Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Qupperneq 2
DV. FIMMTUDAGUR7. APRlL 1983.
ALUSUISSE BLANDAR SÉR
í KOSNINGABARÁTTUNA
— segir iðnaðarráðherra um þá f rétt DV í gær að Alusuisse vilji hækka raf orkuverð um 150%
„Það eru algerlega ný tíðindi fyrir
íslensk stjómvöld að Alusuisse sé
reiðubúið til að hækka raforkuverð.
Með þessari yfirlýsingu virðist mér
Alusuisse vera að blanda sér á bein-
an hátt inn í þá kosningabaráttu sem
nú stendur yfir á íslandi. Þeir gefa í
skyn að þeir séu reiðubúnir til að
hækka raforkuverðið ef aöeins einn
maður víki, að það sé aðeins einn
maður sem standi í vegi fyrir hækk-
uninni.”
Þetta sagði Hjörleifur Guttorms-
son iðnaðarráðherra um frétt í DV í
gær um aö Alusuisse væri reiðubúið
til að hækka orkuverö til álversins í
Straumsvík um 150%. Forsenda
þessarar hækkunar átti að' vera aö
leyfö yrði stækkun álversins úr 80
þúsund tonna framleiðslugetu í 120
þúsund og jafnvel síðar 160 þúsund
tonna framleiðslugetu. Upplýsingar
þessar voru hafðar eftir einum aðal-
stjómanda álversins.
Hjörleifur segir að fram til þessa
hafi Alusuisse ekki verið reiðubúiö til
aö nefna neina tölu um hækkun raf-
orkuverðs. Hafi umboðsmaður fyrir-
tækisins, sem átti fjóra fundi með
iönaðarráðherra á síðasta ári, ekki
talið sig hafa umboð til að nefna þá
tölu. I skeyti til iðnaðarráðuneytis-
ins, 18. mars síðastliðinn, þvertekur
fyrirtækið fyrir að það vilji fallast á
neina byrjunarhækkun á raforku-
verði.
„I fréttinni segir að hækkunin
tengist stækkun álversins. Þetta
virðist tengjast áhuga þeirra á aö
kaupa sig inn í okkar raforkuauðlind-
ir í auknum mæli. En við höfum verið
að tala um leiðréttingu á núverandi
samningi. Eg hefði kosið að komið
hefði fram vilji til að leiðrétta þann
samning sem við nú búum við, en
fram til þessa hefur aðeins komið
fram neitun og aftur neitun,” sagöi
Hjörleifur.
OEF
Hin veglega bókagjöf var gefin í tilefni heimsóknar forseta íslands til Oxford fyrir rúmu ári. Á myndinni skoða
Guðmundur Magnússon háskólarektor og Vigdís Finnbogadóttir forseti bókagjöfina.
DV-mynd Einar Ólason.
VEGLEG GJÖF TIL
HÁSKÓLABÓKASAFNS
MHIjónjóla-
tréeruónýt
— blágreni og fjallaþinur ræktuð í stað rauðgrenis
„Þau skipta hundmðum þúsunda og
em sjálfsagt yfir milljón rauögreni-
trén, sem gróðursett voru á sjöunda
áratugnum og em ónýt. Þetta átti að
verða efniviður í jólatré. Nú höfum við
horfið frá því að rækta rauðgreni í
þeim tilgangi og munum í staðinn
rækta aðallega blágreni og fjallaþin,
sem koma úr KlettafjöUum. Slik jóla-
tré koma þó ekki á markaðinn úr okkar
ræktun fyrr en eftir 15—20 ár.”
Þetta sagði Siguröur Blöndal, skóg-
ræktarstjóri ríkisins, í samtali við DV.
Hannkvaöskógræktarmenn hafa oröið
fyrir miklum vonbrigðum með
rauðgrenið víðast hvar. Þaö var
gróðursett á einum átta stórum
svæðum og á sumum þeirra, eins og á
Þingvöllum, er varla finnanlegt
nothæft tré. Skást hefur gengið á
svæðum á Austurlandi. Þó hefur mest
af jólatrjánum komið úr Þjórsárdal
um undanfarin jól.
Skógræktarstjóri sagði ýmsar
ástæður fyrir því hve illa hefði gengið
með rauðgrenið. Geysimikið hefði
skemmst vegna kólnandi veðráttu
undanfarinn áratug og sérstaklega
allra síðustu ár. Meðalhiti tímabilsins
júní-september hefði reynst hálfri
gráöu lægri en á löngu tímabili áður.
Þetta þýddi í raun að ræktunarbeltiö
færðistniöur um 100 metra.
Þá nefndi skógræktarstjóri saltveðr-
iö sem gekk yfir hluta landsins fyrir
tveim árum. Eins heföi á sumum
stöðum mátt fylgjast betur með trján-
umoggefa þeimáburð.
Fyrir utan öll afföllin kvaö Siguröur
Blöndal það orðiö fullljóst að fólk vildi
síst rauðgrenið sem jólatré, þar sem
barrið félli fljótt af því við stofuhita.
Að því leyti væri blágrenið miklu sterk-
ara og f jaliaþinurinn nær öruggur.
Islensk jólatré hafa verið um 10.000
undanfarin jól. Það mun vera nálægt
þriðjungi allra jólatrjánna sem viö
notumárlega. HERB
BENEDIKT SENDI-
HERRA í JÚGÓSLAVÍU
Háskólabókasafni barst i febrúar
síðastliönum vegleg bókagjöf frá út-
gáfufyrirtækinu Blackweli Scientific
Publication í Oxford. Gjöfin var veitt í
tilefni af heimsókn forseta Islands,
Vigdísar Finnbogadóttur, til Oxford
fyrirrúmu ári.
Hér er um aö ræða um sjö hundruð
bindi vísindarita sem fyrirtækið hefur
gefið út, þar af um tvö hundruð bindi
tímarita. Jafnframt fól gjöfin í sér
áskrift aö þrettán vísindalegum tíma-
ritum, svo og fyrirheit um allmargar
bækur sem koma út síðar á þessu ári.
Bækurnar í gjöf þessari eru nýjar af
nálinni og taka tii flestra greina sem
kenndar eru við háskólann. Þó er mis-
jafnt hvað greinar bera úr býtum og
fer það eftir þeim vísindasviðum sem
fyrirtækið hefur mesta rækt lagt við.
Nefna má sem dæmi að ailmikið er um
rit í læknisfræði og skyldum greinum,
náttúruvísindum, hagfræði og heim-
speki.
Forgöngu um gjöf þessa haföi Per
Saugman, stjómarformaður og for-
stjóri Blackwell Scientific
Franski eldhúsmeistarinri Jean
Louis Tavemier er þekktur langt út
fyrir Frakkland. I heimaiandi sínu
hefur hann veriö heiðraður með gull-
medalíu og kynnt fyrir samlöndum
sínum meistarahandbragð hinnar
sönnu matargerðarlistar í sjón-
Publications, en hann er mikill áhuga-
maöur um tsland og íslenska
menningu.
Bækurnar verða til sýnis í handbóka-
salHáskólabókasafnstil 12. apríl.
varpsþáttum. Hingað til Islands er
hann kominn þeirra erinda aö erta
bragðlauka gesta á franskri viku í
Blómasal Hótel Loftleiða. Franska
vikan hefst í dag og er þetta í sjötta
sinn sem slík frönsk tíðindi gerast á
Hótel Loftleiðum. Auk þess sem gest-
Benedikt Gröndal afhenti nýlega
Petar Stambolic, forseta Júgóslavíu,
trúnaðarbréf sem sendiherra Islands í
ír geta snætt lostæti, franskættað í
Blómasalnum, veröa franskir smá-
réttir framreiddir á kaffiteríunni
alla vikuna.
I tilefni af frönsku vikunni er ann-
ar góður gestur hér, franska söng-
konan Yvonne Germain. Víða um
Júgóslavíu. Aðsetur Benedikts Grön-
dal mun þó ekki veröa þar heldur í
Stokkhólmi. -klp-
heim hefur hún þanið nikkuna og
brýnt raustina. Á blaðamannafundi
sem haldinn var í gær á Hótel Loft-
leiðum söng Yvonné Gérmain
nokkra slagara a ia Piaf. Hún var
ósvikin franska stemmningin þá og
verðurþaðútnæstuviku. -ÞG
-KMU.
Frönsk vika í Blómasal
Beckers
jgý pjóN*JsTA SCNSKA
GÆÐAMÁLNINdN
GLÆSILEGT LITAÚRVAL í MÁLNINGU OG LÖKKUM
Vörnmarkaðurinn hf.
ARMULA 1a S: 86117