Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Page 19
DV. FIMMTUDAGUR 7. APRIL1983.
19
ins við breyttar orkuverðsforsendur
og með því að heimila stækkun á
álverinu og auka þannig enn á hlut-
fall hinnar ódýru orku í raforkufram-
leiðslu landsmanna, töldu hinir
slyngu samningamenn sig árið 1975
hafa náð fram verulegri hækkun á
raforkuveröinu til álversins og leið-
réttingum á framleiðslugjaldinu.
Þessari mynd hefur a.m.k. veriö
haldiö að almenningi til þessa. Nú
liggur hins vegar fyrir sem
óhrekjanleg staðreynd, að þessi
„kjarabót” Islendinga var sjón-
hverfing og blekking. Steingrímur,
Jóhannes og Ingólfur sömdu þvert á
móti hrapallega af sér og útkoman
varð neikvæð. Islenskur almenn-
ingur og fyrirtæki hafa greitt niöur
raforkuna til álversins með því að
axla sífellt þyngri byrðar Lands-
virkjunar með síhækkandi verði á
neyslurafmagni! Og minnist nokkur
þess að sá maður, sem þá sat á stóli
iðnaðarráðherra og nú er hafinn upp
til skýjanna sem sérstakur land-
vættur, hafi haft uppi einhver
andmæli viö þessu ráðslagi?
I fimmta lagi hefur Hjörleifur
sannað að ein helsta röksemd Sjálf-
stæðis- og Alþýðuflokks, fyrir
kostum þess að selja álverinu
raforkuna á spottprís, er reist á
blekkingum. Staðhæfingar Geirs
Hallgrímssonar, Birgis Isleifs o.fl.
þess efnis að arðurinn af orkusölunni
til álversins greiddi upp kostnaðinn
við Búrfellsvirkjun á 19—25 árum,
eru því miður skrök og staðleysur.
Þvert á móti má teljast vel sloppið ef
tekjur af raforkusölunni ná aö greiða
upp Búrfellsvirkjun áður en þessi
ánauðarsamningur rennur út árið
2014!!
Hér er aöeins fátt eitt talið af þeim
fjölmörgu atriðum sem Hjörleifur
Guttormsson hefur dregið fram í
dagsljósið varðandi viðskipti
Alusuisse við Islendinga og afskipti
álflokkanna þriggja af þessu máli.
Hjörleifur hefur tekið á þessu
verkefni af vísindalegri nákvæmni
og fádæma vinnusemi og pólitísku
þori. Hann hefur jafnframt leitaö
allra hugsanlegra leiða til að sam-
eina íslenska þjóð og stjómmála-
flokka hennar undir þann gunnfána
sem hæfir sjálfstæðri þjóö gagnvart
alþjóðleguauðvaldi. Hjörleifur verð-
ur ekki sakfelldur fyrir það
gæfuleysi álflokkanna þriggja, að
heykjast nú enn í hnjánum
andspænis Alusuisse. Sjaldan eða
aldrei hafa stjórnmálamenn verið
berháttaöir jafnrækilega og sjaldan
eða aldrei hafa stjómmálamenn haft
aumari spjarir til að skýla nekt sinni
með. Kemur meira að segja að litlu
haldi sú augljósa aöstoð sem stjóm-
endur Alusuisse og álfurstinn i
Straumsvík kappkosta aö veita
þeim. Og það er ekki nóg með að
einstakir stjórnmálamenn standi
strípaðir vegna barnaskapar síns og
bleyðuháttar gagnvart auöhringn-
um. Þar við bætist að sjálf hug-
myndafræðin, orkusölustefnan,
stendur afhjúpuð. Öll þjóðin finnur
nú og skilur aö sjálfur grunntónninn
í efnahags- og atvinnumálasöng
íhaldsflokkanna er rammfalskur. Og
sjálfur seðlabankastjórinn, sem um
langt árabil hefur veriö hampað
sem einhverjum slyngasta reikni-
meistara og samningamanni þjóð-
arinnar, hefur verið söngstjóri þessa
kórs og æft raddimar. Það skyldi því
engan furða þótt þessir kórfélagar
snúist hatramlega til vamar og
gagnsóknar gegn þeim manni sem
ekki einasta hefur klætt þá úr hverri
einustu spjör, heldur jafnframt húð-
strýkt þá með þeirra eigin glópsku
og yfirsjónum.
I þessu liggur því miöur megin-
skýringin á hinni undarlegu samfylk-
ingu og áróðursherferð álflokkanna
gegn Hjörleifi Guttormssyni og
Alþýðubandalaginu. Eigin hags-
munavarsla og hugleysi gagnvart
Alusuisse eru ástæðurnar fyrir því
auðnuleysi álflokkanna að
sameinast nú á úrslitastundu í
vamarliðssveit erlends auðhrings og
kúgunarvalds.
Gunnlaugur Haraldsson,
Akranesi.
Notaðir /yftarar
í mik/u úrvali
Getum afgreitt eftirtalda lyftara nú þegar
STII.I.
Rafmagns
1.51.
21.
2.51. m/snúningi.
31 m/snúningi.
Dísil
2.51. m/húsi.
3.51. m/húsi.
41.
Skiptum og tökum í umboðssölu.
M
K. JONSSON & CO. HF. s
Vitastíg 3
Sími 91-26455
Klukkur
sem skrifa!
— fermingargjöfin í ár
Já, þú færö margt skemmtilegt í STUD-búðinni.
Þar færð þú t.d.:
★ Klistraðar köngulær sem skríða.
★ LAST-vökvann sem gerir þlötuna betri en nýja.
★ Leigðar videospólur (VHS) með Bob Marley,
Black Uhuru, Grace Jones, Joy Division, Ca-
baret Voltaire, Kid Creola, Doors, Madness,
Kate Bush, Siouxie & The Banshees og mörg-
um mörgum fleiri.
★ Flestar — ef ekki bara allar plöturnar meö:
Stranglers • Doors • Tangerine Dream •
D.A.F. • Art Bears • David Bowie • P.I.L. •
Pere Ubu • John Lennon • Beatles • Rolling
Stones • Brian Eno • Kizz • Mike Oldfield •
Iron Maiden • Mississippi Delta Blues Band •
Work • Killing Joke • Misty • Defunkt •
★ Vinsælustu plöturnar frá Skandinavíu.
DAVE VAN RONK:
Sunday Street
Virtasti blússöngvari heims
meö sina allra bestu plötu.
RAR’s Greatest Hits
Safnplatan vinsæla meö
Clash, Tom Robinson. Stiff
Little Fingers, Elvis Costello,
Gang of 4 o.m.fl.
TIL HVERS?
FYRIR HVERN?
stprzzjsissí
vlö þa sem aðhyllast lrams®klð
rokk.
S,TU?klubburinn «r fyrir bá sem
«ia fylojast með þvf he|sta 3em
er aö gerast á sviði tramsækin-
nar rokktónllstar.
' STbOklúbbnum fá
reglulega heimsendar uþþlýs-
22'“» hvaða plö,ur m 4
Irm? ' hli°mP|ötuverslun-
mLu h?Lvæn,anleaar plö,ur.
S,u hræringar , bransanum
o.s.frv.
aUí',,á ,éia0ar ' STUOklúbbn-
um a,siatl a öllum fáanlegum
vðrum i STUOI; þelm gefst kostur
aað serpanta sjaldgæfar plötur;
P«r ta margvíslegar plðtur á
melrlháttar tllboðsverði, svo
a4«lns fátt eitt sé nefnt.
VelkQmln/nl
Laugavegi20 Sími27670