Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1983, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1983, Side 20
20 DV. ÞRIÐJUDAGUR10. MAl 1983. íþróttir Eiríkur Þorstcinsson. Glæsimark Eiríks íKalmar... Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — fréttamanni DV í Svíþjóð: — Eirikur Þorsteinsson, fyrrum lands- liðsmaður í knattspyrnu úr Víking, skoraði glæsilegt mark fyrir Grimsás gegn Kalmar FF í 2. deildarkeppninni í knattspyrnu í Svíþjóð á sunnudaginn. Þrumufleygur Eiríks af 25 m færi — beint úr aukaspymu, hafnaði efst uppi í hægra markhorninu á marki Kalmar FF og jafnaði Eiríkur 1—1 fyrir Grimsás, þegar 7 mín. vom til leiksloka. Þetta mark dugði þó ekki því að rétt fyrir leikslok náðu leikmenn Kalmar að skora' 2—1 á heimavelli sínum. Markið, sem Eiríkur skoraði, var hans annað mark í þremur leikjum Grimsás. UEFA-bikarmeistaramir hjá IFK Gautaborg töpuðu óvænt fyrir Brage 0— 1 á útivelli og Öster mátti sætta sig viö tap 1—3 fyrir Hammerby á heimavelli. Hammerby er nú efst í AUsvenskan, meö sex stig, en síðan koma Elfsborg, örgryte og Mjállby með fimm stig. IFK Gautaborg og Öster em í botninum með þrjústig. -GAJ/-SOS. Eyþór Pétursson. Eyþór glímukóngur íslands Þingeyingurinn Eyþór Pétursson varð glímukappi íslands 1983, þegar hann varð sigurvegari í islandsglimunni sem háö var að Laugum í S-Þingeyjarsýslu í lok april. Ekki hefur farið hátt um þetta afrek Eyþórs þar sem glímumót hér á landi em orðin hálfgerð felumót. Það er af sem áður var er gliman var þjóöar- íþrótt íslendinga. Eyþór lagði aUa sína keppinauta nema HaUdór Konráðsson. Það var jafn- glími í viðureign þeirra. Eyþór fékk sex og hálfan vinnig, en annar varð KR-ing- urinn Jón Unndórsson sem fékk sex vinninga. Halldór var svo í þriöja sæti með fimm og hálfan vinning. Kristján Ingvarsson frá HSÞ varð fjórði með fjóra vinninga og félagi hans Hjörtur Þráinsson varð fimmti með þrjá vinninga. Geir Gunnlaugsson (UV) fékk einn og hálfan vinning, en það fékk einnig Karl Karlsson frá UV. Hjörleifur Pálsson úr KR rak lestina með engan vinning. -SOS íþróttir íþróttir íþróttir íþ Atli Hilmarsson tilliðsvidFH „Hann mun styrkja FH-liðið mikið,” segir Geir Hallsteinsson, þjálfari FH — Ég hef tekið ákvörðun um að ganga til liðs við FH-inga, sagði AtU HUmarsson, fyrmm landsliðsmaður úr Fram i handknattleik, í viðtaU viö DV í gærkvöldi. Atli hefur leikið með v- þýska liðinu Hamlen tvö undanfarin ár. — Ástæðan fyrir því að ég valdi FH er að ég sé mestu framtíðina hjá félaginu þar sem liðið er með mikið af ungum leikmönnum og góðan þjálf- ara, sagði Atli og sagði að FH-ingar væm metnaðarfullir og ákveðnir að gera stóra hluti. — Ég er mjög ánægður með að AtU komi í herbúðir okkar. Þaö er enginn AtU HUmarsson. vafi á því að hann mun styrkja lið okkar mikið, sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari FH, í viðtaU við DV í gær- kvöldi. Geir sagði að koma Atla gerði það að verkum að breiddin myndi aukast hjá FH: — Við fáum þarna frábæra skyttu og snjallan leikmann sem kemur til meö að falla vel inn í leikkerfi okkar, sagði Geir. — Það sem okkur hefur vantað undanfarin ár er meiri breidd í hina hörðu keppni hér heima. Það kom í ljós í vetur, þegar Guðjón Guðmundsson og Þorgils Öttar Mathiesen meiddust, að erfitt var fyrir ! okkur að fyUa skörð þeirra, sagði Geir. -sos. Sigurður með tilboð upp á vasann Sigurður Sveinsson, landsliös- maöur í handknattleik, sem leikur með Nettelsted í V-Þýskalandi, er nú kominn með tilboð frá öðru félagi í V-Þýskalandi og mun það koma í ljós upp úr næstu helgi hvort bann kemur beim eða tekur tilboðinu. -SOS. Hollandsfar- amir leika gegn Banda- ríkjamönnum Glenn Hoddle—miðvallarspilarinn stórs — þrír landsleikir í handknattleik um næstu helgi Glenn Ho hálfa mill — ef hann verður áf ram hjá Tottenham — Það hefur ekki enn veriö ákveðið hver muni stjórna landsliðinu í lands- leikjunum gegn Bandarikjamönnum, sagði Jón Erlendsson, varaformaður HSÍ. Bandaríkjamenn koma hingað tU landsins á fimmtudaginn og leika hér þrjá landsleiki um helgina — þann fyrsta á föstudaginn. — Þessir leikir koma á versta tíma fyrir okkur þar sem keppnistimabUið er búið og leikmenn búnir að taka sér frí frá handknattleiknum. Við urðum við ósk Bandaríkjamanna um aö leika við þá þrjá leiki og nú er komið að þeim, sagði Jón. — Hefur landsliðshópurinn verið valinn fyrir þessa leiki? — Nei, en ég reikna fastlega með því að strákarnir sem léku í B-keppninni í Hollandi ieiki gegn Bandaríkjamönn- um og ljúki sínu vetrarverkefni með landsliðinu. — Kemur landsliðshópurinn saman fyrir leikina? — Já, égáfrekarvonáþvíaðhópur- inn komi saman á eina æfingu. Þeir leika! Þar sem HSI hefur ekki tUkynnt landsliðshópinn opinberlega erréttast að láta nöfn þeirra leikmanna, sem ! léku í B-keppninni í Hollandi, koma hér ' fram. Verið tilbúnir í slaginn, strákar! Markverðir: Einar Þorvarðarsson, Val og Brynjar Kvaran, Stjörnunni. Aðrir leikmenn: Kristján Arason, FH, PáU Ölafsson, Þrótti, Þorgils Ottar Matiesen, FH, Olafur Jónsson, Víkingi, Guðmundur Guðmundsson, Víkingi, Hans Guðmundsson, FH, j Alfreð Gislason, KR, Þorbjöm Guð- mundsson, Val, Jóhannes Stefánsson, KR, Steindór Gunnarsson, Val og Þorbergur Aðalsteinsson, Þór Ve. Kristján Sigmundsson markvörður úr Víking er meiddur og þeir Bjarni Guðmundsson og Sigurður Sveinsson eru í V-Þýskalandi. Varamenn fyrir B-keppnina í Hollandi. voru þeir Haukur Geirmundsson, KR og Gunnar Gísla- son,KR. -SOS Tottenham er tilbúið að greiða enska landsUðsmanninum Glenn Hoddle hálfa miUjón sterlingspunda ef hann vill skrifa undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Ef Hoddle tekur þessu boði verður hann launahæsti knattspymumaðurinn á Bretlands- eyjum þar sem hann mun þar að auki fá þrjú þús. steriingspund í vikulaun, sem samsvarar 114.000 íslenskum kr. ! Þessi laun lyfta honum upp fyrir leik- menn eins og Kevin Keegan hjá New- castle, Kenny DalgUsh hjá Liverpool, Peter Shilton hjá Southampton og Bryan Robson hjá Manchester United, sem eru nú tekjuhæstu knattspyrnu- menn Bretlandseyja. Glenn Hoddle er 25 ára og hefur hann verið atvinnumaður hjá Tottenham í ! átta ár. Það hefur lengi verið draumur ! Hoddle að verða Englandsmeistari og „HM í Mexíkó mun takast mjög vel” - sagði formaður FIFA í síðustu viku FOSTERI — íleiki Það verður heilsíðumynd í lit af Steve Foster, fyrirliða Brighton, í leik- skránni sem gefin verður út fyrir bikarúrslitaleikinn á Wembley milU Brighton og Manchester United. Þessi „Ég er viss um að heimsmeist- arakeppnin í Mexíkó mun takast mjög vei,” sagði Joao Havalange, formaður alþjóðaknattspyrnusam- bandsins FIFA, í síðustu viku og bætti við. Bandarikin og Kanada eru enn ekki í stakk búin til að sjá um slíkt stórmót.” Þessi ummæU hins brasilíska for- manns FIFA taka af ÖU tvimæU um hvar heimsmeistarakeppnin í knattspymu 1988 verður haidin. Havalange og aðrir stjómarmenn hans hafa greinilega sett stefnuna á Mexíkó. Það verður hins vegar tilkynnt opinberlega á fundi stjórnar FIFA, sem haldinn verður í Stokkhólmi 20. maí næstkomandi, hvar næsta heimsmeistarakeppni verður. Þá tilkynnt hvaða land taki við af Kolombíu og sjái um úrslita- keppni heimsmeistarakeppninnar. Það verður Mexíkó ef marka má ummæU formannsins þó margir telji að Mexíkó haf ekki fjárhags- legt bolmagn til að sjá um fram- kvæmd svo stórbrotins móts sem HM er. I Bandaríkjunum og Kanada er kvartað undan því að forráöamenn FIFA hafi ekki einu sinni kynnt sér hvað löndin hafa upp á að bjóða. Ef Mexíkó verður fyrir vaUnu verður þaö í fyrsta skipti sem HM er haldiö öðru sinni í sama landi. Heimsmeistarakeppn- in 1970 var háð í Mexíkó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.