Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1984, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1984, Side 4
4 DV. MÁNUDAGUR 9. JANUAR1984. Fasteignamat hækkar umfram gangverð íbúða Fasteignamat á öllum eignum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið hækkaö um 57% en annars staöar á landinu varö hækkunin 47%. Þessar hækkanir voru gerðar samkvæmt úr- skurði yfirfasteignamatsnefndar i haust. Rétt er aö taka fram aö til höfuöborgarsvæðisins teljast Mos- fellssveit, Hafnarfjöröur, Kópa- vogur, Alftanes, Garðabær og Sel- tjarnarnes. ,3á mismunur sem þarna kemur fram milli höfuöborgarsvæöis og landsbyggöar hefur vafist fyrir mörgum, en hann er aö miklu leyti sögulegur,” sagöi Stefán Finnboga- son hjá Fasteignamati ríkisins er DV ræddi við hann. „Fram til ársins 1982 var feikUega mikU verðþensla á fyrr- nefnda svæðinu. Hún var þaö mikil aö á árunum 1981—1982 hækkaöi gangverö á íbúðum um 90%. Þá var hækkun fasteignamats á svæöinu ekki ákvarðaö nema 78%. Hækkun á fasteignaverði hefur veriö meiri, mörg undanfarin ár, en sem nemur hækkun á almennu verðlagi. Viö höfum reiknaö meö aö hér væri um miklar timabundnar sveiflur aö ræða. Þaö hefur ekki þótt rétt aö hleypa þeim beint út í verölagiö á hverju ári. En vegna þessa óeölilega ástands hefur munurinn vaxiö milli ára og hann er leiöréttur núna.” Stefán sagöi aö hækkunarstuölar fasteignamats á höfuðborgar- svæöinu væru reiknaöir þannig út aö tekiö væri visst meöaltal fyrir allt íbúðarhúsnæöi. Vissulega væri tæknilega hægt aö reikna út ákveönar hækkanir fyrir 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir o.s.frv., en þaö væri mjög flókið verk. ,,Þá ganga veröhækkanir þannig yfir aö þær haldast ekki í hendur viö mismun- andi stæröir á íbúðum,” sagöi Stefán. „Ef ætti aö fara aö reikna út fasteignamat á hverja stærö húsnæöis fyrir sig myndi þaö aöeins rugla fólk. Af þeim ástæöum er reynt að finna eins konar samnefnara til aö miöa viö. En þvi er ekki aö neita aö fast- eignamatið hefur hækkaö umfram hækkanir á gangverði núna. Almennar hækkanir á gangverði eru á þessum tíma um 50%. En þegar viö athugum einstaka stæröarflokka á íbúðum kemur/annaö í ljós. 2ja her- bergja íbúðir hafa hækkað mest á milli ára en síðan veröur hækkunin hlutfallslega minni eftir því sem um stærri íbúöir er aö ræöa. Þetta er því margflókiö mál og meðaltalshækkun á fasteignum nánast eina leiðin sem fær er,” sagði Stefán. -JSS. Á myndinni sést fulltrúi fatiaðra iþróttamanna Ungmennasambands Kjalarnesþings taka við DV-horninu úr hendi Sigurðar Magnússonar, for- manns iþróttasambands fatiaðra. DV-mynd GVA. ; i m '•? t-ij. m *"* Wm. S , 7L ■' i' yHœMMP- ' '1 JHV • 9 1 '■> ; %. É * mggBBæm ** ÍB8 íslenskur sigur — ítrimmlands- . keppnifatlaðra á Norðurlöndum Islendingar sigruðu í triimn- landskeppni fatlaðra 1983 sem fram fór tnilli allra Norðurlanda- þjóðanna. Keppt var í þátttöku í ýmsuin trimmgreinuni og tekið mið af fjölda íbúa hvers lands við útreikning stiga. Islendingar hlutu um570þúsund stig. Auk bikars, sem Islendingar hlutu, var veitt DV-horn seni er viðurkenning til þess iþrótta- héraðs islensks sem aflaði flestra stiga til keppninnar. Að þessu sinni var þaö Ungmennasainband Kjalarnesþings seiri hlaut hornið og áttu vistmenn á Kópavogshæli stærstan þátt í þeiiri sigri. -SGV. I dag mælir Pagfari______________I dag mælir Pagfari I dag mælir Dagfari LAUNÞEGINN - MAÐUR ÁRSINS Ekki er því aö neita aö þaö var vel til fundið hjá DV aö útnefna launþeg- ann sem mann ársins 1983 þótt sjálf- sagt hafi margur góðborgarinn og iaunagreiöandinn látiö sér fátt um finnast. Yfirieitt hafa þessar útnefn- ingar veriö tilraunir til að hampa einhverjum misheppnuðum mann- vitsbrekkum sem hafa unnið þaö eitt til afreka aö baöa sig i sviösljósi annarra. Stjórnmálamenn hafa verið vinsælastir í þeirri feguröar- samkeppni og þá oftast fyrir ákvarð- anir sem bitna á öllum öðrum nema þeim sjálfum. Þannig voru þeir Andropov og Reagan útnefndir menn ársins hjá tímaritinu Time án þess aö sýna aöra frammistööu en klúðra afvopnunarviðræðum og auka viðsjár með austri og vestri. Annar þeirra hefur rcyndar ekki sést opin- berlega síðan í ágúst og kann þaö svo sem að vera sennilegasta skýringin á útnefningunni. Hann þjónar áreiðanlega sínu hlut- verki best meö því að sjást sem minnst. Hinn hefur reyndar mætt til vinnu en hann þarf ekkl aö vera minna veikur fyrir það. Ekki leggj- ast allir sjúklingar í rúmið. En meðan Time verðlaunar einn fyrir að mæta í vinnu og annan fyrir að mæta ekki í vinnu hefur DV sem sagt tekið það til ráðs að velja sér mann ársins fyrir það framtak laun- þegans að taka minna fyrir vinnu sína en áður. Þannig er nefnilcga komið fyrir hinum íslenska launþega að nú er hann sífellt lengur að vinna fyrir kaupinu og auk þess hefur f jár- málaráðherra bent á að launþeginn þurfi einnig að vinna lengur til að eiga fyrir sköttunum. Auðvitað er þetta einstök skyldu- rækni og þegnskapur sem rétt og skylt er bæði að þakka og verðlauna. Lengi hefur því verið haldið fram að verkamaðurinn væri verðugur launa sinna. Enginn hefur hins vegar sagt neitt til um það hversu há þau laun skuli vera og nú hafa mál þróast á þann veg að laun hafa rýmað jafnt og þétt á síðasta ári. Þjóðviljinn segir að laun þurfi að hækka um 41% til að ná meðaltals- kaupmætti ársins 1982 og með sama áframhaldi standa góðar vonir til þess að kaupmáttur verði kominn ofan í núll um næstu áramót, jafnvel þótt vinnudagurinn lengist enn til að eiga fyrir sköttunum. Hlýtur þá aftur að koma að því að DV útnefni kauplausan launamanninn sem mann ársins, enda óneitanlega nokk- urt og umtalsvert afrek að vinna kauplaust i heilt ár í þágu ríkis- stjórnar sem hefur fundið upp það snjallræði að eyða verðbólgunni með þvi að hætta að borga kaup. Það er jú samdóma álit allra helstu sérfræðinga, stjómmála- manna, vinnuveitenda og verkalýðs- foringja að á alvörutimum sem þess- um sé mest um vert að allir hafi atvinnu. Af þessari hávisindalegu niðurstöðu má ráða að minna skiptir þótt kaupmáttur komist á núllpunkt- inn eða yfirleitt hvort laun séu greidd, aðalatriðið er að fólk hafi eitthvað að gera. Og eftir því sem kaupmátturinn rýmar og launin skeröast aukast likurnar fyrir þeirri upphefð launamannsins að hann verði maður ársins á nýjan leik. Vinnuveitendur hafa af örlæti sínu og miskunnsemi gert launafólki það gyiliboð að greiða því út í hönd bæði orlof og veikindadaga og atvinnu- leysisiðgjaldið, enda er það rökrétt ályktun af því forgangsverkefni að allir hafi vinnu. Hvað eiga menn að gera við orlof eða veikindi eða at- vinnuleysisstyrki þegar þeir eru til- ncfndir sem menn ársins fyrir þá skyldurækni að mæta til vinnu fyrir ekki neitt? Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.