Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1984, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1984, Side 12
SI 12 Frjálst.óháð dagbJað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Sfiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNUSSON. Auglýsingastjó<ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SIDUMULA 12—14. SÍMI 86A11. Auglýsingar: SiÐUMULA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími rifstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plótugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMULA 12. P rentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Sveitarfélögin svikust um Sveitarfélögin í landinu, meö Reykjavík í broddi fylk- ingar, hafa ekki lagt sitt af mörkum í baráttunni viö verö- bólguna. Sérstaklega hafa þau svikizt um að svíöa fjár- hagsáætlanir sínar til aö halda niðriskattbyröi ársins. Munurinn á framgöngu ríkisins annars vegar og sveit- arfélaganna hins vegar kemur vel fram í þeim hundraös- hluta skatta, sem mönnum er ætlað aö reiöa fram í svo- nefnda fyrirframgreiðslu opinberra gjalda á fyrri hluta ársins. Niðurstööutölum f járlaga ríkisins hefur veriö haldiö svo mikið niðri, aö ríkinu heföi nægt 57% fyrirframgreiðsla. Sveitarfélögin þurfa hins vegar 68% í sína hít, svo aö millileiðin upp á 63% varð fyrir valinu. I meöförum fjárlagafrumvarpsins var áætluö tekju- hækkun manna milli ára lækkuö úr 20% í 16%, sem er mun nær réttu lagi. Þjóðhagsstofnun gerir einmitt ráð fyrir, aö atvinnutekjur og ráöstöfunartekjur hækki um 16% milli ára. I þessum tölum er gert ráð fyrir ótryggu launaskriði. Stofnunin gerir ekki ráö fyrir, aö kauptaxtar hækki nema um 13% milli ára. Margir munu ekki geta reiknaö meö neinu launaskriöi ofan á þá prósentutölu. Hér er rétt að minna á, að þessi hækkun kauptaxta milli ára er aö mestu leyti þegar komin fram. Þjóöhags- stofnun reiknar aðeins með 4% hækkun yfir áriö í heild. Af þessu má ljóst vera, aö þeir, sem ekki njóta launa- skriös að ráði eöa tilfærslu skattbyrðar frá láglaunafólki til hálaunafólks, munu bera nokkru þyngri skatta til ríkis- ins á þessu ári en á hinu síðasta. Munurinn er þó svo lítill, aö ekki er hægt aö neita því, að ríkisstjórnin hefur með fjárlögum sínum gert mark- vissa tilraun til að hlífa hart leiknu láglaunafólki viö auk- inni skattbyrði ofan á aörar kárínur vetrarins. Grimmdin í niöurskuröi ríkisútgjalda átti sér enga hliðstæðu í fjárhagsáætlunum sveitarfélaga. Sveitar- stjórnarmenn veinuðu um slæma afkomu sveitarsjóða, sen höfðu færri orð um slæma afkomu heimila útsvars- greiöenda. Ef útsvarsbyröi hefði átt að veröa óbreytt milli ára, hefði álagningarprósentan oröiö aö lækka úr 11,9% í 9,5% eða úr 11% í 9%, svo að algeng dæmi séu nefnd. Mjög fá sveitarfélög lækkuðu sig og ekkert í þessummæli. I Reykjavík verður útsvarsprósentan í ár 11% og í flestum öðrum sveitarfélögum Reykjavíkursvæðisins veröur hún 10,5%. Yfirleitt eru þetta sömu tölur og í fyrra og jafngilda verulega þyngdri útsvarsbyrði á þessu ári. Þessi skortur á aðhaldi og sparsemi í eigin rekstri er sveitarfélögum landsins til skammar. Þeim ætti ekki aö vera vandara um en ööriun aöilum þjóðfélagsins aö skera svo niöur útgjöldin, að undan svíði. Sem skýring á nöturlegri forystu Reykjavíkur í of haröri skattheimtu á erfiðum tímum hefur verið nefnt, aö borgin axli þungar fjárhagsbyröar af Grafarvogslóðum, sem ekki hafa gengið út. Slík mistök eru náttúrlega ekki til bóta. Sveitarfélögum ber ekki skylda til aö fylgja ríkis- stjórnarstefnu á hverjum tíma. En þau verða auðvitað að sæta því, að almenningur telji þau ekki hafa staðið sig sem skyldi, þegar allir aðrir hertu sultarólarnar. Jónas Kristjánsson. MSMIHAI7MAI. .eflUOAOUilAM .va DV. MANUDAGUR 9. JANUAR1984. Konum verður ekkiýtt til hliðar Þaö var yfirlýst markmiö ríkis- stjórnarinnar á síöasta ári, aö fjárlög þessa árs yröu raunhæf. Eina virkilega raunhæfa niöurstaöan, sem komist varö aö viö lokaafgreiöslu fjárlaga, var hins vegar sú, aö það verður halli á ríkisbúskapnum á þessu ári. Sá halli hlýtur aö leiöa til versnandi skulda- stööu ríkisins, sem aftur leiöir mjög lik- lega til meiri veröbólgu en rikisstjórn- in hefur boöaö. Þessi niðurstaöa er ekkert annaö en svik við þaö fólk, sem var reiðubúið til aö leggja á sig miklar þrengingar til þess aö vinna aö þessu sameiginlega markmiöi meö stjórnendum landsins, þ.e. aö ná niður veröbólgunni. Þetta er þeim mun meira áhyggjuefni nú, þar sem launafólk er mjög illa undir þaö búiö aö mæta nokkrum áföllum, miklu verr en fyrir nokkrum mánuöum vegna þeirra aögeröa, sem ríkisstjórn- in hefur beitt í launamálum. Ráð Kvennalistans orðin góð Viö stjórnarmyndunarviöræðurnar á sl. vori lögöum viö kvennalistakonur til allt ööruvísi dreifingu byröanna en valin var, þegar veröbótaskeröingin var framkvæmd. Viö vildum láta jafna Kjallarinn KRISTÍIM HALLDÓRSDÓTTIR ÞINGMADUR SAMTAKA UM KVENNALISTA tekjurnar í þjóðfélaginu, hækka laun hinna lægstlaunuðu, en láta þá betur megandi bíöa betri tíma. Þessar til- lögur fengu ekki hljómgrunn innan gömlu flokkanna. Þeir sáu ekki annað en gömlu ráöin, sömu prósentu á alla línuna. En betra er seint en aldrei. Nú viöur- kenna allir, aö láglaunafólkið sé að kikna undan byröunum, hlut þess veröi aö rétta. Og nú eru tillögur Kvennalist- ans allt í einu orönar góöar. Sam- kvæmt nýjustu fréttum hugleiöir ríkis- stjórriin nú þann kost í komandi kjara- samningum aö hækka lægstu launin allverulega, jafnvel um 15—30%, en láta aöra bíða. Þaö væri viturlegt og raunar þaö eina rétta. Eg trúi því, aö nú sé loksins nægilega víötækur hljóm- grunnur fyrir því að bæta hag þeirra verst stöddu. Astandið er oröiö slíkt. Syndir feðranna En fólk óttast ekki aöeins rýrnandi lífskjör á þessu nýbyrjaða ári. Atvinnuleysisvofan er allt í einu oröin ískyggilega raunveruleg. Einkum eru þaö horfur og tillögur um minni fisk- afla en áöur var spáö, sem breytt hafa stöðunni til hins verra. 1 staö 300—320 þús. tn. þorskafla, sem spáö haföi verið, veröum viö aö sætta okkur viö allt aö 100 þús. tn. minna á þessu ári. Um þaö verður ríkisstjórninni ekki Spamaður af sölu gróðafyrirtækis? — opið bréf til f jármálaráðhera Ríkisstjórnin hefur aö undanförnu gert margar tillögur um samdrátt og sparnað á útgjöldum og rekstri ríkis- sjóös. Þér, hr. fjármálaráöherra, hafið haft frumkvæöi í þeim efnum og ber að fagna þeirri viðleitni yðar, ef sústefnu- mörkun er almenn og réttlát og getur skapaö umtalsveröan sparnað. Hér er um erfið og margslungin mál að ræða bæöi er tekur til niðurröðunar forgangs- verkefna og pólitískrar togstreitu stjórnmálamanna og hagsmunahópa. I þessari grein verður ekki tekið til umfjöllunar almennar sparnaðar- aðgeröir ríkissjóðs, þess í stað vil ég benda yður áveigamikla tekjulind sem getur varðað tugmilljónir króna árlega ef rétt er að málum staðiö. Fyrir rúmum 20 árum var fyrirtækið Islenskir aðalverktakar á Kefiavíkur- flugvelli stofnað, en það tók við starf- semi bandarískra verktakafélaga fyrir varnarliðið. Eignaskipting fyrir- tækisins er þannig aö ríkissjóður á 25%, Reginn (SIS) 25% og Sameinaðir verktakar 50%, en þeir síöastnefndu höfðu starfað að verkframkvæmdum fyrir varnarliöiö um nokkurra ára skeið áður en umrædd sameining átti sér stað. Eins og kunnugt er hafið þér lagt til að ríkissjóður selji sinn eignar- hluta í Aðalverktökum, væntanlega til aö afla fjár með þeim hætti. Fróölegt væri aö vita hvaöa ástæöur og hags- munir liggja til grundvallar þessari ákvörðunartöku yöar, hr. fjármála- ráðherra. Nú vita það flestir að Aðal- verktakar eru mesta gróðafyrirtæki í landinu, enda langhæsti skattgreiðandi hérlendis. Kjallartnn KRISTJÁN PÉTURSSON DEILDARSTJÓRI VIÐ TOLLGÆSL- UNA Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Traustur grundvöllur Bandarísk stjórnvöld hafa í gegnum árin tryggt þessu fyrirtæki á margvís- legan hátt traustan fjárhagslegan grundvöll með nægum verkefnum og sérsamningum. Islensk stjórnvöld hafa heldur ekki látiö sitt eftir liggja að efla fyrirtækiö þar sem allur inn- flutningur á vörum og tækjum þess er undanþeginn aðflutningsgjöldum eins og kunnugt er. Af hverju má ríkis- sjóöur ekki græða á varnarliösfram- kvæmdum eins og flokksbræður yðar hjá Aðalverktökum og SIS? Hverjir eru líklegir kaupendur að hlutabréfum ríkissjóös í Aðalverktökum? Líklega stærstu eignaraðilarnir hjá Aöalverk- tökum og SIS en þó er ekki loku fyrir það skotið að aðrir velunnarar ríkis- stjórnarinnar fengju þar hlutdeild að. Þetta er ekki leiðin, hr. fjármála- ráðherra, til að afla ríkissjóði fjár og þaö ættuö þér aö vita manna best. Miklu vænlegra væri aö láta gera raun- hæfa úttekt og rannsaka starfsemi fyrirtækisins á breiöum grundvelli, m.a. samningagerðir þeirra viö varnarliöiö, hvaöa verðviðmiðanir eru lagðar til grundvaliar bæöi er tekur til útreikninga launaliða, verkhönnunar, álagningar, umboðslauna o.fl., jafn- framt verði kannaö hvort hinn toll- frjálsi innflutningur tækja, efna, vara- hluta o.fl. sé í fullu samræmi við efnis- iista viðkomandi verksamninga viö varnarliðið. Varnarmáladeild utanríkisráöuneyt- isins heimilar þennan innflutning fyrir sérhvert verk sem Aðalverktakar eða Keflavíkurverktakar vinna fyrir varnarliöið meö sérstakri ástimplun sem þannig hljóðar: „Vörur þessar eru undanþegnar aöflutningsgjöldum, enda sé sannaö með vottorði tollgæslu- manna, að þær hafi verið fluttar til varnarsvæöanna.” Einnig stimplar ráöuneytið á gjaldeyrisumsóknir þess- ara verktakafélaga sem viökomandi banki samþykkir meö því skilyrði aö varan verði einungis notuð í fram- kvæmdir á vegum varnarliðsins og að andvirði vörunnar endurgreiöist í íslenskum banka í dollaragjaldeyri. I framkvæmd er þessu hins vegar þannig háttaö að tollyfirvöld á Kefla- víkurflugvclli fá ekki í hendur efnis-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.