Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1984, Síða 4
4 DV. MANUDAGUR 30. JANUAR1984. skfðastaðir Hótelrekstur Akureyri: I lagður niður Hótelreksturinn á Skíöastööum í Hlíðarfjalli hefur nú veriö lagöur niöur þar sem hann reyndist óhagkvæmur. Einnig heföi þurft aö gera miklar breytingar á skíðahótelinu til að halda honum áfram. En þótt hótelrekstur veröi ekki áfram fá skóla- og íþróttahópar gist- ingu í svefnpokaplássi og óbreyttur skíöamaöurinn aöstööu til afslöppunar og hressingar sem fyrr í skíðahótelinu. Lyfturnar í Hlíöarfjalli veröa fyrst um sinn opnar klukkan 13—18 virka daga og klukkan 10—17.30 um helgar. Þegar kernur fram í miöjan febrúar verður einnig opiö fyrir hádegi. Á þriðjudögum og fimmtudögum veröur opið til klukkan 21. Skíöaskólinn hefur tekiö til starfa og veröa haldin 5 daga námskeiö frá mánudegi til föstudags. Hver hópur fær um þaö bil 2ja tíma kennslu á dag. Þeir sem vilja taka þátt í trimm- landskeppninni, sem nú er hafin, fá alla aöstoö á Skíöastööum. Um helgar veröur lögö göngubraut í Hrappstaöa- skál fyrir þá sem velja gönguskíðin og í brekkunum eru fjórar lyftur sem draga 2700 manns upp brekkumar, allt upp í 1000 metra hæö. Mörg stórmót skíðamanna verða í Hlíöarfjalli í vetur. Má þar nefna bikarmót í fulloröins- og unglinga- flokkum, öldungamót Islands, Skiöa- mót Islands um páskana og Andrésar- leikana. Að sögn forráöamanna skíöamála á Akureyri er nú oröin knýjandi þörf aö bæta viö lyftu í fjallið. Lyfta í Hjalla- braut hefur verið á óskalista í 5 ár en áriö 1978 var byrjað á undirstöðum hennar. Síðan hefur ekkert veriö gert og vill Ivar Sigmundsson, forstöðu- maöur Skíðastaöa, kenna pólitísku viljaleysi bæjarstjómarmanna þar um. Kostnaður viö þessa lyftu taldi hann aö yröi tæpar fjórar milljónir á byggingarári. -JBH/Akureyri. vöggu. Hjónarúm og innróttingar úr bambus sam minna þó nokkuð á Meuble84íParís: / peningaleit á sjúkrastofu Þrír piltar innan viö tvítugt fóru í heimsókn inn á sjúkrastofu á Land- spítalanum á laugardagskvöldið. Ekki var þessi heimsókn farin í góöum til- gangi. Þeir fóru inn á sjúkrastofu þar sem sjúklingur var sofandi í rúmi sínu. Vaknaöi sjúklingurinn viö aö piltamir voru aö róta í eigum hans og höfðu þeir einhverja peninga upp úr krafsinu. Gat sjúklingur gert viövart og náöi lögreglan piltunum viö Umferöarmiö- stööina skömmu síðar. -ÞG„ Mikil ófærð hefur verið > Grundarfirði að undanförnu og hefur það hamlað mjög samgöng- um við þorpið. Það hefur m.a. komið sér illa vegna þess að eng- inn læknir er á staðnum. Á mynd- inni hér að ofan sést að ekki dugir annað en stór farartæki til að menn komist leiðar sinnar. DV-mynd Bæring Cecilsson. Nýja línan í húsgagnaiðnaðinum Fiá Sigríöi Vigfúsdóttur, frétta- ritara DV í París. 12.—16. janúar síöastliöinn var haldin í París ,,Salon du meuble”, sem er alþjóðleg sýning á húsgögnum og öllu sem þeim viökemur. Sýningin hefur verið haldin ár hvert frá 1960 en er því miður eingöngu ætluð kaup- mönnum. I ár voru haldnar tvær aörar sýn- ingar samhliöa þessari. A annarri voru lampar og á hinni ýmsar skreyt- ingar fyrir heimili og fyrirtæki. Sýningarsvæðið var yfir 130 þúsund fermetrar og þar sýndu framleiðslu sína 1050 fyrirtæki frá 80 löndum. Sýning þessi er farin að veröa þekkt um heim allan vegna vörugæða og einnig fá ungir teiknarar aö spreyta sig og koma fram á markaðinn meö alls konar nýjungar. Árið 1983 komu 50 þúsund gestir, þar af 8 þúsund útlendingar. Nokkrir Islendingar hafa sjálfsagt veriö líka og blm. hitti þar íslenska konu, Ingunni Stefánsdóttur, sem flytur inn frönsk „prentuð efni” fyrir verslun sína, Handraöann. Sýningin er mikilvægur þáttur í aö kynna franskan iðnað í húsgagna- og listvinnu. Um það bil 80 þúsund Frakk- ar vinna við húsgagnageröina eina og veltan er yfir 20 milljarðar franka, sem gerir 70 milljaröa af krónunni okkar. Franski húsgagnaiönaöurinn virðist vera aö ná sér á strik eftir erfið- leika síðustu ára og er úm 23% aukning á útflutningifrá 1982—1983. Þœr gerast ekki öllu kvnnlegri, klukkurnar ó markaönum. j dag mælir Dagfari_____________í dag mælir Pagfari______ í dag mælir Dagfari VIÐ ÞEKKJUM MANNGERÐINA íslendingar hafa fylgst af áhuga meö njósnamálinu í Noregi. Á hverj- um degi berast nýjar uppiýsingar um persónuleika, lífsferil og athafnir Treholts hins norska og stöðugt ber- ast fregnir af málum sem hann hefur haft aðgang aö og varða öryggi og hagsmuni Norðmanna. Treholt þessi kemur okkur kunnuglega fyrir sjónir vegna þess að hann á sér margar hliðstæöur í vestrænum þjóðfélögum. Hann er alinn upp á velmektar- heimili og afsprengi áhrifamikiilar fjölskyldu í heimalandi sínu. Gegn- sýrður af vinstri stjórnmála-, skoðunum, sem þóttu fínar í hans ungdæmi, uppreisnarmaður gagn- vart borgaralegu þjóðfélagi, eyði- iagður af dekri þeirrar velmegunar sem þykir ekki lengur brúkleg til annars en að forsmá. Sniðugur strák- ur í skóla, meðlimur í ungkrata- fylkingum og háreistur Nato-and- stæðingur til að þóknast vinstri tísku og hippamennlngu. Hnakkakerrtur uppskafningur, hrokafullur háskóla- borgari sem þykist vinna fyrir al- þýðuna um leið og hann fyrirlítur hana. Hampað af flokknum, spUltur af uppeldi, vel klæddur og strokinn rétt eins og klipptur út úr tiskublaði pólitískra framagosa. Þekkjum við típuna? Höfum við séð henni bregöa fyrir hér heima? Slíkir menn eru auðveld bráð fyrir harðsvíraða útsendara kommúnism- ans. KGB lætur ekki slík himpigimpi fram hjá sér fara. Obbolítið vodka, sætar stelpur, skemmtlleg partí, meira vodka og björninn er unninn. Hvað er eitt fööurland mUli vina þeg- ar freistingarnar eru annars vegar? Af hverju ekki að þiggja smá- greiða, ferðalög og ævintýralega ástafundi í Tékkó þegar frelsarar heimsins falast eftir liðveislu í bar- áttu sinni gegn auðvaldi og and- styggilegum Ameríkönum? Þessi saga er ekki einsdæmi. Hún er daglegt brauð í undirheimum KGB sem teygir anga sína út um allan heim.Hræöir menn og tælir, hótar mönnum og blótar, leggur fyrir þá snörur, lokkar þá til fylgi- lags, mútar þeim og glepur sýn. Mannorð góðrar fjölskyldu, orðstir foreldra, sakleysi maka og barna er hégóminn einn í augum kaldrifjaðr- ar og forhertrar njósnamafíu í Moskvu. Eitt mannslíf, einn istöðulítill strákstauli í Noregi, er þeim ekki meira virði en ryklð undir fótum þeirra. Hvað varðar KGB um æru manna og framtíð þeirra auðnu- leysingja sem flækjast í net þeirrar háleitu stefnu að fletta ofan af vörn- um og öryggi vestrænna þjóöa? Hon- um var nær. Leikurinn gengur jú út á að svíkja föðurlandið, Ijúga og pretta, stela trúnaðarskjölum og koma aftan aö vinum sínum. Því meira undirferli þvibetra. Treholt reyndist góður liðskraftur. Fljótur aö tileinka sér eiginleika hins góða njósnara. Forhertur og kampa- kátur, stimamjúkur og tvöfaldur, alll eftir hvað við átti. Enda stóð ekki á þvi að útnefna kauða ofursta í KGB. Treholt var manngerðin sem Rússarnir leita helst eftir, dæmigert fórnarlamb sem hefur alla þá lesti til að bera sem KGB kann að meta. Kannski leynast slíkir karakterar mitt á meöal okkar. Hvi skyldi ekkl KGB leita fórnarlamba á íslandi eins og alls staöar annars staðar? Þeb- vita sem er að bráðbi er til staöar. Spurningin er aðeins hver er heppilegastur, hver fellur fyrstur fyrir freistingunni? Þeir eru margir uppskafningarnir og nytsömu sakleysingjarnir á tslandi. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.