Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1983, Síða 40
40
DV. FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1983.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
lega. Höfuðandstæðingur hans,
brennivínið, sá þó við honum og
brá honum i lokin.
Það þarf sterk bein til að þola góða
daga. Velgengni„litla fuglsins"sté
honum til höfuðs. En það var á
fleiri sviðum en i knattspyrnunni
sem hann lét til sin taka. Hann eign-
aðist nitján börn.
NÆR
ÚTI-
LOKAÐ
ÞÓTTI
AÐ
HEMJA
Umkringdur blómum lá hann á likbörum i Rio de Janeiro, þar sem þúsundir knattspyrnuáhugamanna
syrgðu hann.
„LITLA FUGLINN”
brennivínið gerði
það þóaðlokum
„Mér er fyrirskipað af lífvörðum
mínum að hreyfa mig sem mest á
sviðinu,” segir Barbra Streisand.
Margir af frægustu Hollywoodurum
lifa nú í ótta við árásarmenn og mann-
ræningja.
Einn þeirra er söngkonan kunna
Barbra Streisand. Hún segir um þessi
mál: „Þegar ég er á konsert, er mér
fyrirskipað af lifvörðunum mínum að
halda áfram aö hreyfa mig á sviðinu ef
uppkoma einhveróvænthlé.
Með þessu segja þeir að bandóðir
byssumenn, sem gætu leynst á meðal
áhorfenda, eigi miklu ver með að hitta
mig.”
Goidie Hawn: „Og hann hringir jafnt'
að degi sem nóttu. Rödd hans er
agaleg..
Leikarar í Hollywood
Og Barbra hef ur ekki lokiö máli sínu.
„Það er varla til sá leikari í Hollywood
sem ekki er plagaður af hræðslu um að
fá upphringingar frá morðingjum eöa
snarvitlausum mönnum, sem eru til í
að láta til skarar skríða.”
Goldie Hawn lifir einnig í ótta. „Mér
bregður alltaf jafnmikið þegar einhver
hringir óvænt í mig,” segir Goldie.
„Málið er nefnilega það að ákveðinn
maður hefur hringt í mig nokkuð lengi.
Og það er sama þó að ég skipti um
númer, hann grefur þau alltaf upp. Og
Leikarinn Larry Hagman lifir í ótta við
að einhver vilji drepa JR. Hann gengur
því um í skotheldu vesti.
hann hringir jafnt aö degi seni nóttu.
Rödd hans er agaleg, nánast eins og
hjá djöflinum sjálfum. Hann segir
alltaf það sama: „Ég vil þig. Eg ætla
að drepa þig.”
Dallasmaðurinn frægi, Larry
Hagman, sjálfur JR, gengur alltaf um
í skotheldu vesti. „Imynd min í Dallas-
þáttunum er þannig að margir vilja
hana feiga þó að ég viti auðvitaö aö
allir sjá að ég er að leika. En það er
aldrei að vita til hvers fólk getur gripið
og því geng ég í vestinu. Ég verð að
verjamig.”
„Garrincha, Garrincha,” hrópuðu
aðdáendurnir. Þeir gátu aldrei leynt
hrifningunni á knattspyrnustjörn-
imni sinni. Og þeir Ieyfðu sér líka aö
láta gleði sína í ljós.
Hans rétta nafn var Manuel
Francisco dos Santos. Auk Garrincha-
nafnsins var hann einnig kallaður
litli fuglinn. Hann gat alls staðar
smogiö í gegn hjá andstæðingum
sínum á knattspyrnuvellinum, og
nær útilokað þótti að hemja hann. Að
lokum var hann þó haminn. Það
gerði maðurinn með ljáinn.
Garrincha fæddist í Brasilíu og það
var auðvitaö fyrir það land sem hann
spilaði knattspyrnu. Heimsmeistari
varð hann í íþróttinni 1958 og 1962.
Þegar hann lést í janúar síðast-
liönum var hann 49 ára að aldri.
Dánarorsökin var drykkjuskapur.
Þessum fyrrum knattspyrnusnillingi
þótti ávallt sopinn góður, eins og sagt
er, og það kom honum jú líka í koll.
Leikni hans á knattspyrnuvell-
inum þótti með ólikindum. Annar
fótur hans var 4 sentímetrum styttri
en hinn. Og þá var Garrincha hjól-
beinóttur með afbrigðum. Þetta
hafði samt engin áhrif, slíkir voru
hæfileikar hans.
Sem barn var Garrincha áhrifa-
gjarn. Sagt er að vinum hans hafi
gengið auðveldlega að fá hann í hin
og þessi lætin. Garrincha var alltaf
tu.
En það var á fleiri sviðum en
knattspymunni sem litli fuglinn lét
til sín taka. Nítján börn skildi hann
eftir sig. Það tiunda eignaðist hann
níu mánuðum eftir heimsmeistara-
keppnina í Stokkhólmi, með söng-
konu á næturklúbbi.
Áður en yfir lauk var eiginkonan
farin og flaskan fékk sífellt meiri
sess. Síðustu árin liföi hann í lok-
uðum heimi.
Hann átti ætíð mikið af vinum og
sumir þeirra réttu honum hjálpar-
hönd á siöustu árum með því að taka
hann að sér. En honum tókst ekki að
sigrast á flöskunni og því fór sem fór.
Hann lést á sjúkrahúsi í Rio de
Janeiro og flestir sem muna hann
sem stjörnu syrgja hann enn. „Það
er slokknaö á einni stjörnu,” segja
þeir i sorg sinni.
Lifa í stöðugum ótta