Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Blaðsíða 44
ÚRVALSEFNI VIÐ ALLRA HÆFI ÁSKRIFTARSlMINN ER 27022 AFMÆLISGETRAUN Á FULLU ÁSKRIFTARSÍMI 27022 27022 AUGLÝSINGAR SÍDUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLT111 86611 RITSTJORN jsÍÐUMÚLA 12-14 Seðlabanki fær ókeypis kreditkort Starfsmenn Seölabankans geta nú fengiö kreditkort án endurgjalds eins og starfsmenn annarra banka. Starfsmannafélag Seðlabankans óskaöi eftir því viö stjóm Kreditkorta sf. aö fá Eurocard-kreditkort án endur- , gjalds eins og aörir bankastarfsmenn, þar sem Seðlabankinn er hvorki aðili aö Eurocard eöa Visa. Stjórn Kredit- korta sf. samþykkti aö veita þessa fyrirgreiðslu og tók hún gildi frá ára- mótum. Starfsmenn bankans munu vera um 100 og þurfa þeir því ekki lengur að greiöa 600 króna gjald fyrir kort sín eins og aðrir notendur þeirra utan bankakerfisins. OEF Hellisheiði: Lokað vegna sparnaðar Hellisheiöi hefur verið lokuö undan- fama 10 daga vegna sparnaöar hjá Vegageröinni. Hafa ferðalangar því þurft aö fara ölfusið og Þrengslin þennan tíma og munar þaö 12 km aöra leiöin. „Viö emm að hugsa um aö opna heiðina núna þar sem veðurútlit er gott,” sagöi Rögnvaldur Jónsson hjá Vegagerðinni í Reykjavík nú í morgun. „Hér hafa sparnaöarsjónarmið ráðiö.” -EIR. ÞRÍR ÁREKSTRAR Á SAMA STAÐNUM Umferðarslys varö á móts við Hjalla í ölfusi í gær. Þar lentu tvær bifreiöar saman viö þrönga brú sem þar er á veginum og var tvennt flutt á sjúkra- hús. Á þessum sama staö hafa oröið þrír árekstrar nú á stuttum tíma og orðiö slys á fólki og mikið tjón á bílum. Var annað slys þama á föstudaginn var en hitt nokkrum dögum áöur. Em mikil þrengsli þama viö brúna og vegurinn hefur ekki boriö umferðina sem þarna ervegnalokunarHellisheiðar. -klp- LUKKUDAGAR f 29. janúarj 24306 HLJÓMPLATA FRÁ FÁLKAN- UM AÐ VERÐMÆTI KR. 400. 30. janúar 8869 MYNDSEGULBANDSTÆKI | FRÁ FÁLKANUM AO VERÐ- MÆTI KR. 40.000. Vinningshafar hringi í síma 20068 LOKI Hvers vegna mokar vega- gerðin ekki með kredit- kortum? Bændur búast við gjaldþroti — segir Gunnar Guðbjartsson Margir bændur ívanskilum vegna lausaskulda: Nær 600 bændur eru nú búnir að sækja um aö breyta lausaskuldum sínum í langtímalán en margir bændur standa nú mjög höllum fæti. „Þaö er ekkert nema gjaldþrot sem standa til ef ekki er leyst úr þessu á næstu vikum,” sagöi Gunnar Guðbjartsson hjá Framleiðsluráði landbúnaöarins. „Menn era komnir í þá aðstöðu aö þeir veröa að taka ákvöröun um að lýsa sig gjaldþrota. Þetta er sérstaklega fólk sem hefur veriö að standa í framkvæmdum. Margir eru i vanskilum.” Að sögn Guðmundar Oskarssonar, bónda að Beitistöðum nálægt Akra- nesi, er ástandið hjá honum mjög slæmt. „Þaö verður iskyggilegt ef þetta kemur ekki. Þaö er hægt aö fleyta þessu fram í mars, apríl, en ekki lengur. Þetta er misjafnt hjá mönnum. Þeir sem eru löngu búnir aö byggja og standa ekki í neinum framkvæmdum eru best staddir." Sveinbjöm Dagfinnsson hjá land- búnaöarráðuneytinu segir aö búiö sé aö gera drög að framvarpi um aö breyta lausaskuldunum í föst lán. Málið var rætt í ríkisstjórninni í gær og búist er við aö ákvöröun veröi tekin á næstu dögum. Aö sögn Sveinbjarnar er um aö ræða fyrst og fremst útgáfu skulda- bréfa sem lánardrottnar geta tekiö við. Þær skuldir sem sótt hefúr veriö um skuldbreytingu á nema samtals eitthvað nálægt 200 milljónum króna en þaö hefur ekki verið reiknaö að fullu. -ÞóG Verkfallið í Straumsvík er með nokkuð óvenjulegum hœtti. í morgun var hver staða skipuð og unnið affullum krafti í álverinu. Þannig var það líka um helgina. Föstu- dagurinn er í raun eini verkfallsdagurinn hingað til. Annar verkfallsdagur er áa:tlaður á morgun, þriðjudag. Þess á milli verður að vinna við áltöku og skauta- skipti til að eyðileggja ekki kerin. Svona getur þetta gengið í heilan mánuð. Þann tíma hefur verksmiðjustjórnin aflögu til að draga smátt og smátt úr framleiðslunni, sem enn var reyndar í fullum gangi ímorgun. DV-mynd: GVA. Samninganefnd starfsmanna í álverinu eftir 14 tíma samningalotu: Mætti beint á einkafund í Straumsvík Kjaradeilan í álverinu er sögð á við- kvæmu stigi. Samningafundur hófst klukkan 16 í gær og honum lauk ekki fyrr en klukkan 6 í morgun. Þá þegar hélt samninganefnd starfsmanna til einkafundar í Straumsvík. Næsti samningafundur er boöaöur klukkan 20 í kvöld. Hjá talsmönnum Isal fengust þær upplýsingar einar að ekki væri slitnað upp úr viðræðum. Engar upplýsingar fengust hjá fulltrúum starfsmanna. Þegar verkfall hófst aðfaranótt föstudags var strax hætt að skipta um skaut og taka ál. Það mun ekki geta gengiö nema einn og einn dag án meiri- háttar vandræða. Slíkri stöövun er hótaö aftur á morgun. Ef tvær vikur liöa án samkomulags veröur að taka ákvöröun um hvort loka eigi álverinu eöa ekki á næstu tveim vikum þar á eftir. Þaö tekur þann tíma aö „keyra niður” framleiösluna. Og lengra svigrúm gefst ekki, samkvæmt gildandi kjarasamningum. HERB Beðið eftir loðnunni Loönuveiði hefur engin verið frá áramótum en þá höföu borist á land 133 þúsund lestir af þeim 375 þúsund lestum sem leyfðar voru á þessari ver- tíö. Loðnan gengur oft upp að suðaustur- horninu um þetta leyti og því er ekki um annaö aö ræða en að bíöa. Tvö skip frá Hafrannsóknastofnun eru nú við loönuleit. -GB HRINGLEIÐIRNAR ÁRÉTTURÓU Hringleiöirnar númer 8 og 9 hjá strætó ganga í dag samkvæmt eðlilegri áætlun en fyrir helgina var ferðum fækkaövegnaerfiðrarfærðar. óm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.