Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1983. Ólafur Guttormsson er látinn. Hann fæddist á Kársstöðum í Helgafellssveit 9. desember 1919, sonur Guttorms Andréssonar og seinni konu hans Guðrúnar Þorkelsdóttur. Olafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1940. Á stríðsárunum var Olafur túlkur hjá Bretum og síðar Bandaríkjamönnum en síðar hóf hann samstarf viö föður sinn við húsateikn- ingar allt þar til faöir hans lést árið ’ 1958 en síðan í samvinnu við aðra. Einnig starfaði Olafur í mörg ár á teiknistofu borgarverkfræðings. Eftir- lifandi eiginkona hans er Helena Geirs- dóttir Zoéga. Eignuðust þau þrjár dætur. Utför Olafs var gerð frá Foss- vogskapeilu í morgun kl. 10.30. Arnór Kr. Diego Hjálmarsson, fyrrv. yfirflugumferöarstjóri, lést 25. mars. Hann fæddist í Reykjavík 30. mars 1922, sonur hjónanna Hjálmars Diego Jónssonar og Friðgerðar Sigurðar- dóttur. Á stríösárunum var Arnór viö nám og störf hjá breska flughernum, RAF. Jafnframt því lauk hann prófi frá Loftskeytaskólanum, einnig sótti hann framhaldsnám í flugumferðar- stjórn í Bandaríkjunum. Áriö 1955 tók Arnór við störfum yfirflugumferöar- stjóra flugstjórnarmiðstöðvar og flug- tums í Reykjavík. Arnór var einn af forystumönnum Kiwanis-hreyfingar- innar hér á landi og annar forseti klúbbsins Heklu. Hann gerðist einnig félagi í Oddfellow-félagsskapnum. Eftirlifandi eiginkona hans er Guð- finna Vilhjálmsdóttir. Þau eignuöust sjö böm. Otför Amórs verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Rannveig Sigurbjörasdóttir, lést 1. apríl í Sjúkrahúsi Suöurlands. Ragnheiður Guðjónsdóttir, Fornhaga 23, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 15. Elisabet Kristjánsdóttir lést í Borgar- spítalanum þriöjudaginn 5. apríl. Ástríður Eggertsdóttir, Nýlendugötu 19, verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni föstudaginn 8. apríl kl. 13.30. Sigriður Jóhannsdóttir frá Arnarhóli,, Vestur-Landeyjum, Háagerði 13, sem andaöist 29. mars, verður jarðsungin' frá Akureyjarkirkju í Vestur-Landeyj- um föstudaginn 8. apríl kl. 14. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11. Ingibjörg Larsen (fædd Guðmunds- dóttir) frá Akranesi lést að heimili sínu í Kaupmannahöfn 4. apríl. Hjalti Ingvarsson, Reykjahlið Skeið- um, verður jarðsunginn frá Olafsvalla- kirkju laugardaginn 9. apríl kl. 14. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöð- inni kl. 12.30. Sigurmundur Gíslason, fyrrv. deildar- stjóri, lést 29. mars. Hann fæddist 22. febrúar 1913, sonur Gísla Guðmunds- sonar og konu hans, Guðrúnar Einars- dóttur. Sigurmundur lauk kennara- prófi frá Kennaraskóla Islands vorið 1933. Sama vor hóf Sigurmundur störf við Tollgæsluna í Reykjavík. Sigur- mundur gerðist yfirmaður tollaf- greiðslu í pósti. Um áratugi stjórnaði hann þeirri deild Tollgæslunnar. Eftir- lifandi eiginkona hans er Sæunn Friöjónsdóttir. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Utför Sigurmundar verður gerö frá Háteigskirkju í dag kl. 13.30. Lovísa Edvardsdóttir lést 26. mars. Hún fæddist á Hellissandi 29. maí 1913. Foreldrar hennar voru hjónin Edvard Einarsson og Stefanía Kristjánsdóttir. Lovísa giftist ung Oliver Guðmunds- syni, þau áttu saman tvö börn. Þau slitu samvistum. Síðari maður Lovísu var Guðmundur Finnbogason. Þau eignuðust saman fjögur börn, þar af dóu tvö í fæðingu. Guðmundur og Lov- ísa slitu samvistum fyrir allmörgum árum. Utför Lovísu verður gerö frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 14. BETRI LEIÐIR BJÓÐAST: Nýtt lánakeríi fyrir launafólk. Afborganir fari ekki fram úr launaþróun. Viðbótarlán til húsnœðismála. Alþýðuflokkurinn Andlát 'VIDEO' & OPIO ÖLL KVÖLD TIL KL. 23 KVIKMYNDAMARKAOURINN VIDEOKLUBBURINN SKöiavörOustig 19 Rvík. StóftwWI. S. IStaO. S. 35460. Kirkjuvegi 19 Vestm. í Vestmeyjum er opið kl. 14—20 en um helgar kl. 14—18. .VIDEO, í gærkvöldi _____I gærkvöldi Nýju brúðumyndimar vöktu mikla hrifningu Er nauðsynlegt að leika alltaf sama pípiö í útvarpi þegar gert er hlé í eina mínútu, samanber hlé það sem gert var á undan kvöldfréttum? Hvemig væri að leika stutt brot úr góðu lagi? En það fór sem oftar þannig á mínu heimili í gærkvöldi að einungis var hlýtt á sjónvarp þegar útsending þaðan stóð yfir. Verö ég að segja að mjög varð mér hlýtt hugsað til þeirra semstóöu fyrir því að fá stórfínar teiknimynda- seríur til sýningar í sjónvarpi. Það er langt síðan slíku hefur verið hrint í framkvæmd. Daglegt líf í Dúfubæ og þó einkum Palli póstur lofa góðu. Hvern þátt mætti gjarnan endursýna á laugardögum eða sunnudögum. Víða sátu böm límd við skjáinn fast- ar en nokkur Dallasaödáandi um leið og foreldrarnir dáðust að því hvað þau áttu stillt og „fróðleiksfús” böm. Að vanda var margar skemmti- legar ný jungar aö sjá í þættinum Nýj- asta tækni og vísindi. Eitt hjól fyrir hjón sem ætla að skilja. Þau geta set- iö á hjólinu, snúið bökum saman og hjólað hvort í sína átt. Það er ekki öll vitleysaneins! Þættirnir um mannkynið hafa heldur betur vakiö menn til umhugs- unar. Þar er gerður skemmtilegur samanburður á ólíkum lifnaðarhátt- um. Allar eru þarfir mannsins þær sömu, þó að þeir túlki þær á mis jafna vegu. Að mínu mati voru þættirnir í heildmjöggóðir. Að loknu auglýsingaflóði, sem einkum höföaði til kvenfólks, þar sem snyrtivömr voru kynntar í griö og erg, birtist sjálfur J.R. á skján- um, þar sem hann hefur beöið á skurðarborðinu frá því í síðustu viku. Nú er það góði drengurinn hann Bobby sem fær að taka ákvarðanir. Ég sakna þess að sjá ekki fleiri landslagsmyndir í dagskrárlok sjón- varps, það var gaman að geta sér til um hvaðan þær vom. Svo er það spurning til útvarpsmanna í lokin. Hvers vegna er útsending á tali oft- ast mun lægri en á tónlist? Oft em samtalsþættir eöa frásagnir og brot úr lagi leikið öðru hvom. Þá þurfa menn aö sitja við hljóðvörpin tilbúnir að lækka tónlistina en hækka síðan talið þegar það byr jar aftur og er þaö miður. Ragnhildur Ragnarsdóttir. Fundir Kvenfélag Laugarnessóknar Afmæiisfundur félagsins veröur haldinn aö Hótel Esju, II. hæö, fimmtudaginn 7. apríl kl. 19.30. MS félag íslands heldur aöalfund í Hátúni 12, II. hæö, fimmtu- daginn 7. apríl kl. 20.00. Venjuleg aðalfundar- störf, lagabreytingar og önnur mál. Félag íslenskra rithöfunda Fundur til skemmtunar veröur haidinn í FlR aö Hótel Esju, Skálafelli 9. hæö, sunnudaginn 10. apríl 1983 kl. 14. Eftirtaldir höfundar lesa úr verkum sínum: Hilmar Jónsson, Sigurður Guömundsson, Jón Oskar, Stefán Ágúst Kristjánsson, Jón Thorarensen, Steingrímur Sigurösson, Kári Tryggvason, Ævar R. Kvaran. Félagar, fjölmenniö og takið með ykkur gesti — og mætið stundvíslega. Kjörfundur JC Hafnarfjarðar Kjörfundur JC Hafnarfjarðar veröur haldinn í veitingahúsinu Gaflinum Dalshrauni 5, í kvöld fimmtudaginn 7. apríl, kl. 19.30. Gestir fundarins veröa frambjóöendur til embætta varalandsforseta J C hreyfingarinnar. Fundur Frá upplausn til ábyrgðar — betra mannlíf Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík halda almennan hádegisverðarfund um fjölskyldu- mál laugardaginn 9. apríl kl. 12—14 í Valhöll við Háaleitisbraut. Framsögumenn: Sveinn Jónsson viðskiptafræðingur, Birgir Isleifur Gunnarsson alþingismaður, Elin Pálmadóttir blaðamaður og Helga Hannesdóttir læknir. Fundarstjóri, Björg Einarsdóttir skrifstofu- maður. Léttur málsverður verður á boðstól- um, barnagæsla og myndbönd fyrir börnin meðan á fundi stendur. Allir velkomnir. Heimdallur, Hvöt, Úðinn og Vörður. Kosningarfundur hjá Menntaskólanum við Hamrahlíð Kosningarfundur í tveim umferðum verður í kvöld fimmtudagskvöld kl. 20.30. Framsögu- menn verða Bjami Guðmundsson frá Alþýðu- flokknum, Haraldur Olafsson frá Framsókn, Vilmundur Gylfason frá Bandalagi jafnaðar- manna, Friðrik Sophusson frá Sjálfstæðis- flokknum, Olafur R. Grímsson frá Alþýðu- bandalaginu, Ingibjörg Hafstað og Elín G. Ölafsdóttir frá Kvennalistanum. Allir vel- komnir á fundinn. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundur verður haldinn í félagsheimili kirkjunnar fimmtudaginn 7. apríl ki. 20.30. Dagskrá verður fjölbreytt: Einsöngur, Val- gerður Jóna Gunnarsdóttir, frásöguþáttur og nýjar litskyggnur frá starfi móöur Theresu í Kalkútta, kaffi og hugvekja sem séra Karl Sigurbjörnsson flytur. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Kvenfélag Laugarnessóknar Afmælisfundur félagsins veröur haldinn aö Hótel Esju II. hæö í kvöld, fimmtudaginn 7. apríl, kl. 19.30. Kvæðamannafélagið Iðunn heldur fund á Hallveigarstöðum laugardag- inn 9. april kl. 16.00. Athugiö breyttan fundar- tíma. Happdrætti Happdrætti IOGT Dregið hefur verið í happdrætti IOGT til efl- ingar barnastarfi. Eftirtalin númer hiutu vinning: Skíðaferð fyrir tvo að eigin vali að verðmæti kr. 27.000,-nr. 4576 18 vinningar skíðabúnaður á kr. 3000,- hver nr. 143, 439, 522, 3544, 3890, 4574, 5552, 7322, 8496, 9199, 9344, 9510, 9674, 12090, 12339, 13187, 13269,13652, Tilkynningar Allir á bomsum sýnt í Mosfellssveit í kvöld Leikfélag Mosfellssveitar sýnir nýju íslensku revíuna, Allir á bomsum (nema einn!), í Hlé- garöi klukkan 21. í kvöld og síðan laugardags- og sunnudaeskvöld á sama tíma. Leikstjóri er Guöný Haíldórsdóttir. Miöapantanir eru í simum 66195 og 67150. Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudagmn 10. apríl 1. kl. 9. Gengið á skíöum frá Hvalfirði og yfir Kjöl. Verð kr. 200.- 2. kl. 13. Eyrarfjall (460 m) létt ganga. Verð kr. 200,- Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn i fylgdfullorðinna. Ferðafélag Islands Tónleikar í Flensborgarskóla í Hafnarfirði föstudaginn 8. apríl. Fram koma hljómsveit- irnar Haugur, Filharmóníusveitin og Agnes og útvarpið. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og að- gangseyri er mjög stillt í hóf eða kr. 50. Tónleikar í Keflavík Sinfóníuhljómsveit Islands heldur tónleika í íþróttahúsinu í Keflavík í kvöld, fimmtudag 7. april, og hef jast þeir kl. 20.30. Efnisskráin verður sem hér segir: Rossini: forleikur að óp. Rakaranum í Sevilla, Vieuxtemps: Ballaða og pólonesa, Mascagni: Intermezzó úr óp. L’Amico Fritz, Puccini: Aría úr óp. Gianni Schicchi, Puccini: Aría úr óp. La Boheme, Joh. Strauss: Forleikur að óperettunni Sígaunabaróninum, Ámi Thorsteinsson: Vorgyðjan kemur, Josef Strauss: Dynamiden, vals, Lehar: Söngur úr óperettunni Kátu ekkjunni, Joh. Strauss: Donner und Blitz. Stjórnandi tónleikanna verður Páil P. Pálsson, einsöngvari Olöf K. Harðardóttir í forföllum Sieglinde Kahmann en einleikari á fiðlu veröur Unnur Pálsdóttir. Unnur tók burtfararpróf frá Tónlistarskólanum í Kefla- vík vorið 1980 og hefur stundað framhalds- nám í Belgíu síðan og iýkur þar námi að ári. Afmæli 85 ára er í dag Þorgils Guðmundsson, áöur til heimilis að Hafnargötu 123 Bolungarvík, nú vistmaöur í sjúkra- skýlinu í Bolungarvík. Alusuisse: GETUR SAM- ÞYKKT HÆKKUN Alusuisse, eigandi álversins í Straumsvík, getur samþykkt hækkun orkuverðs til Isals náist heildar- samningar um samskipti viö stjórn- völd og framtíðarstööu fyrirtæksins. Frá þessu var skýrt í blaðinu í gær. I fyrirsögn þeirrar fréttar var skotiö inn orði í prófarkalestri, sem breytti merkingu fyrirsagnarinnar á þann veg aö Alusuisse heföi samþykkt orku- veröshækkun. Talsmenn Alusuisse hafa marg- sinnis lýst því yfir aö þeir vilji setjast aö samningaborði með íslenskum stjórnvöldum. Þeir hafa á hinn bóginn haldið því fram aö ásakanir og einhliða kröfur iðnaöarráöherra séu ekki tilefni til samningaviðræöna milli aðila á jafnréttisgrundvelli. -HERB. Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra: Ekki dreifingarstöð nema með reglugerð — málið til athugunar í ráðuneytinu „Nei, þaö þarf reglugerð til aö þetta heildsöluleyfi taki gildi,” sagöi Pálmi Jónsson landbúnaöarráðherra í morgun þegar hann var spurður um hvort veiting Framleiösluráös land- búnaöarins á heildsöluleyfi á eggjum til framkvæmdanefndar Sambands eggjaframleiöenda væri endanleg. Ráöherrann sagði aö menn væru hér aö tala um dreifingarstöö þar sem eggin væru heilbrigðisskoöuö, geymd og stimpluð, síðan fari þau yfir í smá- söluna. Framkvæmdanefndin hefði fengið meömæli framleiösluráös til aö koma þessari dreifingarstöö upp. „Máliö er til athugunar í ráöu- neytinu,” sagði Pálmi, „og ekkert meira um þaö aö segja á þessu stigi.” -JBH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.