Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Síða 5
DV. FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1983.
5
Halldór Snorrason.
„Orðinnvanur
aðvíkjafyrir
stórbyggingum”
— segirHalldérí
Aðal-bílasölunni
Þaö verður sjónarsviptir aö
fleiru en Hafnarbíói og leik-
húsununum þar þegar fram-
kvæmdir hefjast við stórhýsið
sem á aö rísa á mótum Skúlagötu
og Barónsstígs. Þá hverfur um
leiö Aöal-bílasalan sem verið
hefur ó planinu fyrir neðan
Hafnarbíó síöan 1968, og er
orðinn fastur liður í munstrinu
hjá þeim sem fara um
Skúlagötuna.
„Ég fer nú að verða vanur að
víkja fyrir stórhýsum,” sagði
Halldór Snorrason, eigandi bíla-
sölunnar, þegar við litum inn hjá
honum. „Eg var áður í Ingólfs-
strætinu en varð að flytja þaöan
þegar Iönaðarhúsið var byggt
þar,”sagðihann.
„Ég er að leita mér að öðrum
stað og held að ég sé búinn aö sjá
hann út, en þarf að ræða við rétta
aðila um það. Ég er ekkert á
þeim buxunum að hætta þessu
alveg strax, en þaö kemur sjálf-
sagt að því innan skamms.
Héðan þarf ég trúlega að fara
fljótlega og verö þá vonandi
búinn aö fá annan staö undir
skúrinnminnogbílana.” -klp-
Ljónsmenn á ísafirdi:
SÆKIA UM ÚTBURÐAR-
HEIMILD TIL FÓGETA
—f restur sem kaupf élagið f ékk til að yf irgefa vörumarkaðinn rann út í gær
Fresturinn sem Ljónið á Isafirði gaf
Kaupfélagi Isfirðinga til.að.rýma
vörumarkaðinn, sem kaupfélagið
keypti af Ljóninu í haust, rann út í gær
án þess að til tíðinda drægi. Heiöar
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Ljónsins, sagði í gær að ekkert svar
hefði komið frá kaupfélagsmönnum og
engin viðbrögð sýnt. „Við erum nú að
undirbúa greinargerö sem viö erum að
fara meö til fógeta til aö fá útburðarúr-
skurðinn formlega. Ég reikna fastlega
með að úrskurðurinn fáist og út-
burðurinn gæti þá oröiö um helgina.”
Kaup kaupfélagsins á vörumarkaði
Ljónsins fóru fram í haust. Þegar átti
aö ganga endanlega frá samningum
fyrir nokkru, neitaði kaupfélags-
stjórinn að staðfesta hann vegna þess
að húsnæðið væri ekki löglegt sam-
kvæmt reglum brunamálayfirvalda.
Taldi hann að Ljóniö yrði aö kosta þær
breytingar, sem gera þyrfti, þar sem
ekkert væri í samningum frá í haust
um þessar nauðsynlegu breytingar.
Ljónsmenn halda hins vegar fram að
þáverandi kaupfélagsstjóra hafi verið
kunnugt um að húsnæðið væri ekki
samþykkt af brunamálastjóra.
Kaupfélagið verði því að kosta
breytingarnar.
Kaupfélagiö hefur þegar innt af
hendi fyrstu greiðslur en neitar að
borga meira fyrr en þessi mál komast
á hreint. Ljónið lítur á það sem brot á
samningi og fer þess vegna fram á út-
burðinn. -JBH.
Úr vörumarkaði kaupfélagsins. Tréloftið þarna yfir hefur aldrei verið samþykkt af Brunamálastofnun og stendur
deila Ljónsins og Kaupfélagsins nú um hver skuli kosta endurbætur á því. Á sinum tíma var verslunarhúsnæðið
stækkað nánast um helming með því að setja söluloftið upp.
DV-mynd: Bjarnleifur.
„m BENIDORM A SfANI xyj~~'.P-
HÖCURRAVKNA FERD'á.%Hl
PIClGGJA
Vorferð eldri borgara
Ferðamiðstöðin hefur undanfarin vor efnt til sérstakra ferða fyrir eldri-
borgara. Að þessu sinni er þessi ferð 28 dagar/fjórar vikur á sama verði
og þriggja vikna ferðirnar.
Hjukrunarfræðingur verður með í ferðinni. Styttið veturinn og njótið
vorsins á besta sumarleyfisstað Spánar — Beniaorm.
Fjölskyldirferð Frítt fyrir bömin
Auðvitað er fjölskyldufólki boðið að taka þátt í þessari vorferð og til
þess að bæta þetta verðtilboð ffjögurra vikna ferð á þriggja viku verði)
bjóðum við nú frítt far fyrir börnin.Góðar íbúðir eða hotel með fæði.
FM-Ferðalón
FERÐAMIÐSTÖÐIN býður upp á sérstök FM—ferðalán sem byggj-
ast á innlángreiðslum mánaðarlega fram að brottför, og síðan jöfnum
afborgunum í tiltekinn tíma eftir að heim er komið. Kynntu þér þessi
hagkvæmu greiðslukjör og staðgreiðsluafsláttinn.
0 FERÐAMIÐSTÖÐIN
AÐALSTRÆTI9
SÍM128133 11255