Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Qupperneq 13
NU NALGAST
STÓRA STUNDIN!
Kjallari
á fimmtudegi
DV. FIMMTUDAGUR 7. APR1L1983.
Oðum styttist nú til kosninga.
Þegar þetta blað berst lesendum
sínum er ekki nema rösklega hálfur
mánuður þar til kjósendur kveða upp
sinn dóm og velja þá sem eiga að
stjórna málefnum þjóðarinnar.
En þótt svona stutt sé í kosningarn-
ar finnst mér óvenju erfitt að átta sig
á því hvernig straumamir liggja. Á
því kunna að vera ýmsar skýringar.
Eg held að ein þeirra sé almenn póli-
tísk þreyta kjósenda, sem ekki eygja
enn sem komið er neinn góðan
valkost að mati almannaróms.
Önnur ástæða kann aö vera sú að
„úrval” frambjóðenda er óvenju
mikiö, tvö ný stjómmálaöfl hafa
haslað sér völl og eiga möguleika á
því að fá menn kjöma á alþingi. Ég
man ekki eftir því að fyrr hafi verið í
kjöri sex framboðslistar við alþingis-
kosningar í Reykjavlík, sem allir
geta komið manni eöa mönnum aö.
Þótt framboð hafi áður veriö svo
mörg þá hefur ekki verið reiknaö
meö því að fleiri en fimm kæmu til
greina, raunar hefur baráttan oft
staðið um hvort fjórir eða fimm
listar kæmu að manni.
Hver svo sem ástæðan er, þá er
ljóst að pólitísk deyfð er almenn og
mjög margir k jósendur ennþá óráðn-
ir í hvem þeir velja á kjördegi. Jafn-
ljóst er að hin nýju framboð njóta
vemlegs fylgis og að minnsta kosti
annað þeirra mun eiga fulltrúa á
næsta alþingi.
Bandalag
jafnaðarmanna
virðist sterkt
Ekki verður annað ráðið af
viðbrögöum fólks en Bandalag
jafnaðarmanna njóti talsverðs
fylgis. Auðvitað er of snemmt að spá
nokkm um það hversu marga full-
trúa það kemur til með að eiga á
næsta löggjafarþingi, en ég er illa
svikinn ef þeir verða ekki nokkrir
gerist ekkert óvænt síðustu vikur
kosningabaráttunnar. Ekki yrði ég
hissa þótt þeir yrðu 6—8. Þeir gætu
h'ka orðið færri. Ef hið mikla óráðna
fylgi hallast á lokasprettinum að
gömlu flokkunum getur hlutfall
bandalagsins orðið miklu minna en
þaðvirðistnú.
Hins vegar virðist þetta mikla
fylgi bandalagsins dálítið undarlegt
sé miðað við fylgi annarra flokka. Eg
þekki marga sem munu greiða því
atkvæði sitt, eða ætla það að minnsta
kosti. Þess þekki ég hins vegar mjög
fá dæmi að fólk ætli að gera það
vegna þess að þaö sé svo hrifið af
stefnuskrá bandalagsins. Það ætlar
einfaldlega að kjósa Bandalag
jafnaðarmanna til þess að kjósa á
móti hinum stjórnmálaflokkunum,
refsa þeim fyrir þaö sem það telur
hafa verið ráðleysi og dáðleysi á
undanförnum árum. Þetta fólk
virðist hreint ekkert varða um það
hvaða stefna er boöuö og ekki heldur
hvaða fólk er í framboði nema
Vilmundur einn. Það ætlar að kjósa
Vilmund, hinum til ama og bölvunar.
Nú kann vel að vera aö það sé
tilviljanakennt að ég skuli fyrst og
f remst verða var við slík viðbrögö og
vitanlega eru þau hvergi nærri ein-
hlít. Engu að síður er ég sannfærður
um að þessi hópur er stór og í því
kann að liggja veikleiki þess byrjar
sem bandalagið nýtur. Slíkt fylgi er
ekki til að reiða sig á til lengdar og
því kann að fara fyrir bandalaginu
líkt og Alþýðuflokknum 1978 að
sigurinn verði meiri en menn geta
ráðið við. Þetta fólk getur líka snúið
við blaðinu fyrir kosningar, ef
einhverjum hinna flokkanna tekst aö
koma boðskap sínum trúverðuglega
tilskila.
Undiralda með
kvennaframboði?
Um fylgi kvennaframboösins
finnst mér miklu erfiðara að dæma.
Einhvern veginn virðist ekki sama
hrifning yfir því og fyrir sveitar-
stjórnarkosningarnar. Það þarf
samt alls ekki að þýða fylgisleysi
þess. Með því kann að vera býsna
þung undiralda, sem reynist nota-
drjúg að kvöldi kjördags. Það er
alveg víst að fylgi þessa framboðs er
nokkuð öðruvísi saman sett en fylgið
í sveitarstjómarkosningunum.
Enda þótt framboðiö sé nú eins og
þá hreint kvennaframboö, þá er eðli
þess samt að ýmsu leyti annaö. Þaö
þýöir ekkert að koma með kvenna-
framboð einungis kvennanna vegna
við alþingiskosningar. Það er ekki
hægt að segja nú eins og í sveitar-
stjómarkosningum aö þetta sé
þverpólitískt, allt að því ópólitískt
framboð, sem miði aö því að efla
einhver óskilgreind áhrif kvenna.
Þegar kosið er til alþingis hugsa
kjósendur ööruvísi, þeir vilja vita
hvað viö tekur, þeir telja ákvarðanir
alþingis miklu örlagaríkari en
ákvarðanir sveitarstjóma. Þeir vilja
fá að vita stefnuna, nema hjá
Vilmundi, og velja í samræmi við
það.
Þessu hafa konumar greinilega
gert sér grein fyrir. Eg trúi því líka
að þær hafi gert sér grein fyrir því að
framboð þeirra er ekki aðeins
kvennaframboð, heldur vísir að nýju
pólitísku afli, innlegg í þá upplausn í
íslensku stjórnmálalífi sem verður
jarðvegur nýs flokkakerfis í náinni
framtíð. Þær hafa sett fram stefnu-
skrá sem sýnir að þær reyna að
hugsa eftir öörum línum en flokkam-
ir, þær em óbundnar af kreddum
þeirra og hagsmunatengslum og
margir sem em í vafa um hvemig
þeir eiga að verja atkvæði sínu munu
vissulega velta fyrir sér þeim mögu-
leika að efla kvennaframboðið til
áhrifa. Hvort þær fá svo engan full-
trúa eða þrjá eða fjóra á þing skal
ósagt látið, einhvem veginn grunar
mig að þar verði býsna mjótt á
mununum.
Gamlir flokkar
ívörn
Mér finnst að gömlu flokkamir eigi
allir undir högg að sækja í
kosningunum, misjafnlega þung þó.
Eg held að báðir hinna svokölluðu A-
flokka muni tapa þingsætum, en
vegna þess hve uppbótarsæti skipta
þá miklu máli getur á miklu oltið
fyrir þá hvort kvennaframboö
kemur manni að, og svo auðvitað hve
mikiö f jöldafylgi flykkist mn Banda-
lag jafnaöarmanna. Enga trú hefi ég
á því að Alþýðuflokkurinn þurrkist út
af þingi eins og sumir spá, ég held að
lítill og traustur kjarni sé nógu stór
til að koma í veg fyrir þaö. Fari hins
vegar svo, kollvarpast allar bolla-
leggingar vegna þess hve mörg
uppbótarsæti losna.
Með Framsóknarflokkinn er allt
ljósara. Mjög er ósennilegt að hann
fái uppbótarsæti í þessum
kosningum, en þó ekki útilokað.
Hann mun væntanlega tapa þingsæti
í Norðurlandskjördæmi vestra og
þrjú önnur þingsæti em í verulegri
hættu, þriöja sætið í Norðurlands-
kjördæmi eystra, annað sætiö í
Reykjavík og þingsæti í Reykjanes-
kjördæmi- Færi svo að hann tapaði
sætum í öllum þessum fjölmennu
kjördæmum naumlega, gæti vissu-
lega komið upp sú staða að hann
fengi uppbótarmann, nú þegar síðast
er kosiö eftir hinu gamla kerfi, og þá
í fyrsta skipti í sögu þess.
Sennilega koma hin nýju framboð í
veg fyrir stórsigur S jálfstæðisflokks-
ins, sem ýmsir fylgjendur hans töldu
á næsta leiti fyrir ári eöa svo.
Raunar má kannski að sumu leyti
rekja þau til þeirrar óeiningar sem
þar hefur ríkt en látum það eiga sig
hvað er orsök og hvað afleiðing,
Magnús Bjarnfreðsson
margir þeir kjósendur sem hefðu
kosið flokkinn til þess að mótmæla
stjórnarfarinu telja sig nú eiga ann-
arra og betri kosta vöL Vafalítið
vinnur flokkurinn á og hann getur
hæglega unnið þingsæti bæði í
Reykjavík og á Reykjanesi. Þausæti
myndu nýtast flokknum aö fullu,
vegna þess mikla atkvæðamagns,
sem þar er á bak við hvert þingsæti.
Þótt hann hins vegar ynni þingsæti
úti á landi — og það gerir hann
áreiðanlega — þarf það ekki að þýöa
þingmannaaukningu, því á móti
kæmu þá færri uppbótarþingmenn.
Hvaðsvo?
Hvað tekur svo við að loknum
kosningum? Það getur auövitað
enginn sagt um fyrr en búið er að
telja upp úr kössunum á kosninga-
nóttina. Það er opinber skoðun
þriggja stjórnmálaflokka að kjósa
beri fljótlega aftur eftir nýjum
kosningalögum. Eg held að úrslitin
gætu breytt þessu. Fari svo að
Bandalag jafnaðarmanna vinni yfir-
buröa kosningasigur og komi 8 eða 10
mönnum aö, svo dæmi sé tekið, þá
hygg ég að menn myndu hugsa sinn
ganga mjög vandlega áður en þeir
blésu að nýju í kosningalúðra. Ég
held að þeir hlytu að athuga þann
möguleika mjög gaumgæfilega að
setjast niður og stjóma landinu eins
og menn í heil fjögur ár, þar til kosið
væri að nýju og unnt væri að horfa
með sæmilegri samvisku framan í
kjósendur með svipaða verðbólgu og
í nágrannalöndunum. Þaö myndi
auðvitaö þýða átök og hörku, en fólk
er orðið þreytt á stjórnleysi og þaö
yrði erfitt fyrir upphlaupshópa að
afla sér samúðar næstu árin ef við
stjórnvölinn sætu menn sem sýndu
að þeir þyröu að taka stórar
ákvarðanir og standa við þær.
Magnús Bjarnfreösson.
• „Ég held að þeir hlytu að athuga þann
raöguleika mjög gaumgæfilega að setjast
niður og stjórna landinu eins og menn í heil
fjögur ár...”