Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1984, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1984, Qupperneq 6
' ÖV.'MÁMJDAGUR 9. JÁNÖAR1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hlutverki kaupmannsins á horninu er ekki lokið. Kaupmaðurinn á horninu á hann í vök að verjast? Hvort kaupmaðurinn á horninu sé aö líða undir lok hefur nokkuð verið á vörum fólks í seinni tíð. Meö tilkomu stórmarkaðanna er ljóst aö eitthvað hefur dregið úr veltu hinna smærri kaupmanna sem voru allsráðandi hér fyrir nokkrum árum. Svipuð þróun hefur átt sér staö erlendis og hafa margar hinar smærri verslanir orðiö að lúta í lægra haldi fyrir hinum stóru. Það eru margir sem álíta að þetta sé óheillavænleg þróun. Þörfin fyrir til samanburöar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátltak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar Qölsk.vldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tseki. Nafn áskrifanda Heimili Sími •i i Fjöldi heimilisfólks. Kostnaður í desember 1983. Matur og hreinlætisvörur kr. 1 Annaö kr. I Alls kr. )i Stöndum ekki illa að vígi — segirlngibjörn Hafsteinsson kaupmaður ..Flestir hafa verið þeirrar skoöunar að selja skuli fyrst og fremst vörur sem viðskiptavinirnir vilja kaupa. Þessi hugmynd hefur ekki komið upp á borð hjá okkur. Kaupmenn eru ekki uggandi bara vegna tilkomu Mikla- garðs. Samkeppnin milli matvöru- kaupmanna er orðin geysileg og engin takmörk virðast vera á því hversu margir stórmarkaðir fá aö rísa hér á höfuðborgarsvæðinu,” sagöi Ingibjörn Hafsteinsson, kaupmaður og formaður framkvæmdanefndar K-kaupmanna, þegar við spurðum hann hvort eitthvað væri til í þeim orðrómi sem heyrst hefur aö smávörukaupmenn hyggist taka höndum saman og hætta að selja vörur sem framleiddar eru af SIS- verksmiðjum. Ingibjörn sagði að útilokað væri að hætta aö selja ákveðnar vörur frá ákveðnum aðilum. Sambandið væri reyndar samkeppnisaöili þeirra en betra væri að reyna aðrar aðferðir í þessum efnum. t Nýlega stofnuðu kaupmenn samtök þar sem áhersla er lögð á aö hafa ætíð ákveðnar vörur á tilboösveröi. „Þetta hefur fengið góðar viðtökur hjá viðskiptavinum okkar og reynsla af þessu er góð. Eg álít að þegar upp er staðið sé ekki dýrara að versla í hinum smærri verslunum. Við bjóðum upp á þjónustu sem stórmarkaðirnir gera ekki eins og til dæmis aö skrifa hjá fólki og senda vörur heim til fólks.” — Er hætta á að kaupmaöurinn á horninu hverfi úr sögunni? „Mér hefur fundist að nú í seinni tíö höfum við fengið meðbyr og tel ég það stafa m.a. af því að fólk er orðið leitt á að versla í stórmörkuðum. Einnig hefur komið í ljós að smáverslanir hafa ekki komið illa út úr þeim verö- könnunum sem gerðar hafa verið bæði í DV og af Verðlagsstofnun. Eg tel að við stöndum ekki illa að vígi,” sagöi Ingibjörn Hafsteinsson. -APH kaupmanninn á horninu er enn fyrir hendi. En svo virðist sem smákaup- mennirnir ætli ekki að gefa sig og reyna nú öll tiltæk ráð til að b jarga hag sínum. Heyrst hefur að sumir þeirra séu argir út í Sambandið vegna til- komu hins stóra markaðs, Miklagarðs, og hafa þeir jafnvel haft á orði aö hætta að selja vörur sem framleiddar eru í verksmiðjum Sambandsins. En hvað sem því líður er þörfin fýrir kaupmanninn á horninu fyrir hendi. Hann þjónar sínu hverfi, sem kemur sér vel fyrir aldraöa og bíllausa sem eiga erfitt með að ferðast langar leiðir til að kaupa inn sínar nauðsynjar. Einnig telja kaupmenn í hinum smærri verslunum að verðið hjá þeim sé ekki hærra en hjá stóru verslunum þegar á heildina er litið Það er ljóst aö mikil samkeppni er meöal matvörukaupmanna og verður spennandi að sjá hvernig henni lyktar. Aukin samkeppni kemur fram í lækk- andi vöruverði og er til bóta fyrir neyt- endur, en getur einnig haft slæmar afleiðingar fyrir þá ef niðurstaðan verður sú að kaupmaðurinn á horninu verðuraðloka. -APH „Unnið að skipulags- breytingum” — segir Þór Fannar, framkvæmdastjóri IMA „Eg hef heyrt þessu fleygt en ég tel aö þetta sé meira sagt í hita leiksins en í alvöru. Við erum sjálfir með samning við Sambandsfyrirtæki og höfum góða reynslu af því. En því er ekki að leyna aö þaö vekur gremju meðal kaupmanna þegar vörur frá Sambandinu eru seldar á betri kjör- um í verslunum sem eru á þeirra böndum,” sagði Þór Fannar, fram- kvæmdastjóri Innkaupasambands matvörukaupmanna. (IMA) Inn- kaupasambandiö er fyrst og fremst samband hinna smærri kaup- manna. Þaö flytur inn vörur og sér einnig um aö kaupa inn vörur frá öðrum heildsölum og reynir að fá magnafslátt á vörum. Þór Fannar sagði aö þessi afsláttur hefði ekki komið mikiö fram í vöruverði kaupmanna m.a. vegna þess að þeir hafa þurft á fullri álagningu að halda. Nú væri hins vegar unnið aöskipulagsbreytingum á sambandinu þar sem áhersla yrði lögð á að fá meiri afslátt af vörum og stefnt að því að það komi fram í smá- söluverðinu. Fundur verður haldinn næstkomandi fimmfudag þar sem þessi mál verða rædd nánar. Hann sagði ennfremur að nú væru að hans mati allt of margar stór- verslanir hér á höfuðborgarsvæðinu og vonaðist eftir þvíaöekkifærisvo sem svo víða erlendis þar sem oröiö , heföi að loka smáverslunum í stórum stíl. Einnig sagði hann aö líklega yröi tekin einhver ákvöröun varðandi greiöslukort. En þau hafa skapað aukinn vanda fyrir kaupmenn. Hann sagði að þau væru engum til góðs og allra síst kaupmönnum. Það væri ekki fráleit hugmynd aö kaupmenn tækju upp á því að gefa þeim við- skiptavinum sinum afslátt sem greiddu út í hönd. -APH Húsráð Fersk salatblöð Ferdd kál, til dæmis salatblöð, verður yfirleitt lint og lepjulegt við geymslu i ísskáp, þó aðeins sé þaö geymt í einn eða tvo daga. Það getur verið prýðilegt að geyma ferska kálið í lokuöum plastpoka í ísskápn- um. Þó myndast óæskilegur raki í pokanum sem linar kálið. Ef við setjum eitt blað af eldhúsrúllu með kálinu í lokaðan plastpokann geymist það betur. Bréfið „drekkur” í sigrakann. Korktappar Það er vandamál aö troöa korktappa aftur í flöskustút hálftómra flaskna því þeir bólgna út þegar þeir eru teknir úr flöskunum. Ef við aftur á móti skerum korktappann í tvennt, á ská eins og myndin sýnir, leysum viö þetta vandamál auðveldlega. Þegar viö höfum klofiö tappann í tvennt leggjum við breiðari enda hvors hluta saman. Utkoman verður tappi sem auðveldlega er hægt að nota í flestar flöskur því að mjóu endarnir ■ smellaístútinn. -ÞG —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.