Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1984, Qupperneq 23
DV: MAMlbACÍÚRb.jÁN’ÖAR'1984!
23
íþróttir íþróttir íþróttir
Páll Björgvínsson var sínum gömlu félögum í Víkingi erfiðuriLaugardalshöllinniálaugardag.
ÞRÓTIUR STEFNIR NÚ
í ÚRSUTAKEPPNINA
— í 1. deildinni í handknattleik eftir öruggan sigur
áVíkingi, 28-25
Þróttur hefur nú góða möguleika á
að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni
um íslandsmeistaratitilinn í hand-
knattleik eftir öruggan sigur á Víkingi,
28—25, í leik liðanna í 1. deild í Laugar-
dalshöll á laugardag. Þýðingarmikill
sigur Þróttar og verðskuldaður í
heldur slökum leik, þar sem varnar-
leikur beggja liða var lélegur, svo og
markvarsla, einkum þó hjá Víkingum.
Varla varið skot. Hins vegar brá oft
fyrir þokkalegum köflum í sóknar-
leiknum og falleg mörk sáust. Þróttur
hefur nú hlotið 5 stig úr þremur síðustu
leikjunum. Fimm stig í sjö þeim
fyrstu.
Þróttur var skárra liðiö nær allan
leikinn. Páll Björgvinsson stjórnaði
leikmönnum sínum eins og herforingi
og skoraði grimmt, einkum í fyrri hálf-
leik. Var sínum gömlu félögum erfiður
og lék sinn besta leik með Þrótti. Þá
réðu Víkingar einnig lítið við Pál Olafs-
son þó þeir reyndu aö taka hann úr
umferð. Þróttur lék yfirvegað, hélt
hraðanum niðri og fann svo auðveld-
lega glufurnar í vörn Víkings. Víkings-
liðiö var hálf vængbrotið í þessum leik.
Viggó Sigurðsson lék ekki með vegna
meiðsla og Sigurður Gunnarsson gekk
ekki heill til leiks. Þó hlýtur þessi
leikur að vera Víkingum áhyggjuefni,
einkum þó markvarslan. Steinar
Birgisson og Guðmundur fyrirliði Guð-
mundsson hinir einu sem eitthvað
virkilega kvað að.
Leikurinn var lengstum mjög jafn.
Þróttur skoraði tvö fyrstu mörkin en
Víkingur jafnaði í 2—2. Náði síðan
forustu 5—3 og hafði yfir nær allan
fyrri hálfleikinn. Staðan 14—13 fyrir
Víking í hálfleik. Þróttur sneri dæminu
STAÐAN
2. DEILD
Fram sigraði ÍR 27—21 í 2. deild
karla i handknattleiknum i Laugar-
dalshöil í gær. Þá vann Breiðabiik
Gróttu 25—24 fyrir helgi. Staðan í
deiidinni er nú þannig:
Fram
Þór, Vest.
Breiðablik
Grótta
HK
IR
Fylkir
Reyuir
10 8 1 1 230-192 17
8 8 0 0 179—131 16
9 7 0 2 191—163 14
10 6 0 4 219—201 12
9 3 0 6 160—181 6
10 3 0 7 159—194 6
9 1 1 7 156-186 3
9 0 0 9 187-233 0
viö í síðari hálfleik. Skoraði tvö fyrstu
mörkin og síðan jafnt á öllum tölum
upp í 20—20. Síðan komst Þróttur yfir,
22—20, og hafði forustu það sem eftir
var. Þegar tvær mín. voru eftir var
staðan 26—25 en Þróttur skoraði tvö
síðustu mörk leiksins.
Mörk Þróttar skoruöu Páll 01. 10,
Páll Bj. 8, þar af fjögur af fimm fyrstu
mörkum Þróttar. Konráð Jónsson 5,
Birgir Sigurösson 3 og Jens Jensson 2.
Mörk Víkings skoruðu Steinar 8/2,
Guömundur 6, Hörður Harðarson 3,
Karl Þráinsson 3, Hilmar Sigurgísla-
son 3 og Einar Jóhannsson 2.
Dómarar Guðmundur Kolbeinsson
og Sigurður Baldursson. Víkingur fékk
tvö vítaköst, Þróttur ekkert. Tveimur
leikmönnum Þróttar var vikið af velli,
fimm Víkingum. -hsím.
Dómarinn lét
ekki sjá sig
—og 30 mín. tafir urðu á leik Hauka
og Vals. Valsmenn unnu 28-17
Valsmeim unnu öruggan sigur yfir
Haukum 28—17 í 1. deildarkcppnmni i
handknattleik þegar þeir mættust í
Hafnarfirði á laugardaginn. 30 mín.
tafir urðu á að leikurinn gæti hafist
þar sem annar dómarinn lét ekki sjá
sig. Það var Elías Jónasson, fyrrum
leikmaður Hauka, sem er nú búsettur í
Svíþjóð, sem hljóp í skarðið og dæmdi
ieikinu fyrir dómarann sem mætti ekki
og skilaði Elías hlutverki sinu mjög
vcl.
Haukarnir héldu í Valsmenn í fyrri
hálfleik og var staöan 12—9 fyrir Val í
leikhléi. Valsmenn tóku síöan leikinn í
sínar hendur í seinni hálfleik og skutu
Haukaá bólakaf.
Júlíus Jónsson, hinn ungi og efnilegi
leikmaður Vals, átti stórgóðan leik —
hann skoraði sjö mörk úr sjö skot-
tilraunum. Aðal Valsliðsins er hve
jafnir leikmennirnir eru.
Þórir Gíslason var yfirburðamaður
í slöku liöi Hauka.
Þeir sem skoruöu mörkin voru:
Fyrir Hauka. Þórir G. 7, Hörður
Sigmarsson 3, Ingimar Haraldsson 3,
Karl Lárus 2, Jón Hauksson 1 og Sigur-
jónSigurðssonl.
Fyrir Val. Júlíus 7, Brynjar 7/5,
Jakob S. 6, Valdimar 3, Steindór 3, Þor-
björn Jensson 1 og Jón Pétur 1.
-SOS.
Stjörnusigur á KR
Stjarnan úr Garðabæ tryggði sér
bæði stigin gegn KR í 1. dcild karla í
handknattieiknum með góðum loka-
spretti í leik liðanna í nýja íþrótta-
húsmu í Kópavogi á föstudagskvöld.
Þaö var snjall leikur þeirra Hannesar
Leifssonar, sem skoraði grimmt, og
Brynjars Kvaran í marki sem tryggði
Stjörnunni sigurinn. Lokatöiur 22—18.
I hálfleik var staðan 10—10 og
frainan af síöari hálfleik var einnig
jafnt. Þá komust Stjörnumenn í 18—15
og unnu síöan öruggan sigur. KR-ingar
reyndu að leika maður á mann loka-
kaflann en þá jókst bara munurinn.
Gunnar Gíslason lék sinn fyrsta leik
með KR eftir dvölina í Þýskalandi.
Mörk Stjörnunnar í leiknum skor-
uðu: Hannes 9/3, Magnús Teitsson 5,
Eyjólfur Bragason 3, Gunnlaugur
Jónsson 3, Björgvin Elíasson og Bjami
Bessason eitt hvor. Mörk KR: Guð-
mundur Alfreösson 6/1, Jakob Jónsson
6/2, Jóhannes Stefánsson 3, Friðrik
Þorbjörnsson 2 og Gunnar 1.
Fóstrur
Staða forstöðumanns viö dagheimilið og leikskólann viö
Tjarnargötu í Keflavik er laus til umsóknar, staðan veitist frá
1. febrúar 1984.
Upplýsingar um stöðuna eru veittar hjá félagsmálafulltrúa,
Hafnargötu 32, sími 92-1555, frá kl. 9—12 alla virka daga. Skrif-
legar umsóknir þurfa að berast félagsmálafulltrúa fyrir 20.
janúar nk.
Félagsmálaráð Keflavíkurbæjar.
tiav*1.
n9rl'
ru
fai
sp
r*1* ífrsei*1 et
ótt»
ieða
fÞ1Sa3 _____
(SuPer
^°ou la9i’
r8^ír^ia
Þjiðttfi
** að aU_,;kla n , *
Ha*1 6l»steraa n>i8st°
pV>* 3 mf® aiD-
af ta‘la LLpC byrga.
Sérst‘,„ ðvafn,r
6 áf* fe!9ur;
13 t0°";A. arjO
09 "rtda°
e^S°l
IUU
.ZDA
t>estat 1
10
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99