Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Qupperneq 38
38 DV. FIMMTUDAGUR 7. APRIL1983. — þegar hand verksmennimir fara um þau höndum Útskurður íhvaltönn Baldur Hermannsson „A star is born, not made”, sögðu þeir í Hollywood í gamla daga, og þetta sþakmæli felur í sér þá staöreynd að til vissra hluta þarf ríkulega, meðfædda hæfileika og án þeirra hrekkur atorkan stundum furðulega skammt. Búhagir voru þeir menn kallaðir til forna á Islandi, sem hagir voru á jám og tré og smíðuðu sjálfir flesta þá gripi sem búið þurfti viö þótt aðstæður væru Tóbaksbaukar eru eftírlætíssmiðisgripir Hjartar Guðmundssonar. Gangvirkin kasta ellibelgnum DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL stundum heldur bágbomar og hörgull á venjulegum verkfæmm. Þessir menn geröu sér hrífur, amboð, koppa og kirnur, sméröskjur, klyfbera, byssur og beislisstengur og þannig mættilengitelja. Skurðhagir menn voru til í öllum sýslum og fyrir þeim var ekki notagildi hlutanna í fyrirrúmi, því þeir voru listamenn að eðlisfari og leituðust viö að gera smíðisgripi sína sem fegursta, hvort heldur það voru trafakefli, kistlar eða rúmfjalir. Fjölmargir útskomir munir á byggðasöfnum landsins sýna berlega hvílíkir snill- ingar þessir menn voru sumir hverjir, og er þaö með hreinum ólíkindum að fæstir þeirra fengu nokkru sinni tilsögn í listinni svonokkru næmi. Klukkurnar köstuðu ellibelgnum Fyrir 55 ámm fæddist sveinbarn nokkurt suður í Flekkuvík á Vatns- leysuströnd. Snemma þótti sveinninn harla lagtækur og það svo mjög að menn fóru til hans meö úr og klukkur sem aðrir höfðu gefist upp við að koma í gang og fór svo oftast að þessi gömlu, lífsþreyttu gangvirki köstuöu elli- belgnum þegar sveinninn fór um þau höndum og gengu síöan bæöi nótt og dag, eins og ekkerthefði ískorist. Hjörtur hét hann, drengurinn, og var Guömundsson. Það var einkum fíngerð smíði sem heillaði piltinn og þegar stundir gáfust frá aðkallandi verkum tók hann upp tálguhnífinn og skar út í tré því auðvitað er það nærtækasti efniviðurinn og einkar þægilegt að vinna með hann. „Það eru svo margar hillurtil" Þrettán ára gamall fór Hjörtur aö stunda sjóinn eins og títt var um drengi á Suðumesjum í þá daga og reyndar ennþá og æ síðan hefur hafið verið honum annað föðurland. Hann er bryti, hefur siglt um flestöll heimsins höf; einnig hefur hann stjórnað búsýslunni á hótelum víðs vegar um landið fýrr og síðar. „Þú ert á vitlausri hiUu, Hjörtur,” sögöu sumir, þegar þeir sáu þá forláta smíðisgripi sem brytinn var að búa til á milli mála. „Það eru svo margar hillur til — á hverri þeirra ætti ég eiginlega að vera?” spurði Hjörtur á móti og þar við sat. Þeir verða ekki lengur taldir, gripimir sem hann hefur smíöaö. Einu sinni bjó hann til eftirlíkingu af heilu þorpi og gaf bróöurdóttur sinni í Ástralíu, sem hann vildi heiðra og gleðja enda verður ekki annaö sagt en telpan hafi vel til þess unnið, því hún hafði náð fyrsta sæti í strangri sund- keppni þar syðra og kunna þó Ástralíu- menn vel að busla í vatni. Bróðurdóttirin varð gjöfinni fegin, kom henni þegar á listmunasýningu og hlauthúnaðsjálfsögðu 1. verðlaun. Þetta litla þorp var skorið út í hval- tönn, sem er býsna erfiður efniviður til smiða en ákaflega fagur, og um þær smíðar Hjartar skulum við einkum fjalla aðþessusinni. Ffíabein noröursins — verður torfengið þegar hvalveiðibannið skellur á Hvaltönnin er fílabein norðursins og þó sumpart göfugra efni ef að er gáð, því að fílstönnin vill upplitast meö aldrinum og glata ljóma sínum, en hvaltönnin þolir öllu betur tímans tönn, ef svo mætti komast að orði, og varðveitir lengur hin upprunalegu lit- brigði. En hvaða hvalir eru það sem leggja Hirti og öörum skurðhögum til þetta ágætis efni til vinnslu? Það er fyrst og fremst búrhvalurinn, eða Búri gamli eins og hvalveiðimennimir kalla hann sín á milli. Að sögn Hjartar era það einungis útlagar frá hjörðinni sem slæðast hingað á norðurslóðir, gamlir tarfar sem era búnir að leggja fram sinn skerf til viðhalds stofninum og hrekjast nú undan yngri törfum og harðskeyttari, burt frá sjafnaryndi hvalkúnna og samfélagi hjarðarinnar. Samkvæmt þessu ætti varla að vera ástæða til þess að amast við veiðum búrhvela, en nú hefur þannig skipast að innan fárra ára skellur á algert bann við þeim, og hvar ætla menn þá aö veröa sér úti um hvaltennur til smíöa? Þeir sem veiðarnar stunda hafa þeg- ar gert sér grein fyrir verðmæti hval- tannanna, og þaö mun vera burtrekstr- arsök að slá eign sinni á þær án sam- þykkis yfirmanna. Hjörtur Guðmundsson hefur gert marga undurfagra gripi úr þessum harögera efnivið, tóbaksbauka, háls- men, eymalokka og hvers kyns líkön og myndir, og vissulega er skarö fyrir skildi ef hann og hans líkar fá ekki lengur aögang aö hvaltönnum til sinna þarfa. Rostungstönn í Borgarkoti Þegar Hjörtur var enn á barnsaldri bar svo til einu sinni að hann var á rölti þar sem heitir Borgarkot suður á Reykjanesi, ásamt bræðram sínum. Sjá þeir þá hvar eitthvað skjannahvítt stendur út úr sjávarbakkanum og kalla þegar til fööur sinn að grennslast eftir hvaða hlutur þetta muni vera. Þetta reyndist vera tönn úr rostungi, ævagömui og líklega allt frá ísöldinni, að dómi þeirra sem gerst þekkja til. Rostungstönn þessi mun nú hggja fyrir á Þjóðminjasafninu, en segja má að fundurinn hafi veriö ákveöinn fyrir- boöi um það sem síöar kom fram hjá Hirti, þótt langur tími liði þar til hann fór að gefa sig aö útskuröi í hvaltenn- ur. Kirkjugarðar dýranna Rostungur mun vera alfriðaður víð- ast hvar um veröldina og þýðir ekki að renna vonaraugum til hans um efnivið í eyrnalokka og tóbaksbauka, en þó munu vera til þeir staðir þar sem upp kemur úr jörðu mikill fjöldi rostungs- tanna og heldur kominn til ára sinna. „Þetta eru leifar rostunga frá fyrri tímaskeiöum,” sagði Hjörtur. „Því er þannig fariö með hann, eins og sæfílinn og mörgæsina, að hann leitar á vissa staði til þess að deyja; þessir staðir eru nokkurs konar kirkjugarðar þess- ara dýra óg þegar þau finna dauöann nálgast fara þau þangað til þess að sofna svefninum langa. Það er eðlis- hvötin sem stýrir þessum gerðum dýr- anna, þeim finnst einhver hreinsun í þessu og fara stundum langar leiöir til þess að komast á þessa staði. Og þess má geta að einn slíkur stað- ur er einmitt í Hvalfirði, enda lætur að líkum að þar hafi til foma ýmsar hval- skepnur haldiö til og fjöröurinn síðan dregið nafn sitt af þessum stórvöxnu spendýrum s jávarins. Ekki er tryggt að vinna hvaltennur i rennibekk, nema þé tíl þess að bora þær innan, þviað efnið er svo hart að þær vilja splundrast við átökin. Þessi listagripur er unninn úr afriskum ibenholtviði, silfri og hvaltönn. í tunnunnimá geyma tannstöngla, eldspýtur eða hvað annað sem vera skal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.