Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1983, Síða 21
DV. LAUGARDAGUR 20. ÁGUST1983.
21
eð sakamál — Sérstæð sakamál
meö því aö skjóta af haglabyssunni í
vegginn rétt hjá mér,” sagöi Eriksen
síöar í viðtali viö norskt dagblaö.
Stuttu síðar var Eriksen einn heima
er Hansen fór að tala við hann. Hann
sagði honum allt af létta um moröiö.
En var það satt? Var Hansen ekki
aðeins aö monta sig af einhverju sem
hann hafði aldrei gert?
Roger Eriksen þagöi lengi þar til
einn dag að hann fékk not fyrir upplýs-
ingar sínar. Hann var handtekinn fyrir
innbrot og gerði samning við
lögregluna. Honum var lofað léttari
dómi ef hann myndi aðeins endursegja
frásögnHansen.
Næsta skref var aö hafa hendur í
hári Hansen og Lunde. Það reyndist
einfalt, þeir voru báðir á bak við lás og
slá fyrir önnur afbrot. Hansen þver-
neitaði að hafa nokkru sinni farið í
hinn örlagaríka bíltúr með Jimmy.
Lunde kvaðst hafa gert það.
En lögreglan gat ekkert aðhafst
frekar án þess að finna líkið af Jimmy.
I blaðaviðtali sagði lögreglan. „Við
búum yfir svo miklum upplýsingum að
í raun má segja að það sé leyst og
morðinginn fundinn. Við bíðum nú
aðeins eftir því að finna líkið af Jimmy
í vatni, vafiö inn í vírnet.”
Leitað að iíki
Lögreglan sagði hins vegar ekki að
hún hefði þegar fundið morðvopnið.
Hansen hafði láðst að losa sig við það á
öruggan stað. Vopnið var ótvírætt
sönnunargagn og með Roger Eriksen
sem vitni stóð lögreglan vel að vígi.
Samt ekki nægilega vel. Hvemig
myndi kviödómur dæma í máli sem
þessu? Án efa hefði kviödómurinn
verið ófús til að dæma mennina tvo
seka fyrr en líkið væri komiö í
leitirnar.
Stuttu síðar luku Hánsen og Lunde
við að afplána dóma sína. Þeir voru
aftur orðnir frjálsir menn.
Á meðan byrjaði leitin að líkinu.
Kafarar og lögreglumenn leituðu í
Bundefirði en án árangurs. Lögreglan
leitaöi líka í sjónum við Hokksund en
þar sögðu sumar tungur að Jimmy
lægi í votri gröf. Ekkert fannst, hvorki
þar né annars staðar.
Hálfu öðru ári eftir að Jimmy hvarf
fann blaðakonan Arne Bru tvö högl í
bátaskýlinu við Hokksund. Höglin voru
af sömu stærð og Roger Eriksen sagði
að Hansen hefði skotið Jimmy með.
Höglin voru afhent lögreglunni en
það þótti alla tið ákaflega ólíklegt aö
Jimmy hefði verið myrtur í Hokksund.
Einnig var ekki talið líklegt að.Hansen
og Lunde heföu farið með Ukiö þangað.
Nýjar fréttir bárust nú frá Kaup-
mannahöfn. Stúlka á veitingahúsi
sagðist hafa séð Jimmy og ekki bara
einu sinni heldur nokkrum sinnum
eftir að hann hvarf. Við nánari eftir-
grennslan kom í ljós aö stúlkan
ruglaöi Jimmy saman við annan pilt.
Jimmy sást ekki framar lifandi á
þessari jörð.
Grafíðímýri
Sumarið 1976 komu ný gögn fram í
máli Jimmy. Lögreglu var tilkynnt að
verið gæti að Jimmy væri grafinn í
mýri við Ulsrudvatnið í Austurmörk.
Og þar sem sá sem slúðraöi var þekkt-
ur í undirheimunum ákvað lögreglan
aðkanna málið.
Þegar lögreglan kom á staðinn þótt-
ukt lögreglumennimir strax sjá þess
merki aö nýlega hefði eitthvað veriö
grafiö í mýrinni. En svo virtist sem
það hefði verið fyrir nokkrum árum
því við lá að náttúran hefði máð öll um-
merki.
Þar sem fólk er yfirleitt ekki að hafa
fyrir því að grafa nokkuð í mýri ákvað
lögreglan að þetta þyrfti að athuga
nánar. En ekkert kom í ljós, ekkert
sem gæti varpað ljósi á hvarf Jimmy.
Tveimur árum síðar, 1978, kom enn
ný vísbending um hvar líkið væri graf-
ið. Nú áttu Hansen og Lunde að hafa
grafiö það í skóginum í Lier. Sagt var
að Hansen væri að fara á taugum og
samviskan léti hann ekki í friði. Hann
væri nú byrjaður að kaupa blóm til að
leggja á staðinn þar sem líkið væri
grafið og kæmi þangað vikulega þeirra
erinda.
Þaö var skógarvörður í Lier sem
sagðist hafa séð Hansen og eins og
skógarvTarða er siöur vissi hann upp á
hár hvert Hansen var vanur að fara.
Skógarverðir þekkja yfirleitt sinn skóg
nokkuð vel.
1 þetta sinn vom það ekki lögreglu-
menn sem vom látnir grafa heldur var
fengin skurðgrafa og allt svæðið í kring
sundurgrafið. Ekki kom líkið í leitimar
og þetta mun vera í síðasta sinn sem
skipulega hefur verið leitað að líki
Jimmy.
Hansen sest að í smábæ
Veturinn 1977—78 fluttist Hansen
búferlum til lítils bæjar í nágrenni
Oslóar. Af tillitssemi við íbúana
skulum við halda nafni bæjarins
leyndu.
Þegar hér var komið sögu var Han-
sen um fertugt. A því tímabili verða oft
miklar breytingar í lífi karlmanna og
Hansen fór ekki varhluta af þeim.
Hann var nú skilinn, samviskan nagaði
hann og Hansen þráði þaö eitt að kom-
ast frá Osló. Burt frá borg og stressi.
Hann drakk óhóflega mikið áfengi og
gat ekki sofnað á nóttunni nema taka
inn svefntöflur.
Hansen var orðinn hættulegur,
einkum þegar hann var undir áhrifum
og ef hann hafði vopn undir höndum.
Og það var oft sem hann var vopnaður
byssu.
Hansen var nú að mestu hættur fyrri
iðju. Hann haföi leigt íbúð við Stóru-
götu, í tveggja hæða steinhúsi, og í
portinu var hann með verkstæði í litl-
um kofa. Þar fékkst Hansen við gull-
smíðar og skartgripagerð en þá iðn
hafði hann lært þótt hann hefði lítt
stundað hana fram að þessu.
Stundum skrapp Hansen til Oslóar
og seldi þá skartgripina. Síðan kom
hann aftur til baka og var iðjulaus í
langan tíma þar til neyöin rak hann
aftur út í vinnuskúr. Þannig gekk líf
hans fyrir sig og engan í bænum grun-
aöi að við Stórugötuna byggi morðingi.
Kona kemst / spilið
Ekki einu sinni Birtu Hagen, sem
var nágranni Hansen, grunaði að hann
væri glæpamaður. Hún var nýgengin í
gegnum erfitt tímabil ævi sinnar. Mað-
urinn hafði skiliö við hana og hún var
nú einmana. Það var Hansen líka og
einmanaleikinn dró þau hvort að öðru.
Vinskapur þeirra varð sífellt nánari
og nánari en enga aðra vini eignaðist
Hansen í bænum. Gömlu vinirnir voru
einnig að mestu hættir að hafa sam-
band við hann. Einstöku sinnum heyröi
hann í Per Lunde, vitorðsmanni sín-
um. En það var sjaldan.
Rétt hjá húsi Hansen var bílaverk-
stæði og þangað fór hann nú að leggja
leið sína annað slagið. Hansen hafði
unnið við það að taka bila í sundur og
var því vel heima í öllu sem að bílavið-
gerðum sneri. Hann vakti því strax
mikla athygli fyrir kunnáttu sína og
fagmannleg vinnubrögð og það fréttist
að sá nýflutti væri úrvals bifvélavirki.
Málið barst til eyrna lögreglumanns
nokkurs sem var veikur fyrir bílum.
Þá var nokkuð um liðiðsíðan mál
Jimmy hafði veriö á fréttasíðum
norsku dagblaðanna og flestir búnir að
gleyma því öllu. Þeirra á meöal var
lögreglumaðurinn sem einnig var ný-
byrjaðurístarfi.
Hansen kjaftar frá
Hansen var nú orðinn hugsjúkur,
samviskan nagaði hann alla daga og
nætur og lét hann aldrei í friði. Oftlega
var hann kominn á fremsta hlunn með
að segja lögreglumanninum alla sólar-
söguna en gat þó aldrei komið sér að
því. Talaði í gátum, líkt og véfrétt.
Ánnaö hélt líka aftur af Hansen, Per
Lunde var kominn í heimsókn og
reyndi mjög að koma í veg fyrir að
Hansen kjaftaði frá. Svo virtist sem
Lunde hefði náð að halda aftur af Han-
sen en um vorið 1978 fór löngunin að
láta allt flakka að verða Hansen um
megn.
Hann eyddi löngum stundum með
lögreglumanninum unga og um síðir
lauk hann upp hjarta sínu fyrir honum.
Hansen sagði honum allt af létta. Sag-
an sem Hansen sagði var sú sama og
Roger Erikssen hafði sagt lögreglunni
fyrr. En lögreglumaðurinn gerði sér
ekki ljóst mikilvægi þessarar játning-
ar.
Hansen sagði þó ekki allt. Aldrei lét
hann uppskátt hvar lík Jimmy væri að
finna, það hef ur aldrei fundist.
Lunde gerði sér grein fyrir því að
Hansen var að tapa sönsum. Hann
stakk því upp á því að þeir færu í bíltúr
saman. Hansen samþykkti og þeir
fengu lánaðan bíl lögreglumannsins í
túrirrn. Hansen tók hlaupsagaða hagla-
byssu með sér, sömu stærð og tegund
og hann hafi myrt Jimmy með. Lunde
lét sér hvergi bregða þótt eflaust hafi
hann vitað af byssunni í bílnum.
Koriuþjófurinn
Lunde haföi þó ástæöu til að vera
hræddur. Hann hafði daörað dulítið við
Birtu Hagen, vinkonu Hansen, og
Hansen var ljóst aö hún bar mun hlýrri
hug til Lunde en sín. Þó er ólíklegt að
Hansen hafi haft í hyggju að drepa
Lunde.
Hvaö þeim fór á milli í bíltúrnum
veit enginn, en eflaust hefur Hansen
sagt Lunde frá þeirri ætlan sinni að
fremja sjálfsmorð. Hansen var, þegar
hér var komiö sögu, búinn aö tapa öllu.
Eiginkonu, vinkonu, vinum, æru, ekk-
ert var eftir til að lifa fyrir.
Jens Hansen og Per Lunde sneru
aftur til bæjarins og héldu í húsiö við
Stórugötu. Þeir ræddust við og svo
kvaddi Lunde sinn gamla vin. Hansen
var einn eftir og settist niður í slitna
hægindastólinn. Það var enginn heima
hjá honum þegar hann tók í gikkinn og
sendi sjálfan sig inn í eilífðina. Enginn
nema hann sjálfur.
Jimmy Johanaon var aAeins 22 Ara þegar hann var myrtur er hann gerði til-
raun til að kúga fé út úr Jens Hansen, konungi glæpamannanna í Osló.
Rafsuðuvélar og vír
Haukur og Ólafur
Armúla 32 - Simi 37700.
BIFREIÐASTILLINGAR
NICOLAI
HAMARSHÖFÐA 8,
SÍMI 85018.
Innanhúss-arkitektúr
í frítíma yðar með bréfaskriftum.
Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátt-
töku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið
er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar
tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning,
nýtísku eldhús, gólflagnir, veggklæðningar, vefnaðarvara,
þar tilheyrir gólfteppi, húsgagnaefni og gluggatjöld ásamt
hagsýni o.fl.
Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um
INNANHUSS-ARKITEKT-NAMSKEIÐ.
Nafn.................................
Heimilisfang......................................
Akademisk Brevskole
Badstuestræde 131209 Köbenhavn K. DV 29.08. —1983
HÚSBYGGJENDUR
Að halda að ykkur hita
er sérgrein okkar:
Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið
frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging-
arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu.
Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi.
I
Aðrar söluvörur:
Glerull — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar-
pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappír — Spóna-
plötur: venjulegar/rakaþolnar — Pípueinangrun: frauð-
plast/glerull.
BORGARPLASTHTÍr
Borgamesi simi 93-737ðni
Kvöjdsími og helgarslmi 9^7355
lý*'ar't fyrir
alla
ÚRVALS EFNI
AF
ÖLLU TAGI.
Fæst á næsta blaösölustaö,