Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1983, Side 4
20
DV. FÖSTUDAGUR 7. JANUAR1983.
Kirkjustarf
Kvenféiag
Bústaðasóknar
Kvenfélag Bústaöasóknar heldur fund mánu-
daginn 10. janúar kl. 8.30 í Safnaðarheimilinu.
Spilaö verður bingó, góöir vinningar. Mætiö
vel og takiö meö ykkur gesti.
Utanbæjar-
prestar
predika
í Reykjavíkur-
prófastdæmi
I nokkur undanfarin ár hafa prestar í
Prestafélagi Suöurlands sótt hver ann-
an heim og annast messugjörð hjá
hver öörum. Tilgangur þessara heim-
sókna er tvíþættur, annars vegar til
þess aö þeir geti sjálfir sótt sér heim
fróöleik, kynnst heföum og starfshátt-
um starfsbræöra sinna og svo hins veg-
ar til þess að auka og lífga upp á safn-
aðarstarfið, gera þaö fjölbreytilegra á
þann veg aö gefa fólki kost á að hlýöa á
kennimenn, sem þeir ella ættu erfitt
meö að komast til aö hlusta á sökum
fjarlægðar þeirra f rá heimabyggð.
Aö þessu sinni munu utanbæjar-
prestar annast guösþjónustur í
Reykjavík og Kópavogi. 1 ár hefur
næstkomandi sunnudagur 8. janúar
orðið fyrir valinu og eftirfarandi heim-
sóknir eru ákveönar: Arbæjarpresta-
kaU: Sr. Gylfi Jónsson rektor í Skál-
holti.
Ásprestakall: Sr. Bragi Friöriksson
profastur í K jalamesprófastsdæmi.
Breiðholtsprestakall: Sr. OlafurOddur
JónssoníKeflavík.
Bústaöakirkja: Sr.Gísli JónssoníVíkí
Mýrdal.
Digranesprestakall: Sr. AuðurEir Vil-
hjálmsdóttir í Þykkvabæ.
Dómkirkjan: Sr. Sveinbjörn Svein-
bjömsson prófastur í Árnesprófasts-
dæmi og sr. Sváfnir Sveinbjamarson
prófasturí Rangárvallaprófastsdæmi.
Feiia- og Hólaprestakall: Sr. Olfar
Guömundsson á Eyrarbakka.
Grensáskirkja: Sr. Heimir Steinsson á
Þingvöllum.
Hallgrímskirkja: Sr.HalldórGunnars-
son í Holti og sr. Eiríkur J. Eiríksson
fyrrv. prófastur.
Háteigskirkja: Sr. Gunnþór Ingason í
Hafnarfiröi.
Kársnesprestakall: Sr. BragiSkúiason
fríkirkjuprestur í HafnarfiröL
Laugameskirkja: Sr. Sigfinnur Þor-
leifsson á Stóra-Núpi.
Neskirkja: Sr. Hanna María Péturs-
dóttir í Ásum.
Seljaprestakall: Sr. Guðmundur Öli
Olafsson í Skálholti.
Fríkirkjan í Reykjavík: Sr. Hannes
Guðmundsson í Fellsmúla.
Heimsóknum prestanna lýkur meö
samverustund í safnaðarheimili Bú-
staöarkirkju, sem hefst klukkan 18.30
meösameiginlegu boröhaldi.
Hvað er á seyði um hefgina Hvað er á seyði um helgina
Leikf élag Reyk javíkur:
Fjórar leiksýningar
í boöi um helgina
—112. sýningá Jóa
I kvöld er fimmta sýning á
Forsetaheimsókninni, hinum nýja
gamanleik Leikfélagsins, sem fram-
sýndur var milli jóla og nýárs.
Höfundamir eru franskir, Rego og
Bmneau en verkiö fjallar á gaman-
saman hátt um það umstang sem
veröur á venjulegu heimili þegar von
er á forsetanum í heimsókn.
Þórarinn Eldjárn þýddi verkið,
leikmynd og búninga geröi Ivan
Török en Stefán Baldursson er leik-
stjóri. Með helstu hlutverk fara
Guörún Ásmundsdóttir, Sigríöur
Hagalín, Kjartan Ragnarsson, Guö-
mundur Pálsson, Soffía Jakobs-
dóttir, Gísli Halldórsson, Margrét
Helga Jóhannsdóttir og Hanna
María Karlsdóttir.
Annaö kvöld hefjast að nýju sýn-
ingar á hinu vinsæla leikritiKjartans *
Ragnarssonar, Skilnaöi, sem sýnt
hefur veriö fyrir fullu húsi í allan
vetur.
Sama kvöld, þ.e. laugardagskvöld,
er svo fyrsta miönætursýning eftir
jól á Hassinu hennar mömmu eftir
Dario Fo. Leikurinn hefur notiö
mikilla vinsælda og veriö sýndur
fyrir fullu Austurbæjarbíói um
helgar síöan í haust. Sýningin hefst
klukkan 23.30.
Fjóröa sýning Leikfélagsins um
helgina er á sunnudagskvöld, en þá
veröur sýnt leikrit Kjartans
Ragnarssonar, Jói, og er þaö 112.
sýning. Síöan verkiö var frumsýnt
haustiö 1981 hefur þaö notið feiki-
vinsælda. Auk þess var fariö meö
þaö í leikferð um Norður- og Vestur-
land síðastliöiö sumar.
-PÁ.
Broddi Kristjánsson, margfaldur ts!
Mikið fj
áSel
— 1. og 2. deildarkeppnin í bat
Það veröur mikið fjaörafok á Selfossi um
helgina, þegar allir bestu badmintonspilarar
landsins mæta þar til leiks í 1. og 2. deildar
keppninni í badminton sem hefst kl. 10 á laugar-
dagsmorguninn og veröur síöan fram haldið kl.
10 á sunnudag.
Sex liö taka þátt í 1. deildar keppninni og eru
fjögur af þeim frá Tennis- og badmintonfélagi
Fundir
Frá AA-samtökunum
Suðurnesjum
Á síðastliönu ári voru 10 ár síðan fyrsta AA-
deildin var stofnuö á Suðumesjum. I dag eru
starfandi 8 AA-deildir að Klapparstíg 7 Kefla-
vik en þar er sameiginlegur fundarstaöur
deildanna utan Grindavikur, en þar eru einn-
ig starfandi AA-deildir, einnig er starfandi A1
Anon-deild á Suðumesjum sem heldur fundi á
mánudögum að Klapparstíg 7. Af þessu tilefni
gangast AA og A1 Anon á Suðuraesjum fyrir
sameigmlegum kynningarfundi í Félagsbíói
Keflavík laugardaginn 8. janúar kl. 14.00. Það
fólk sem hefur áhuga á að kynna sér áfengis-
málin er hvatt tii að mæta.
Samstarfsnefndin.
Sýningar
IMorræna húsið
Sýningin: Við erum á ieiðinni. Síðasta
sýningarhelgi. Þetta er sýning norrænna
unglinga. I myndum tjá þeir skoðanir sínar á
þeim málum sem þeim finnast mikilvægust i
nútíð og framtíð. Á hreinskilinn hátt lýsa þeir
áliti sínu á mikilvægi friðar, náttúravemdar,
jafnréttis og vináttu allra manna. Þeir lýsa
ótta sínum við að mannkynið sé ef til vill á
barmi glötunar, ótta við kjamorkustríð,
mengun og eyðingu náttúru, ótta við einræði,
ofbeldi, kúgun, fátækt, atvinnuleysi. Þeir lýsa
vonum sínum og draumum um betri framtíð.
Sýningin hefur verið í höfuðborgum og mörg-
um stórborgum allra Norðurlanda og hefur
hvarvetna vakið mikla athygli og umtal. Öll-
umer hollt að taka eftir skoðunum og boðskap
unglinganna. Eftir örfá ár verða margir
þeirra áhrifamenn um stefnumörkun Norður-
iandanna í þeim málum sem mest varða
framtið okkar allra.
Sýning á gömlum
Ijósmyndum í
Ljósmyndasafninu
Ljósmyndasafnið hefur að undanfórnu staðið
fyrir sýningu í Bolvirki, sýningarsal teppa-
verslunar Alafoss að Vesturgötu 2 Reykjavík.
Þar era sýndar liðlega 20 gamlar Reykja-
víkurmyndir eftir Magnús Olafsson, en hann
var meðal þekktustu ljósmyndara landsins á
fyrstu 3 áratugum þessarar aldar. Myndim-
ar, sem eru flestar af gömlum byggingum í
miðbæjarkvosinni, eru til sölu. Síðasta
sýningarvika er nú að hefjast en sýningunni
lýkur laugardaginn 10. janúar nk. og er hún
opin á verslunartima.
Listasöfn
ÞJOÐMINJASAFN Islands, Suðurgötu 41: er
opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og
laugardaga á milli kl. 13.30—16.00.
LISTASAFN EINARS JÖNSSONAR: er opið
sunnudaga og miðvikudaga frá kl. 13.30—16.
ASGRlMSSAFN Bergstaðastræti 74: Opið
þriöjudaga, fimmtudaga og sunnudaga frá kl.
13.30-16.00.
GALLERÍ LÆKJARTORG: Engin sýning um
þessa helgi.
LISTASAFN A.S.I.: Engin sýning fyrr en 15.
janúar.
ÁSMUNDARSALUR Freyjugötu 10: Engin
sýning um þessa helgi.
óskar að ráða b/aðburðarbörri í eftírta/in hverfi:
• Kleppsholt • Laugaráshverfi
• Hverfisgötu • Blesugróf
• Njörvasund
Upplýsingar eru gefnar í afgreiðslu blaðsins
Þverholtí 11, sími 27022.