Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Qupperneq 18
18 FRAM BOÐSLISTAR g Norðurlandskjördæmi vestra til alþingiskosninganna 23. apríl 1983. A Listi Alþýðuflokksins 1. Jón Sæmundur Sigurjónsson hagfr., Suöurg. 16, Sigluf. 2. Elín Njálsdóttir póstafgrm., Fellsbr. 15, Skagaströnd 3. Sveinn Benónýsson bakaram., Hvammstangabr. 17, Hvammst. 4. Pétur Vaidimarsson iöuverkam., Raftahl. 29, Sauðárkr. 5. Regína Guðlaugsdóttir, íþrkennari, Aöalg. 24, Sigluf. 6. Hjálmar Eyþórsson fv. yfirlögregluþj. Brekkubyggð 12, Blönduósi 7. Axel Hallgrimsson skipasmiður, Suðurv. 10, Skagastr. 8. Baldur Ingvarsson verslunarm., Kirkjuv. 16, Hvammstanga 9. Sigmundur Pálsson húsgagnasmm., Smáragrund 13, Sauðárkróki 10. Pála Pálsdóttir fyrrv. kennari, Suðurbr. 19, Hofsósi B Listi Framsóknarflokksins 1. Páll Pétursson alþmaður, Höllustöðum 2. Stefán Guðmundsson alþmaður, Sauöárkróki 3. Sverrir Sveinsson veitustj., Siglufirði 4. Brynjólfur Sveinbergsson oddviti, Hvammstanga 5. Pétur Amar Pétursson deildarstj. Blönduósi 6. Sigurbjörg Bjarnadóttir húsfr., Bjarnagili 7. Gunnar Sæmundsson bóndi, Hrútatungu 8. Magnús Jónsson kennari, Skagaströnd 9. Skarphéðinn Guðmundsson kennari, Sigluf. 10. Gunnar Oddsson, bóndi, Flatatungu BB Listi sérframboðs framsóknarmanna 1. Ingólfur Guðnason alþingismaður, Hvammstbraut 5, Hvammstanga 2. Hiimar Kristjánsson oddviti, Hlíðarbraut 3, Blönduósi 3. Kristófer Kristjánsson bóndi, Köldukinn II, A-Hún. 4. Björa Einarsson bóndi, Bessastöðum, V-Hún. 5. Jón Ingi Ingvarsson rafvm. Hólabr. 11, Skagastr. 6. Helgi Ölafsson rafvm., Brekkug. 10, Hvammstanga 7. Sigrún Björasdóttir hjúkrfr., Ytra Hóli, A-Hún. 8. Indriði Karlsson bóndi, Grafarkoti, V-Hún. 9. Eggert Karlsson vélstj., Hlíðarv. 13, Hvammstanga 10. Grímur Gíslason gjaldk., Garðabyggð 8, Blönduósi. C Listi Bandalags jafnaðarmanna 1. Þorvaldur Skaftason sjóm., Hólabr. 12, Skagastr. 2. Ragnheiður Ölafsdóttir nemi, Gauksstöðum, Skagaf. 3. Sigurður Jónsson byggingafr., Smárahlíð 1F, Akureyri 4. Valtýr Jónasson fiskmatsmaður, Háv. 37, Sigluf. 5. Stefán Hafsteinsson Urðarbraut 7, Blönduósi 6. Vilhelm V. Guðbjartsson sjómaður, Melavegi, Hvammstanga. 7. Friðbjöra Örn Steingrímsson íþróttakennari, Varmahlíð, Skagaf. 8. Erna Sigurbjörnsdóttirhúsmóðir, Hólabraut 12, Skagaströnd 9. Araar Björasson nemi, Reykjaheiðarv. 6, Húsavík 10. Ásdís Matthíasdóttir skrifstofum., Unufelli 48, Reykjavík. D Listi Sjálfstæðisflokksins 1. Pálmi Jónsson ráðherra, Akri. 2. Eyjólfur Konráð Jónsson alþmaður, Reykjavík 3. Páll Dagbjartsson skólastjóri, Varmahlíö 4. Ólafur B. Óskarsson bóndi, Víöidalstungu 5. Jón ísberg sýslumaður, Blönduósi 6. Jón Ásbergsson framkvstj., Sauðárkróki 7. Knútur Jónsson skrifstofustj., Siglufirði 8. Pálmi Rögnvaldsson skrifstm., Hofsósi 9. Þórarinn Þorvaldsson bóndi, Þóroddsstöðum 10. Sr. Gunnar Gíslason fv. prófastur, Glaumbæ G Listi Alþýðubandalagsins 1. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra, Varmahlíð, Skagafirði 2. Þórður Skúlason sveitarstjóri, Hvammstanga 3. Ingibjörg Hafstað húsfreyja, Vík, Skagaf. 4. Hannes Baldvinsson framkvstj., Siglufirði 5. Þorvaldur G. Jónsson bóndi, Guðrúnarstöðum, A-Hún. 6. Steinunn Yngvadóttir, húsm., Hofsósi 7. Brynja Svavarsdóttir húsm., Siglufirði 8. Guðmundur Theodórsson verkam., Blönduósi 9. Anna Kristín Gunnarsd., kennari, Sauðárkróki 10. Kolbeinn Friðbjarnarson form. Vöku, Sigluf. Yfirkjörstjórn á Norðurlandi vestra. EGILL GUNNLAUGSSON GUNNAR ÞÓR SVEINSSON TORFI JÓNSSON BENEDIKT SIGURÐSSON GUÐMUNDUR Ó. GUÐMUNDSSON _________DV. FIMMTUDAGUR7. APRIL1983. STRÍPAÐIR STÓRIÐJU- POSTULAR Sennilega hefur íslenska þjóðin ekki átt jafnmikið undir nokkru máli um langt skeið og þeirri þjóöfrelsis- baráttu, sem nú hefur veriö háð á undanförnum árum gegn auð- hringnum Alusuisse og hérlendu vamarliði hans, undir einarðri forystu Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra. Sú sjálfstæðis- barátta á sér kannski helsta hlið- stæðu í baráttu herstöðvaandstæð- inga gegn erlendri hersetu og amerískri íhlutun í efnahags- og stjórnmál þessarar þjóöar. Því ekki leynir sér, ef grannt er skoöað, aö þessi tvö mál eru greinar á sama meiöi. Og það er sjálfsagt engin tilviljun, hver viöbrögö ýmissa íslenskra stjómmála- og hagsmuna- afla hafa orðið í álmálinu. Þeir aöilar, sem lotiö hafa því lánleysi að leggjast flatir fyrir amerískri hersetu og þrýstingi Nató-valdsins, hafa nú á undanfömum misserum hnappað sig saman með afar áber- andi hætti, utan þings sem innan, og fylkja nú liði gegn Hjörleifi Guttormssyni og Alþýðubanda- laginu. Rógsherf erðin hafin Það myndi æra óstöðugan að rekja hér alla þá pólitísku kollhnísa og heljarstökk, sem talsmenn Sjálf- stæðis-, Framsóknar- og Alþýðu- flokks hafa farið í þessu langdregna máli. Allt frá því að Hjörleifur Guttormsson upplýsti þjóðina um bókhaldsbrellur þessa „leiöarljóss” íslensks efnahagslífs (eins og Jón Baldvin orðaði svo þekkilega) í des. 1980, hafa málgögn og málpípur þessara stjómmálaflokka ekki linnt látum í rógsherferð sinni á hendur iönaðarráðherra, og verður slíkum finnagaldri naumast fundinn sam- jöfnuður í stjórnmálasögu síðustu áratuga. Það leyndi sér ekki, að Hjörleifur hafði þrýst á viðkvæma kviku, og morgunblöð landsins hófu þegar að slá sk jaldborg sína um auð- hringinn, hvert með sínum hætti. Efasemdir voru lagðar við öllu sem Hjörleifur dró fram í dagsljósið um starfsemi og augljóst samningsbrot auðhringsins. Vönduðum rann- sóknum fæmstu sérfræðinga, jafnt innlendra sem erlendra, var vísað á bug og slegið upp sem flokkspóli- tískum áróðri Hjörleifs! Og það sem merkilegra er, að meira að segja gegn kröfu iðnaðarráðherra um sanngjarna hækkun á raforku til ál- versins var snúist heiftarlega af skríbentum Morgunblaðsins, þ.á m. Birgi Isleifi Gunnarssyni, allt þar til á síðasta ári, að blaöinu var skyndi- lega snúið við og Hjörleifur þá sak- aður um linkind í því máli! Staðreyndir sniðgengnar Afstaða þríflokkanna er raunar óskiljanleg meö öllu, þegar litið er til þess aö í álviðræöunefndinni sálugu, sem skipuö var fulltrúum allra stjórnmálaflokka ríkti algjör sam- staða um vinnubrögð og málsmeð- ferö, þar til Guömundur G. Þórarins- son gerði sitt makalausa upphlaup sem frægt er af endemum. Með álvið- ræðunefndinni var þríflokkunum tryggður aögangur að öllum stað- reyndum málsins sem þeir kusu að sniðganga þar sem þær hentuðu illa í rógsherferðinni á hendur ráð- herra. Álviðræðunefndin vann mikið og gott starf undir formennsku Vilhjálms Lúðvíkssonar og hélt um 60 fundi þar sem farið var vandlega ofan í alla þætti álmálsins, niöur- stööur sérfræðinga og nefnda og öll þau gögn sem stuðluðu aö sem bestri samningsstöðu íslendinga gagnvart auðhringnum. Þar varð mönnum hinsvegar fljótlega ljóst að Alusuisse ætlaði sér aldrei að semja við Islend- inga um hækkun á raforku né annaö, nema gegn því að fá það bætt upp með öðrum hætti. Þar voru menn sammála um aö faktúrufals og svindl Alusuisse og álversins í Straumsvík var staðreynd — og meira að segja enn hrikalegri stað- Kjallarinn Gunnlaugur Haraldsson reynd en endurskoðenaum tókst að sanna vegna þess að bókhaldsgögnin stóðu þeim ekki til boða. Þar voru menn líka ásáttir um að hækkun orkuverðs og endurskoðun á öðrum þáttum samningsins við Alusuisse var sjálfsögð réttlætiskrafa, sem fullvalda riki hlaut að ná fram meö einhliöa aðgerðum og lagasetningu, næðust ekki samningar um hana viö auðhringinn. öll grundvallaratriöi málsins, sem Morgunblaðiö gekk harðast fram í aö gera sem tor- tryggilegust, voru því af þeim sem til voru kjömir talin ótviræð og óhagganleg. En hvað rak þá Guömund G. til þessara óyndisúrræða, sem urðu til þess að rjúfa samstöðu flokkanna í málinu og stórskaða vígstöðu íslend- inga gegn auðhringnum? Hvaöa ástæður eru fyrir því að ráðherrar Framsóknarflokksins verða skyndi- lega að falla frá samþykktum ríkis- stjómarinnar í málinu og eru ofurliði bomir í þingflokknum? Hvaða ástæður og hvatir liggja að baki hinni fáheyröu þingsályktun um álmálið, sem þríflokkarnir samein- uðust um aö bera fram á þingi fyrir nokkmm dögum og frægust mun trúlega allra ályktana, sem viðraöar hafa verið á hinu háa Alþingi í gjör- vallri þingsögunni? Hvað rekur þessa þrjá flokka til svo ofstækis- fullrar samfylkingar gegn Hjörleifi Guttormssyni, að helst koma í hugann galdraofsóknir miðalda? Ástæður ofsóknanna gegn Hjörleifi Skýringarnar eru sjálfsagt margar og ólíkar, eftir því hver í hlut á. Hitt er hins vegar ljóst að af „gagnrökum” og málflutningi ál- flokkanna þriggja fæst ekki ráðin nein skynsamleg skýring. Viö- brögðin við rökfastri málsmeðferð Hjörleifs og samstarfsmanna hans hafa hingað til einungis verið í formi upphrópana, persónulegs níðs og snautlegs yfirklórs. I rökþroti sínu hafa þessir aðilar því nú sem fyrr notfært sér yfirburðastöðu í fjölmiðl- uninni og þaö velþekkta áróöurs- bragð, að hreinlega þegja yfir stað- reyndum málsins og greina almenn- ingi ekki frá því sem komið hefur þeim illa. Þessi viðbrögð álflokkanna segja þó meira en nóg um slæma samvisku. Þessir stjórnmálaflokkar hafa nefnilega orðið uppvísir aö þeim verknaði, sem ekki samræmist þjóðarhagsmunum íslendinga, og því tekst þeim vömin svo óhöndug- lega. Þetta sá hvert mannsbarn, eftir að Hjörleifur tók að viðra hinn óhreina þvott þeirra. Hlnn óhreini þvottur I fyrsta lagi hafa rannsóknir Hjörleifs Guttormssonar staðfest að samningurinn frá 1966 við Alusuisse var óheillaspor og að aðvörunarorð þingmanna Alþýðubandalagsins, Eysteins Jónssonar og nokkurra mætra manna í Framsóknarflokkn- um á þeim tíma, varðandi þetta mál, hafa öll gengið eftir. I öðru lagi hefur Hjörleifur upplýst meö óyggjandi hætti að auöhring- urinn hefur haft stórfé af Islend- ingum og svindlaö á þeim með marg- víslegu móti: „Hækkun í hafi”, yfir- verð á súráli og rafskautum og fleiri sviksamleg atriði eru nú svo ræki- lega staðfest aö meira að segja íhaldið getur ekki borið brigður á þau lengur. I þriðja lagi hefur Hjörleifur gert opinbert að upplýsingar um þetta svindl lágu þegar fyrir árið 1975 en voru þaggaðar niður af ísl. samn- ingamönnunum, Steingrími Hermannssyni, Jóhannesi Nordal og IngólfiáHellu. I fjórða lagi hefur Hjörleifur upplýst að gegn því að hylma yfir „hækkun í hafi”, með því að gefa eftir skattinnistæðu ísl. ríkisins hjá álverinu, með því að falla frá kröfum um endurskoðunarákvæði samnings-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.