Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Page 12
22
DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983.
I5lóimn
I byrjun júní hefst sá tími sem setja
ber niöur plöntur, svo sem sumarblóm
og fjölærar plöntur. Þó mun vera í lagi
aö setja plöntur niöur seinna. Þegar
valinn er staður fyrir plönturnar þarf
fyrst og fremst aö hugsa um aö
staðurinn sé sólríkur og auövitað þarf
aö hafa í huga aö eigendur geti notið
jurtanna.
Ef setja á niöur rósir veröur aö
velja besta staðinn í garöinum.
Garðáhugamenn veröa líka aö gera
sér grein fyrir aö rósir þurfa mjög
mikla umhyggju. Best er aö setja
rósirnar niður á vorin áöur en þær
laufgast. Einnig þarf aö athuga að
hlúa þarf vel aö rósunum yfir vetrar-
tímann.
1 garöyrkjustöövum er hægt aö fá
keyptar plöntur og getur starfsfólk
þeirra leiöbeint kaupandanum í vali.
Þaö er nauösynlegt fyrir þann sem
kaupir plöntur aö vita hvar og hvemig
setja ber plöntumar niöur og hvemig
umönnun þær þarfnast. Það er ekki
nóg aö eyöa stórfé í faUegar plöntur,
troöa þeim í beðin og horfa á þær. Allur
gróður þarf umönnun og hlýju. Þá
veröur fólki þaö oft á aö troöa of miklu
af blómum í garöinn sinn. Blómin em
falleg sé þeim raöað niöur á smekkleg-
an hátt en þau geta líka oröiö ljót sé of
mikið af þeim. Blómin þurfa líka aö
passa saman því aö ekki þykir fallegt
aö vera með margar ólíkar tegundir
saman. Ja, ekki nema þær tegundir
passi saman.
Lauka, eins og t.d. páskaliljulauka
og túlípana, þarf ekki að taka upp á
haustin. Hins vegar em til laukar sem
þola illa veturinn, t.d. gladíólur og er
nauösynlegt aö taka upp.
Þegar laukamir eru keyptir er
nauösynlegt aö spyr jast fy rir um hvort
þeir þoli veturinn eöa hvort taka eigi
þá upp.
Það þarf ekki endilega stóran garö
til aö rækta blóm. Þaö má allt eins
gera á svölunum sínum. Svalakassar
meö fallegum plöntum, hvort sem þær
eru f jölærar eða sumarblóm, eru alltaf
til mikillar prýöi. Ef þú býrö í f jölbýlis-
húsi meö góðum svölum, geturöu búið
þér til fallegan garð þar, bæöi meö
svalakössum, sem settir em á svala-
handriöiö, og eins getur þú haft blóma-
ker á svalagólfinu eöa hengt
blómapotta upp á vegginn. Þaö þarf
nefnilega alls ekki endilega stóran
garö til aö gera blómlegt í kringum sig.
Muniö bara aö láta garðyrkju-
manninn gefa upplýsingar um hvemig
beri aö hiröa þær plöntur sem þiö
kaupið. Garöánægjan vex meö falleg-
um blómum og þaö er okkar verk að
halda þeim fallegum.
ÍÉÉ
Veröndin er skemmtilegasti staöurinn í garöinum fyrir heimilisfólkið og ætti þvi að reyna að gera hana
tkemmtiiega og hagkvæma.
Biíið ykknr til notalegan stað í
garðinum:
eldáaðveradjjr
I garðinum er eiginlega nauösynlegt
að hafa verönd. Þaö er að segja af-
markað pláss þar sem heimilisfólkiö
og gestir geta sett út borö og stóla yfir
sumartímann og boröaö gómsætan
mat af útigrillinu. Veröndin þarf ekki
endilega að vera stór til aö vera
notaleg. Þó þyrfti hún aö vera á skjól-
góðumstaö.
Margar fjölskyldur eyða mestum
sínum tíma yfir sumarmánuðina í
garöinum. Þegar búiö er aö rækta
garðinn er veröndin einmitt besti staö-
urinn til aö láta fara vel um sig. Lesa í
bók eða láta sólina skína á sig. En
veröndin þarf ekki endilega aö vera
mjög dýr, þó að allt kosti auðvitað
peninga, þaö má t.d. smíöa pall og
mála síðan. Ef börn eru á heimilinu er
upplagt aö mála veröndina í
einhverjum sterkum lit t.d. í stíl viö
grasið, bara ennþá grænni, rauöu eöa
gulu og í leiðinni aö gera svolítiö
sumarlegt í kringum sig.
Það er líka hægt aö kaupa hellur og
leggja á veröndina eöa steinflísar en
þá veröa auraráðin aö vera meiri. Þaö
er algjör misskilningur að þaö þurfti
endilega aö kaupa dýrustu hluti til aö
gera skemmtilega verönd. Þaö er
einmitt mest gaman aö því þegar f jöl-
skyldan getur unnið saman, jafnt börn
sem fullorðnir, aö gera garðinn sem
heimilislegastan.
Þaö hefur of oft viljaö brenna viö hjá
garöeigendum aö skreyta garðinn með
hundruöum tegunda af rándýrum
plöntum og uppgötva síöan er upp er
staðið aö garðurinn er í rauninni
oröinn of fínn til aö mannlegar verur
geti haft not af honum. Þannig er
garðurinn oröinn heilagur staður,
aöeins til aö horfa á og dást að, og sem
verra er, sem enginn hefur not af. Þaö
má stundum líkja garöeigendum viö
kaupóöar húsmæður sem fylla stofur
sínar af rándýrum antikhúsgögnum og
kristalsvösum en átta sig ekki á því aö
engum líöur vel í slíkum stofum en
allirdástaöþeim.
Nei, garöurinn á bæði aö vera augna-
yndi og staöur þar sem eigendunum og
öðrum getur liöiö vel og slappað af.
Veröndin er nauðsynleg aö því leytinu
aö þar getur fólk hreiðrað um sig á
notalegan hátt aö deginum og aö
kvöldinu er veröndin besta og
skemmtilegasta eldhús sem hægt er aö
hugsa sér.