Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Qupperneq 8
DV. FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1983.
Utlörsd
Utlönd
Utlönd
Útlönd
Landnemará
Falklandseyjum
Eftir aö Falklandseyjastríðinu
lauk, hafa borist 3000 fyrirspurnir
frá fólki sem vill setjast þar að.
Þessar upplýsingar gaf talsmaður
yfirvalda á Falklandseyjum.
Meðal umsóknanna er að finna
umsóknir frá Indlandi, Pakistan,
og Hong Kong og eru þar á ferð
kaupsýslumenn semvilja taka þar
upp einhvers konar rekstur. Ibúa-
tala Falklandseyja er nú 1800
manns.
Yfirvöld á Falklandseyjum vilja
fá um 6000 landnema þangað en
húsnæðisskortur mun setja þeim
þröngar skorður um sinn. Sagt er
að umsækjendur séu af ýmsum
stéttum, margir atvinnulausir.
Glæpumfjölgar
íBretlandi
Alvarlegum glæpum fjölgaði um
níu prósent í Bretlandi á síöasta ári
og tíöni rána hefur fjórfaldast þar í
landi síðan 1972. Um helmingur
þeirra sem handteknir eru fyrir
alvarlega glæpi er undir 21 árs
aldri. Minni háttar glæpir, svo sem
innbrot og þjófnaður á eöa úr
bifreiðum, voru um helmingur
þeirra glæpa sem lögreglan fékkst
við 1982 en alvarlegri glæpir, svo
sem morö, líkamsárásir og rán
meö ofbeldi, voru innan við 10
prósent af heildartölunni. Þó hefur
hlutfall þeirra mála sem lögreglan
leysir ekki lækkað. Enn eru um
16% allra glæpa sem lögreglan fær
tilmeöferðar upplýstir.
Bömbrjótastinn
Fjögurra ára gamall drengur
var einn félagi í hópi ungmenna
sem brutust inn í tvo skóla í London
og brutu þar allt og brömluðu svo
kostnaður við viðgerðir er metinn
verða um ein milljón íslenskra
króna. Lögregluþjónar komu að
bömunum þar sem þau voru að
brjóta húsgögn og kveikja í þeim.
Aðeins tvö þeirra, tíu ára gömul
stúlka og ellefu ára gamall dreng-
ur, verða sótt til saka. Hin börnin
voru öll of ung, en þau voru sex
saman.
Stöðutákn
Það fylgja grasflatir með 13
milljónum breskra heimila, en
13250 þúsund heimila í Bretlandi
eiga garösláttuvélar. Þetta kom í
ljós í markaðskönnun sem gerð var
á vegum garðsláttuvélafram-
leiöenda. „Það viröist sem fólk
kaupi sér garðsláttuvélar til þess
að sýnast,” sagði talsmaður fram-
leiðenda.
EldgosíEtnu
Eldfjallafræðingar segja að stór
sprunga hafi myndast í miðgíg eld-
fjallsins Etnu á Sikiley. Þeir telja
að sprungan gefi til kynna að
hraunkvikan undir fjallinu sé á
mikilli hreyfingu en Etna hefur nú
gosiö í rúmlega viku. Sérfræðingar
segja að sprungan, sem aðeins
myndaðist fyrir tveim dögum, sýni
að eitthvað sé á seyði í megin-
hraungangi eldfjallsins.
Nú þegar hefur hraunstraumur-
inn náð neðar en oftast áöur í Etnu-
gosum, en ekki stafar fólki enn
hættaafhonum þó vegur við fjalls-
ræturnar hafi rofnað.
Heróínsmygl
Tveir menn voru handteknir um
siðustu helgi á Kennedy-flugvelli
þegar þeir reyndu að smygla inn í
Bandaríkin heróíniaðverðmæti350
milljónir íslenskra króna. Cahudy
Alam, 35 ára gamall lögfræöingur
frá Pakistan, var handtekinn með
5,4 kíló af hreinu heróíni innan
klæöa þegarhannkommeðflugvél
frá París og degi fyrr hafði starfs-
maður Air India, Manhar Barot,
verið handtekinn þegar hann
reyndi að smygla 1,8 kílóum af
hreinu heróíni. Báðir mennimir
eiga yfir höfði sér allt að 15 ára
fangelsifyrirvikiö.
Ustinov marskálkur, vamarmálaráðherra Sovétríkjanna:
HÓTAR ÁRÁS Á BANDA-
RÍKIN SJÁLF, EF...
eldflaugum verði beitt gegn Sovétmönnum
Dimitry Ustinov, vamarmálaráð-
herra Sovétríkjanna, hefur varað
Bandaríkjamenn við því að Sovétríkin
muni gera árás beint á bandarískt
landsvæði ef bandarísku eldflaugunum
í Evrópu verði beitt gegn Sovétmönn-
um.
Þessu hótaði Ustinov marskálkur í
ræðu sem hann flutti í gær yfir austur-
þýskum og sovéskum hermönnum í
bænum Erfurt í A-Þýskalandi. Veittist
hann einnig harkalega í ræðu sinni að
tillögum Reagans forseta varðandi
takmarkanir á meðaldrægum eld-
flaugum og hugmyndum hans um|
geimaldar eldflaugavarnir.
Kremlverjar hafa verið mjög harð-
orðir í garð Washingtonstjórnarinnar
undanfarnar vikur vegna eldflauga-
áætlunar NATO.
Marskálkurinn sagði ennfremur að
stjórnir Vesturlanda mættu hafa hug-
fastað gagnárásSovétmanna ef eld-
flaugunum yrði beitt gegn Sovétríkjun-
um gæti þýtt endalokin fyrir mörg þau
V-Evrópuríki þar sem ætlunin er að
koma NATO-eldflaugunum fyrir.
Sakaöi hann Bandaríkjamenn um að
tefla bandamönnunum í V-Evrópu
fram sem gíslum með eldflauga-
áætluninni í von um aö geta fremur
bjargað eigin skinni. Vildi hann vara
þá við að þeim mundi ekki óhegnt ef
eldflaugunum y rði hleypt af.
Mönnum kemur ekki á óvart sá boð-
skapur í ræðu Ustinovs að takmarkaö
kjarnorkustríð sé útilokaður mögu-
leiki. Sovétstjórnin hefur áður marg-
áréttað að hiklaust yrði beitt öllum
kjamorkumætti Sovétmanna ef til
átaka kæmi milli austurs og vesturs.
Orðum marskálksins þykir fyrst og
fremst beint til andstæðinga kjarn-
orkuvopna í V-Evrópu og Bandaríkjun-
um, sem leggja þyngsta áherslu á
hættuna á gjöreyðingarstríði vegna til-
vistar kjarnorkuvopna.
En ræða marskálksins þykir um leið
sanna málflutning þeirra manna á
meginlandinu, sem vilja meö eld-
flaugaáætlun NATO tengja enn fastar
varnir V-E vrópu við Bandaríkin.
Stríösskaöa-
bætur!
Itali, sem missti báða bræður
sína, ættaróðalið og verðbréf,
vegna hefndaraðgeröa nasista á
árum síðari heimsstyrjaldarinnar,
hefur núna loksins fengiö úr-
skurðaðar stríösskaðabætur.
Morelli slapp naumlega sjálfur
lífs, þegar nasistar skutu bræður
hans og brenndu sveitabæ fjöl-
skyldunnar, áður en þeir hörfuðu
undan innrás bandamanna. Hann
var 14 ára þá og faldi sig undir líki
annarsbræðranna.
Hann særðist á fæti og hefur
síðan þegið lágmarksörorkubætur.
Stríösskaöabætumar sem
honum voru dæmdar nema 300 ís-
lenskum krónum, þr jú hundruð....!
Óánægja út
af spamaði
Lögreglan varð að verja fjármála-
ráðuneytið í París fyrir ásókn and-
mælenda þeirra sparnaðarráðstaf-
ana stjómarinnar sem gera ráð fyrir
gjaldeyrishömlum og einkanlega
skömmtun ferðamannagjaldeyris.
Ferðaskrifstofumar efndu til mót-
mælaaðgerða fyrir páska og lá við
borð að til uppþots kæmi. Franska
þingið samþykkti í morgun spara-
aðarráöstafanirnar og um leið
traustsyfirlýsingu til handa ríkis-
stjóminni.
Ein af skæruliðakonum
E/ Salvador myrt í Managua
Einn af kvenskörungum skæmliða-
hreyfingarinnar í E1 Salvador var
myrtur skammt frá höfuöborg Nicara-
gua snemma í gær.
Otvarpið í Managua sagði að Melida
Amaya Montes, daglega kölluð Ana
Maria foringi, heföi verið fómarlamb
grimmilegs morðtilræðis og að hafin
væri rannsókn á morðinu. Frekari upp-
lýsingar komu ekki f ram.
I fyrstu fréttum var sagt að hin
myrta væri Ana Guadelupe Martinez,
aðaltalsmaður Farabundo Marti-þjóð-
frelsishreyfingarinnar, en það var síð-
arleiðrétt.
Ana Maria foringi var næstæðsti for-
ráðamaöur alþýðufrelsishreyfingar-
innar, sem er ein af fimm skæruliða-
samtökum er teljast innan vébanda
Farabundo. Hún var á fimmtugsaldri
og hefur tekið lengi þátt í andófinu
gegnstjóminni íSan Salvador.
Fréttimar herma aö hún hafi verið
skotin til bana í húsi um 14 km suður af
Managua í árás sem talið er að
hægrisinnaðar „dauðasveitir” hafi
gert. Einn aðstoöarmanna hennar
særðist íárásinni.
Aðrar fréttir greina frá því að eftir
sókn útlaganna inn í Nicaragua frá
Hondúras á undanförnum vikum hafi
vinstrisinna stjóm sandinista átt æerf-
iðara með að halda öfgaöflum hægri-
manna í skefjum, eins og t.d. „dauöa-
sveitunum”, eins og þær leynihreyf-
ingar eru kallaðar sem á undanförnum
ámm hafa átt sök á fjölda launmorða
og mannshvarfa í löndum S-Ameríku.
Barist út af
húskofum
Til átaka kom í Hong Kong milli
lögreglu og 250 íbúa húskofa, sem
úrskurðaðir hafa verið óhæfir til
mannavista og til stendur að rífa nið-
ur. Bámst átökin um húsþök, eins og
myndin hér við hllöina ber með sér.
37 slösuðust í róstunum. — Mikil hús-
næðisekla ríkir í Hong Kong vegna
skorts á byggingarlóöum og uppi em
áætlanir um að rífa verstu kofa-
hreysin.