Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1984, Side 40
Urval
ÚRVALSEFNI
VIÐ ALLRA HÆFI
ÁSKRIFTARSÍMINN ER
27022
LUKKUDAGAR
8. JAIMUAR:
HARMÓNÍKA FRÁ I.H. AÐ
VERÐMÆTI KR. 1500.
33422
9. JANÚAR:
59315
FLUGDREKI FRÁ I.H. AÐ
VERÐMÆTI KR. 100
Vinningshafar hringi í síma 20068
■' -Ííll ;i|i
m WÍMMk
' 's
LOKfi
Jafnvel Jarúselski er I
skárrí kostur en Dennil!
TALSTÖÐVAR-
BÍLAR
UM ALLA BORGINA
SÍMI 8-50-60.
ÞRÖSTUR
SÍÐUMÚLA 10
27022
AUGLYSINGAR
SÍÐUMÚLA 33
SMÁAUGLÝSING AR
AFGREIÐSLA
SKRÍFSTOFUR;
ÞVERHOLT111
86611
RITSTJÓRN
SÍDUMÚLA 12-14
MANUDAGUR 9. JANUAR 1984.
Helgarskákmótið
íÓlafsvík:
Helgi ef stur
Helgi Olafsson varö hlutskarpastur á
helgarskákmótinu, sem haldið var í
Olafsvik nú um helgina. Hann hlaut 6
1/2 vinning af 7 mögulegum.
Helgarskákmótiö var hiö 22. í rööinni
og var það haldiö í minningu Ottós
Arnasonar. Þátttakendur voru 42, þar
af 29 úrOlafsvík.
Sem fyrr sagöi hlaut Helgi Olafsson
flesta vinninga. I ööru sæti varð Jó-
hann Þórir Jónsson meö 6 vinninga og
23 1/2 stig. I þriöja sæti varö Guðmund-
ur Arnason meö 6 vinninga og 21 1/2
stig, fjórði var Helgi Hansson meö 5
1/2 vinning, 28 stig og fimmti Sævar
Bjarnason meö 5 1/2 vinning, 24 1/2
stig. Oli Valdimarsson varö sjötti meö
5 1/2 vinning og 23 1/2 stig. Hann varö
jafnframt hlutskarpastur í öldunga-
flokknum.
Af 20 ára kcppendum og yngri uröu
hlutskarpastir þeir Karl Þorsteinsson
og Arni A. Arnason meö 5 vinninga, af
17 ára og yngri Tómas Björnsson og
Arnór Björnsson meö 5 vinninga.
Af fjórtán ára og yngri urðu efstir
Kristján Sævarsson og Tómas Her-
mannsson með 4 vinninga og hlut-
skarpastur heimamanna varö Arnór
V. Arnórssonmeö41/2vinning. -JSS
Þökfukuá
Fáskrúðsfirði
Miklar skemmdir uröu á tveim hús-
um á Fáskrúösfiröi í hvassviöri í nótt.
Hluti af þaki húss Pólarsíldar fauk og
lenti á ibúöarhúsinu Gilsbakka sem er
viö Búöaveg 53. Stór hluti þaks íbúöar-
hússins brotnaöiaf.
Brot úr þökunum héldu ferðinni
áfram, lögöu niöur Ijósastaur og
skemmdu fólksbil. Rafmagn fór af
byggöinni smátíma. Þetta gerðist um
eittleytiö.
I þessu suðaustan roki fuku einnig
þakplötur af nokkrum húsum. Félagar
úr björgunarsveitinni Geisla aöstoö-
uöu húseigendur við að festa niður þak-
plötur.
Nokkur loönuskip leituöu inn á Fá-
skrúösf jörö í var frá óveðrinu.
-KMU/Ægir, Fáskrúösfiröi.
Þingeyrí:
Uppsagnir og
refsiaðgerðir
—langvarandi deilur í f rystihúsi staðaríns
Hópur starfsfólks frystihúss Dýr-
firöinga á Þingeyri hefur á undan-
förnum mánuöum átl í nokkrum úti-
stööum viö yfirmenn fyrirtækisins.
Þetta mál á sér nokkuð langa for-
sögu og er svo komið nú að ákveöin
atriöi málsins eru komin í hendur
lögfræðinga.
Þar er um að ræöa brottrekstur
tveggja starfsmanna frystihússins
en þeim er meöal annars gefið að sök
aö hafa falsaö vinnutímatölur og
þannig stolið til sin bónusgreiöslum.
Var þeim sagt upp fyrirvaralaust
þrátt fyrirað báöir væru fastráðnir.
Fleira fólki hefur verió sagt upp
störf um i tengslum viö öll þessi deilu-
mál og eftir því sem næst verður
komist hafa yfirmenn frystihússins
beitt refsiaögerðum gegn ýmsum
sem teng jast deilunni.
Þær aðgerðir hafa meðal annars
verið fólgnar í útstrikunum á bónus,
refsibónus og einnig hefur fólki veriö
neitað um fastráðningu.
Vcrkalýðsfélagið Brynja á Þing-
eyri hefur ekki séð ásta'ðu til
aðgerða vegna þessara deilumála og
stafar hluti af óánægju verkafólksins
af því. Hefur þaö því beðið
Alþýðusamband Vestfjarða aö
athuga máliö og er þeirri athugun
ekki lokið. -SþS.
Margir skíðaiiK'im uotuðu golt skíðafæri á
laugardag og brugðu sér í skíðalöndin. Myudiie
var tckin af biðröðiuui i Blál'.jöllum. Nýja lyftau
hefur eiiu ekki verið tekin í iiolkuu.
DV-myiid GVA.
6 ltfU
♦ ' i j n
jf-ð
Ju
t
fl (i
Símanúmera-
happdrættið:
Sú sem borg-
aðifærvinn-
inginn
,,Eg er 'mjög ánægð," sagði stúlkan í
Keflavik sem Styrktarfélag lamaðra
og fatlaðra hefur ákveöið að afhenda
bílavinning í símanúmerahappdrætti
félagsins.
Eins og lesendum blaösins er
kunnugt risu deilur milli stúlkunnar í
Keflavík sem hefur símann og borgaði
happdrættismiöann og annarrar
stúlku sem geröi tilkall til vinningsins
á þeim forsendum aö sími stúlkunnar í
Kef la vík væri á sínu nafni.
Styrktarfélagiö tók þessa ákvörðun
eftir leiöbeiningum Guðmundar Ingva
Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns.
,Hann hefur kynnt sér málið
rækilega og skilaöi áliti byggöu á
viötali við málsaöila og reglugeröum
um happdrætti," sagöi Sigurður
Magnússon, framkvæmdastjóri
Styrktarfélags lamaðra og fatlaöra.
„Bíllinn veröur afhentur á þriöjudag-
rnn ásamt öörum bílum sem voru
vinningar i happdrættinu,” bætti
Sigurður viö.
-SGV.
Siglufjörður:
Snjóflóð
féHskammt
f rá húsi
Tvö snjóflóö féllu í Siglufiröi í gær en
ollu engum skaða. Aö sögn lög-
reglunnar á staönum var hvort
flóðanna um 150 metrar á breidd
neöantil. Innra flóðiö var talsvert
þykkra en þaö sem féU nær bænum.
Ytra flóðið fór aðeins 20 til 25 metra frá
húsinu númer 86 viö Suðurgötu, sem er
syðsta húsið i bænum.
Snjóflóðin féllu sitt úr hvoru gilinu
klukkan 16.45. Almannavarnanefnd
Siglufjarðar kom saman til fundar í
gærkvöldi og sendi frá sér aðvörun um
frekari snjóflóðahættu. Lögreglan var
á vakt i alla nótt. Fólk fór úr þremur
syðstu húsum bæjarins í öryggisskyni.
I morgun taldi lögreglan að snjóflóða-
hættan væri liðin hjá.
I nótt fór rafmagn tvisvar af Siglu-
firði. Við það datt hitaveitan út. I fyrra
skiptið varð samsláttur á Iinu frá
Skeiösfossvirkjun en síðan bUaði
strengur sem liggur milli spennistöðva
innanbæjar. -JBH, Akurcyri.
fólksins farinn f rá Islandi
Aðeins 12 manns eru eftir af þeim
26 manna hópi pólskra flóttamanna
sem kom hingað til lands á vegum
Rauöa kross Islands í maímánuði
1982.
Tvær fjölskyldu fóru burt af land-
inu þegar á sama ári og þær komu.
Síóan hefur verið að fækka í hópnum.
A síðasta ári fór ein kona til London,
ein fjölskylda fór aftur til Austur-
ríkis, þaðan sem flóttamennirnir
komu í upphafi, og hinir sneru aftur
heim til Póllands. Tæpur helmingur
hópsins er enn í landinu, þrjár fjöl-
skyldur, með samtals fimm börn, og
einn einstaklingur.
„Þetta er sama reynsla og ná-
grannar okkar á Norðurlöndum hafa
haft,” sagði Björn Friöfinnsson,
stjórnarmaður Rauða kross Islands,
er hann var spurður hverju þetta
sætti. „Þaö pólska flóttafólk sem
kom til Norðurlanda hefur sótt mikiö
vestur um haf og einnig til Suður-
Afriku þar sem mikil laun eru í boði
fyrirmenntaöfólk.
Margt af því fólki sem kom hingaö
festi hér ekki yndi. Þaó hafði orð á
því að því fyndist hér kalt og dimmt.
En ég tel að fólkið sem cnn er eftir
hafi haft meiri ástæðu til að flýja
land en það sem sneri aftur,” sagði
Björn Friðfinnsson.
Enn eru hér á landi hjónin Stefan
og Ivona Salbert sem lentu i nokkr-
uin útistöðum við læknadeild Háskól-
ans á siðasta ári Vegna starfsleyfa.
Hann var áður starfandi háls-, nef-
og eyrnalæknir cn hún starfaöi sem
tannlæknir. Þau stunda nú bæði nám
viö Háskóla Islands til aö afla sér til-
skilinna réttinda.
ÓEF