Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 22. APRIL1983. Tilkynningar \ Finnsk vika — finnsk menning í Norræna húsinu Fyrirlestrar og tónleikar. 1 sambandi viö finnsku vikuna, sem haldin verður í Reykjavík 25.-30. apríl, koma þrír góöir gestir í heimsókn til Norræna hússins frá Finnlandi. Það eru þau Matti Tuloisela söngvari, Gustav Djupsjöbacka píanóleikari og Barbara Helsingius vísnasöngvari. Laugardaginn 23. aprii kl. 13 heldur Matti Tuloisela fyrirlestur og talar um helstu söng- verk Finna og tónskáld og kl. 15 talar Gustav Djupsjöbacka um finnska óperu. Flutt veröa tóndæmi á snældum meö fyrirlestrunum, sem eru á sænsku. Sunnudaginn 24. april kl. 20.30 halda þeir tónleika í Norræna húsinu. A efnisskránni eru sönglög eftir Sibelius, Kilpinen, Palmgren og Kuula. Mánudaginn 25. apríl kl. 21 verða vísna- tónleikar í Norræna húsinu. Finnska vísna- söngkonan Barbara Helsingius syngur eigin lögogljóö. Aögöngumiöar á 100 kr. veröa seldir í bóka- safni og viö innganginn. Merkjasala og kökubasar á kjördaginn í Seljahverfi Byggingaframkvæmdir við kirkjumiöstöðina í Seljahverfi eru um þaö bil aö hefjast. Mikill áhugi er í þessu yngsta hverfi Reykjavíkur að. koma upp húsnæði fyrir hiö blómlega safnað- arstarf. Reiknað er með að framkvæmdir viö kirkjubyggingarnar fari af staö snemma í júnímánuöi og í sumar er stefnt aö því aö ljúka öilum sökkulframkvæmdum. Verið er þessa dagana að ganga frá verkfræðiteikning- um og ráðningu meistara viö verkiö en vilji framkvæmdaraðila er að sóknarfólk geti sem mest lagt fram krafta sína og aðra aöstoð við verkið. Margir hafa þai'gefið góðar gjafir eða fyrirheit um þær. Formaður kirkjubygg- ingarnefndar Seljasóknar er sr. Valgeir Ást- ráösson en formaður fjáröflunarnefndar er Jón Stefán Ragnarsson. Fjáröflun er nú að fara af stað. Á kjördag munu konur úr Kvenfélagi Seljasóknar bjóða merki viö kjördyr í ölduselsskóla en einmitt í þeim skóla fara almennar guðsþjónustur safnaöarins fram nú. Merkið er hannað af Erni Þorsteinssyni myndlistarmanni sem bú- settur er í hverfinu. Allur ágóði af sölu merkj- anna mun renna óskiptur til kirkjubyggingar- sjóðs Seljasóknar. Þá munu konurnar einnig hafa kökubasar í safnaðarsalnum Tindaseli 3 KVENNALISTINN KJÓSENDUR OG STUÐNINGSFÓLK KVENNALISTANS: Opið hús á kjördag, 23.04., á Hverfisgötu 50,3. hæð frá kl. 9 f.h. og frameftir. Rjúkandi kaffi á könnunni, gosdrykkir og nýbökuð brauð og kökur. VERUM SAMAN - TÖLUM SAMAN - GLEÐJUMST SAMAN Kvennalistinn í Reykjavík. Símar: 13725, 24430 og 17730. Kosningaskrifstofur Sjálf- stæðisflokksins i Reykja- neskjördæmi á kjördag: KJÓSARHREPPUR: FeNi <91)67010 KJALARNESHREPPUR: Brautarholti (91) 66044 MOSFELLSSVEIT: Þverholti 17 (JC salur) Upplýsinga- og bHasími (91) 67230 SELTJARNARNES: Félagsheimilið Upplýsinga- og bílasími (91) 18644 KÓPAVOGUR: Sjálfstæðishúsinu Hamraborg 1 (3. hæð) Upplýsinga- og bílasímar (91) 40708 og 46544 GARÐABÆR: Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll Upp/ýsinga- og bílasímar (91) 45380 og 54084 BESSASTAÐAHREPPUR: Akrakot (91) 51865 HAFNARFJÖRÐUR: Sjá/fstæðishúsinu Strandgötu 29 Upplýsinga- og bílasímar (91) 50228 og 52989 VOGAR: Samkomuhúsið Glaðheimar (92) 6560 NJARÐVÍK: Sjálfstæðishúsinu Hólagötu 15 Upplýsinga- og bílasímar (92) 3021 og 3969 KEFLAVÍK: Sjá/fstæðishúsinu Hafnargötu 46 Upplýsinga- og bílasímar (92) 2021 og 3327 GARÐUR: Gefnarborg (92) 7166 SANDGERÐI: Rafnh.f. (92)7166 HAFNIR: Sólvöllum (92) 6941 Jaðri (92) 6919 GRINDAVÍK: Heiðarhrauni 18 Upplýsinga- og bílasími (92) 8593 Stuðningsmenn D-listans — Lítið inn — Kaffi á könnunni X D-LISTINN X D-LISTINN X D-LISTINN X D-LISTINN en sá basar mun hefjast kl. 14. Er safnaðar- fólk og aðrir velunnarar þessa málefnis hvatt til að styðja þar byggingu kirkjumiðstöðvar- innar í Seljahverfi. Skipulag allt og hönnun kirkjubygginganna sem hefur verið rækilega kynnt innan sóknarinnar, leggur áherslu á sem fjölbreytilegasta notkun þannig að þar megi hýsa hina fjölbreytilegustu starfsemi fyrir alla aldursflokka. Auk merkjasölunnar hefur fjáröflunar- nefnd í undirbúningi happdrætti til styrktar kirkjubyggingunum. Til þessa happdrættis hafa margir listamenn í hverfinu gefið af verkum sínum, auk margs annars sem þar verður til vinninga. Sala happdrættismiða mun hefjast um næstu mánaðamót. Leiklist 60. sýning á Sölku Völku Fáar sýningar eftir. Gísll Haildórsson tekur við hlutverki Bogesens. A föstudagskvöldið verður Salka Valka eftir Halldór Laxness sýnd í 60. skipti hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur en sýningin hefur verið þar á fjölunum á annað leikár við afbragðsgóðar viðtökur. Leikgerðin er unnin af Þorsteini Gunnarssyni og Stefáni Baldurssyni, sem jafnframt er leikstjóri. Gísli Halldórsson tekur nú við hlutverki Bogesens kaupmanns vegna fjarveru Jóns Sigurbjömssonar, sem er að syngja í Silkitrommunni i Caracas. Hlutverkaskipan er að öðru leyti óbreytt frá upphafi. Guðrún Gísladóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir hafa hlotið mikið lof fyrir leik sinn í hlutverkum Sölku og Sigur- línu, sömuleiðis Jóhann Sigurðarson og Þor- steinn Gunnarsson sem Arnaldur og Steinþór. Með önnur stór hlutverk fara Steindór Hjör- leifsson (Guðmundur kadett), Sigríður Haga- lín (Steinunn), Soffia Jakobsdóttir (Todda trunta), GisU Rúnar Jónsson (Angantýr Bogesen) en aUs koma 16 leikarar fram í sýningunni, sem er ein viðamesta sýning Leikfélagsins hin seinni ár. Mikil tónlist er í Sölku, og hefur ÁskeU Másson umsjón með henni og samdi að hluta til. Leikmynd og búningar hafa vakið mikla athygU en Þórunn S. Þorgrímsdóttir er höfundur þeirra. Eins og áður hefur komið fram, var sýningu Leikfé- lagsins boðið á leUcUstarhátíðina Leikhús þjóðanna sl. sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.