Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1983, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1983, Side 3
Messur ÁRBÆJARPRESTAKALL: Bamasamkoma í Safnaðarheimili Arbæjarsóknar kl. 10.30. Guósþjónusta í Safnaðarheimilinu kl. 2. Sr. Gylfi Jónsson rektor Skálholtsskóla prédikar. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Bamaguðsþjónusta Norðurbrún 1 kl. 11. Messa kl. 2 Séra Bragi Friðriksson prófastur prédikar. Sr. Ámi Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Bamasam- koma kl. 11. Messa kl. 14 í Breiöholtsskóla. Sr. Olafur Oddur Jónsson prédikar. Organleikari Daníel Jónasson. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Bamasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Gísli Jónasson í Vík í Mýrdal prédikar. Organleikari Guðni Þ. Guð- mundsson. Kvenfélagsfundur mánudags- kvöld kl. 8.30. Félagsstarf aldraðra miðviku- dagseftirmiðdag ef veður leyfir. Æskulýðs- fundur miðvikudagskvöld kl. 8. Sr. Olafur Skúlason dómprófastur. DIGRANESPRESTAKALL: Bamasamkoma í Safnaðarheimilinu við Bjamhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta i Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir Kirkjuhvolspresta- kalli prédikar. Sr. ÞorbergurKristjánsson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson prófastur í Hruna prédikar. Sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 2. Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson prófastur á Breiöa- bólstað prédikar. Vænst er þátttöku ferming- arbarna og foreldra þeirra. Sr. Þórir Stephen- sen. Bamastarf Dómkirkjunnar, sem verið hefur í barnaskóla vesturbæjar við öldugötu, verður á þessu ári að Hallveigarstööum og hefst laugardagmn 15. janúar. Nánar auglýst síðar. ELLIHEIMILHJ GRUND: Messa kl. 10. Sr. Lárus Halldórsson. FELLA- OG HÖLAPRESTAKALL: Laugar- dagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2. Sunnudagur: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11. Guðsþjónusta i Safnaðarheimilinu Keilufelli 1 kl. 2. Sr. Olfar Guömundsson Eyr- arbakka prédikar. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Bamasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta meö altarisgöngu kl. 2. Sr. Heimir Steinsson Þingvöllum prédikar. Al- menn samkoma nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Organleikari Ami Arinbjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. H ALLGR tMSPREST AK ALL: Kirkjuskóli barnanna er í gömlu kirkjunni á laugardögum kl. 2. Sunnud.: Messa kl. 11. Sr. Halldór Gunn- arsson í Holti prédikar. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Messa kl. 2. Sr. Eiríkur J. Eiriks- son fyrrv. prófastur á Þingvöllum prédikar. Sr. Karl Sigurbjömsson. Þriðjud. kl. 10.30 fyrirbænaguðsþjónusta, beðið fyrir sjúkum. Miövikud. 12. jan.: Náttsöngur kl. 22. Manuela Wiesler og Hörður Askelsson leUta samleik á flautu og orgel. Fimmtud. 13. jan.: Opið hús fyrir aldraða kl. 15, ísl. kvikmynd og kaffiveitingar. HÁTEIGSKIRKJA: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 2. Sr. Gunnþór Ingason Hafnar- firði prédikar. Sr. Tómas Sveinsson. KARSNESPRESTAKALL: Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11. Guðsþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 2. Sr. Bragi Skúlason, frUcirkju- prestur í Hafnarfiröi, prédUtar. Sr. Ámi Páls- son. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugard. 8. jan.: Guðsþjónusta Hátúni 10B, 9. hæð, kl. 11. Sunnud.: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 2. Altarisganga. Sr. Sigfinnur Þorleifsson prestur í Stóra-NúpsprestakaUi prédikar. Þriðjudagur 11. jan.: Bænaguðsþjónusta kl. 18 og æskulýðsfundur kl. 20.30. Sóknarprest- ur. NESKIRKJA: A laugardag, kl. 15 sam- verustund aldraðra. HaUdór Pálsson fyrrv. búnaðarmálastjóri rifjar upp eitt og annað frá fyrri tíð. Myndasýning úr norðurferðmni. Sunnud.: Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjón- usta kl. 11 í umsjón sr. Hönnu Maríu Péturs- dóttur, (ath. breyttan messutima). Miðviku- dagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. HaUdórsson. SELJASÖKN: Bamaguðsþjónusta í öldusels- skóla kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta Seljabraut 54 kl. 10.30. Guðsþjónusta ölduselsskóla kl. 14. Sr. Guðmundur OU Olafsson í SkáUiolti prédikar. Fimmtud. 13. jan.: Fyrirbænasam- vera í Safnaðarsalnum TindaseU 3 kl. 20.30. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN IREVKJAVÍK: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Hannes Guðmundsson í FeUsmúla prédikar. Organleikari og söngstjóri Siguröur isólfsson. Sr. Gunnar Bjömsson. FRÍKIRKJAN 1 HAFNARFIRÐI: Bamatim- inn verður kl. 10.30. Safnaðarstjórn. SELTJARNARNES: Barnaguðsþjónusta kl. 11. í sal TónUstarskólans. Sóknamefndin. Myndlistarsýning helgarinnar: Vefnaöur að Kjarvalsstöðum Lítið hefur veriö um dýrðir á Kjar- valsstöðum síðan Thorvaldsens-sýn- ingunni lauk, enda hafa viðgerðir og lagfæringar staöið yfir. En á morgun verður opnað glæsileg samnorræn vefnaöarsýning í öllum sölum hússins. Stendur hún út janúar- mánuð og er opin daglega frá kl. 14— 22. Þetta er farandsýning sem kemur hingað frá Svíþjóö og fer héöan til Færeyja og Noregs. Markmið hennar er að gefa almenningi og yfir- völdum kost á aö fylgjast með því hvað vefarar eru að skapa, og eins að örva vefarana meö því að gefa þeim tækifæri til að fylgjast með þróun í grannlöndunum. Ahugi fyrir vefnaöarlist hefur blossað upp á síðustu árum og árangurinn af þeirri grósku má sem sagt sjá á Kjarvals- stööum næstu vikur. Með tveim þrem undantekningum eru vefararnir konur. Sýnd eru 86 verk eftir 78 listamenn, þar af 5 frá Islandi. Eru það þær Hildur Hákonardóttir, Ina Salóme, Ingi- björg Haraldsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sigurlaug Jóhannesdóttir. Sú síðastnefnda, Sigurlaug, var einnig fulltrúi Islands í dómnefndinni. I tengslum við þessa stóru sýningu var Islendingum, einum þjóða, boðið að setja upp sýningu á smámyndum, unnum í textíl. Hafa þessar smá- myndir fylgt þeim stóru um Norður- lönd. Sérstök sýningarskrá er fyrir þessa islensku sýningu, í mjög smáu broti (ca 7X8cm), hönnuö af Hildi Hákonardóttur og Inu Salóme. Þátttakendur þessarar sýningar eru 12aötölu, alltkonur. Það er á morgun kl. 14.00 sem sýningin verður opnuð. Við það tæki- færi flytur formaður menningar- málanefndar Norðurlandaráðs, Eiður Guðnason, ávarp og Laufey Siguröardóttir og Snorri Sigfús Birg- isson flytja tónlist fýrir fiðlu og píanó. -IHH. Eitt af verkunum á sýningunnl Norræn vefjarlist III. Veiðimennirnir eftir Sunillu Petersson frá Svíþjóð. Norræna húsið á sunnudaginn kl. 17.00: Tónleikar Berglind- ar Bjarnadóttur Berglind Bjarnadóttir sópran og Guðrún A. Kristinsdóttir píanó- leikari halda tónleika í Norræna húsinu á sunnudag, þann 9. janúar klukkan 17. Á efnisskránni eru verk eftir norræn tónskáld. Berglind syngur úr Ljóðakornum Atla Heimis Sveins- sonar og sænska söngiagabálkinn Gullebarns vaggesánger eftir Wil- helm Peterson-Berger. Auk þess verða Quttir söngvar eftir Wilhelm Stenhammar og Jean Sibelius. Berglind Bjamadóttir hóf söng- nám hjá Elísabetu Erlingsdóttur við Tónlistarskóla Kópavogs og lauk þaöan brottfararprófi. Undanfarin þrjú ár hefur Bergiind verið búsett í Stokkhólmi þar sem hún stundar framhaldsnám við Stockholms Musikpedagogiska Institut. Þetta eru fyrstu sjálfstæöu tón- leikar Berglindar hérlendis. Aðgöngumiöasala er við inngang- inn. -PA. Guðrún og Berglind á æfingu fyrir tónleikana. HHHBBHHBEBBBHHnBU Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Fjölbreyttir tón- leikar í Hlégarði Næstkomandi laugardag 8. janúar kl. 15 verða haldnir tónleikar í Hlé- garði í Mosfellssveit á vegum Tón- listarfélags Mosfellssveitar. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran syngur við undirleik Onnu Guðnýjar Guðmunds- dóttur píanóleikara. Efnisskráin er fjölbreytt, m.a. eru lög eftir.: Handel, Schumann, Brahms, Schu- bert, Donnizetti, Rossini o.fl. Þetta verður í fyrsta sinn sem Sigrún Hjálmtýsdóttir flytur kiassíska tónleika opinberlega. Hún stundar nú framhaldsnám í London viö Guildhall School of Music and Drama og mun væntanlega ljúka þaðan burtfararprófi í júlí 1984, Aðal- söngkennari hennar er Laura Sarti. Aður en Sigrún hélt utan til náms var hún tvo vetur við Tónlistarskólann í Rvík. á morgun kl. 15 Söngkennari hennar þar var Rut L. Magnússon. Þá veröa einnig fluttir kaflar úr forleik eftir Handel fyrir tvö klarinett og horn. Flytjendur eru: Kjartan Oskarsson, Knútur Birgisson klarínettuleikarar og Þorkell Jóelsson homleikari. Tónleikarnir á laugardag eru öllum opnir og verða aðgöngumiðar seldir við innganginn í Hlégarði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.