Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Side 16
16
DV. FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1983.
Spurningin
Ætlarðu að fara
að sjá kvikmyndina
Á hjara veraldar?
Þórdis HaUgrímsdóttír húsmóðir: Eg
hef áhuga á því.
Runólfur Ingólfsson rafvlrki: Já, ég
ætla aðsjáhana.
Áifheiður Jónasdóttir, starfstúlka í
verslun: Eg á ekki von á því. Eg fer
mjög lítið í kvikmyndahús.
Ema Helgadóttir húsmóðir: Endilega
hreint. Mér finnst hún vel þess virði.
Kristbjörg Kjartansdóttir húsmóðir:
Já.
/
Agnar H. Jóhannesson, starfsmaður íj
verslun: Já, ég býstfastlega viðþví. '
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
„Hvergi i heiminum þar sem yfirvöid væru með réttu ráði fengi Frakkinn leyfi tíl að skipuieggja rallakstur um friðuð svæði eða jafnviðkvæm
svæði og gert er ráð fyrir i íslandsrallinu," segir 1145—5964 meðal annars í bréfisínu.
Rall einungis á
afmörkuðum brautum
1145—5964 skrifar:
IDV 9. mars sl. segir Ævar Sigdórs-
son um Islandsralliö: „RaU fer ekki
fram utan vega”. Þær leiöir sem
Frakkinn, sem að rallinu stendur,
hefur valið upp á sitt eindæmi að því
'er virðist (því enginn sómakær
Islendingur mundi mæla með þeim),
þær eru ekki vegir heldur slóðir, og er
þar mikiU munur á og það sem méstu
máli skiptir. I frétt í DV 8. mars sl. af
MintexralUnu í Bretlandi er talað um
malbik, malarvegi og Rally Cross
brautir. En á Islandi ætlar Frakkinn
að aka eftir moldartroöningum og
slóðum, í aUt að 800 m hæð, þar sem
aUur gróður á erfitt uppdráttar við
þær norölægu aðstæður sem hér ríkja.
Þetta er kjami málsins. Menn geta
kaUað raU íþrótt, ef þeir vUja, en það á
ekki rétt á sér nema á sérútbúnum og
tU þess afmörkuöum brautum.
Hvergi í heiminum þar sem yfirvöld
væru með réttu ráði fengi Frakkinn
leyfi tU að skipuleggja rallakstur um
friöuð svæði eða jafnviökvæm svæði
og gert er ráð fyrir í IslandsralUnu.
Hann ætlar að fara leiöir sem íslenskir
rallökumenn hafa ekki farið um áður í
raUkeppni. Hann ætlar að fara leiðir
sem jafnákafur rallökumaður og
Omar Ragnarsson er ekki sáttur við.
Svo er annað atriði sem ekki hefur
verið haldið á lofti. Otlendu rallöku-
mönnunum stendur til boða að taka
þátt í LjómaraUinu, sem fer fram
nokkrum dögum áður. Hér er því ekki
um eitt rall að ræða heldur tvö.
Ævar Sigdórsson ræðst töluvert
að leiðsögumönnum í grein sinni í DV
9. mars sl. og segir að nú séu þeir á
móti ralUnu en að ekkert hafi heyrst
frá þeim þegar auglýstar hafi verið
safari- og ævintýraferðir til Islands
erlendis. Ævar veit bersýnilega ekki
mikið um baráttumál leiðsögumanna
sem hafa a.m.k. á mörgum síðustu
ferðamálaráðstefnum einmitt verið að
vara við þessum ævintýraferðum út-
lendinganna. Leiðsögumenn hafa hins
vegar farið haUoka og fengið á sig'
mikla gagnrýni og hnútukast fyrir. En
hvar var Ævar þá? Eg minnist þess
ekki að hafa séö Ævar vara við þessum
ferðum fyrr en nú. Nú virðist hins veg-
ar sem aðvaranir leiðsögumanna hafi
verið tímabærar og að við séum að
missa máUn út úr höndunum, ef ekki
verður brugðist viö af einbeitni. Það
væri óskandi að yfirvöld hefðu
manndóm í sér tU að láta framfylgja
reglum og koma á eftirliti. Viö
Islendingar eigum ekki að liggja mar-
flatir fyrir útlendingum og láta þá
vaða yfir okkur í eigin landi.
Mér fannst einnig mjög ódrengilegt
af Ævari að stimpia alla félagsmenn í
Félagi leiösögumanna sem
náttúruspUla með sögunni úr
Berufirði. Leiðsögumenn hafa oft
heyrst kvarta yfir því að réttindi
þeirra væru ekki virt og utanfélags-
menn væru ráðnir tU að fylgja útlend-
ingum um landið. Utanfélagsmenn
þekkja ekki starfsreglur leiðsögu-
manna og ef þeir brjóta af sér Uggja
allir undir grun.
Omar Ragnarsson segir í
Morgunblaðinu 9. febrúar sL að landið
sjálft sé auölind í likingu við hafið í
kringum landið. Hvernig ætli yfirvöld í
öðrum löndum Utu á það, ef auðlindir
þeirra yröu settar í sams konar hættu
með leikaraskap? Hvað ætU Norðmenn
segðu ef útlendingar skipulegðu
reiðhjólakeppni innandyra í ráðhúsinu
í Osló eða innandyra í Sonja Henie
Ustasafninu? Eða Danir ef útlendingur
skipulegði svipaða uppákomu í
Tívolígarðinum að þeim forspurðum?
Eða frönsk yfirvöld ef halda ætti
mótorhjólakeppni í Louvresafninu eða
í Versölum? Eða grísk yfirvöld ef fara
ætti um Akropolis á torfæruhjólum?
Eöa spænsk yfirvöld ef skipuleggja
ætti rallkeppni eftir spænskum
baðströndum? Það ætti dómsmála-
ráðherra okkar að hugleiöa áður en
hann tekur ákvörðun í raUmáiinu. Já,
ráðherra.
Úrslitin í körfuboltanum:
Hvers vegna ekki í
íþróttaþætti sjónvarps?
Ölafur Þ. Kristjánsson hringdi:
Fyrirspurn tU Bjarna FeUxsonar.
Hvaða skýringu geturðu gefið á því að
láta ekki sigurvegarana í Islands-
meistara- og bikarmeistaramótinu
hafa eina einustu mínútu í íþrótta-
þáttum þínum?
Þeirra hefur ekki verið getið nema
með einni mynd í almennum frétta-
tíma. Hver er skýringin ?
Bjarni FeUxson svarar:
Körfubolti er sú íþróttagrein sem
hefur fengið mesta umfjöllun í íþrótta-
þáttunum í sjónvarpinu í vetur. Til
þess aö taka myndir af íslenskum
körfuknattleik hefur orðið að elta
flesta leiki úrvalsdeUdar sem eru á
Suðumesjum vegna þess aö skilyröi til
upptöku eru ekki fyrir hendi hér í
bænum. Það var ætlun okkar að gera
úrslitaleiknum í körfubolta ekki síðri
skil en hann var háður á sama tíma og
ég var með íþróttaþátt. Eg fór fram á
það við mótanefnd körfuboltasam-
bandsins að leikurinn yröi háður á
venjulegum leiktíma þetta kvöld svo
að ég gæti fellt lokakafla leiksiru inn í
íþróttaþátt í beinni útsendingu. Þetta
samkomulag var brotið og leikurinn
færður til til þess að ég gæti ekki sýnt
körfuboltann þetta sama kvöld. Fyrir
vikið sat ég hér niöri í sjónvarpssal og
sá um minn íþróttaþátt að venju og
sjónvarpið sat uppi meö allan undir-
búning að þessari útsendingu sem varð
aðengu.
Það kom aldrei til mála að breyta
beinni útsendingu frá leik Liverpool og
Manchester United frá Wembley til
þess að sýna gamlan körfubolta.
„Körfubolti er sú íþróttagrein sem
hefur fengið mesta umfjöllun í
iþróttaþáttunum i sjónvarpinu i
vetur,"segir Bjarni Felixson.