Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Side 4
DV. FIMMTUDAGUR 7. APRIL1983.
4
Stjömumessa DV ’83:
/ miklu að snúast
við undirbúninginn
— veislan hefst klukkan 19 í kvöld
Hér er bið galvaska Stjörnuband samankomið á sviðinu í Broadway, þar sem það
mun leika við hvurn sinn fingur í kvöld. Aftar á myndinni talið frá vinstri: Jóhann
Ásmundsson bassaleikari Mezzoforte, Björgvin Gíslason hljómsveitarstjóri,
Kristján Edeistein gítarleikari sem áður lék með hljómsveitinni Start og Pétur
Hjaltested hljómborðsleikari, sem leikur með hljómsveit Björgvins Haildórs-
sonar. Sitjandi á sviðinu eru þeir Gunnlaugur Briem trommuleikari Mezzoforte,
til vinstri og Hjörtur Howser hljómborðsleikari í hljómsveit Björgvins Halldórs-
sonar.
Stjörnumessa DV er í kvöld eins og
alþjóð erkunnugt. Blaðamaðurog ljós-
myndari brugöu sér í Broadway í gær
til aö huga að undirbúningi
messunnar. Þeir sem þar voru höfðu í
nógu að snúast. Gísli Sveinn ljósa-
meistari var önnum kafinn við að setja
upp og stilla ljóskastara sem lýsa eiga
upp sviðið þar sem stjömurnar verða
opinberaðar almenningi í kvöld.
Gunnar Smári var á þönum fram og
aftur við stillingar og prófanir á
sándinu, enda má það síst bregöast
þegar stóra stundin rennur upp. Svo
má að sjálfsögöu ekki gleyma
framleiðendum . sándsins, Stjörnu-
bandinu undir stjóm Björgvins Gísla-
sonar, gítarleikarans góðkunna.
Bandið var þama við léttar æfingar og
má víst telja aö enginn verði svikinn af
frammistööu þ ess í kvöld.
Því miður vom skreytingar ekki
komnar upp er viö vorum í Broadway
og verða gestir að bíða til kvöldsins
með að berja þær augum. Hinir sem
ekki komast á messuna verða aö bíöa
föstudagsins eftir að sjá dýröina en þá
mun DV að sjálfsögöu skýra frá úr-
slitum Stjömumessunnar í máli og
myndum.
Stjörnumessan hefst í kvöld
klukkan 20 með boröhaldi en húsið
verður opnaö klukkan 19, svo að fólki
gefist færi á að koma sér fyrir áður en
matur er á borö borinn. Klukkan 22 er
áætlað aö menn verði búnir að raða í
sig réttunum og hefst þá verölaunaaf-
hendingin.
Hún stendur til miðnættis en þá taka
við úrslit Ford módel samkeppninnar.
Að henni lokinni veröur stiginn dans til
klukkan tvö og sér hljómsveit Björgv-
ins Halldórssonar um sveifluna. Góða
skemmtun.
-SþS.
Skemmdarverk unnin
iHnífsdalskapellu
Brotist var inn í Hnífsdalskapellu
aðfaranótt laugardags í síðustu
viku. Engu var stolið, en nokkur
skemmdarverk voru unnin innan
dyra, aðaliega á orgeli kapellunnar.
Að sögn lögreglunnar á Isafirði er
talið víst að innbrotið hafi verið
framið á milli klukkan fjögur og tiu á
laugardagsmorgun.
Fariö var inn í kapelluna með því
að brjóta rúðu við útidyrahurðina og
hún síðan opnuð.
Barnaskólinn og kapellan eru í
sama húsi og var að sögn lög-
reglunnar á Isafirði eitthvað rótað til
ískólanum.
Málið er í rannsókn og biður lög-
reglan á Isafirði alla þá sem kynnu
að hafa orðiö varir við mannaferðir
fyrir utan kapelluna á milli klukkan
f jögur og tíu á laugardagsmorgun að
hafa samband við sig sem fyrst.
-JGH.
TEPPTISTITURNI
Hér sjást þeir Gísli Sveinn Loitsson ljósameistari og Gannar Smári Hetgason hljóðmeistari við stjórnborð sín í
diskóteki Broadway, þaðan sem þeir munu stjórna Ijósunum og sándinu í kvöld. DV-myndir GVA.
Ungur Frakki, sem starfar á
Landspítalanum, varð fyrir heldur
ónotalegri lifsreynslu um páskana
hér í borg.
Um kvöldmatarleytið á skírdag
brá hann sér upp í tum Hallgríms-
kirkju til að taka myndir. Aörir
gestir tumsins vom famir á undan
honum og þegar Frakkinn hugðist
taka lyftuna niður var búið aö stöðva
hana. Engin upphitun er efst í
turninum og varð maöurinn að berja
sér til hita um nóttina, enda mjög
kaltíveðri.
Lyftan var ekki opnuð fyrr en
klukkan 10 aö morgni föstudagsins
langa og hafði Frakkinn þá mátt
dúsa í tuminum í rúman hálfan
sólarhring. Honum mun ekki hafa
orðiðmeintafdvölinni. -PÁ.
Smygl f innst í verslunum
af smyglinu heföi fundist í annarri
versluninni.
Hann sagði aö haldið yrði áfram
að fylg jast með verslunum hér í bæ.
Þá gat hann þess að 160 kíló af
skinku og 90 myndbandsspólur,
óáteknar, 10 kassar af bjór og 20
flöskur af áfengi hefðu fundist í tog-
aranum Karlsefni. -JGH.
Tollgæslan lagði hald á um 140 kíló
af smygluðum matvælum í tveimur
verslunum í Reykjavík í síðustu
viku.
Að sögn Kristins Olafssonar
tollgæslustjóra var hér aðallega um
nautakjöt, endur, kalkúna og smá-
vegis af spægipylsum og skinku aö
ræða. Hann sagði ennfremur að mest
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
NJÓSNARARNIR FJÖRUTÍU
Þessa stundina unir þjóðin sér við
að horfa á tvo breska sjónvarpsþætti
í sérflokki, annars vegar Ættaróðalið
en hins vegar Drengina hans Smiley,
og leika í báðum þáttunum bestu
leikarar Breta, lávarðar og sörar.
Þótt þessir þættir f jalli hvor með sin-
um hætti um breskt þjóölíf, gefa þeir
þó báðir skýringu á því, af hverju
Sovétmenn áttu alltaf vísa góða
njósnara í hinum hæstu stöðum kon-
ungdæmisins. Breska hástéttin var
komin úr tengslum við breskt þjóðlif,
og á árunum milli styrjaldanna var
það tíska að vera vinur Sovétríkj-
anna undir kjörorðinu að Eyjólfur
kynni að hressast, og þess utan sann-
færðu menn sjálfa sig um, að stuön-
ingur við málstað sósialismans, og
jafnframt föðurland hans, væri jafn-
framt sú föðurlandsást, sem best
væri og heitust. Svo var einnig hér.
Það er þess vegna einkennilegt, að
síðari tíma sósíalistar skuli nú reyna
að afneita þessum staðreyndum,
reyna aö halda því fram, að þeir
Brynjólfur, Einar, Sverrir og;
Halldór I.axness hafi ekki haft meiri
taugar tii Stalíns en kaupfélagsstjór-
ans í Ingóifsfirði.
Atvikin hafa hagað þvi þannig, að
ekki er lengur i tisku meðal mennta-
manna í Evrópu að stunda sjálfboða-
liöastörf fyrir Sovétmenn, og verða
þeir i staðinn að annast sjálfir
njósnaþjónustu sína. Að sjálfsögðu
eru svo ailtaf til reiðumenn, sem
trúa á framgang sósialismans, eink-
um, ef peningar fylgja með. Og
Sovétmenn hafa jafnt og þétt aukið
njósnaþjónustu sina með þvi að
fjölga í sendiráðum sínum viða um
heim. Vegna alþjóðlegra samninga
um friðindi diplómata er ekki hægt
að koma lögum yfir þessa menn, og
geta viðkomandi stjórnvöld aðeins
vísað þeim úr landi, ef þeir eru
staðnir að verki, annað ráð er ekki
til. Og er það út af fyrir sig íhugunar-
efni, að rikisstjórnir skuli geta þann-
ig brugðið skildi yfir sendimenn sína,
burtséð frá starfsemi þeirra, hvort
heldur það eru njósnir, eiturlyfja-
smygl eða jafnvel morð.
Um helgina, meðan isienska út-
varpið var önnum kafið við að elta
uppi allar friðargöngur sem Sovét-
menn stofnuðu til í dymbilvikunni,
var lögreglan í Frakklandi annað að
sýsla. Og uppskera helgarinnar
komst svo loksins til skila í fréttum
gærdagsins: Búið er að reka fjörutíu
sovéska þegna úr Frakklandi fyrir
njósnir. Nokkrir þessara manna eru
fréttamenn, en hinir njóta allir
diplómatiskra réttinda. Eftir því
sem franska utanríkisráðuneytið
segir, þá höfðu hinir f jörutíu njósnar-
ar skipulagt njósnastarfseml í
Frakklandi og var net þeirra bæði
vel og þétt riðið.
Skömmu áður hafði verið visað
sovéskum mönnum úr öðrum
Evrópulöndum, suður á ítalíu er ver-
ið að rannsaka þátt Sovétmanna i
morðtilræðinu við páfa. Og rifjast þá
upp, að nýlega fannst franskur leyni-
lögreglumaður myrtur í Suður-
Frakklandi, en sá hafði verið að
rannsaka tengsl sovéskra njósnara
við morðtilræðið. Gæti ekki verið, að
brottrekstur hinnafjörutiu njósnara
standi eitthvað i tengslum við það
mál?
En þótt lögregluyfirvöld í Vestur-
Evrópu standi í daglegu stríði við
sovéska njósnara, þá bcrast engar
fréttir af því, að yf irvöldum á tslandi
hafi þótt ástæða til þess að gera at-
hugasemdir við starfsemi sovéska
sendiráðsins á íslandi. Þó er vitað,
að umfang þess sendiráðs er langt-
um meira, en viðskipti islands við
föðurland sósíalismans gefa tilefni
til. Það hafa komið upp mál, þar sem
islendingar hafa játað að hafa njósn-
að fyrlr Sovétmenn og bregst þá
ekkl, að Þjóðviljinn tekur sjálfkrafa
við sér um að rægja viðkomandi
mann og sparar ekki stóru orðin.
Það er e.t.v. ekki eftir miklu að
slægjast á islandi, en hins vegar er
engin ástæða til þess að gefa Sovét-
mönnum frítt spil hér á landi. Dæmið
frá Frakklandi sýnir, að það er
fyllsta ástæða til þess að gefa þess-
um piltum góðan gaum og reyna að
setja þeim einhvern stól fyrir dyrn-
ar.
Svarthöfði.