Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR18. APRlL 1983.
íþróttir
íþróttir
íþrótt
Ragnar aftur
til Keflavíkur?
—það verður Ijóst um miðjan maí, sagði Ragnar Margeirsson
Magnús Bergs skoraði gegn Antverpen
Ragnar Margeirsson.
Frá Kristjáni Bernburg — fréttamanni
DVíBelgíu:
— Þaö mun koma í ljós um miðjan
maí hvort ég verö áfram hér í Belgíu
eða hvort ég held heim og leik meö
Keflvíkingum, sagöi Ragnar Mar-
geirsson eftir aö CS Brugge haföi lagt
Lokeren að velli 3—0 í Brugge. — Ég
hef fengiö lítið að reyna mig meö CS
Brugge — og maður getur lítið sýnt
þegar maður fær aðeins að vera inni á í
10 mín. í leikjum, sagði Ragnar.
Ragnar sýndi góöa spretti þegar
hann kom inn á — hefur næmt auga
fyrir spili og hann lagði upp síðasta
mark CS Brugge og þá var hann einnig
óheppinn að skora ekki mark. Sævar
Jónsson lék inni á allan leikinn og átti
hann skalla sem skall á stönginni á
markiLokeren.
Lokeren lék án átta fastamanna og
' þar af fjögurra landsliðsmanna. Amór'
Guðjohnsen lék ekki með Lokeren.
Pétur Pétursson og félagar hans hjá
Antwerpen sóttu nær látlaust að marki
Tongeren en þeim tókst ekki að skora
nema tvö mörk og skoraöi hinn efnilegi
Cnops bæði mörkin. Magnús Bergs
náði að minnka muninn fyrir Tongeren
þegar tvær mín. voru til leiksloka —
skoraði þá með faílegum skalla frá
markteig.
Lárus Guömundsson og félagar hans
hjá Waterschei töpuöu enn stórt — nú
fyrir Seraing 0—3 á heimavelli og er
greinilega þreyta komin upp hjá leik-
mönnum Waterschei, sem eru flestir
áhugamenn. Aðeins fjórir atvinnu-
menn leika með liöinu og er Lárus Guð-
mundsson einn þeirra.
Baráttan um meistaratitilinn stend-
ur á milli Anderlecht, Standard Liege
og Antwerpen.
Anderlecht 29 18 7 4 69-30 43
Standard 29 18 6 5 68-31 42
Antwerpen 29 18 5 6 46—27 41
-KB/-SOS
Magnús Bergs — skoraði gott
mark.
Kylfingamir fóra vel af stað
—á Chantylli-vellinum í París
íslensku kylfingarnir sem þátt tóku i
golfmótinu mikla á Chantylli golfvell-
inum í París í Frakklandi um helgina
gekk þar vonum framar. Var þetta
þeirra fyrsta golfmót á árinu en flestir
þeirra hafa varla snert golfkylfu síðan
keppnistímabilinu lauk í september í
fyrra.
I mótinu tóku þátt á annað hundrað
kylfingar frá níu löndum og voru ís-
lensku kylfingamir vel í miðjum hópn-
um en allir sem þarna kepptu voru
meö 3 eða minna í forgjof.
Þeir Oskar Sæmundsson GR, Gylfi
Kristinsson GS og Magnús Jónsson GS
náðu besta árangri tslendinganna á
mótinu. Léku þeir 36 holumar á 160
höggum hver. Árangur einstakra varð
annarsþessi:
Öskar Sæmundsson, GR 84—76=160
GylfiKristinsson.GS 81—79=160
Magnús Jónsson, GS 84—76=160
Sigurður Pétursson, GR 84—78=162
RagnarOlafsson.GR 84—85=169
SigurðurHafsteinsson,GR 86—83=169
SigurðurSigurðsson, GS 89—81=170
Björgvin Þorsteinsson, GA 81—95=176
Geir Svansson, GR 90—96=186
Þeir Björgvin og Geir léku hálfgert
„sprengjugolf” síðari daginn — spil-
uðu ágætlega á milli en iéku síðan eina
og eina braut á 9 og 10 höggum.
Keppni þessi var fy rst og fremst far-
in sem æfingaferð og söfnuðu piltarnir
sjálfir fyrir ferðinni. Evrópumót
karlalandsliða fer fram á þessum
sama velli í júní nk. og verða sjálfsagt
einhverjir úr þessum hópi í 6 manna
liði Islands þar. Var þetta því góð æf-
ing fyrir þá og mjög mikilvægt að hafa
séð og leikið völiinn þegar að þeirri
keppnikemur.
Ekki skemmdi heidur fyrir að John
Nolan golfkennari var með þeim í ferð-
inni og gat hann sagt þeim til og leið-
rétt ýmsa galla sem jafnan koma fram
þegar menn byrja að spila aftur eftir
langa hvíld. -klp-
Matthias Á. Mathiosen
SELTJARIMARNES
Salome Þorkelsdöttir
Bragi Michaolson
Sigurgeir Sigurðsson
Magnús Erlendsson.
Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Seltjarnarnesi
þriðjudaginn 19. apríl kl. 20.30 í félagsheimilinu. Frummæl-
endur eru Matthías Á. Mathiesen alþm., Salome Þorkels-
dóttir alþm., Bragi Michaelson framkvstj. og Sigurgeir
Sigurðsson bæjarstjóri. Fundarstjóri er Magnús Erlendsson,
forseti bæjarstjórnar.
Að loknum framsöguræðum verða fyrirspurnir eftir því
sem tími leyfir.
FULLTRÚARÁÐ
S JÁLFST ÆÐISFÉLAG ANIM A
Á SELTJARNARNESI.
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN Á SELTJARNARNESI
Rön
3000
KRÓNURÚT
Philips frystikistur.
260 OG 400 LÍTRA.
ÓSVIKINN
GÆÐINGURl
DBS TOURING
10 gíra kven- og
karlmanns/lokaöar
skálabremsur
íslensk framleiðsla
fyrir íslenskar
aðstæður
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT8
SÍMI 84670