Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1984, Qupperneq 5
DV. MÁNUDAGUR 9. JANUAR1984.
Fjölgun dómara í Hsstarétti hefur ekki reynst bæta úr vandanum, segir Lög-
mannafélag íslands.
Lögmenn krefj-
ast úrbóta
í réttarfari
—- meðf erð dómsmála tekur of langan
tíma — dómarar fari ekki með
veigamikil störf á sviði stjómsýslu
„Stjórn Lögmannafélags Islands
vekur athygli dómsmálaráöherra á aö
hún telur brýnt aö hiö fyrsta veröi
gerðar úrbætur í réttarfari,” segir í
ályktun sem DV hefur borist.
„Meöferö dómsmála tekur of langan
tima, einkum í Hæstarétti. I venjulegu
einkamáli þarf nú aö bíöa í allt aö eitt
og hálft ár frá því mál er þar tilbúið til
málf lutnings þar til þaö f æst f lutt.
A undanförnum árum hefur verið
gripiö til þess ráðs aö fjölga dómurum
í Hæstarétti í því skyni aö auka afköst
réttarins og stytta þar meö tímann,
sem mál þurfa aö bíöa málflutnings.
Þetta úrræöi hefur ekki reynst bæta úr
vandanum. Þar aö auki hefur þaö leitt
til þess aö fordæmisgildi dóma rétt-
arins hefur minnkaö. Finnast dæmi
þess að sömu lögfræðilegu álitaefnin
fái mismunandi úrlausnir eftir því
hvaöa dómendur skipa dóm hverju
sinni.
I réttarfari vestrænna ríkja þekkist
ekki sú skipan, sem hér á landi gildir,
aö dómarar fari meö veigamikil störf á
sviöi stjórnsýslu. Sýnist þaö og kunna
aö fara i bága viö 6. grein Mannrétt-
indasáttmála Evrópu aö hafa þann
hátt á þessu sem hér ríkir.
Til úrbóta á ofangreindum efnum
hefur aðeins veriö bent á eina hald-
bara leiö. Hún er fólgin í þvi aö stofna
millidómsstig, Lögréttu, meö dóm-
endum, sem emungis hafa dómsstörf
meö hönduin. Fyrir liggur frumvarp
um þetta efni, sem réttarfarsnefnd
hefursamið.
Stjórn Lögmannafélags Islands telur
að ekki megi lengur dragast aö ráöast í
þær umbætur sem í frumvarpi þessu
felast. Leyfir hún sér því aö beina
áskorun til dómsmálaráöherra um aö
hann flytji frumvarpiö á því þingi sem
núsitur.”
-KMU.
Fáskrúðsfjörður:
RÆST HEFUR
IÍR ATVINNU
Frá Ægi Kristinssyni, fréttaritara DV
á Fáskrúðsfirði.
Mjög gott veður var á Fáskrúösfiröi
um jól og áramót. Það var fyrst á
miðvikudag að ófært varö á milli
staða, ófært er á Reyðarfjörð nema
fyrir stærri bíla.
Um 80 manns voru á atvinnuleysis-
skrá um áramót en nú hefur eitthvað
ræst úr. Skuttogarinn Hoffell fór á
veiöar á fimmtudag en Ljósafell fer
eftir helgi. Unniö hefur veriö aö
viögerðum á togurunum síöan þeir
komu úr síöustu veiöiferöunum fyrir
jól. Afli Ljósafells var 3100 tonn á
síðastliðnu ári en var 3220 tonn áriö
1982. Afli Hoffells var 3254 tonn 1983 en
3202 tonn 1982.
Þorri SU er byrjaður með línu en afli
er tregur, 8 tonn í tveimur veiöi-
ferðum. Sæbjörn fer á veiöar eftir
helgina.
Vinna er hafin við síldina hjá Pólar-
síld og Sólborgu eftir smáhlé. Um 2000
tunnum veröur skipaö út frá Pólarsíld
um helgina og eru þá farnar um 3800
tunnur frá síöustu vertíö.
A gamlárskvöld var brenna og flug-
eldasýning hér fyrir botni fjarðarins,
sem tókst mjög vel. Handan fjarðarins
var komiö fyrir logandi kyndlum, sem
sýndu ártaliö 1983, en á miönætti var
ártalinu breytt í 1984. Aramótadans-
leikur var f jölsóttur og fór vel fram.
-GB.
Vopnafjörður:
Atvinnuleysi
Frá Asgeiri H. Sigurðssyni, frcttarit-
ara DV á Vopnafirði.
Nokkurt atvinnuleysi er nú á Vopna-
firöi þar sem engin vinnsla hefur verið
í frystihúsinu Tanga hf. síðan fyrir jól.
Minni togari Vopnfirðinga, Eyvindur
Vopni, bilaði fyrir miðjan desember en
meira en áður
vonir standa til aö hann fari aftur á
veiðar í næstu viku. Brettingur er hins
vegar á veiöum nú og er væntanlegur
til hafnar eftir helgi. Rætist þá vænt-
anlega eitthvaö úr atvmnuástandinu
sem hefur ekki veriö jafnslæmt síöustu
árin. -GB.
Hótel Loftleiðir:
Óprúttnir settu brunakerf ið í gang
Einhverjir óprúttnir tóku sig til á Slökkviliöiö kom strax á vettvang en
Hótel Loftleiðum um áttaleytið á laug- enginn var eldurinn. Ekki er vitað hver
ardagskvöldiö og brutu gler í bruna- eöa hverjir settu boöunarkerfiö í gang.
boöunarkerfi hótelsms og settu það í -JGH.
gang.
Baldwin
Crsel SL
Skemmtara
$kelinn
Ármúla 38 — Sími 32845
1
Nú geta aliir lært að spila létta
og skemmtilega músík á skemmtara eða rafmagnsorgel.
Námskeiðið byrjar 9. janúar
Innritun í Hljóðfæraverslun Pálmars Árna hf., Ármúla 38.
aítarskóli
•^ÖLAFS GAUKS
Innritun allra aldursflokka fer fram daglega
kl. 2—5 e.h. í skólanum, Stórholti 16, sími 27015.
Upplýsingasími á öðrum tíma 85752.
Olyrnpia compact
Rafeindaritvél í takt við tímann
Hraði, nákvœmni og ýtrasta nýtni á skrifstofurými.
Vél fyrir þá sem gera kröfur um afköst og hagkvœmni ekki síður
en heilsusamlegan og hljóðlátan vinnustað.
Prenthjólið skilar áferðarfallegri og
hreinni skrift. Leiðréttingarminnið
hefur 46 stafi. Pappirsfœrslu og dálkasetningu
er stjómað án pess að fœra hendur af
lyklaborði. Endurstaðsetning, leturþétting og
ýmsar leturgerðir.
KJARAIM
ARMÚLI 22 - REYKJAVÍK - SiMI 83022
MIKIL
VERÐLÆKKUN
Mlk’
MIKIL
VERÐLÆKKUN
ipíáfwn
Laugavegi 66, sími 25980.