Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1983, Blaðsíða 8
8
DV. LAUGARDAGUR 20. AGUST1983.
, 9Ef Batmann
er
svona klár..
— af hverjii er hann þá í
nærbuxinium utan vfir
buxunum?”
letraö á breska veggi. Hann segir
sjálfur að við fyrstu sýn hafi hann
verið lítt hrifinn af veggjakrotinu sem
slíku en brátt orðið var við að eitt og
annað bitastætt væri þar að finna.
Rees segir í formála að bók sinni
Graffiti lives o.k. að í versta falli sé
veggjakrot hreinn vandalismi og hund-
ljótt að auki. En hann leitist við að
gefa hinum óþekktu hugsuðum og
húmoristum, sem hafi veitt almenn-
ingi ókeypis skemmtun með kroti sínu,
uppreisn æru.
Gleymum því ekki að veggjakrot for-
feðra okkar hefur reynst fomleifa-
fræðingum og málvísindamönnum
ómetanlegt. Sem dæmi má taka að á
Bretlandseyjum hafa fundist setning-
ar sem þreyttir verkamenn í þjónustu
Rómverja rituðu á veggi. 1 Pompei
fundust útkrotaðir veggir. Til dæmis
var ritað á vegg einn: „Claudia bene
futius” — Gott er að serða Kládiu. —
Reyndist þetta fomleifafræðingum
ómetanlegt því þar með fundu þeir
eina vændishúsið sem varðveist hefur
óskemmt frá tímum Rómverja.
Krot forfeðra okkar Norðurlandabúa
hefur reynst málvísindamönnum betra
en ekkert. Rúnimar sem þeir krotuðu
eru uppspretta þekkingar okkar um
forna búskaparhætti.
Ýmir nefstóri
Vissulega væri það ófélegt ef fom-
Blaöamenn DV óku
um borgina á dög-
unum í von um að
sjá œsilegt veggja- ;
krot. Skemmst er
frá að segja að
óljósar hugmgndir
um vanþroska og j
hugmyndaskort ís- I
lenskra veggjakrot- j
ara staðfestust.
DV-myndir:
Helgi J. Hauksson.
To be is to do — Sartre
To do is to be — Descartes
Do-de-do-de-do —
Sinatra
Ofangreind orö em ritsmíð óþekktra
veggjakrotara.
Veggjakrot hefur heldur slæmt orð á
sér, að minnsta kosti hérlendis. Flestir
hafa megnustu skömm á krassi þvi
sem islensk ungmenni hafa fyllt auöa
veggi strætisvagna og -skýla og sal-
erna með. Og vissulega er afstaöa
þeirra skiljanleg. Islenskt veggjakrot
hefur aldrei þroskast. Tómur vand-
alismi ræður ríkjum sem hver skyni
borin vera hlýtur að f ordæma.
En er þar með öll sagan sögð? Nei.
Veggjakrot, svo hvimleitt sem það er
að flestu leyti, hefur sínar björtu hlið-
ar. Islensk ungmenni hafa ekki látiö
auöa veggi n jóta gáska síns og fr jórrar
hugsunar eins og sjá má svo víöa í sið-
menntuðum löndum.
„Jói plús Stína”, og „Ýmir er með
stórt nef” virðist vera þroskaðasta
hugsunin sem krotuö er á vegg, að
ógleymdum myndum af kynfærum
karla og kvenna.
Gárungarnir segja ástæðuna fyrir
þessu vera þá að allir Islendingar gefi
út sögu eöa ljóð hafi þeir eitthvað pínu-
lítið til málanna að leggja, en víöast
hvar erlendis láti flestir sér nægja að
krota á veggi.
Ég. skal ekki leggja dóm á þetta en
vissulega hefur manni oft blöskraö
hugmyndafátækt islenskra ungmenna
ef miö er tekið af veggjakrotinu.
Graffiti lives o.k.
Nigel heitir maður Rees og er Breti
að ætt og uppruna. Hann hefur safnaö í
fjögur kver því besta sem hann hefur
rekist á krotað á veggi á Stóra-Bret-
landi. Nefnir hann bækurnar Graffiti
Lives o.k. Nigel er þekktur útvarps-
maður á Bretlandseyjum, einkanlega
fyrir þáttinn Quote . . . unquote og
fyrir samnefnda bók. Fyrir nokkrum
árum tók hann að skrifa niður hjá sér
það skondnasta og besta sem hann sá
leifafræðingar framtíðarinnar sætu
með sveittan skalla yfir einu heimild-
unum um byggð á þessari köldu og ill-
byggilegu eyju: Strætisvagnaskýli
sem staðið hefði af sér kjarnorku-
sprengingu, og á það væru letraðar
setningarnar: „Englabossarnir eru
bestir”. „Vmir nefstóri”, , JSprelli
ljósameistari”, ,,Jói plús Stína, Sönn
ást”.
Fyrr er minnst á veggjakrotssafnar-
ann Nigel Rees og bækur hans sem
nefnast „Graffiti lives o.k. „Við birt-
um úrval úr þeirri bók og úr bókinni
Graffiti — The Writing on the wall,”
sem Mark Barker tók saman.
Ef skráningarstaður skiptir máli er
hann með. Algengustu skráningar-