Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Page 4
22
DV. FÖSTUDAGUR 22. APRIL1983.
LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Safnið
er opið sunnudaga og miðvikudaga frá kl.
13.30-16.00.
KJARVALSTAÐIR VIÐ MOCLATÚN: Þar
standa nú yflr f jórar sýnlngar i Austur-forsal
sýnir franski ljðsmyndarinn Ives Petron.
Hann sýnir 55 ljósmyndir sem fjalla um
eigin hugmyndir. Ives Petron kom hingað til
lands um páskana og kenndi ásamt aðstoðar-
manni sínum ljósmyndatækni og hélt fyrir-
lestur um videotækni við Myndlista- og hand-
íðaskóla Islands. Sýningin verður opin til 1.
maí.
I Austursal sýnir Guðmundur Björgvins-
son akrílmálverk. Um sextíu verk eru á sýn-
ingunni og skiptast þau í þrjá hluta. I fyrsta
hlutanum er rennt í gegnum listasöguna, í
öðrum eru raunsæjar myndir og þriðji hlutinn
samanstendur af myndum sem málaðar eru
frjálslega eða expressioniskarmyndir.
I Vestur-forsal sýnir Þorbjörg Pálsdóttir
höggmyndir, eru flestar þeirra unnar síðast-
liðin tvö ár og eru þetta alit bamamyndir að
undanskilinni einni ófrískri konu. Þetta er
þriðja einkasýning Þorbjargar og hefur hún
tekið þátt í mörgum samsýningum. Þorbjörg
stundaði myndlistamám bæði í Stokkhólmi og
hér heima. Sýningin veröur opin daglega frá
kl. 14—22 og er aðgangur ókeypis. I tengslum
við sýninguna hefur verið gefin út bók um
höggmyndir hennar og verður hún til sölu á
sýningunni.
I Vestursal sýnir Vilhjálmur Bergsson mál-
verk.
NÝLISTASAFNH) VATNSTÍG 3B. Þar
stendur yfir sýning á verkum Guðbrands
Harðarsonar. Opið er virka daga frá kl. 16—20
en um helgar frá kl. 14—20. Sýningunni lýkur
24. apríi.
LISTMUNAHÚSIÐ: Ágúst Petersen sýnir
portret og mannamyndir og eru 72 myndir á
sýningunni og er hiub myndanna tii sölu. Sýn-
ingin er opin alla virka daga nema mánudaga
frá kl. 10—18 og laugardaga og sunnudaga frá
kL 14—18. Sýningunni lýkur 1. maí
LISTASAFN ÍSLANDS VIÐ SUÐURGÖTU:
Þar stendur yfir sýning er nefnist Höggmynd-
ir-ljósmyndir. Em það myndir eftir Ásmund
Sveinsson, Einar Jónsson og Sigrún Ölafs-
son. Ljósmyndirnar tók Bandaríkjamaðurinn
David Finn. Sýningin verður opin alla virka
daga fram að mánaðamótum frá kl. 13.30—
18.00 og um helgar f rá kl. 13.30—22.00. Frá 1—
15. maí verður opið þriðjudaga og fimmtu-
daga frá kl. 13.30—16.00 og laugardaga og
sunnudaga frá kl. 13.30—18.00.
GALLERl LANGBRÓK: Á morgun, laugar-
dag, opnar Brynhildur Þorgeirsdóttir sýningu
á glerskúlptúr. Sýningin stendur til 6. maí og
er opin virka daga frá kl. 12—18 og laugar-
daga f rá kl. 14—18. Lokað sunnudaga.
ÁSMUNDARSALUR VIÐ FREYJUGÖTU:
engin sýning um þessa helgi.
GALLERY LÆKJARTORG: Á morgun,
laugardaginn 16. apríl klukkan 15.00, verður
opnuð í Gallery Lækjartorgi samsýning á
vegum SATT — Sambands alþýðutónskálda
og tónlistarmanna. Fjöldi myndlistarmanna
á þátt í sýningunni en sýningin er haldin til
styrktar SATT og rennur helmingur andvirðis
seldra mynda til kaupa SATT á húsnæðinu
Vitastíg 3 undir starfsemi félagsins. Sýningin
verður mjög fjölbreytt og samanstendur hún
af grafíkmyndum, teikningum, olíumálverk-
um, vatnslitamyndum, pennateikningum o.fi.
I tilefni sýningarinnar verður gefin út eftir-
mynd af málverki Jóhanns G. Jóhannssonar
sem málað var 1971 og tileinkað hljómsveit-
inni Cream. Seld eintök verða tölusett og
árituö á sýningunni en síðar verður dregið úr
númerum seldra mynda og í vinning verður
málverk eftir einn þeirra myndhstarmanna
sem þátt taka í sýningunni Þeir sem óska
eftir eintaki í póstkröfu geta hringt í síma
15310 og pantað eintak. Ágóði seldra mynda
rennurtilSATT.
I heild verður fyrirkomulag sýningarinnar
með þeim hætti að í stað seldra mynda verða
hengdar upp nýjar myndir jafnóðum, en boðið
er upp á hagstæða greiðsluskilmála; við stað-
greiðslu 10% afsl. og afborgunarskilmála frá
þrem til sex mánuðum án aukakostnaðar
fyrir kaupanda. Sýningin stendur til 1. maí og
veröur opið daglega frá kl. 14—18, nema
fimmtud. og sunnud. frá kl. 14—22.
Fríkirkjuvegi 11
Dagana 16.-23. apríl 1983, heldur Ketill Larsen
málverkasýningu að Fríkirkjuvegi 11.
Sýninguna nefnir hann „Ljós frá öðrum
heimi”. Þetta er 14. einkasýning Ketils. Á
sýningunni eru um 45 myndir. Þær eru ýmist
málaðar í oliu- eða akríllitum. Einnig eru
nokkrar teikningar. Á sýningunni verður leik-
in tónlist eftir Ketil af segulbandi, til að undir-
strika blæbrigði myndanna. Sýningin verður
opin alla dagana frá kl. 14—22.
Gallerí Austurstræti 8
Myndlistarmaðurinn Haukur Friðþjófsson,
fæddur 15.08. ’57, opnar sýningu á verkum sín-
um í Gallerí Austurstræti 8 um helgina og
stendur hún í 2 vikur.
Haukur hefur stundaö nám við Myndlista-
og handíðaskóla Islands og hefur tekið þátt í
nokkrum samsýningum.
Núna sýnir hann 2 máluð myndverk og er
þá kannski rétt að geta þess að Gallerí Aust-
urstræti 8 samanstendur af 2 bíóauglýsinga-
kössum utan á húseigninni númer 8 við Aust-
urstræti og er sýningin opin öllum þeim sem
leið eiga hjá.
SAM 83 — listsýning
félagsmanna Hamragarða
Laugardaginn 16. apríl kl. 14.00 verður opnuð
í Hamragörðum, Hávallagötu 24, listsýning 35
félagsmanna í aðildarfélögum Hamragaröa,
en það eru starfsmannafélög samvinnufyrir-
tækjanna í Reykjavík og Nemendasamband
Samvinnuskólans.
Alls eru 86 verk á sýningunni og er þar um að
ræða olíumyndir, vatnslitamyndir, grafík,
akrílmyndir, teikningar, tréskurð, hluti gerða
úr stáli og beini, koparstungu og fleira. Hluti
verkanna er til sölu.
Sýningin verður opin frá 16. apríl til 1. maí og
opin daglega frá kl. 16.00 — 20.00 virka daga
og um helgar og sumardaginn fyrsta kl.
14.00-22.00.
Flestir sem taka þátt í þessari sýningu, sem
heitir — SAM 83, hafa ekki sýnt verk sín
opinberlega áður, en hér er um tómstunda-
verk f ólks að ræða.
Kvikmyndir
Sovésk-finnsk
kvikmynd
í MÍR-salnum
Nk. sunnudag, 24. apríl kl. 16, verður kvik-
myndin Trúnaður frá árinu 1977 sýnd í MtR-
salnum, Lindargötu 48. Mynd þessi er gerð í
samvinnu finnskra og sovéskra kvikmynda-
gerðarmanna. Leikstjóri er Viktor
Tregúbovits en með aðalhlutverkin fara: Kir-
ill Lavrov, sem leikur Lenin, Margarita
Térekhova, Irina Miroshnitsenko og Viljo Sli-
vola.
Myndin greinir frá atburðum sem gerðust í
lok ársins 1917. 1 kjölfar Októberbyltingar-
innar og með valdatöku bolsévíka í Rúss-
landi, Lenins og samstarfsmanna hans, fengu
Finnar fyrirheit um fullt sjálfstæði, en Finn-
land hafði verið undir rússnesku keisarakrún-
unni frá árinu 1803.
Finnska þingið sendi Swinhuvud forsætisráð-
herra til Rússlands með bréf þar sem óskað
var eftir formlegri fullveldisviðurkenningu,
en sá galli var á þessu bréfi að það var stílað
til ríkisstjórnar Rússlands en ekki æðstu
stjórnar sovétlýðveldisins, Sovnarkom. Af
þessum sökum var ekki tekið við bréfinu og
formaður finnsku sendinefndarinnar beðinn
um að endursemja það. En þá komst finnska
sendinefndin í vanda, því að formleg beiðni
finnska þingsins til Sovnarkom yrði túlkuð
sem viðurkenning á Ráðstjórninni. Swin-
huvud hikaði því.
I Sovnarkom mælti Lenin fyrir tillögu um full-
veldi til handa Finnlandi en mótmælaraddir
heyrðust einnig. Lenin flutti rök sín í málinu,
honum var ljóst að þessi ákvörðun myndi
varöa miklu um framtíð heillar þjóðar.
Áður en sýningin ó kvikmyndinni hefst flytur
Mikhaíl Dedjúrín sendifulltrúi stutt ávarp á
ensku í tilefni afmælisdags Lenins, 22. april.
Aðgangur að MlR-salnum er ókeypis og öllum
heimill.
W