Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Blaðsíða 5
24
DV. MÁNUDAGUR18. APRIL1983.
DV. MÁNUDAGUR18. APRlL 1983.
25
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Þórdis Edvald
Skiptu gullun-
um bróðurlega
Indriöi Björnsson varö sigurvegari í einliöaleik á
íslandsmeistaramótinu í badminton 16—18 ára
unglinga. Indriði vann Pétur Hjálmtýsson 17—14 og
17—15. Þeir Úlafur Ingþórsson og Indriöi uröu síðan
meistarar í tvíliðaleik er þeir lögöu Pétur og Snorra
Ingvarsson aö velli 17—15,15—18 og 15—13.
Olafur og Elísabet Þórðardóttir urðu sigur-
vegarar í tvenndarleik. Unnu Þórdísi Edvalds og
Indriöa í úrslitaleik 15—10 og 15—7.
Þórdís varö sigurvegari í einliöaleik stúlkna. Hún
vann Elísabetu í úrslitaleik 12—10 og 11—3. Þær
stöllur urðu síðan sigurvegarar í tvíliðaleik er þær
unnu Ingunni Viöarsdóttur og Elínu H. Bjama-
dóttur í úrslitaleik 15—1 og 15—4. Eins og sést á
úrslitunum fengu Þórdís, Elísabet, Indriöi og Oiafur
öll tvo gullpeninga. Þannig að þeim var skipt
bróðurlega. -SOS.
Laval úr leik
— ífrönsku bikarkeppninni
Kari Þóröarson og félagar hans hjá Laval voru
slegnir út úr frönsku bikarkeppninni á föstudaginn
er þeir töpuöu 2—4 fyrir 2. deildarliðinu Guingamp í
vítaspyrnukeppni, eftir að liöin höföu skilið jöfn, 0—
0, eftir venjulegan leiktima og framlengingu.
Nantes vann öruggan sigur, 4—0, yfir Bordeaux.
Þau lið sem eru komin í 8-liða úrslit frönsku bikar-
keppninnar eru: Nantes, Guingamp, París St.
Germain, Martigues, Brest, Rouen, Tours og
Recing París. -SOS.
Mörk Víkings
Mörk Víkings í úrslitakeppninni skiptust þannig
milli leikmanna Víkings.
Þorbergur Aðalsteinsson 62/16, Sigurður
Gunnarsson 59/12, Viggó Sigurösson 49/9, Guö-
mundur Guðmundsson 26, Hilmar Sigurgíslason 24,
Ölafur Jónsson 21, Steinar Birgisson 18, Páll
Björgvinsson 13, Árni Indriðason 2 og Einar
Jóhannsson 1. -hsim.
Silfurverð-
laun íFæreyjum
— Svíar Noiðurlandameistarar
íhandknattleik pilta
Islenska piltaliðiö í handknattleik tryggöi sér
annað sætiö á Norðurlandamótinu, sem háö var í
Færeyjum. Island vann Noreg 22—19 í síöasta leik
sinum á mótinu í gærkvöld. Hlaut sex stig. Svíar
unnu Dani í gærkvöldi og uröu Norðurlanda-
meistarar. Unnu alla leiki sína og hlutu 10 stig. Þá
kom island með 6 stig. Norðmenn uröu í þriðja sæti
með 5 stig. Finnar fjóröu meö sömu stigatölu. Danir
í fimmta sæti meö 4 stig og Færeyingar ráku
lestina. Hlutu ekkert stig.
Urslit í einstökum leikjum.
Föstudagur
island—Færeyjar 33-17
Finnland—Danmörk 20—19
Svíþjóö—Noregur 22-12
Laugardagur
Danmörk—Færeyjar 32-9
N oregur—Finnland 17-17
Svíþjóð—Island 25-20
Laugardagskvöld
Island—Finnland 23-21
Svíþjóö—Færeyjar 40-14
Noregur—Danmörk 23-16
Sunnudagur
Danmörk—Island 26-22
Svíþjóö—Finnland 29-19
Noregur—Færeyjar 34-9
Met Víkinga—4. Islands-
meistaratitillinn í röð
Víkingur tryggði sér Islandsmeist-
aratitilinn f jóröa áriö í röð, þegar liðiö
sigraði Stjömuna 24—18 í Laugardals-
höllinni í gærkvöld. Ömggur sigur en
spennan var þó miklu meiri í leiknum
en lokatölumar gefa til kynna. Víking-
ar byrjuðu mjög vel. Náðu fimm
marka forustu, 7—2, eftir fimmtán
mínútur en Garöbæingar gáfust ekki
upp. Böröust eins og ljón og tókst aö
minnka muninn niöur í eitt mark. En
Viggó Sigurðsson tók þá tU sinna ráöa.
Skoraði hvert markiö á fætur ööm og
dreif félaga sína áfram með stórleik
sínum s vo sex marka munur var í lokin.
Víkingar voru mjög gkveðnir í byrj-
un. Eftir aö Stjarnan skoraöi fyrsta
markiö komu fjögur mörk Víkinga í
röö, 4—1, og eftir 15 min. var staöan 7—
2. Þó höföu Víkingar átt nokkur
stangarskot. Eftir þaö fór Stjarnan aö
minnka muninn, leikmenn liösins börö-
ust af krafti og hvattir af áhorfendum
«ins og þeir væru aö berjast um meist-
aratitilinn. Auövitaö vel studdir af sín-
um áhorfendum en einnig KR-ingum
og FH-ingum.
Staðan var 11—8 fyrir Víking í hálf-
Viggó Sigurðsson kominn í dauðafæri í leiknum f gærkvöldi og skorar eitt af átta mörkum sínum gegn Stjömunni.
DV-mynd Friðþjófur.
Sex gullpeningar
unnust í Kirkenes
—á Kalott-keppninni í sundi, sem fór þar f ram um helgina
— Þetta gekk nokkuö þokkalega en
álagiö var mikiö á krökkunum þar sem
hópurinn var fámennur og krakkarair
þurftu því að keppa í mörgum grein-
um, sagöi Guðmundur Haröarson
sundþjálfari í stuttu spjalli viö DV, eft-
ir Kalott-sundkeppnina sem lauk í
Kirkenes í Noregi í gær. Islensku
strákarnir vom sigursælir — fengu sex
gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun í
þeim tólf greinum sem keppt var í.
Eövarö Evardsson varð sigurvegari
í 100 m baksundi á 1:01,7 mín., sem er
nýtt piltamet og Kalott-met og hann
varö einnig sigurvegari í 200 m bak-
sundiá2:15,lmín.
Tryggvi Helgason varö sigurvegari í
lOOm bringusundi á 1:08,1 mín. og 200
m bringusundi á 2:30,6 mín. Ámi
Sigurðsson varö annar 1 sundinu á
2:32,3 mín.
Ingi Þór Jónsson varð sigurvegari í
100 m flugsundi á 59,1 sek og annar
varð Tryggvi Helgason á 1:00,6 mín.
Ingi Þór jafnaöi Islandsmetiö og setti
Kalott-met.
Strákamir uröu sigurvegarar í
4X100 m fjórsundi á 4:05,3 mín. I sveit-
inni voru Eðvard, Tryggvi, Ingi Þór og
Þorsteinn Gunnarsson.
Ragnar Guðmundsson setti piltamet
í 400 m skriösundi á 4:21,6 mín. Ragnar
og Eövard hafa náö lágmörkum fyrir
Evrópumeistaramót unglinga, sem
veröur í Frakklandi í ágúst.
‘ Guörún Fema Ágústsdóttir varö önn-’
ur í 200 m bringusundi og þriöja í 100 m
bringusundi.
Finnar unnu keppnina — hlutu 265
stig, Svíar voru í öðru sæti meö 209,5
stig, Norðmenn í þriöja sæti meö 185
stig og ísland í fjóröa sæti með 167,5
stig. Islensku strákarnir urðu sigur-
vegarar í karlagreinunum.
-SOS
Hrútleidinlegur
leikur KR og FH
—KR-ingar rassskelltu FH-inga í lokaleiknum, 26:19
KRogFH léku í gærkvöldi síðasta
leikinn í íslandsmótinu í handknattleik
og jafnframt án efa þann leiöinlegasta.
Lokatölur 26—19 fyrir KR og staðan í
leikhlei 10—5 eiimig fyrir KR.
Þaö var auövitaö mál fyrir leik þenn-
an aö hann yröi ekki bara leiðinlegur
heldur hrútleiðinlegur. Víkingur haföi
tryggt sér íslandsmeistaratitilinn í
leiknum gegn Stjörnunni á undan og
leikur KR og FH því þýöingarlaus.
Þaö var líka greinilegt strax í byrjun
og þaö eina sem bjargaö manni frá því
að sofna voru ýlfrin í flautum dómar-
anna. Leikurinn sjálfur ein allsherjar
endaleysa og þá sérstaklega hjá FH-
ingum sem hafa ekki í annan tíma leik-
iö verr en í gærkvöldi.
Markhæstur og einna frískastur var
Gunnar Gíslason en hann skoraöi 7
mörk. Stefán Halldórsson skoraöi 6 og
Guömundur Albertsson 5. Alfreö Gísla-
sonskoraði4mörk.
Einna skástúr FH-inga í leiknum var
Hans Guðmundsson en hann skoraði 5
mörk. Þeir Guömundur Magnússon og
Kristján Arason skoruöu 3 mörk hvor.
leik og þaö fór aö fara um fjölmarga
stuðningsmenn liösins, þegar Stjarnan
minnkaði muninn í eitt mark, 13—12.
En nær komust Garöbæingar ekki.
Fjórum sinnum eins marks munur,
15—14,16—15 og 17—16 en fjögur mörk
Viggós breyttu stööunni í 20—17 fyrir
Víking. Á eftir fylgdu tvö mörk Ola
Jóns og eitt frá Guðmundi fyrirhöa
Guðmundssyni, 23—17 og Víkings-
sigurinn í höfn. Oft góöur leikur hjá
Víkingum en talsvert sveiflukenndur
og Stjörnumenn böröust vel þótt þeir
heföu aö engu aö keppa.
Mörk Víkings skoruöu Viggó 8/1,
Þorbergur 5/1, Guðmundur 3, Olafur 3,
Hilmar 2, Siguröur 2 og Árni eitt. Mörk
Stjörnunnar. Eyjólfur 5/4 en hann var í
strangri gæslu Páls Björgvinssonar
allan leikinn. Eggert 4, Guðmundur
Þóröarson 3, Magnús Teitsson 2,
Magnús Andrésson 2, Guðmundur
Oskarsson og Björgvin Elíasson eitt
hvor. Dómarar Rögnvaldur Erlings og
Stefán Arnaldsson. Bæði Uö fengu 4
vítaköst. Fimm sinnum var leikmönn-
um Stjörnunnar vikið af velli, sjö sinn-
um leikmönnum Víkings en leikurinn
var þó ekki eins haröur og þetta gefur
til kynna. hsím.
Mérgenguroftbest
þegar spennan er mest
— sagði Viggó Sigurðsson
„Þetta er dásamleg stund. Ég sé
ekki eftir aö hafa farið í Viking aftur
eftir aö ég kom frá Þýskalandi — verið
stórkostlegur tími meö Bogdan
Kowalczyk. Hann er snillingur.
Ég er ánægður meö leikinn við
Stjörnuna. Mér hefur oft gengiö best
þegar spennan er mest,” sagði Viggó
Sigurðsson eftir leik Víkings og Stjöra-
unnar. Hann átti frábæran leik meö
Víking í gærkvöld. Skoraði átta mörk í
leiknum, þar af fjögur í röö, þegar
Stjarnan haföi minnkað muninn i
leiknum í eitt mark. hsím.
Tuttugu stiga
sigur á Dönum
— og íslenska liðið hafnaði í 3. sæti á Polar Cup
íslenska landsliðið í körfuknattleik
hafnaöi í þriðja sæti á Norðurlanda-
mótinu í körfuknattleik sem fram fór í
Svíþjóð um helgina. Þrátt fyrir aö liöiö
léki mjög góða vöm gegn Finnum
fyrsta leik mótsins tapaðist sú viður-
eign, 49—65, eins og leikurinn viö Svía,
en lokatölur þar urðu ljótar, 50—96,
sem er eitt versta tap landsliðsins gegn
Svíum í langan tima.
Þriöji leikurinn var gegn Noregi og
öllum til mikillar gremju unnu Norö-
menn, 74—67, og er ár og dagar síðan
viö höfum legið fyrir Norömönnum.
Til þess aö bjarga andliti sínu og
auk þess aö lenda í þriöja sæti á mótinu
varö íslenska landsliðið því aö sigra
Dani í síöasta leik islenska liðsins í:
gær. Þetta var besti leikur íslenska
liösins og Danir steinlágu, 75—55
fyrirísland.
Þrátt fyrir aö íslenska liðið hafi náð
þriöja sæti er ekki hægt að vera ánægö-
urmeðleikiliðsins.
Gestgjafarnir Svíar uröu Norður-
landameistarar en stóöu sig þó ekki
jafn vel í símanúmeramálum gagn-
vart fjölmiðlum. Allur listi sá sem
þetta blaö fékk var meira og minna vit-
laus og náöist ekki í íslenska liöiö í gær
frekar en fyrri daginn.
-SK.
Áhugaleysið í
fyrsta sætinu
—þegar KR vann Stjörnuna 27:20
Einn daprasti leikur úrslitakeppn-
innar í handknattleiknum sem fram
hefur farið í allri keppninni var tví-
mælalaust leikur KR-inga og Stjörau-
manna úr Garöabæ sem leikinn var á
laugardag. Gjörsamlega áhugalausir
KR-ingar fóm þar með sigur af hólmi
og sigraöu með 27 mörkum gegn 20 eft-
ir aö staðan í leikhléi hafði verið 13—10
KRívil.
Tap KR-inga gegn Víkingum var
greinilega ofarlega á baugi í hugum
margra leikmanna liðsins þegar leik-
urinn gegn Stjömunni hófst. Leikmenn
liösins áhugalausir og greinilega hund-
leiðir orönir á handknattleik. Og sama
er hægt að segja um leikmenn Stjöm-
unnar sem voru algerlega skaplausir.
Ef þeir heföu nennt að hafa fyrir hlut-
unum í þessum leik gegn áhugalausu
KR-liöi heföi Stjaman sigraö í þessum
leik.
En svo var ekki.Leikurinn var jafn
lengst af fyrri hálfleik eöa upp í 9—9.
Þá tók Alfreö Gíslason, einn besti
maöur KR i leiknum ef hægt er aö
segja svo, sig til og skoraði fjögur
mörk í röö fyrir KR en Stjaman skor-
aði síðasta mark hálfleiksins og staöan
því 13—10 í leikhléi KR í hag.
Um síðari hálfleikinn er óþarfi aö
hafa mörg orö. Hann var keimlíkur
þeim fyrri og áhugaleysið í 1. sæti hjá
leikmönnum beggja liöa. En þaö var
samt ekki fyrr en á lokamínútum
þessa leiðinlega leiks sem KR-ingar
juku viö forskot sitt og sigurinn í lokin,
27—20, var sanngjarn.
Markahæstir hjá KR voru þeir
Alfreö Gíslason og Anders Dahl Niel-
sen sem skoruðu 6 mörk hvor en Gunn-
ar Gíslason skoraöi 5.
Hjá Stjörnunni var Eyjólfur Braga-
son aö venju markhæstur en aö þessu
sinni skoraði hann 7 mörk.
Leik þennan dæmdu þeir Björn
Kristjánsson og Olafur Haraldsson og
dæmdu þeir félagar vel. -SK.
Pálmi Jónsson, sem átti stórleik með FH-liðinu, skorar eitt af mörkum sinum gegn Víking.
DV-mynd Friðþjófur.
FH-ingar hleyptu aftur
spennu í úrslitakeppnina
—unnu auðveldan sigur á Víkingum á laugardag 24:21
FH-ingar settu aftur spennu í úr-
slitakeppni Islandsmótsins þegar þeir
unnu ótrúlega auöveldan sigur 24—21
á Víkingum í Laugardalshöllinni á
laugardag. FH lék mjög yfirvegað í
leiknum en ekki er hægt að segja það
sama um Víkinga. Tólf mínútna kafli í
lok fyrri hálfleiksins varö þeim þó
öðra fremur að falli. Þá ekki heil brú í
leik liðsins, hvort um var að kenna
taugaspennu eða öðru, en Víkingar
þurftu eitt stig úr leiknum til að
tryggja sér Islandsmeistaratitilinn.
Knötturinn hvað eftir annað gefinn
beint til FH-inga, sem branuðu upp og
skoruðu. Staðan breyttist úr 8—8 í 12—
8 og Víkingar gátu ekki einu sinni skor-
að þó þeir væra þremur fleiri um tíma.
Maður átti erfitt með að trúa því að
þetta væru sömu leikmenn og léku svo
snilldarlega kvöldinu áður gegn KR.
Fjögurra marka munur í hálfleik
fyrir FH og FH hélt vel sínum hlut í síð-
ari hálfleiknum.
Geir Hallsteinsson, þjálfari FH, lét
leikmenn sína taka þá Þorberg Aöal-
steinsson og Viggó Sigurðsson úr um-
ferö frá byrjun og þaö reyndist vel eins
og leikurinn þróaöist. Fjögurra
manna vörn FH var mjög sterk, gaf
aldrei eftir, og Haraldur Ragnarsson
snjall í marki. Átti mestan þátt í því í
lokin aö Víkingum tókst ekki aö
minnka muninn. Þaö var ekki fallegur
handknattleikur sem sást eins og oft-
ast þegar þessari leikaðferð er beitt.
Mikil átök og leikurinn þróaðist í eina
allsherjar flaututónleika dómaranna..
Endalaus aukaköst og mörgum leik-
mönnum úr báöum liöum vikið af velli
því Víkingar voru auövitaö einnig
haröir í vöminni. Ungu strákarnir í FH
héldu höföi í látunum en þaö geröu hin-
ir leikreyndu leikmenn Víkings ekki.
Furöuleg della sem sást til þeirra.
Víkingur byrjaði
betur
I fyrstu virtist sem leikaðferö FH
ætlaði ekki að heppnast. Víkingur byrj-
aði miklu betur og komst í 5—2 eftir að-
eins 10 mínútur, þar sem Guðmundur
fyrirliöi Guðmundsson var fremstur í
flokki. En svo fór Víkingsvélin aö
hiksta. FH jafnaði í 5—5 og síðan var
jafnt á öllum tölum upp i 8—8. FH skor-
aöi svo síðustu fjögur mörkin í hálf-
leiknum og tryggði sér sigurstöðu.
I síðari hálfleiknum var aldrei um
verulega spennu aö ræöa. FH oftast 3—
5 mörkum yfir en um miðjan hálfleik-
inn var þó aðeins tveggja marka mun-
ur, svo og átta mínútum fyrir leikslok,
20—18. En stórleikur Pálma Jónssonar
svo og Kristjáns Arasonar tryggði FH
sigur. HluturHaralds markvaröar var
stór.
FH lék vel og yfirvegað í þessum
leik. Liðið varð aö sigra til aö halda
möguleikum sínum í mótinu opnum og
þaö geröi þaö án mikillar fyrirhafnar.
Enginn leikmaður Víkings reis upp úr
meðalmennskunni. nema þá helst Ell-
ert markvörður V igfússon.
Mörk FH skoruðu Pálmi 6, Kristján
6/1, Hans Guðmundsson6, Guðmundur
Magnússon 3. Sveinn Bragason 2 og
Valgarð Valgarösson 1. Mörk Víkings
skoruðu Guömundur 5, Viggó 5/5, Sig-
uröur Gunnarsson 4, Þorbergur 3/1,
Steinar Birgisson 2, Arni Indriðason og
Olafur Jónsson eitt hvor. Dómarar
Rögnvaldur Erlings og Stefán Arnalds-
son. Víkingur fékk níu vítaköst. Nýtti
6. FH fékk aðeins eitt vítakast. Fimm
sinnum var leikmönnum Víkings vikiö
af velli, sex sinnum FH-ingum.
hsim.