Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Blaðsíða 24
24
DV. MÁNUDAGUR 30. JANUAR1984.
íþróttir íþróttir íþróttir
Rakarastofan Klapparstíg
Sími12725
Hárgreiðslustofan Klapparstíg
Tímapantanir
13010
Valur vann
einvígið
við Pétur
— og Njarðvíkingar stöðvuðu sigurgöngu ÍR-inga
Njarðvíkingar sýndu það og sönnuðu
á föstudagskvöldið að það er engin til-
viljun að lið þeirra skipar langefsta
sætið í úrvalsdeildinni er þeir sigruðu
IR-inga, sem unnið hafa hvern leikinn
á fætur öðrum síðan Pétur Guðmunds-
son gekk í lið með þeim, með 83—72,
eftir að hafa leitt í hálfleik, 34—32.
Leikurinn var á köflum hraður og
skemmtilegur. ÍR-ingarnir ætluðu svo
sannarlega að næla sér í tvö stig og
vonina um að halda sæti sinu í úrvals-
deildinni en slæmur gangur í byrjun
seinni hálfleiks varð til þess að UMFN
náði 18 stiga forustu, 57—43, og það bil
tókst þeim ekki að brúa þótt þeim
tækist að saxa allmikið á forskotið
þegar nær dró leikslokum.
Greinilegt var að Njarðvíkingar
óttuðust risann Pétur Guðmundsson.
UMFN reyndi aö hefta för Péturs meö
því að setja menn til höfuös honum en
þar sem Pétur bar höfuð og herðar yfir
flesta þeirra leikmenn gekk þaö erfiö-
lega að undanskildum fyrstu mínút-
unum. Pétur komst því ekki á blað
alveg strax en á meðan skoruðu
bræðurnir Gylfi og Hreinn Þorkels-
synir, en þeir voru ásamt Pétri bestu
menn iR-inga.
Þegar langt var liðið á fyrri hálfleik
höfðu IR-ingar náð fimm stiga forustu,
30—25. Fram að því höfðu liðin skipst á
um að leiöa leikinn, en þá tóku heima-
menn fjörkipp. Gunnar Þorvarðarson,
leikmaður og þjálfari, endurskipulagði
aðgeröir og hann skoraði einmitt þegar
mest lá við ásamt því aö ná fráköstum.
Hittnastur í leiknum var þó Valur
Ingimundarson, skoraöi 29 stig,
þremur fleiri en Pétur Guömundsson
sem bætti þaö upp með sterkum
vamarleik. Pétur stöövaði mörg skot
UMFN og náði sæg af fráköstum.
Lið UMFN reyndist mjög jafnt, leik-
ur þess yfirvegaður og fátt um gróf
mistök. Auk Gunnars og Vals stóðu
þeir Kristinn Einarsson, Július Val-
geirsson, Isak Tómasson og Arni
Lárusson sig mjög vel, einnig Sturla
örlygsson.
iR-ingamir mættu að þessu sinni
ofjörlum sínum en losið sem kom á leik
þeirra um tíma varð þeim að falli.
Baráttugleði þeirra var mikil og þeir
létu einskis ófreistað aö ná knettinum.
Benedikt Ingþórsson meira að segja
sveif yfir borö fréttamanna og yfir þá
líka í tilraun sinni til að ná knettinum.
Lenti hann mjúklega inni í áhaldaher-
berginu eftir að hafa tekið eitt stól-
bakið með sér á ristinni. Honum varð
samtekki meintaf.
Jón Otti Olafsson og Gunnar Guð-
mundsson dæmdu leikinn lýtalaust.
• Maður leiksins. Gunnar
Þorvaröarson UMFN.
Stigln.
UMFN: Valur Ingimundarson 29, Gunnar
Þorvarðarson 16, Sturla örlygsson 15, Krist-
inn Einarsson 7, ísak Tómasson 5, Árni
Lárusson 6, Júlíus Valgeirsson 5.
ÍR: Pétur Guðmundsson 26, Gylfi Þorkels-
son 19, Hreinn Þorkelsson 16, Hjörtur Odds-
son 7, Benedikt Ingþórsson 4. -emm.
Valur Ingimundarson átti mjög
góðan leik með Njarðvikingum.
Furu-borðstofuhúsgögn
■ pc.S'V ÚRVAL HÚSGAGNA
° ÁTVEIMUR HÆÐUM
Hjólaði 51,151
km á einni
klukkustund!
— ítalinn Francesco Moser setti nýtt heimsmet
íMexíkó-borg
„Þetta þýðir ekkert fyrir hann, —
honum tekst það ekki. Moser er of
gamall,” sögðu frægustu hjólreiða-
menn heims þegar þeir fréttu að Ital-
inn Francesco Moser hygðist reyna að
setja nýtt heimsmet í hjólreiðum á
ólympíubrautinni í þunna loftinu i
Mexíkó-borg. Moser er 32 ára gamall
og er þjóðhetja á Italíu nú. Hann setti
heimsmet og hjólreiðar eru þjóðar-
iþrótt Itala.
I byrjun janúar hélt hann ásamt
fylgdarliði til Mexíkó. Þurfti að æfa
sig vel og venjast þunna loftinu.
Heimsmetstilraunina gerði hann svo í
lok síðustu viku — hjólaði í klukku-
stund.
Honum tókst að ieggja 51 km og 151
metra að baki á klukkustundinni.
Bætti heimsmet Belgíumannsins
fræga, Eddy Merckx, um 342 metra.
Þaö var sett á sömu braut 1972 eða
fyrir rúmum eliefu árum. Merckx
margreyndi þá við metið áður en hon-
um tókst aö bæta það. Italinn vann sitt
afrekífyrstutilraun.
Hjól hans er mjög fullkomið og þeg-
ar maður sér þaö á myndum er frekar
hægt aö ímynda sér einhvern grip utan
úr hinum mikla geimi en hjól fyrir
menn. Það vegur 7,5 kg og er metið á
rúmlega eina milljón íslenskra króna.
Afrek Moser er mikið aö mati þeirra
sem til hjólreiöa þekkja. Rúmlega 51
km hraði á klukkustund og þaö krefst
gífurlegs úthalds. Ef miðað er við
mesta hraða manns, þá má geta þess
að heimsmetið í 100 m hlaupi karla
jafngildir innan við 40 km meöalhraða
áklukkustund.
Merckx kærir
Um helgina barst svo Reuters-frétt
um að Beigíumaðurinn Merckx heföi
kært árangur Italans til alþjóðahjól-
reiðasambandsins. Allar iíkur eru á að
kæran verði tekin til greina. Hjólaút-
búnaðurinn hjá Itaianum kemur í veg
fyrir loftmótstööu, sem er þegar teinar
eru notaöir í hjólunum. Það má ekki
samkvæmt reglunum.
hsím.
M/S BALDUR
fer frá Reykjavík miðvikudaginn 8. febrúar nk. til
Breiðafjarðarhafna. Vörumóttaka til kl. 17 þriðju-
daginn 7. febrúar.
RfKISSKIP
Hjónarúm í miklu úrvali
Opið virka daga til kl. 19, opið föstu-
daga til kl. 20, laugardaga til kl.16.
Jli
-cv~y
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 12! Sími 10600
Hjól Moser til vinstri en til hægri kemur hann í mark á nýju heimsmeti i Mexíkóborg.
Munið okkar hagstæðu greiðs/uskilmá/a^
íþróttir
íþróttir
íþróttir
nýtt
SÍMA
imúmer
OFEL iUI isuzu
687300
■bifreidadeild sambandsins
HOFÐABAKKA 9 SIMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ.GÆÐAVORU