Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Blaðsíða 39
DV1FIMMTUDAGUR 7. APRÍL1983.
39
DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL
„Hvaltönn er eins
og lifandi skepna
— og hún verðurað
fá ráðrúm til að
deyja, segir
hagíeiksmaðurinn
Hjörtur
Guðmundsson
Norrænir menn skáru út í tré til
f orna svo snilldarlega aö ekki hafa aör-
ir eftir leikiö og jöröin hefur skilað okk-
ur seinni tíma mönnum ótölulegum
fjölda slíkra dýrgripa. Þá voru margir
afburöahagir á járn, gull og silfur en
þess mun óvíða getiö aö menn hafi
skorið út í hvaltennur; þó mun ög-'
mundur biskup Pálsson hafa látiö
skuröhaga menn gera sér lúöra úr
rostungstönnum en ekki kann ég fleiri
dæmi úr sögunni um smíöisgripi úr
þessum einstaklega fallega efnivið.
Fyrir einum átta árum réöst Hjörtur
Guðmundsson til matreiöslu á hval-
veiöibátum og gegndi þeim starfa í
fimm sumur. Safnaöi hann þá hval-
tönnum og fór aö dunda viö aö skera
þær til og uppgötvaöi fljótt aö þarna
var viðfangsefni sem útheimti mikla
elju og þolinmæöi, en veitti jafnframt
snjöllum mönnum ríkulega í aðra hönd
ef rétt var aö verki staðið.
Frumstæðar aðferðir
og skemmti/egar
„Ég var því vanastur aö skera í tré,”
sagði Hjörtur, „og þetta voru voðaleg
viðbrigði, eins og nærri má geta, því aö
hvaltönnin er svo miklu haröara efni
og fer í hana meiri vinna og lengri tími.
En ég var meö messastráka til þess aö
annast uppvaskiö svo aö ég fékk oft
stund og stund á milli máltíða og var
Lýsandi viti, unninn ur fiiabeini
norðursins.
þá aö skera þetta inni á herbergi, ýmsa
muni sem strákamir um borð báöu
mig aö gera, svo sem íþróttamerki og
annaö smálegt.”
— Hvaöa verkfæri gastu notað?
„Ég notaði þá eingöngu þjalir og svo
fínt sporjám til aö pikka meö og
snyrta. Þetta vom mjög frumstæðar
aðferðir en þaö var líka hálfu
skemmtilegra aö vinna þetta fyrir vik-
iö.”
— En er ekki hægt að nota renni-
bekkinn þann arna til þess aö slípa og
pússa?
„Þaö er nú varasamt því aö efnið er
svo geysilega hart og hreinlega
splundrast í rennibekknum. En ég nota
hann til þess að bora tönnina aö innan
þegar ég er aö búa til tóbaksbauka.
Mér finnst gaman að búa til bauka —
það em þess háttar munir sem eru aö
hverfa smám saman úr daglegri notk-
un og mönnum finnst til um aö eiga
slíkarmenjarfyrri lífshátta.”
tekur hana heilt ár aö ryðja sig og okkur mennina — hár og skegg heldur
deyja. Fyrir þann tíma þýöir ekki að áfram að vaxa í viku eða lengur eftir
smíða úr henni. Þetta er eins og meö aðviödeyjum.”
Tönnin lifir!
— Hvaö ertu lengi aö klára einn
bauk?
„Svona vikutíma, allt eftir því
hvernig stundir gefast til aö sinna hon-
um. En þaö er mikilvægt aö leyfa tönn-
inni aö eldast áöur en maður fer að
vinna meö hana. Einu sinni var ég bú-
inn aö smíöa rosalega fallegan bauk —
en, BANG!, einn daginn heyröi ég
háan hvell og þar lá hann, sundur-
sprunginn og gerónýtur.”
— Hvaö er æskilegt að tönnin sé orö-
in gömul þegar maöur fer aö vinna
hana?
„Minnsta kosti ársgömul. Hvaltönn
er nánast eins og lifandi skepna og þaö
Myndir BH.