Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Qupperneq 6
6
DV. FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1983.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Skólabörnin þurfa gott fæöi iskólunum ogjafnframt kennslu iheimilisfræðum.
D V-mynd Einar Ólason.
BARNANNA
—kom fram á fundi Manneldisf élagsins
og Hússt jórnarfélags íslands
Heimilisfræöi er núna aöeins
kennd í 117 grunnskólum af 208.
Nemendur í 91 skóla fá þannig alls
enga kennslu í þessum bráðnauösyn-
legu fræöum. Og í skólunum þar sem
heimilisfræði verður að teljast kennd
er oft ekki kennt nema einn eöa tvo
tíma á vetri. Best er ástandið í
Reykjavík. Á öörum stööum hrjáir
menn hins vegar víða aöstööuleysi
og skortur á menntuðum kennurum.
Þetta kom fram í máli Bryndísar
Steinþórsdóttur námsstjóra á fundi
Manneldisfélagsins sem haldinn var
í marslok. Aö fundinum stóð einnig
Hússtjómarfélag Islands. Auk Bryn-
dísar töluðu þar Salome Þorkelsdótt-
ir, Oddur Helgason, Ingibjörg Hall-
dórsdóttir, Anna Finnsdóttir,
Benedikta T. Waage og Laufey Stein-
grímsdóttir.
Salome kynnti þingsályktunartil-
lögu sem hún ásamt sjö öörum þing-
mönnum lagði fyrir síöasta þing. I
henni var lagt til að fastákveðinn
yröi stundafjöldi í öllum grunnskól-
um landsins til kennslu heimilis-
fræða. Þetta yrði matreiðsla, mat-
væla- og efnafræði, heilsufræði,
híbýlafræði og meðferð ungbama.
Taldi Salome mikla þörf á aö þetta
yrði samþykkt og voru fundarmenn
henni sammála í því. Samþykktu
þeir í fundarlok stuðningsyfirlýsingu
viðtillöguna.
Oddur Helgason sagði frá tilraun
Mjólkursamsölunnar með skóla-
nesti. Hún hefur verið gerð í vetur í
Reykjavík. Kannanir hafa sýnt aö
skólabörn nærast orðið mest á sæl-
gæti. Hluti þeirra sleppir morgun-
matnum og fær að hafa með sér
nesti. Því er brýnt að þau fái eitthvað
að borða í skólanum.
Anna Finnsdóttir lýsti því hvernig
tilraunamaturinn er samsettur. Er
um að ræða brauösamloku, oftast
með kjötáleggi og eftirrétt, oft jógúrt
eða ávexti. Með er drukkinn ávaxta-
safi, mjólk eöa kókómjólk. Ingibjörg
Halldórsdóttir ræddi um næringuna
í þessum skammti og taldi hana
ágæta nema hvaö fulllítiö væri af
járni og B3 vítamíni.
Anna Finnsdóttir og Benedikta
Waage kynntu mönnum á fundinum
þetta nánar og brögðuðu fundargest-
ir á skólanestinu. Laufey Steingríms-
dóttir stjórnaði síðan fjörugum um-
ræðum í fundarlok. ds
Aksturogumferð:
NÝ BÓK SEM HJÁLPAR
TILVIB BÍLPRÓFIÐ
„Með þessari bók viljum viö ýta und-
ir þann vilja manna aö mennta sig vel
sem ökumenn. En því miður er líklega
nauðsynlegt að auka jafnframt kröf-
umar í sjálfu ökuprófinu,” sagði
Sigurður Ágústsson hjá Umferðarráði.
ökukennarafélag Islands gaf nýlega
út kennslubókina Akstur og umferð
sem Sigurður hefur ritað. Bókin er
fyrst og fremst ætluð þeim sem eru að
taka bílpróf í fyrsta sinn. En hún kem-
ur einnig þeim að gagni sem vilja
halda umferðarfræðslunni við, eru ef
tO vill að taka bílpróf í annaö sinn, eru
að byrja aö aka aftur eftir langan tíma
eða em að fara í meirapróf. Bókin er
um 340 síður með fjölda teikninga og
annarra mynda. Teikningarnar era
sérlega skemmtilegar og lýsandi. Þær
gerði ungur nemandi í Myndlista- og
handíðaskólanum.
„Mesta verkiö var einmitt að finna
myndir í bókina, miöað við það var
ekkert að skrifa hana,” sagði Sigurð-
ur. ökukennarar ætla að fara fram á
það við nemendur sína að þeir kaupi
bókina. Ekki er þó hægt að skylda þá
til þess. Bókin kostar 400 krónur og
kann einhverjum að þykja það mikið.
En ein kennslustund á bíl kostar 355
krónur. Og ólíkt meira er hægt aö læra
með lestri bókarinnar en einum öku-
tíma, aö dómi Guðbrands Bogasonar,
formanns Ökukennarafélags Islands.
væru ekki ökukennurum að kenna
heldur því aö ökuprófið væri of létt. Og
vegna þess að þeir sem eru aö læra á
bíl eru í fæstum tilfellum fjársterkir
vilja þeir taka eins fáa ökutíma og þeir
mögulega komast af með til að skríða í
gegnum prófið. Því hafa ökukennarar
einnig fariö fram á það að í reglur
verði sett að tímafjöldi í kennslubifreið
skuli vera 14 tímar á hvern nemanda.
Rökstyðja þeir þá beiöni með því aö
grönur leiki á aö þeir sem taka færri
tíma valdi fremur skaða í umferðinni
en hinir sem meiri þjálfun fá. Einnig
er hvatt til þess að ökuskólar verði lög-
giltir. En mörgum nemum á bíl svíður
hversu dýrt er að læra. Guðbrandur
var spurður að því hvort hægt væri að
minnka kostnað við ökunám eitthvað.
Hann benti á að með því að sækja tíma
í ökuskólanum fá nemendur fræðslu
sem svarar til margra tíma í bílnum
hjá ökukennurum. Því væri í raun og
Sigurður Ágústsson með nýju bók-
ina sina.
veru spamaður í því að fara í ökuskól-
ann.
I reglugerð um ökukennslu og próf
ökumanna ertekiö fram að prófið skuli
vera fræðilegt og verklegt. Fræðilega
prófið á að vera munnlegt. Telja öku-
kennarar þetta mikinn galla. Miklu
betur sé hægt að mæla raunverulega
kunnáttu nemanna í skriflegu prófi,
helst krossaprófi. Það ætti líka að
vera ódýrara í framkvæmd því þá get-
ur einn maður prófað fjölda nemenda í
einu en ekki einn og einn eins og nú er.
DS
slíku svæði. Á hinum Noröurlöndunum
eru þau algeng og er þá jafnvel hver
ökukennari meö marga nema í einu,
því þeir eru látnir aka einir. En hér á
landi er alveg harðbannað að maður
sem er aö læra á bíl aki án þess að öku-
kennari sitji við hliö hans.
ökukennarar vilja reyndar láta
breyta reglum um ökuprófið talsvert.
Gera það þyngra og meira í samræmi
við umferðina en nú er. Ég spurði Guð-
brand aö því hvort ekki væri nægilegt
að kennaramir tækju sig saman um aö
kenna nemendunum meira, hvort
nokkuö þyrfti að þyngja prófið sjálft.
„Það er ekki nóg að félag ökukennara
setji einhverjar reglur ef menn utan fé-
lagsins taka síðan að sér að kenna eftir
öðrum reglum. Því verða stjómvöld að
koma til og setja ákveðnar reglur eða
þá að skylda alla ökukennara til aö
vera í félagi ökukennara,” sagði hann.
Siguröur sagði að lélegir ökumenn
Guðbrandur Bogason, formaður
ökukennarafélags íslands.
DV-myndir Bj.Bj.
ökukennarar héldu nýlega lands-
þing sitt. Þar var mikið rætt um breyt-
ingar á ökukennslu. Vilja kennararnir
aö komið verði upp sérstöku æfinga-
svæði þar sem hægt er að kenna á bíl
fyrstu tímana. Slíkt yrði dýrt og er far-
ið fram á aðstoö opinberra aöila og
tryggingafélaga viö aö koma upp
Spurt um götuskrá
„Götuskráin sem núna er notuð er
rétt rúmlega ársgömul. Yfirleitt
hafa slíkar skrár verið gefnar út á
2—4 ára fresti,” sagði Margrét
Kjartansdóttir, starfsmaöur Pósts
og síma.
Hingaö haföi hringt maður sem
ætlaði að kaupa sér sh'ka skrá. Hún
var hins vegar ekki til en sögð vænt-
anleg. Taldi maðurinn aö meö því
myndi vera átt við nýja skrá. En
Margrét sagði svo ekki vera. Líklega
hefði upplagið verið þrotið á þeim
stað sem maðurinn fór á og því verið
beðið eftir frekari prentun á skránni
frá því í fyrra. Götuskrár er hægt að
fá afgreiddar bæði á póststöðvum og
hjá afgreiöslu símans.
Götuskráin nær einungis til Stór-
Reykjavíkursvæðisins. Ég spuröi
Margréti hvort aldrei hefðu verið
gefnar út shkar skrár fyrir aðra
staði, til dæmis stóra staði eins og
Akureyri. Sagði hún svo ekki vera.
Núna eftir að tölvuskráin hefði verið
tekin upp væri máhð oröiö einfaldara
en það var en sér væri samt ekki
kunnugt um að rædd hefði verið slík
útgáfa.
Götuskráin er seld á kostnaðar-
verði og kostar 170 krónur stykkið.
DS
Upplýsmgaseðiíí:
til samanourðar á heimiliskostnaði!
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega scndið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þálltak- |
andi í uppl.Vsinganviðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar .
fjolskvldu af siimu stærð ot> vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis-
tæki. I
I
--------------------------------------I
Nafn áskrifanda
Heimili
íi
:l Sími
fl-----------------------
J
1 Fjöldi heimilisfólks.
Kostnaður í marsmánuði 1983
Mátur og hreinlætisvörur kr.
Annað ' kr.
Alls kr.