sjónvarp
Gabríel Garcia Mórquez verður i
sjónvarpsviðtali frá sænska sjón-
varpinu miðvikudaginn 12.
janúar.
Stikilsberja-Finnur og félagar eru
að venju á miðvikudögum kl.
18.10.
Agatha Christie er vinsæl i sjón-
varpi þessa dagana. Sunnudaginn
16. janúar hefst nýr flokkur þátta,
gerður eftir smásögum hennar.
Nefnist hann Kvöidstund með
Agöthu Christie.
Ingrid Bergman leikur Goldu. Viö hlið hennier Moshe Dayan, sem ieikinn er af Yossi Graber.
Sunnudagur 9. janúar kl. 20.50:
Golda — síðari hluti
Síðari hluti myndarinnar um
Goldu Meir er á dagskrá sjónvarps á
sunnudagskvöld klukkan 20.50, en
fyrri hlutinn var á nýársdag. Þaö er
Ingrid Bergman sem fer með hlut-
verk Golduafsinni alkunnu snilld.
Hér segir f rá f rægri sendiför Goldu
til Bandaríkjanna árið 1948, í þeim
tilgangi að fá Bandaríkjamenn til að
halda áfram stuðningi sínum við
Israela.
Þann 14. maí 1948 viðurkenndi
Truman forseti Israelsríki. Degi
síðar gerðu fimm Arabaríki innrás í
Israel og hófst þá sjálfstæðisstríðið
sem varö mjög mannskætt.
Að því loknu var Golda gerð að
atvinnumálaráðherra. Um þær
mundir breytti hún nafni sínu úr
Mayerson í Meir, sem þýðir birta.
Á sjöunda áratugnum var Golda
Meir orðin utanríkisráðherra, eina
konan í heiminum sem gegndi sh'ku
embætti. Hún ferðaöist á þessum
árum til margra landa óg þótti glæsi-
legur f ulltrúi þjóðar sinnar.
Vinur hennar, Ariel, skildi við konu
sína og skömmu síðar ákváðu þau að
eigast. En þá varð Ariel skyndilega
bráðkvaddur og ekki löngu seinna
uppgötvaðist aö Golda var haldin ill-
kynjuðu krabbameini.
En hún hélt ótrauð áfram. Þegar
Levi Eshkol forsætisráðherra lést
varð Golda eftirmaður hans, þá
sjötugaðaldri. -PA.
Laugardagur
15. janúar
16.30 íþróttir. Umsjónarmaöur
BjamiFelixson.
18.30 Steini og Olii. Brak og brestir.
Myndasyrpa með frægustu tví-
menningum þöglu myndanna,Stan
Laurel og Ohver Hardy. Þýöandi
EUert Sigurbjömsson.
Rut Magnússon syngur stórt hlutverk i Pétri í tunglinu (Pierrot Lunaire),
verki Arnolds Schönberg, sem flutt verður í sjónvarpi á sunnudag kl. 22.20.
Aðrir flytjendur eru Kammersveit Reykjavikur en Paul Zukofsky stjómar
flutningnum.
18.50 Enska knattspyman.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Löður. Bandarískur gaman-
myndaflokkur. Þýðandi Þrándur
Thoroddsen.
21.00 Údauðlegi maðurinn. (The
Immortal). Bandarísk sjónvarps-
mynd frá 1969. Leikstjóri Joseph
Sargent. Aðalhlutverk: Christop-
her George, Barry Sullivan, Carol
Lynley og Ralp Bellamy. Sögu-
hetjan er ungur maður meö mót-
efni í blóöinu, sem gerir hann
ónæman fyrir öllum kvillum og
jafnvel ellihrörnun. Þýðandi
Guörún Jörundsdóttir.
22.15 Nýárskonsert frá Vínarborg.
Fílharmóníuhljómsveit Vínar-
borgar leikur lög eftir Jóhann
Strauss. Stjórnandi Lorin Maazel.
Einnig kemur fram ballettflokkur
Ríkisóperunnar í Vínarborg. Þýð-
andi og þulur Jón Þórarinsson.
(Evróvision — austurríska sjón-
varpið).
23.50 Dagskrárlok.
Sunnudagur
16. janúar
16.00 Sunnudagshugvekja. Séra
Bragi Skúlason flytur.
16.10 Húsið á sléttunni. Biindir á
ferð — síðari hluti. Bandarískur
framhaldsflokkur um landnema-
fjölskyldu. Þýöandi Oskar Ingi-
marsson.
17.00 Listbyltingin mikla. Nýr
flokkur. Fyrsti þáttur. Hin
tæknivædda paradís. Breskur
myndaflokkur í átta sjálfstæöum
þáttum um nútímalist, sögu
hennar og áhrif á samfélagið á
þessari öld. I fyrsta þættinum er
fjallað um tímabilíð frá 1880 til
1914, þegar vestræn menning tók
miklum stakkaskiptum vegna
nýrrar tækni og vélvæöingar sem
setti svip sinn á listsköpun. Þýð-
andi Hrafnhildur Schram.
18.00 Stundin okkar. Umsjónar-
menn: Ása H. Ragnarsdóttir og
Þorsteinn Marelsson. Upptöku
stjórnar Viðar Víkingsson.
18.55 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku.
20.50 Glugginn. Þáttur um listir,
menningarmál o.fl. Umsjónar-
maöur Áslaug Ragnars.
21.30 Landið okkar. Annar þáttur.
Norðurströnd Breiðafjarðar frá
Gilsfjaröarbotni út að Látra-
bjargi. Umsjónarmaöur Björn
Rúríksson.
21.50 Kvöldstund með Agöthu
Christie. Nýr flokkur. Fyrsti
þáttur. Óánægði hermaðurinn.
Leikstjóri Cyril Coke. Aðalhlut-
verk: Michael Aldridge, Robin
Kermode og Isabelle Spade.
Agatha Christie ritaði fjölmargar
smásögur auk sakamálasagna
sinna. I þessum nýja, breska
myndaflokki eru tíu sjónvarps-
myndir gerðar eftir þessum kímni-
blöndnu ástar- og afbrotasögum.
Eins og höfundar er von og vísa er
sjaldan allt sem sýnist og endalok
óvænt. Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttir.
22.40 Dagskrárlok.
Offsetljósmyndun
Öskum eftir aö ráöa starfsmann í offsetljósmynd-
un og skeytingu.
Upplýsingar gefur Ölafur Brynjólfsson í síma
27022.
HILMIR HF.
Síðumúla 12.
Óska eftir umboðsmanni
fyrir sænsk einingahús á Islandi.
Má vera fjársterkur aðili.
Þarf aö kunna eitt noröurlandamál.
Svar óskast sent auglýsingadeild DV Þverholti 11,
merkt: „Alta084”.
IMauðungaruppboði
frestað
Nauðungaruppboð á eignum þrotabús Trévals hf., sem fram átti að
fara laugardaginn 8. janúar 1983, er frestað til laugardagsins 15.
janúar 1983, kl. 13.30.
Uppboðið fer fram í uppboðssal tollstjóra v/Tryggvagötu.
Sjá nánar auglýsingu i Morgunblaðinu í dag.
Uppboðshaldariun í Reykjavík.
Auglýsingadeild
DV
óskar eftir aö ráða starfsmann sem fyrst.
Starfiö felst í uppsetningu og frágangi auglýsinga
til prentsmiðju.
Góö vinnuaöstaöa.
Kjöriö fyrir hæfan umbrotsmann.
Upplýsingar gefur Páll Stefánsson auglýsinga-
stjóri kl. 10—16 næstu daga.
Auglýsingadeild
DV
Síðumúla 33.
Símar 27022 og 86611.
ORÐSEIMDING
um dráttarvexti frá
Gjaldheimtunni í Reykjavík
Vegna ákvöröunar fjármálaráðuneytisins um
samræmingu á reikningi dráttarvaxta af þing-
gjöldum er vakin sérstök athygli á því, aö dráttar-
vextir af gjaldföllnum opinberum gjöldum, sem
innheimt eru hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík,
verða framvegis reiknaöir í síðasta lagi 10. hvers
mánaöar.
Reykjavík, 6. janúar 1983.
Gjaldheimtustjórinn.