Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1983, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1983, Side 6
 l/1 |c^* U|tOÍlt. oíl $1 $ ö«flt. 10* All^ # d o sitthvað um Peter karlinn Ustinov Peter er tennisleikari góður. Vinir hans segja afl i eitt fðrra skipta sem hann hefur litifl upp fró tennisleik hafi hann sóð konu sína Héléne i fyrsta skipti. Nafn: PETER ALEXANDER USTINOV. Fæðingardagur: 16. apríl 1921. Þjóðerni: Breti af rússnesku, frönsku, þýsku, tölsku, svissnesku og eþíópísku bergi brotinn. Hæð: þyngd: Hann ræðir það ekki. Starf:.... Haldiö ykkur fast, Peter Ustinov er rithöfundur, leikari, leikstjóri, fram- leiðandi, leikritaskáld, grínisti, vín- kaupmaöur, sjómaöur, tónlistarunn- andi og sögumaöur af guös náö. Hann hefur „leikið” heilan dýra- garö, sinfóníuhljómsveit og kappakst- ursbíla. Hann hefur komið fyrir al- mannasjónir sem Hercule Poirot, Nero, og Liselotte Beethoven-Fink, austurrískur söngvari sem hefur dá- læti á sönglögum Schuberts, einkum þeim sem Schubert sjálfur kannast ekki viö. Hann státar af mergö verðlauna, þar á meðal tvennum óskarsverölaunum. önnur fékk hann fyrir aö leika þræla- kaupmanninn í Spartacus og hin fyrir leik í myndinni Topkapi, en þar geröi hann sóðalegan svikahrapp ódauöleg- an. („Sá karakter var hreint út sagt absúrd, ég elska hugmyndina: maður sem stefnir lágt og nær ekki því tak- marki!”) Ustinov í ham Og nú er Peter Ustinov í ham sem aldrei fyrr. Hann haföi heldur hægt um sig íðasta áratug aö því er honum fannst. Bara sjálfsævisaga sem hann fékk verölaun fyrir, leikrit, tíu hlut- verk í kvikmyndum. „Tíunda Beethovens” er nítjánda leikrit Peter Ustinov og gengur fyrir fullum húsum í London og hefur gert frá því það var frumsýnt í maímánuði síðastliðnum. Bók hans, Rússlandiö mitt, umdeiit rit um land forfeöra hans, er metsölubók í Bretlandi. Og í september veröur frumsýnd kvik- myndin „Memed, my hawk”. Peter Ustinov skrifaöi handrit myndarinnar, leikstýrir, leikur aöalhlutverkið, fram- 'leiöir og fjármagnar aö miklu leyti. Síöasta vor tókst Ustinov einhvern veginn aö leika sjö persónur í dulúðar- myndinni Imyndaöir vinir sem BBC sjónvarpsstööin geröi. Einhvern tím- ann þama inni á milli gaf Ustinov sér tíma til aö apa eftir 27 dýrategundum í hljómplötuupptöku. Platan sú hefur verið vinsæl hjá breskum börnum. Ustinov er semsé í banastuöi þessa dagana. Peter Ustinov er 62 ára gam- all. Breskum leikhús- og kvikmynda- húsagestum finnst þaö eilítið undar- legt því þær persónur sem hann hefur holdgast í hafa verið á ýmsum aldri. stundum eldri en hann, á ákveðnum tíma, stundum yngri. A miöjum fertugsaldri gerði hann hundgamlan Samuel Johnson ódauölegan í verðlaunasjónvarpsmynd. Captain Vere lék hann 41 árs aö aldri í mynd- inni Billy Budd. Sá náungi heföi getað veriö hvar sem var á bilinu 35—55 ára gamall. Enn í dag gæti Ustinov brugðiö sér í hlutverk Lés konungs eöa Litlu fröken Markee. Aldurinn skiptir hann engumáli. Sjarmerandi náungi Ustinov er litríkur persónuleiki. Utlit hans er eins og persónu úr 19. aldar skáldsögu. Hann þykir skemmtilegur meö afbrigðum.,Hann hefur þrátt fyrir allt ekki skapaö neitt sem er skemmti- legra en hann sjálfur,” segir Michael Bilington, leikhúsgagnrýnandi stór- blaösins The Guardian. „Klukkutími meö honum sjálfum er enn skemmti- legri en tveir tímar meö verkum hans.” Það er ekki margir jafnvel heima í eigin ættfræöi og hann. Ættartré hans er reyndar áhugavert og kennir þar ýmissa grasa. Ævisaga Ustinov , Kæri ég, kom út 1977. Þar segir hann marg- ar sögur af f orfeðrum sínum. A ákveðnum tíma voru hinir ýmsu forfeður Ustinov að störfum hér og þar í Evrópu og Afríku. Einn var efnilegur tónlistarmaður í Feneyjum, annar óöalsbóndi á Volgubökkum, þriðji skólastjóri fyrir sunnan París, fjóröi svissneskur borgari og fimmti átti í vök aö verjast í valdabaráttu í Addis Abeba í Eþíópíu. Fimn.menningamir 0g afkvæmi þeirra áttu stefnumót viö örlögin í Rússlandi. Listamannaætt Hinn frægi afkomandi þeirra er Breti nánast af tilviljun. Hann var getinn í Rússlandi á þeim tíma sem stjórnarherramir þar voru enn kall- aðir bolsjévikar. Faöir hans, Jona von Ustinov, var um tíma fréttaritari þýsks blaðs í Amsterdam. Von Ustinov hélt til Rússlands á feröalagi og hitti þar og féll fyrir Nadezhda Leontievna „Nadia” Benois. Hún var bam vel- megandi hjóna á sviöi lista og var m.a. Sergei Prokofiev, tónskáldiö góða, heimilisvinur. Þau giftu sig í Petro- grad. Jona var fluttur til London og Nadia sigldi í kjölfariö. Tveimur mán- uðum eftir komuna til Lundúna fæddist þeim sonurinn Peter. Nadia, eins og móöir Peters var kölluö, var hæfileikarík listakona aö sögn sonarins. Var hún honum allt í senn: „móðir, frænka, systir, stund- um dóttir og alltaf móöir”. Hún var virtur búningahönnuður og teiknaði m.a. fyrir margar meiriháttar ballett- sýningar. Jona var í fyrstu blaða- maður og starfaði um skeið sem blaða- fulltrúi þýska sendiráösins. Hann tók sér breskt ríkisfang og felldi þá „von” niður úr nafni sínu. Hann var einnig sjarmör og spjátrungur. „Hann skrif- aði stystu skáldsögur sem vitaö er um,” segir Peter. „Þær uröu aldrei lengri en fyrsta blaðsíöan.” Heima fyrir var gert ráö fyrir aö Peter helgaði sig listum. Móöurfólk hans heföi orðið hneykslað ef hann heföi gert eitthvað annaö. Ef hann hefði ætlað aö hasla sér völl á verð- bréfamarkaði heföu þau stungið upp á höggmyndalist sem öruggari starfs- vettvangi. Drengurinn Peter varö heillaöur af leikhúsinu og lét ekki á sig fá ummæli kennara síns sem sagöi hann hæfa í hlutverk svíns. Hann hætti í skóla 16 ára, gekk í London Theater Studio. Átján ára gamall var Peter farinn að hasla sér völl á meöal atvinnuleikara, tvítugur fór hann aö leikstýra. 19 ára giftist hann Isolde dóttur leikskáldsins ReginaldDenham. Með Niven, Reed og Ambler í hernum „Peter er greinilega mjög frum- legur, þaö veröur aö hafa taumhald á því hvað sem þaö kostar,” — umsögn um hann í æsku. „Þessum manni ætti ekki undir nokkrum kringumstæðum aö fela mannaforráð,” — umsögn um Peter í herskýrslum. A stríösárunum gegndi Peter Ustin- ov herþjónustu. Hann var alls fjögur og hálft ár í hemum og segist aldrei hafa veriö eins lengi í sama hlutverki Eftir herþjónustuna haföi hann megn- ustu skömm á hvers kyns hernaðar- brölti. Um stundarsakir var Peter á heimavígstöövunum en var síðar skip- aö í kvikmyndadeild hersins. „Her- deild kvikmyndageröarmanna í hlutverkum hermanna.” Meöal þeirra: David Niven ofursti, Carol Reed kapteinn, Eric Ambler major. Þeir geröu kvikmyndir fyrir nýliöa. Skjaldbökuskrtur Alsír 1944: Caroi Reed leikstjóri er að taka myndina Way ahead meö Ustinov sem leikara. Hann reynir að færa sér í nyt þann hæfileika Ustinov að geta hermt eftir tungumálum sem hann þó skilur ekki. Ustinov í hlutverki kaffihússeiganda gengur um meðal ar- abanna í statistahlutverkinu og spinn- ur á „arabísku”. Arangurinn: allir statistamir fara í verkfall. „Þaökomá daginn aö er ég hermdi eftir arabísk- unni skildist þeim aö ég kallaöi þá skjaldbökuskít.” Friður gekk í garö í heiminum en þó ekki í einkalífi Ustinov þrátt fyrir aö fyrsta barn hjónanna kæmi í heiminn 1945. Romanoffog Juliet „Isolde hvarf hljóðlega úr lífi mínu og ég úr hennar á vart háværari hátt,” sagði hann um upplausn hjónabands- ins. „Hershöföinginn: Ef þú finnur okkur á kortinu .. . sérðu eins og skot aö landfræöileg, hemaðarleg, fjárhags- leg, stjómmálaleg, stjórnunarleg efna- hagsleg, búfræöileg, garöyrkjuleg lega okkar er vonlaus. Þar af leiðandi höfum viö veriö eins og segulstál á inn- rásir í gegnum þrautasögu okkar. Eng- lendingar hafa komið oftsinnis hingaö á þeim forsendum að við værum óhæf til að stjóma okkur sjálfum. Ætíö fylgdu Frakkar í kjölfariö og sögöu aö viö væmm óhæf um aö vera stjómaö af Englendingum. Hollendingar geröu okkur aö mótmælendum um stund, Tyrkir okkur aö múhameöstrúar- mönnum og Italir okkur aö . . . góöum söngvurum. Beulah: En áhugavert! Ég dái sög- una. Hún er svo gömul.” — UrRomanoff ogJuliet eftir Ustinov.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.