Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Page 2
2
DV. MÁNUDAGUR 30. JANOAR1984.
p Ólafsfjörður: r
FLUGVEL HLEKKHST A
engin slys á mönnum en vélin er nokkuð skemmd
Flugvél frá Flugfélagi Norður-
lands fór út af brautarenda á flug-
vellinum í Olafsfirði upp úr kl. 15.30 á
laugardag. Atta farþegar voru í vél-
inni, auk flugmannsins, og sakaði
engan þeirra. Nokkrar skemmdir
urðu hins vegar á flugvélinni. öll
hjólin þrjú lögðust út af og annar
vængurinn er nokkuð skemmdur.
Flugvélin, sem er af gerðinni Pip-
er Chieftain, var að koma úr áætlun-
arflugi frá Reykjavík þegar þetta
gerðist. Við lendingu reyndist flug-
brautin vera mjög hál þannig aö
bremsumar tóku mjög lítið í. Auk
þess stóð vindur þvert á brautina.
Skipti þá engum togum að vélin rann
brautarenda á milli og fór út í snjó-
skafl.
Lendingarskilyröi höfðu verið
könnuð áöur en vélin lagði af staö frá
Reykjavík og einnig eftir aö hún var
komin vel á leið og reyndist allt í
lagi. En skömmu áður en átti að
lenda rigndi dálítið í Olafsfirði og við
það breyttist flugbrautin úr venju-
legri vetrarbraut yfir í glerhált svell
án þess að menn vöruðu sig á því.
Menn frá loftferðaeftirlitinu og
Flugfélagi Norðurlands voru í Olafs-
firði í gær að kanna skemmdirnar á
vélinni og verða þær metnar á staðn-
um en vélin síðan flutt til Akureyrar.
A þessu stigi er enn ekki vitað hvort
það er talið borga sig að gera við
skemmdirnar.
-GB
Erlingur Sigurðarson dáist að því hve allir voru rólegir þegar vélin fór út af
brautinni.
„HVARFLAÐIEKKIAÐ MER
AÐ ÉG VÆRIAÐ FARASF’
— segir Erlingur Sigurðarson um f lugævintýrið í Ólafsf irði
, JViaður hugsar kannski ekkert en
það hvarflaði ekki að mér að ég væri
að farast,” sagöi Erlingur Sigurðar-
son, kennari á Akureyri, sem var
farþegi í vélinni til Olafsf jarðar, þeg-
ar hann var spurður hvemig honum
hefði verið innanbrjósts.
,,Eg fann að þaö dró merkilega
lítið úr feröinni eftir að við komum
inn á brautina og ég gerði mér grein
fyrir því fljótlega að vélin myndi
tæplega ná að stöðvast,” sagöi
Erlingur ennfremur.
Hannsatþeimmeginívélinni sem
fór í skaflinn utan brautarinnar en
sagði að hnykkurinn hefði ekki verið
veruiegur. Sá sem sat aftast hefði
síðan opnað dyrnar þegar vélin var
stöðvuö og allir hefðu farið rólega út.
„Eftir á að hyggja má dást að því
hve allir vora rólegir,” sagöi Erling-
ur.
Aðspurður sagðist hann ekki hafa
oröiö hræddur á meðan á ósköpunum
stóð og væri hann þó ekki að leika
hetju.
— En það hefur engin hræðsla
komiö í þig eftir á ?
„Nei, ég svaf ágætlega í nótt,”
sagðiErlingurSigurðarson. -GB.
„Ekki svo svakalegt að menn
færu með faðirvoríð”
— segir Valtýr Sigurbjamarson, bæjarstjóri í Ólafsf irði,
sem var farþegi í vélinni sem hlekktist á
„Þetta var ekki svo svakalegt aö
menn færa með faöirvorið,” sagöi
Valtýr Sigurbjamarson, bæjarstjóri
í Olafsfirði, um óhappið á flugvellin-
um.
„Lendingin sjálf tókst vel en síðan
voru bremsuskilyrði verri en búist
var við. Þegar farið var að bremsa
tók ekkert í og vélin fór áfram,”
sagöi Valtýr.
' Valtýr sat við hlið flugmannsins
og fylgdist því vel með öllu og hann
sá aö flugmaðurinn hafði fullt vald á
véUnni.
,,En þegar ég sá að hún fór út á
hliö spurði ég sjálfan mig hvernig
þetta myndi enda,” sagði hann.
Valtýr var ásamt forseta bæjar-
stjórnar að koma frá Reykjavík þar
sem þeir sátu fundi með ráðamönn-
um um samgöngur viö Olafsfjörð.
Hann sagöi aö síðastUðið sumar
hefði verið unnið aö lengingu flug-
brautarinnar en því verki hefði ekki
veriðlokið. Hefðiþaðhinsvegarver-
iö gert, eöa ef betra öryggissvæði
heföi verið viö brautarendann, hefði
mátt koma í veg fyrir þetta óhapp.
Fjárveiting væri til að ljúka verkinu
næsta sumar.
,,En það er of seint fyrir þessa vél
sem var uppáhaldsflugvéUn mín,”
sagðiValtýr. -GB
Valtýr Slgurbjamarson bæjarstjóri var að koma af fundi um samgöngumál
Ölafsf jarðar þegar óhappið gerðist.
'«****
Um hálfellefuleytið á laugardagskvöld varð árekstur á Vesturlandsvegi á
móts við Korpúlfsstaði. Bíl var ekið aftan á snjóruðningsbíl sem þar var á
ferð. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeildina.
-ÞG/DV-mynd S.
MEST AT-
VINNULEYSI
í JANÚAR
—áárinu 1983
Skráðir atvinnuleysisdagar nær Hafnarfirði 3.112 og í Mosfellssveit
tvöfölduðust á höfuöborgarsvæðinu 39.
frá nóvember til desember síðastUð- A höfuöborgarsvæðinu var at-
ins. 1 nóvember voru skráöir aUs vinnuleysiá árinu 1983 mest í janúar-
8.474 atvinnuleysisdagar en í desem- mánuði. Þá voru skráðir 17.276 at-
ber 15.518 samkvæmt upplýsingum vinnuleysisdagar. Minnst var at-
vinnumáladeUdar félagsmálaráöu- vmnuleysið í október en þá voru
neytisins. Þetta þýðir að 716 manns skráðir 5.328atvinnuleysisdagar.
hafiveriðskráðiratvinnulausirallan I töflum vinnumáladeildarinnar
desembermánuð á höfuðborgar- má sjá að minnstar sveiflur era í at-
svæðinu. vinnuleysi á stærstu þéttbýUsstöðun-
Mest var atvinnuleysiö í Reykja- um. Á minni stöðum er víða ekkert
vík eða 10.152 atvinnuleysisdagar í skráö atvinnuleysi yfir sumarmán-
desember. Á Seltjarnamesi vora at- uöina, en á stærri stööum er eitthvert
vinnuleysisdagar í desember 242, í viðvarandiatvinnuleysialltárið.
Kópavogi 1.611, í Garðabæ 362, í öEF
SKYLDUSPARNAÐUR ÁRIÐ1978 ENDURGREIDDUR
Skyldusparnaður til ríkissjóðs sem
lagður var á gjaldendur tekjuskatts á
árinu 1978 mun verða endurgreiddur
frá og meö 1. febrúar næstkomandi.
Skylduspamaðurinn mun verða
lagður inn á sérstaka sparisjóðsreikn-
— nemur nú um 205 milljónum króna
inga i afgreiðslum Landsbanka Islands
á nafni gjaldenda og verður eigendum
til frjálsrar ráðstöfunar frá og með 1.
febrúar. Fjármálaráðuneytið hefur
sent eigendum yfirlit um inneignar-
fjárhæðir, sparisjóðsreikningana og
afgreiðslustaði. Verðbætur á
greiddan skyldusparnað miðast við
breytingu á gildandi framfærsluvísi-
tölu frá 1. janúar 1979 til 1. janúar 1984
og geta mest numið 917 krónum af 100
króna sparnaði, þ.e. 10.000 gömlum
krónum. Hafi gjaldandi skuldað þing-
gjöld samkvæmt álagningu 1978 í byrj-
un næsta árs reiknast ekki veröbætur
fyrirþaöár.
Skylduspamaöurinn var lagður á
17.183 aðila að fjárhæð alls rúmlega
22,4 milljónir nýkróna. Verðbætur af
þessari fjárhæö námu rúmlega 182
milljónum króna og er inneign spar-
enda hjá ríkissjóði í árslok 1983 því
tæplega 205 milljónir króna. Þá fjár-
hæð leggur ríkissjóður inn á spari-
sjóðsreikninga i Landsbankanum þann
1. febrúar.
ÖEF