Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Síða 35
DV. FIMMTUDAGUR 7. APRIL1983.
35
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Matreiðslubók
fyrir tímann
Morgunblaðiö gerði mikla
uppgötvun fyrir páska þegar
sagt var í því ágæta blaði frá
matreiðslubók sem Magnús
Stephensen landshöfðingi átti
að hafa skrlfað og gefið út
árið 1800. Þarna er þó eitt-
hvað máium blandið því
Magnús Stephensen lands-
hÖfðingi fæddist árið 1836 og
hefði því þurft að vera óvenju
bráðþroska til að vinna bók-
menntaafrek árið 1800. Upp-
lýsingar um fæðlngardag og
ár landshöfðingjans er að
finna í öllum kennslubókum í
tsiandssögu sem kenndar eru
í baraaskólum og ekki þörf að
leita til bóka gefinna út árið
1800 til þess að komast að
hinu sanna í málinu.
Ódýrt ein-
býlishús
Nú er komið að því, að
dreginn er út stóri
vinningurinn hjá DAS. Það er
einbýlishús að eigin vali fyrir
eina milljón króna'. Hins veg-
ar gæti tekið lengri tima að
finna einbýlishús sem falt er
fyrir eina milljón. Kunnugur
maður á fasteignamarkaði
segir að fyrir eina milljón
megi menn teljast góðir að
kaupa þriggja herbergja íbúð
í kjallara, og hana litla.
Engar
kvensur
Um næstu helgi leikur
íslenska kvennalandsliðið tvo
landsleiki við danska kvenna-
landsliðið í handknattleik og
er fyrri ieikurinn liður í und-
ankeppni fyrir B-heimsmeist-
arakeppnina sem halda á í
Póllandi næsta haust. Til stóð
að leika þennan fyrri leik á
föstudagskvöld og skjóta hon-
um inn á milli tveggja leikja í
úrslitakeppni 1. deildar karla
sem fara fram sama kvöld.
Þetta var vegna þess að það
er skemmtilegra að leika
landsleiki frammi fyrir á-
horfendum en þeir vilja verða
fáir að kvennaleikjum. Þjálf-
arar liðanna í f yrstu deildinni
neituðu hins vegar alfarið að
víkja til leiktímanum og mun
þar hafa riðið á vaðið Bogdan
Víkingsþjáifari.
Ástæðan mun vera sú að
hefði af þessu orðið hefðu
leikmenn liðanna, sem leika
áttu seinni lcikinn, fengið
klukkutíma minni hvíld milli
leikja en aörir, en leikið er
aftur á laugardag. Það er
hörð keppnin í handboltan-
um.
Hvað er að I
Danaveldi?
Það væri aldeilis munur að
vera danskur bíleigandi. í
Extrabladet fyrir páskana
birtist grein undir fyrirsögn-
inni: „Billig benzin i Pásk-
i eu”. Þar segir frá því að
bensínverð lækki um 10 aura
lítrinn þann 30. mars og ekki
nóg með það — Þetta var
þriöja bensínlækkunin á ein-
um mánuði! Það eru
greinilega einhver tengsl
milli dansks markaðar og
heimsmarkaðar. En því er
ekki fyrir að fara á tslandi.
Hór kunna menn ekki nema
eina verðbreytingu, upp!
Hvernig
væri með
lögbann?
Verðlagsstjóri hefur um
nokkurt skeið beitt öllu skrif-
stofuliði sínu tU þess aö efla
styrjöld gegn Reykjavíkur-
borg fyrir það eitt að vUja
sjálf ráða taprekstri strætis-
vagna sinna. Einnegin hefur
hann verið með menn í dular-
klæðum að kaupa fiskflök og
kæra síðan fisksalann fyrir
að taka sér ólöglega svo sem
eins og tíu aura. Væri nú ekki
ráð að verðlagsstjórinn
{ axlaði sin skinn og skoðaði
j. verðlagsgrundvöU land-
búnaðarins og léti skoðun
sína í ljósi á því hvort rétt sé
að taka upp einkasölu á eggj-
um. Hvort það sé leiðin til
þess að halda niðri verðlagi.
Umsjón:
Ólafur B.
Guðnason
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Donald Sutherland skUar hlutverki sínu með miklum ágætum. Hann sést hér í einu atriði kvikmyndarinnar Eye of
the Needle.
r Tónabíó—Nálarauga:
Ágætri sögu gerd góð skil
Tónabíó, Nálarauga (Eye of the Needle):
Stjórn: Richard Marquand.
Handrit: Samkvœmt skóldsögu Ken Folletts
„Eye of the Needle".
Kvikmyndahandrit: Stanley Mann.
Kvikmyndataka: Alan Hume.
Aðalhlutverk: Donald Sutherland, Kate Nellig-
an, Christopher Cazenove.
Tónlist: Miklos Rosza.
Framleiðandi: United Artists.
Það hefur heldur farið í vöxt á
síöasta áratug eða svo að skáldsögur
þekktra spennusagnahöfunda séu
notaðar viö handritsgerö kvik-
mynda. Nægir þar að benda á marg-
ar helstu skáldsögur Alisters
nokkurs McLean. Ekki hefur þótt
saka að bókin, sem ráðgert er að
endurvinna í kvikmynd, hafi komist í
tölu metsölubóka. Það aö tug-
þúsundir hafi lesið hana hlýtur að
vekja von kvikmyndaframleiöenda
um aö annar eins fjöldi sjái kvik-
myndagerð verksins.
Þessi leið hefur sem sagt verið
talin kjörinn gróðavegur. En hvaö
um gæðin? Þaö verður aö segjast að
misjafnlega hefur tekist að útfæra
spennusögur reyfarahöfunda í kvik-
mynd. Flestar þessara mynda hafa
falliö í gryfju algjörrar meöal-
mennsku, aörar dottiö enn neðar í
viröingarstigann, enda telst það eng-
inn hægðarleikur að vinna kvik-
myndahandrit upp úr spennusögu
sem margir hafa lesið og gert sér at-
burði hennar í hugarlund. Það er
einu sinni svo að bókmenntir og kvik-
myndir eru tveir heldur ólíkir miðlar
semerfitt er að tvinna saman.
Kvikmyndagerð Nálaraugans,
njósnasögu Ken Folletts, sem hér er
til umfjöllunar, er að flestu leyti
hafin yfir meðalmennsku. Svo er að
sjá sem Stanley Mann hafi tekist
bærilega að vinna kvikmyndahand-
rit úr þessari ágætu spennusögu
Folletts. Og ekki verður öðruvísi
tekiö eftir en Richard Marand hafi
auðnast aö leikstýra persónum
sögunnar nokkuð til samræmis við
það sem Follett gerði með stíl-
vopninu.
Fyrir þá sem ekki hafa lesið sögu
Folletts, þá fjallar bók þessi um
örlög Henry nokkurs Fabers, sem er
starfsmaöur bresku jámbrautanna,
þegar heimsstyrjöldin síöari brýst
út. Þrátt fyrir vingjarnlegt útlit og
aö því er virðist eðlilega enska háttu
er hann ekki allur þar sem hann er
séöur. Hann er nefnilega þýskur að
uppruna en hefur einungis dvaliö í
Englandi um nokkurra ára skeið.
Þegar stríðiö skellur á tekur hann aö
sér að njósna um breska herinn fyrir
þjóö sína. Og sem slíkur er hann
nasistum mjög mikilvægur þegar
þeir hefja styrjöld sína.
Eyöileggjandi væri fyrir þá sem
ekki hafa séð kvikmyndina Nálar-
auga aö fylgja söguþræðinum lengur
eftir. Hann líður óhikaö áfram á
hvíta tjaldinu. Ekki beint í mikilli
spennu heldur taktfast og skipulega.
Þannig er atburðarásin í heild sinni
' trúverðug og gæti sem slík hafa gerst
í veruleikanum. Aldrei eru per-
sónumar gerðar yfirnáttúrulegar að
burðum og viti. Þær em aöeins
mannlegar verur sem gegna sínum
skyldum og tilfinningum.
Donald Sutherland leikur hinn
kaldrifjaða og óútreiknanlega
njósnara virkilega vel. Túlkun hans
er yfirveguð og ömgg, sérstaklega
nær hann þeirri manngerð njósnara
; að vera hvort tveggja í senn hrotta-
fenginn og tilfinninganæmur. Þá
verður ekki annað sagt um leik
annarra í myndinni en hann sé
góður. Má þar sérstaklega geta Kate
Nelligan sem leikur móthlutverk
Sutherlands í myndinni. Hún skilar
hlutverki sínu heilsteyptu. Loks er
rétt að benda á samleik þessara
tveggja leikara sem er prýðilegur í
nær öllum atriðum.
Erfitt er að finna sérstakt lýti á
myndinni. Einna helst er það að sum
atriði myndarinnar vilja gerast
heldur langdregin, sumum þeirra
mætti reyndar sleppa að ósekju því
þó að þau hafi verið fyrir hendi í sögu
FoUetts þá gefa þau atburðarás kvik-
myndarinnar lítið sem ekkert gildi.
Á þetta til dæmis við um lokaatriði
myndarinnar. Þegar kvikmyndin er
í raun búin er bætt viö stuttu
velluatriði að því er virðist til þess
eins að undirstrika „happy ending a
'la american stæl”. Slík atriði em ill-
' þolandi í lok vel uppbyggðrar sögu.
-Sigmundur Erair Rúnarsson.
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Félag Húsgagna- og innréttingaframleiðenda:
Uppsagnir framundan
„Málefnum íslensks tréiðnaðar er
svo komið að ef ekki verður gripið til
róttækra aðgerða nú þegar má búast
við fjöldauppsögnum í iðngreininni og
jafnvelstöðvun fyrirtækja.” Svosegir
meðal annars í ályktun sem samþykkt
var einróma á fundi hjá Félagi hús-
gagna- og innréttingaframleiöenda
nýlega.
I ályktuninni segir ennfremur að á-
stæðan fyrir þessu sé meðal annars
óðaverðbólga og aðgerðarleysi stjóm-
valda við að bæta samkeppnisaðstöðu
innlendrar framleiðslu til jafns við er-
lenda keppinauta eftir inngöngu okkar
ÍEFTA.
Skoraöi fundurinn á Alþingi og
stjórnvöld að láta þessi mál til sín taka
því efnahagsvandi þjóðarinnar veröi
vart leystur nema með eflingu
íslenskrar framleiðslu.
-SþS.
Ferðamálaráð:
AGREININGUR UM
NÝJA REGLUGERD
„Það er ekkert launungarmál að
innan Ferðamálaráðs eru skiptar
skoöanir um ýmislegt í sambandi við
þessa reglugerð og hvernig hún skuli
framkvæmd,” segir Heimir
Hannesson, formaður Ferðamálaráðs,
er hann er spurður um afstöðu ráðsins
til reglugerðar þeirrar sem samgöngu-
ráðuneytið gaf út fyrir skömmu um
eftirlit með hópferðum útlendinga hér-
lendis.
„Hins vegar vil ég ekki tjá mig
nánar um smáatriði á þessu stigi
málsins, ” segir Heimir.
Hann lét þess þó getið að efnisatriöi
reglugerðarinnar voru til umræðu við
samgönguráðuneytið. Hann sagðist
reikna með því að einhver niðurstaða
fengist milli ráðuneytisins og Ferða-
málaráðs um framkvæmd reglugerð-
arinnar.
„Eg tel þaö skyldu mína, sem
formanns ráðsins, að sjá til að þessi
mál, sem um ræðir, verði leyst,” segir
Heimir.
-SþS.
Sveitarstjórn Laxárdalshrepps íDölum:
Raforkuverð verði jaf nað
Sveitarstjórn Laxárdaishrepps í
Dölum hefur sent iðnaðarráöherra og
þingmönnum Vesturlands bréf þar
sem vakin er athygli á mismun orku-
verðs eftir landshlutum og tekiö undir
óskir um leiöir til úrbóta.
Þar er bent á aö eölilegt sé að taka
raforkukostnaö inn í dæmið um jöfnun
framfærslukostnaöar þar eð hann sé
svo stór hluti af heildarútgjöldum
heimila og fyrirtækja.
Sveitarstjómin telur að samfara
niðurgreiðslu eða öðmm leiðum til
jöfnunar orkuverðs, verði að fara fram
ítarleg athugun á hvernig megi ná
fram spamaði í framleiðslu og
dreifingu á raforku. Ýmislegt bendi til
aö orkukerfið sé allt of stórt og dýrt og
því sé ýmiss konar spamaður hugsan-
legur.
Minnt er á það meginhlutverk stjóm-
valda að sjá til þess að allir landsmenn
búi við svipuð skilyröi og hafi jafna
möguleika til framfærslu. Ef ekki
verður bmgöist hart viö núverandi
misrétti er fyrirsjáanleg veruleg
byggðaröskun í landinu með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum. -PÁ.
Hagnaður hjá Eimskip 1982
— ífyrsta skipti á 5 árum
Hagnaöur varð af rekstri Eimskipa-
félags Islands árið 1982 í fyrsta sinn sl.
fimm ár. Kom þetta fram á aðalfundi
félagsins sem haldinn var á dögunum.
I ræðu Halldórs H. Jónssonar,
stjórnarformanns félagsins, kom fram
að hagnaðurinn af rekstri varð 7,9
milljónir króna en samt sem áður varð
12% samdráttur í flutningum félagsins
miðaö við 1981. Stjórnarformaðurinn
taldi batnandi afkomu félagsins mega
rekja til mikilla flutninga og góðrar
nýtingar á skipum f élagsins fyrri hluta
ársins og áframhaldandi hagræðingar
og endurskipulagningar á ýmsum
þáttum í rekstri félagsins.
I árslok 1982 rak Eimskip 21 skip.
Þar af á félagið 16 skip en 5 hefur
félagið á leigu.
. -AS.