Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1984, Side 9
DV. MANUDAGUR 9. JANUAR1984.
9
Útlönd Útlönd
TENGDADÓTTIRIN
ÖGRARINDIRU
Maneka Gandhi þykir tengda-
móður sinni Indiru farast illa
stjómun ríkisins og býður sig
fram gegn syni hennar.
Tengdadóttir Indiru Gandhi býöur
henni byrf>inn í næstu þingkosningum
meö þvi aö bjóöa sig tram gegn mág-
inum, Rajiv Gandhi, eldrisyni Indiru.
Maneka Gandhi, ekkja Sanjays (27
ára), ætlar aö bjóöa sig fram í Uttar
Pradesh, helsta vígi Kongressflokks
Indiru, cn þaö var áöur kjördæmi
Sanjays. Aðalkosningamál hennar og
flokks hennar „Sanjey-þjóðarfylking-
arinnar” er baráttan gcgn „svörtum
peningurrt”, en þar. er átt viö spillingu
meöal embættismanna og pólitíkusa.
Indrira ól Sanjey upp til þess aö
veröa pólitiskur arftaki hennar á Ind-
landi en hann og ýmsir fleiri ung-
gæöingar í Kongressflokknum voru
umdeildir fyrir óvönduð meööl í kosn-
inga- og stjórnmálabaráttunni. Sanjey
fórst í flugslysi í júní 1980. — Tveim
árum síöar flutti Maneka af heimili
Indiru og stofnaöi eigin f lokk.
I aukakosningum í síöasta mánuöi
gekk Kongressflokki Indiru upp og of-
an en vann þó 9 kjördæmi af 14 þarsem
kosið var. En hann tapaöi 4 af G í Uttar
Pradesh. Indira styöst viö tvo þriöju
meirihluta í neöri deildinni en nauman
meirihluta í efri málstofunni.
Atal Behari Vajapyee, fyrrum utan-
ríkisráöherra, hefur skoraö á stjórnar-
andstööuflokkana aö stofna kosninga-
bandalag gegn Indiru og Kongress-
flokknum. Sagöi hann aö hryöjuverk
og óreiöa einkenndi stjórnarfarið og aö
stjórnin hrektist stýrislaust frá einni
kreppunni til annarrar.
ísland brautrydjandi í
kvennapólitík?
“KVENNAPOUTIK”
LIVES!
I nýlegu hefti banda-
ríska timaritsins Ms. birtist
frétt undir fyrirsögninni „Kvenna-
politik lives”. Er þar skýrt frá sigri
Kvennalistans í þingkosningunum á
Islandi sl. vor, þar sem hann náöi 5
prósentum þingsæta og varö þar með
fyrsti „kvennaflokkur” í heiminum til
aö vinna slíkan sigur í f ulltrúalýöræði.
Segir cnnfremur í frétt Ms. aö sigur
Kvennalistans komi í kjölfar baráttu
sem hófst meö því aö mörkuð voru
tímamót á kvennadaginn 1975 meö
stærsta mótmælafundi í sögu þjóöar-
innar. Þá segir frá kjöri Vigdísar
Finnbogadóttur i embætti forseta
lýðveldisins áriö 1980, sem einnig
markaöi skref í mannkynssögunni.
Síðan segir í fréttinni aö stefna
Kvennalistans sé endurdreifing valds
II1 1 *
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
og aukin þátttaka kvenna í stjórn-
sýslunni, endurmat á launum þar sem
hlutur kvenna hafi veriö skertur, um-
hverfisvernd og varðveisla Islands
sem kjarnorkuvopnalauss svæðis.
Blaöiö hefur eftir Guörúnu Agnars-
dóttur þingmanni aö hugtakiö kvenna-
pólitík tákni baráttu kvenna til aö
skapa umhverfi og umheim út frá
„okkareigin sjónarmiöum”.
o
I n April 23, a
dream came true
as Iceland's Kven-
nalistinn (literally
I "Women's list")
gained 5 percent of the seats
in the Icelandic parliament
and became one of the first
women's parties in the world
towin federal representation
The victory came afte’-
decade of dramatic f'
beginning with th*-
■'en's strike, 4’
Klappliðið kúgar dansara
Ballettaödáendur sem klappa
uppáhaldsstjörnur sínar upp hjá
Bolshoi-ballettinum í Moskvu eru
ekki allir jafn einlægir. Sumir
þeirra mynda glæpaflokk sem kúg-
ar ballettstjörnurnar.
Sovéska blaöið Sovietskaya
Rossia segir aö ungir dansarar
sem telja sig þurfa aö vekja góöa
athygli til að komast áfram á lista-
braut sinni freistist til þess að láta
frimiöa í hendur þessu klappliöi og
þaö jafnvel á sýningar þar sem
miðar eru af skornum skammti.
En klappliöið gengur stundum
svo langt að krefja þá uin fleiri
miöa eöa jafnvel peningagreiöslur
meö hótunum. Hótaö er t.d. aö gera
dansarann andvaka meö stööugum
simhringingum nóttina fyrir
sýningu eða hefja upp mikinn
hóstakór þegar dansarinn komi
fram á sviðið. I einu staöfestu
tilfelli var músum sleppt lausum í
áhorfendasalnum á meöan sólóat-
riöistóðyfir.
SKODA120 LS ARG. 1980.
Þrælduglegur í snjónum eins og allir hinir Skodarn-
ir. Toppástand, skoðaður 1984 og 6 mánaða ábyrgð
fylgir.
JÖFUR HF.
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaöinu á fasteigninni Hafnar-
götu 53, efri hæð og risi í Keflavik, þingl. eign Guöinundar Oddbergs-
sonar og Hrafnhildar G. Atladóttur, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu
Jóns G. Briem hdl. og Veðdeildar Landsbanka Islands, fiinmtudaginn
12. 1. 1984 kl. 11.15.
Bæjarfógetiun í Kcflavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur veriö í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Framnes-
vegi 1 í Keflavík, þingl. eign Hraöfrystihúss Keflavíkur hf., fer fram á
eigninni sjálfri að kröfu Utvegsbanka Islands og Vilhjálins Þórhalls-
sonar hrl. fimmtudaginn 12.1.1984 kl. 11.30.
Bæjarfógetinn í Keflavik.
Úrvals skíðaferð til Austurríkis er örugglega skemmtilegasta ævintýri sem
íslenskir skíðamenn eiga kost á, því Badgastein er án efa einn allra besti
skíðastaður Austurríkis. Aðstaðan er öll eins góð og hægt er að hugsa sér:
Snjóhvít fjöll, fagurblár himinn, heit sól, endalausar skíðabrekkur, vinalegir
veitingastaðir, hlýleg hótel, elskulegt fólk. I einu orði sagt: Ævintýri.
Við bjóðum úrvals gistingu á:
Gletschermuhle m/morgunverði
Leimböch m/morgunverði
Simader m/hálfu fæði
Satzburgerhof m/hálfu fæði.
Nú er bara að taka fram skíðaskóna!
Næsta brottför er 5. febrúar, - örfá sæti laus.
Verð aðeins 21.650.- krónur, — m/morgunverði.
Aðrar brottfarir í vetur:
19. febrúar
4. mars, - örfá sæti.