Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Qupperneq 17
17
Hoo a r< rTTTr-> ,* n'Finnrrv ^t,*t
DV. FIMMTUDAGUR 7. APRÍL1983.
Lesendur Lesendur Lesendur
„Hingað er að koma leikstjóri sem setja á upp sjónleikinn Sjóleiðina til
Bagdad eftir hinn kunna iistamann, Jökul Jakobsson," segir Jón Kr.
Olafsson meðal annars ibréfi sinu frá BHdudai.
HÆKKANDI
SÓLÁ
BÍLDUDAL
Ætla að fara að setja upp
Sjóleiðina til Bagdad
Jón Kr. Ólafsson skrlfar:
Þessi vetur, sem maður skyldi
ætla að fari nú að sleppa af manni
sínum ómiidu klóm, hefur lagst
þungt á marga. Allavega er sú
staðreynd ekki langt héðan frá okkur
sem búum hér á Vestfjörðum. Það
eru allir búnir að fá nóg að ég held og
mikið meira en það. En við stóran er
að deila í þessum efnum. Nú fer að
skína listræn stjarna hér á Bildudal í
gegnum þennan vetrarsorta og
fagna ég þeim væntanlega áfanga
fyrir hönd allra þeirra sem þá hluti
varða, sem er að vísu misjafnt eins
og gengur. En eftir um það bil
tveggja ára hlé í leiklist hér á
Bíldudal er að renna upp sú stund að
hingað er að koma leikstjóri sem
setja á upp sjónleikinn Sjóleiðina til
Bagdad eftir hinn kunna listamann,
Jökul Jakobsson. Leikstjóri sá sem
hefur þessa uppfærslu með höndum
er hin góðkunna og mikilhæfa leik-
kona, Kristín Anna Þórarinsdóttir,
sem er öllum landsmönnum kunn
fyrir sína hæfileika. Það hefur hún
sýnt svart á hvítu á þessum stað,
með uppfærslu sinni á tveim fyrri
verkum og tel ég mig ekki halla á
neinn í þessari grein þótt ég segi þetta
besta leikstjóra sem hingað hefur
komið. Hér er nú þó nokkur vandi að
koma og gera hluti fyrir almenning á
vissan hátt, það þekki ég af minni
eigin reynslu. Það er eins gott að
hafa allt á hreinu og dugir ekki til.
Hér um daginn voru tveir ungir
nemendur úr dansskóla Sigurðar Há-
konarsonar frá Reykjavík og eru
þeir eftir því sem ég best veit ungir í
þessari listgrein sinni. Þeir höfðu
samt kjark til aö stíga yfir þröskuld
meðalmennskunnar, sem gengur oft
um eða nær því alltaf holdi klædd allt
niður í lágkúruhátt sem einkennir
oft daglegt líf í borg og ekki síst í
litlum samfélögum. Þeir sýndu frá-
bæra hæfileika í sinni list og vona ég
að þeim eigi eftir að vaxa öryggi og
leikni í komandi framtíð. Vona að
þeir komi hingað aftur og miðli af list
sinni. Ekki mun af veita.
Bensínlausáleið
til vinnufyrir
opnunartíma:
Ekki virtur
svars af
afgreiðslu-
mönnum
7895—3403 skrifar:
Eg varð fyrir því einn morgun að bif-
reiö mín varö bensínlaus er ég var á
leið til vinnu. Þar sem ég vissi af
bensínstöð Olís við Alfabakka í ná-
grenninu ákvað ég að ganga þangaö og
festa kaup á bensínbrúsa og bensíni.
Þegar ég kem að bensínstöðinni
klukkan rúmlega sjö sé ég menn á ferli
þar inni við. Dyr stöðvarinnar reynd-
ust hins vegar harðlæstar. Þar sem
greinilegt var að ég óskaði eftir að
komast í talsamband við menn þessa
hélt ég að þeir myndu lúka upp dyrum
sínum, þó ekki til annars en að vita
hvað ég vildi. En það var eitthvað
annað. Þeir laumuðust úr sjónmáli við
mig og sá ég þá síðan rétt annaö veifið
er þeim brá fyrir bak við hillur
drekkandi kaffi inni í hlýjunni.
Leið nú drykklöng stund, en þá bar
að aöra starfsmenn stöðvarinnar. I
þann mund er þeir gengu fram hjá mér
innti ég þá eftir því hvenær stöðin yrði
opnuö. Fékk ég þau svör að hún yrði
opnuð klukkan hálfátta. Þangað til
voru um fimmtán mínútur og mér bæði
farið að leiðast og kólna á biöinni og
spurði því hvort ekki væri möguleiki á
að fá að festa kaup á bensínbrúsa og
bensínlögg þótt opinber opnunartími
væri ekki hafinn. En það var eins og að
tala við steininn, hersingin strunsaði
fram hjá mér án þess að virða mig
svars og læsti vendilega á eftir sér.
Fékk ég síðan að bíða þarna utandyra
þar til opnað var á meðan þeir háu
herrar innandyra röltu um gólf í
mestu makindum.
Það gefur augaleið að svona hroka-
fullir starfsmenn eru hverju fyrirtæki
til háborinnar skammar og vona ég
sannarlega að ekki séu allir starfs-.
menn Olis svona innrættir.
SVAR:
Kristinn Sumarliðason, verkstjóri á
bensínstöð Olís viö Álfabakka:
Þaö kemur oft fyrir fyrir opnunar-
tíma á morgnana að menn koma til að
kaupa bensín. Það væri ekki hægt að
gera klárt á morgnana ef við önsuöum
hverjum manni sem knúði hér dyra
fyrir opnunartíma.
Þórhallur Ásgeirsson starfsmaður
kannaðist ekki við annaö en að starfs-
menn stöðvarinnar sýndu fullkomna
kurteisi.
Kjósendur!
Athugið hvort þið eruð á. kjörskrá.
Kærufrestur er til 8. apríl.
Ef þið finnist ekki á kjörskrá, vinsamleg-
ast hafið samband við kosningaskrif-
stofuna, kjallara Kjörgarðs (gengiö inn
Hverfisgötumegin), símar 11179 og 21202.
A-LISTINN
ÍREYKJAVÍK
PANTANIR
Sími
13010
HÁRGREIÐSLU-
STOFAN
KLAPPARSTÍG 29
HUMANIC KVENSKÓR
LAUGAVEGI 1 - SÍM116584
Póstsendum
Skósalan
Laugavegi 1 — Sími 1-65-84
Póstsendum